Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Síða 20
BIRTAN UPPSKORIN ÁRLEGA
Hjónin Hörður Daníelsson og Kristín Þorkelsdóttir hafa
um tíu óra skeið ótt drjúgan þótt í útgófu landkynning-
ardagatalsins Af Ijósakri. Útgófan vakti verðskuldaða
athygli ó sínum tíma fyrir Ijósmyndir Harðar, hönnun
Kristínar og óvenju vandaða prentun.
Morgunblaðið/Kristinn.
„VERÐUR æ betur Ijóst hvað ósnortin náttúran skiptir miklu máli fyrir manninn," segja hjónin
Kristín Þorketsdóttir og Hörður Daníelsson.
EGAR Ljósakurinn kom út í
fyrsta sinn 1989 var það í fyrsta
sinn sem landið var sýnt á
prentaðri ljósmynd í þessu
formi,“ segir Hörður. „Síðan hafa
margir fylgt í kjölfarið og í dag
eru flestir atvinnuljósmyndarar
með svona myndavélar. Þetta er
dálítið annars konar myndataka en á venju-
lega 35mm myndavél. Vélin sem ég nota er
nánast öll handvirk, mæla verður ljósið með
sérstökum ljósmæli og myndin er tekin á tíma.
Yfírleitt tek ég bara eina lýsingu og
annaðhvort heppnast hún eða ekki. Myndatak-
an stendur nær gömlu ljósmyndurunum hvað
þetta varðar," segir Hörður um tæknilega hlið
ljósmyndunarinnar.
Þau Kristín og Hörður eru löngu þekkt fyrir
störf sín að hönnun, kynningarstarfi og
•auglýsingagerð, lengst af ráku þau Auglýs-
ingastofu Kristínar sem síðar fékk- heitið Auk
hf. en fyrir fimm árum drógu þau sig alfarið út
úr rekstri fyrirtækisins og seldu hlut sinn.
Kristín hefur frá upphafi stýrt hönnun daga-
talsins Af ljósakri fyrir útgefandann Nýjar
víddir sem er að jöfnu í eigu hennar, Daða
Harðarsonar og Gunnars Halldórs Gunnars-
sonar, en þeir sjá alfarið um reksturinn.
„Hugsunin að baki útgáfugripa Nýrra vídda er
afar einfóld,“ segir hún. „Þeir þurfa að upp-
fylla skilyrðið að vera vönduð íslensk kveðja,
sem hafi bæði gildi fyrir sendanda og viðtak-
anda kveðjunnar. Fyrsta útgáfa Af ljósakri
breytti viðhorfum manna til dagatala. Loksins
gafst íslenskum fyrirtækjum kostur á að
kynna landið sitt á verðugan hátt með breið-
myndum sem náðu betur en önnur form hinu
^ stórbrotna landslagi og víðerni sem er svo ein-
' stætt fyrir ísland."
Ai-i Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðing-
ur er höfundur textans sem birtist á dagatal-
inu 1999. Með hverri mynd fylgir texti og á
bakhlið dagatalsins er ítarlegri texti um mót-
un landsins frá upphafi. Að sögn Kristínar
hefur ávallt verið lögð mikil áhersla á gæði
textans og birtist hann á sex tungumálum.
Hún segir að útgáfan hafi verið í stöðugri
þróun frá ári til árs, ekkert hafi verið til
sparað svo prentunin mætti heppnast sem
best og jafnvel hefur verið bryddað á nýjung-
um í prentuninni til að sem bestur árangur
næðist. „Akveðin aðferð í yfirlökkun pappírs-
ins var þróuð í samvinnu við Prentsmiðjuna
Odda til að ná fram vissri áferð í myndirnar.
Dagatöl hanga yfirleitt á vegg og Ijósið breyt-
ist á meðan fólk gengur hjá og virðir fyrir sér
myndina."
Kristín nefnir eitt atriði sem telja megi ein-
stakt í vinnsluferli myndanna í prentsmiðjunni
en hverri mynd fylgir nákvæm greinargerð
frá Herði um hvernig skuli litgreina hana.
Hver mynd er brotin upp í reiti sem merktir
eru með bókstaf og númeri. Með myndinni
Brim við jökulsárósa á Breiðamerkursandi
fylgdi t.a.m. eftirfarandi leiðsögn: „Myndin er
í þremur beltum: Efst er skýlaus himinninn,
þá kemur hafið og hvítfyssandi brimgarðurinn
og neðst er sandurinn; ýmist ber og dökkur
eða hulinn bláu ljósu frárennslinu. Það sem
þarf sérstaka alúð er: a) Gæta þar að yfirlýsa
ekki hvítt löðrið í briminu BCl/19. b) Bláir
vatnstaumarnir í Dl/19 verða að skila sér með
sínum ótal blæbrigðum. c) Sandurinn í El/19
má ekki verða of dökkur og í honum eru mjög
fínleg blæbrigði sem þurfa að nást inn. Og höf-
um í huga að sólskinið er í essinu sínu - litlu
skuggarnir af ísmolunum neðst til hægri vitna
um það.“
Útgáfa dagatalsins Af ljósakri hefur hlotið
útnefningu Imarks og tilnefningu til menning-
arverðlauna DV fyi'ir listhönnun. Hörður segir
samt ákveðið viðhorf ríkjandi gagnvart útgáfu
dagatala. „Það er einfaldast að lýsa því þannig
að dagatöl séu álitin annars flokks útgáfa.
Þess vegna á svona vönduð útgáfa dagatals
erfiðara með að fá viðurkenningu fyrir fag-
mannlegan frágang og listrænt útlit en t.d.
bækur.“ Kristín bætir því við að hún telji að
Af ljósakii sé einn vandaðasti prentgripur sem
út komi á Islandi. „Það hefur verið einstaklega
gaman að finna hve þeir fjölmörgu, sem koma
að gerð þessa prentgrips, leggja sig alla fram
um að gera hann sem best úr garði. Allir
leggja metnað sinn í að Af ljósakri heppnist
sem best“.
I tengslum við gerð Af ljósakri hafa Hörður
og Kristín ferðast mikið um landið. „Við höf-
um ferðast meðvitað um landið undanfarin 15
ár og erum orðin vel kunnug víða. Mér verður
það æ betur Ijóst hvað ósnortin náttúran
skiptir miklu máli fyrir manninn, en um leið
verður að gera staðina aðgengilegri. Þetta eru
tvö sjónarmið sem þarf að samræma,“ segir
Ki-istín. Hörður segir að oft hafi togast á í sér
tilfinning um að með því að birta ljósmynd af
fallegum afskekktum stað sé hann þar með
kominn í þjóðbraut. „Þetta leiðir auðvitað hug-
ann að því hvert við stefnum í umgengni okkar
við náttúru landsins. Það má jafnvel segja að
með útgáfu á sakleysislegu dagatali með
náttúrufarsmyndum sé maður að taka
stórpólitíska afstöðu," segir Hörður kíminn.
Kristín bætir því við að ljósmyndir Harðar séu
skrásetning á síbreytilegum svip og ljósbrigð-
um í ásýnd landsins. „Ljósið og birtan eru svo
stórkostleg hér á Islandi. Mér hefur stundum
dottið í hug að það ætti að láta útlenda ferða-
menn sofa á daginn og keyra með þá um land-
ið á nóttunni,“ segir Hörður. „Þá fengju þeir
að sjá hvernig allt fellur í dúnalogn við sólset-
ur, harðir skuggar dagsins víkja fyrir mjúku
ljósi bjartrar sumarnæturinnar og upplifa síð-
an kraftinn sem losnar úr læðingi við sólar-
upprás.“
*20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER 1998