Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Qupperneq 13
HELGI SÆMUNDSSON GUÐMUNDUR Jakobsson: Akraneskirkja, reist 1896. FINNUR Thorlacius: Nýja bíó í Reykjavík, reist 1919, sjaldgæft dæmi um áhrif frá jugendstíl, en því miður er þetta ekki til lengur. ÞORSTEINN Sigurðsson: Auðkúlukirkja, reist 1894. RÖGNVALDUR Ólafsson: Þingeyrarkirkja að innan. Kirkjan var reist 1910 og var að hluta út steinsteypu. ' ÞORLEIFUR Eyjólfsson: Túngata 30, reist 1928. argötu 14 A og B, reist 1906. Af öðrum for- smiðum frá upphafi aldarinnar má nefna Bjarna Jónsson (1859-1940) sem byggði Bjarnaborgina árið 1902, fyrsta fjölbýlis- húsið á landi hér. Sveinn Jónsson (1862- 1947) er höfundur margi-a húsa, einkum í Þingholtunum, sem enn standa með prýði. Hrein perla er hús hans við Suðurgötu 4, turnhornagerð sem Hörður nefnir svo og að öðru leyti fallegt og merkilegt afbrigði við sveiserstílinn. Magnús Th.S. Blöndahl (1862- 1932) er m.a. höfundur Landshöfðingjahúss- ins við Skálholtsstíg og hússins með turnana tvo gegnt Þjóðleikhúsinu, sem fyrirtaekið Jóhann Ólafsson & Co hefur varðveitt og gert upp svo til fyrirmyndar er. Töluvert yngri er Jens Eyjólfsson (1874-1959) en eftir hann er eitt af fegurri húsum Reykjavíkur, íbúðarhús að Grettisgötu 11, reist Í907-1908. BJARNI Jónsson: Bjarnaborg nýreist 1902, fyrsta fjölbýlishús á íslandi. Lærðir húsameistarar Hér verður að fara fljótt yfir sögu. Framundan er tímaskeið lærðra húsameist- ara og fyrsti íslenzki arkitektinn, Rögnvald- ur Ólafsson, er kominn til skjalanna. Á und- an honum komu við sögu danskir arkitektar sem Hörður nefnir til sögunnar, en í fótspor Rögnvaldar fetaði Einar Erlendsson, sem nýlega voru gerð skil í Lesbók. Á sama hátt og Rögnvaldur teiknaði hann fyrst timbur- hús en skildi brátt að steinsteypa var bygg- ingarefni framtíðarinnar og hóf að teikna steinsteypuhús. Frá fyrra skeiðinu er eitt af fegurstu húsum borgarinnar, Fríkirkjuvegur 11, byggt sem íbúðarhús Thors Jensens og fjölskyldu, en sem dæmi um steinsteypuhús eftir Einar má nefna Borgarbókasafnið við Þingholtsstræti. Öðrum brautryðjendum sem á eftir koma, svo sem Guðjóni Samúels- syni og Sigurði Guðmundssyni og Gunnlaugi Halldórssyni, eru að sjálfsögðu gerð skil í bókinni. Þá er ýmislegt ótalið. Þar á meðal er umfjöllun Harðar um timburkirkjur fyrir timburkirkjuöld, þar sem höfundurinn er heldur betur á heimavelli eftir rannsóknir sínar og bók um kirkjur í Skálholti. Meg- inkaflinn er um sjálfa timburkirkjuöldina; þær rætur liggja aftur á 18. öldina, segir hann. Einnig þar komu forsmiðir við sögu og einn sá atkvæðamesti var Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni, höfundur Munkaþverárkirkju og Möðruvallakirkju í Eyjafirði. Vert er einnig að benda á þann fjölhæfa mann, Tryggva Gunnarsson, sem teiknaði Laufáskirkju 1865, og Þorstein Sigurðsson, sem er sér á parti sem kirkju- hönnuður með sínar sexstrendu kirkjur á Auðkúlu, 1894, og Silfrastöðum, 1898. Um kirkjur Rögnvaldar Ólafssonar fjallar Hörður í sérstökum kafla, en síðan kemur steinkirkju- og steinhúsatímabilið. Á árdögum steinsteypunnar komu við sögu forsmiðir, nú gleymdir nema þeir hafi orðið þekktir fyrir eitthvað annað. Það kemur til dæmis á óvart að sá sem réð út- litinu á Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu 1919 og var forsmiður þess, var enginn annar en Knud Ziemsen sem um tíma var bæjarstjóri í Reykjavík. Það er líka eftir- tektarvert og kemur vel fram í bókinni, hvað hin fyrstu steinsteypuhús voru listrænar byggingar og þá ekki síður þau sem mótuð voru í beinu framhaldi af timb- urhúsaklassíkinni. Þar til funkisstíllinn breytti verulega ásýnd nýrra húsa spratt hér upp og blómstraði það sem Hörður nefnir íslenzka steinsteypuklassík. Góð dæmi eru um hana í bókinni í húsum Einar Erlendssonar sem fyrr eru nefnd, í húsum Finns Thorlaciusar frá 1912, Jens Eyjólfssonar frá 1918 og 1920 og Þorleifs Eyjólfssonar frá 1927 og 1928. Húsaröð Jóns Víðis við Barónsstíg 49-57, byggð í svörtustu kreppunni 1933, er alltaf augnayndi og sama er að segja um fyrsta íbúðarhúsið sem teiknað var og byggt undir merkjum módernisma. Það gerði Sigurður Guðmundsson 1929. Húsið var íbúðarhús Ólafs Thors, en nú hefur Vinnuveitendasambandið haft þar bækistöð um árabil og því miður hefur húsið ekki fengið að halda upprunalegu út- liti sínu. STOKKS- EYRI Vakti mér ungum útþrá ríka ólgandi hafsins djúp þegar sat ég við sæinn frammi sumarlangan dag. Hvarfég burtu og bjóst að veita björtu árdegi lið, hraktist þó mæddur myrka stigu marga villunótt. Þegar gerist ég fár og fölur fjarri bernskunnar strönd langar mig einatt austurveginn aftur heim - til þín. Höfundurinn er skóld í Reykjavík og fyrrverandi ritstjóri Alþýðublaðsins. KRISTÍN BJARNADÓTTIR í HELLI HÖRP- UNNAR Opið bergið ognúið Koldimm hvelfíng Og hvergið! Sortnar fyrir augum við innganginn Eygi leiðarljósið rauða skáhallt nið- ur frá aldamótaperu Þrjú skref og skíman myndar veggi Sem mynda hýbíli sem mynda líf meira en mitt sjö skref og horfí til baka rökkurbirtan flæðir röndótt innum viðarstafninn tíminn er ónumið hljóð oggerír mig utanvið sig Einhverju hlýtur að ljúka hér í helli sem er upphaf heims Dropar falla Þey þey og ró ró Einhver bankar dýnur í sveitinni Bylmingshöggin skoppa yfír fíatlendið Og við köllum þau bergmál Eltingarleikur tónanna er hafínn Sussuhljóðin innanfrá teyga í sig hin að utan Fuglagargið ágerist Bíll að 'koma! Niður flóann eða hér í borg? Bjáni, þetter sporvagn! Eða hjartsláttur Borgarberg í laginu líkt og minning meiri en mynd: Víðátta æsku sem aldrei brennur út en verður þó öll ___ Oghellirinn tímans dimmumót hörpu Sem leikur inn Höfundurinn er leikari og býr i Gautaborg. Ljóðið er tileinkað listsýningu, Innsetningu eftir Hörpu Árnadóítur í Bergrummet, Konstepidemin i Gautaborg 31. október til 17. nóvember 1998. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.