Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 9
sínum, veglega matarveizlu að hátíðarmessu dagsins lokinni og sæti þá sjálfur í öndvegi sem veizlukóngur. Veizluborð, sem svignaði undir alls kyns krásum, þótti hinn ágætasti fyrirboði þess, að nýja árið yrði mönnum gott og gjöfult. Þótti hin mesta óhæfa að skilja eitthvað eftir af matnum á borðinu í veizlulok. Menn voru í þá daga líka fundvísir á önnur tækifæri til að halda mikilfenglegar matar- veizlur, sem gjarnan stóðu í nokkra daga- og kostuðu gestgjafana líka drjúgan skilding. En yfirvöld litu slík veizluhöld aftur á móti heldur óhýru auga, af því að það kom ósjaldan fyrir, að þess háttar mannfagnaður snerist undir lokin upp í almennt hörkufyllerí, blóðug slags- mál og meiðingar. Reyndu landsfeður því hvað eftir annað að stemma stigu við þessari taumlausu veizlugleði þegna sinna og tíðum skrílslátum gestanna í veizlulok. En allt kom fyrir ekki. Opinber tilskipun frá árinu 1613 „Gegn taumlausu framferði manna við brúð- kaup og óhóflegum matarveizlum í tilefni af brottför kaupskipa úr heimahöfn" reyndist hafa nákvæmlega jafnlítö áhrif á framferði manna og allar hinar reglugerðirnar, sem á undan voru gengnar. Sankti-Lúkas-gildið í Antwerpen var eigin- lega stéttarfélag málara, stofnað í þeim til- gangi, að félagar veittu hver öðrum aðstoð í sjúkdómum og þegar neyð steðjaði að. Á 17. öld voru meginverkefni þessa félagsskapar á hinn bóginn í því fólgin að standa fyrir meiri- háttar skemmtanahaldi og skipuleggja veg- legar matarveizlur. Næstum því allar tekjur gildisins voru beinlínis étnar upp í árlegri matarveizlu á Sankti-Lúkasardegi. Skyldi því engan undra, að Jordaens reyndi- án árang- urs - að biðjast eindregið undan því að vera kjörinn formaður stéttarfélags listmálara árið 1621. Mun honum hafa vaxið mjög í augum allur sá kostnaður sem því fylgdi að rækja það virðulega embætti með tilheyrandi risnu. Meira að segja mannslát varð mönnum tilefni til að efna til ærlegrar átveizlu. Við útför Ru- bens voru haldnir í Antwerpen hvorki meira né minna en fjórir fjölmennir minningar- málsverðir: Á heimili hins látna var haldin matarveizla fyrir fjölskyldu hans og nánustu vini, í ráðhúsinu „Gullblóminu" var meðlimum í Bræðrafélagi rómanista boðið til átveizlu, og félagarnir í Sankt-Lúkas-gildinu settust að snæðingi í veitingahúsinu „Hirtinum", til að minnast hins látna listamanns. Ríkuiega borið á borð I klaustrinu létu menn heldur ekki sitt eftir liggja í veizlugleðinni. Þegar ung stúlka sór klaustureiðinn og gerðist fullgild nunna í Falconklaustri hinn 10. febrúar 1664 var efnt til myndarlegs matarboðs fyrir nítján manns. Hinir frómu borðgestir snæddu við það tæki- færi, samkvæmt bókhaldi klaustursins: „20 stutta hleifa af hveitibrauði, eitt soðið sauða- læri, tvö reykt svínslæri, tvö væn stykki af saltkjöti, þrjár skálar af hrísgrjónum, þrjár skálar af brytjuðu kindakjöti með alls konar grænmeti, pylsur, bjúgu og bollur úr kartöflu- mauki og þrjár stórar skálar af plómumauki _ og er þetta fyrsti hluti málsverðarins..." Strax á eftir fylgdu svo tvær aðrar álíka ríku- legar umferðir af alls kyns kræsingum. Var þetta kappát þó einungis fyrri dagur matar- veizlunnar, því að daginn eftir var haldið áfram frá hádegi og allt framundir miðnætti til að seðja sárasta hungrið og matnum skolað niður með kynstrunum öllum af hvítu og rauðu víni, eplavíni og berjasaft. Þótt ekki væri um að ræða nema hátíðarborðhald innan fjölskyldunnar eins og á þrettándanum, var að minnsta kosti borin á borð ein tylft ljúffengra og seðjandi rétta. Á málverki Jordaens hafa menn þegar nær algjörlega hroðið borðið. Að- eins ein kvennanna, hin krýnda drottning fagnaðarins, mundar ennþá gaffalinn í matar- leit. Það sézt þó, að enn er eftir á fótunum ein brauðkolla sem búið er að sneiða af, hálf baka, appelsínuhelmingar, sneið af reyktum laxi og agúrka, og hinum megin á borðinu má greina rækjur, sem borðaðar eru til að örva vínþorst- ann, og sama tilgangi þjónar saltsíldin, sem einn gestanna er að fara að sporðrenna. Vínhneigðir með afbrigðum Á þrettándafagnaði var það víða siðvenja að gá að stjörnunum í gegnum reykháfinn. Máttu menn þá drekka jafnmargar merkur eða schoppen af víni eins og þeir gátu talið fram margar stjörnur. I Rómarglösum glóði þá ýmist Rínar- eða Móselvín. „Að svipta Flæmingja vínglasinu," skrifaði franskur ferðamaður á 18. öld, „það jafngilti því að höggva sundur rætur trés, sem það sogar til sín lífssafann með." Meira en tveir þriðjuhlut- ar niðurlenzkra málverka með hversdagslífið sem viðfangsefni sýna fólk að drykkju, ýmist í heimahúsum eða á vínstofum. Jafnvel hinir virðulegustu og alvörugefnustu hollenzku borgarráðsmenn lyfta vínbikar á hópmynd- um, sem þó þóttu einkar sómasamlegar á þeim tímum. Bróðir hans hátignar Spánarkonungs, Ferdinand, er gegndi embætti landstjóra í Niðurlöndum nokkru á undan áðurnefndum Leopold Wilhelm von Habsburg, kom árið 1639 á hina árlega markaðshátíð Antwerpen- borgar, þar sem múgur og margmenni hópað- ist saman og mikið var um gleðskap. Fullur viðbjóðs skýrir hann bróður sínum, Filipusi rV konungi, frá því sem fyrir augu hans hafði borið: Eftir skrúðgöngurnar „settist fólkið niður og tók að borða og drekka, og að lokum voru allir orðnir drukknir, því án fyllirís er ekki unnt að halda neina hátíð eða mannfagn- að hér um slóðir. Menn lifa hér í sannleika sagt eins og skepnur". Mikil afköst Litla, ljóshærða stúlkan með ávölu kinnarn- ar, sem er að dreypa með mestu gætni á vín- inu fremst á málverki Jordaens, birtist á mörgum myndum málarans. Hún er að öllum líkindum dóttir hans. Jordaens notaði hvað eftir annað myndefni sem hann var búinn að vinna úr, í síðari málverk sín, og hann notaði slíka staðlaða myndþætti mun oftar en aðrir málarar: Hugmyndaauðgi var ekki hans sterkasta hlið. Hann skorti auk þess tíma til þess að finna stöðugt upp á einnverjum nýj- um, ferskum þáttum í myndgerð sinni, því að á síðara æviskeiði var hann sífellt önnum kaf- inn við að mála allan þann aragrúa af mynd- um, sem pantaðar voru hjá honum. Það var mikil eftirspurn eftir altaristöflum, myndum úr heiðinni goðafræði og góðborgaralegum fjölskyldumyndum. Peter Paul Rubens, er var 16 árum eldri en Jordaens, hafði áratugum saman málað af kappi bæði kristilegar og goðsögulegar mynd- ir, sem prelátar hinnar siðbættu kaþólsku kirkju og einvaldskonungar í mörgum löndum Evrópu voru sífellt að panta hjá honum. Báðir þessir listmálarar bjuggu og störfuðu í Antwerpen, þeir höfðu lært hjá sama meistara og voru því vel kunnugir. Það kom og stundum fyrir, að Jordaens ynni um hríð á verkstæði því, sem Rubens starfrækti í málverkagerð, því jafnvel afkastamikill snillingur á borð við Rubens gat einungis annað allri eftirspurninni eftir nýjum og nýjum verkum með því að hafa heilan flokk samstarfsmanna á vinnustofu sér til fulltingis, þar sem málverk voru framleidd nánast eins og á færibandi. Þegar Rubens var falið að mála 56 sam- stæð, táknsöguleg eða allegorísk málverk fyrri Spánarkonung á árunum 1637r'38 og hafði fimmtán mánuði til stefnu til þess að Ijúka því verkefni, þá vann heill flokkur að- stoðarmanna - listamenn sem annars voru vanir því að vinna sjálfstætt _ að því að út- færa hugmyndir meistarans undir yfirstjórn hans að sjálfsögðu. Meðal þessara aðstoðar- manna var líka Jordaens. Vaxandi velgengni á efri árum Framan af var jafnan litið á Jordaens sem góðan og traustan málara, en hann var þó ekki talinn í röð allra fremstu listamanna. Ar- ið 1639 voru menn samt að velta því alvarlega fyrir sér við ensku hirðina, hvort gera skyldi allstóra pöntun á ýmiskonar málverkum hjá Jordaens í stað Rubens-_ kom það ekki hvað sízt til álita, sökum þess að Jordaens var ekki eins dýrseldur á verk sín. Rubens andaðist 1640, og sá flæmski meist- ari sem næstur honum gekk að áliti, Anthonis van Dyck, lézt árið eftir eða 1641. Dauði þess- ara tveggja höfuðmeistara gerði það að verk- um, að Jordaens var upp frá því talinn fremsti meistari málaralistar í suðurfylkjum Niður- landa. Hann fór nú að ráða til sín fleiri lær- linga og tók fleiri nemendur í tilsögn, gerðist auðugur maður og frægur fyrir list sina, enda þótt hann yrði aldrei eins víðfrægur og Ru- bens. Hann gat ekki státað af því að fá pant- anir á málverkum víðs vegar erlendis frá eins og Rubens og evrópski háaðallinn fékk hann sárasjaldan til þess að mála fyrir sig stærri verk. Jordaens fór aldrei í nein ferðalög út fyrir Flandern eins og Rubens hafði gert, var aldrei diplómat og hirðmaður og hlaut heldur ekki aðalstign. Hann var alla ævi réttur og sléttur borgari og þegn. Beztu viðskiptavinir voru alla tíð auðugir borgarbúar. Þær kirkjur sem hann gerði málverk fyrir, töldust ekki neinar höfuðkirkjur landsins. Aldrei kom það fyrir, að hinir voldugu og hástéttarsinnuðu jesúítar pöntuðu málverk hjá honum. Jordaens, sem uppi var á þeim tímum þeg- ar Spánverjar réðu lögum og lofum í Niður- löndum, kaus að lýsa hversdagslegu lífi borg- aranna eins og sézt á hinum fjölmörgu mál- verkum hans af drykkju- og átveizlum þeirra tíma. En hann lýsti ekki hversdagslífi fólksins með einföldum aðferðum eins og samtíma- menn hans í norðurfylkjum Niðurlanda, þeir Gerard Terborch og Pieter de Hooch, og síðar raunar Jan Vermeer. Byggt á tímaritinu Art - das Kunstmagazin. Höfund- ar: Rose-Marie og Rainer Hagen. DANTE Gabríel Rosetti: Proserpine, 1874, olía á striga. Fyrirsætan er Jane Morris, eiginkona hins fræga hönnuðar og listamanns Williams Morris. Myndin sem hér sést að hluta er í eigu Tate Gallery i London. DANTE GABRIEL ROSETTI UÓSBLIK Anna María Þórisdóttir þýddi. Hér hef ég verið áður fyrr en ekki veit ég hvenær. Ég þekki varpans væna gras og sæta, skrýtna ilminn nem, ölduslátt og birtuna frá sjónum. Þú hefur áður verið mín, hve langt er síðan veit ég ei, en þegar svalan sveifhér hjá þú sveigðir hálsinn... þá var sem fortjald félli frá og fortíð birtist mér. Var þetta þannig áður fyrr? Og verður aftur vænti ég við tímans eilífölduföll er ögra dauðans dimmum arm, endurvekja ástarhug og unaðsstundir nótt og dag. Dante Gabriel Rossetti (1828-1882) var einn af pre-rafaelistunum ensku. Þetta voru listmálarar, listhönnuðir og rithöf- undar sem stofnuðu samtök eða bræðra- lag til höfuðs viktoríanska stílnum sem var svo ríkjandi í Englandi um miðja 19. öld. Islandsfarinn William Morris var einna þekktastur þeirra. Sitt skáldlega nafn hlaut Rossetti lík- lega vegna þess að faðir hans var ítalskur, frá Napolí, en hraktist þaðan vegna stjórnmálaskoðana og fluttist til Englands 1824. Dante Gabriel var undrabarn og hóf að yrkja fjögurra til fimm ára gamall. Á full- orðinsárum stundaði hann bæði skáldskap og málaralist og eru Ijóð hans í yfirlits- bókum um enskan skáldskap og málverk hans eru alþekkt. Rossetti var ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum. Hann kvæntist einni fyr- irsætu sinni, Elizabeth Siddal, sem átti á síðari árum sínum við mikil veikindi að stríða og leið einnig vegna framhjáhalds manns síns. Svo fór að hún dó af of stór- um lyfjaskammti. Rossetti syrgði hana á dramatískan hátt. En huggari hans og ástmey varð Ja- ne Morris, eiginkona Williams, og er hún fyrirsæta á mynd þeirri sem hér birtist. Þar er hún í gervi Proserpínu, rómverskr- ar gyðju en samsvörun hennar er gríska gyðjan Persefóna. Þess má geta að Christina Rossetti, systir Dantes Gabriels, var einnig viður- kennt skáld. Hún var oft fyrirsæta bróður síns, t.d. á einni þekktustu mynd hans af Boðuninni, Ecce Ancilla Domine. Einnig á afar sérstæðri mynd af Maríu mey þar sem Anna móðir hennar er að kenna henni útsaum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.