Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 18
fm¥H SÉW?'^if"V-, :« < S>V •i¦¦¦>r» ^V', ,. -: -,!•,',*• '¦"••'"i'OATJTiBSS •• v •••; .'.i'.ufc: '••¦¦ •¦?'¦-¦.:- i^ÍKÍO- YU^W^j^ C^ ¦,::¦: HAKÚNARSTAÐIR, teikning frá 1908 eftir Daniel Bruun. Klausturseli) ráðinn til þess af Páli sýslu- manni Melsted að leita uppi reiðgöturnar sem legið höfðu forðum milli Austur- og Suður- lands áður en tími og að líkindum röð eldgosa (sem urðu milli 1680 og 1730 í norðanverðum Vatnajökli) grófu þær í gleymsku. Leið þessi, sem lá um Odáðahraun, var þá nefnd Klofa- jökulsvegur, en er nú þekktari undir heitinu Vatnajökulsvegur. Eftir könnunarleiðangur sinn, sem varð til þess að Jökuldælaflæði fannst einnig í Ódáðahrauni, varð Pétur kunn- ur undir nafhinu Pétur Jökull. Árið 1845 átti hann eftir að ríða suður þá leið sem hann hafði átt sinn þátt í að opna aftur, og þá til þingsetu á Alþingi sem varaþingmaður Sunn- Mýlinga. Þótt ekki hafi varðveist neinar heim- ildir um þingmennskuferil Péturs var hann víðkunnur fyrir staðfestu sína í baráttunni fyrir því að íslendingar losuðu sig undan dönskum yfirráðum. Fyrir utan uppdrátt (kort) og undirritaða kvittun fyrir greiddum leiðangurskostnaði hafa ekki með vissu fund- ist nein gögn frá hendi Péturs Jökuls Péturs- sonar á Hákonarstöðum - fyrr en nú. Eins og sjá má af þessu nýfundna blaði var Pétur Jökull á Hákonarstöðum nokkuð fær dráttlistarmaður og skrautritari. Hingað til hefur skrautskriftarhæfileikinn einkum verið eignaður syni hans, Pétri Jökli yngri, sem bæði var þekktari og leiknari eins og mörg verk frá hans hendi eru til vitnis um, og hélt áfram sókn til sigurs í listinni. Þetta einstæða verk Péturs (eldri), frá því 1824, varð til fjór- um árum áður en sonur hans, sem meira kunni fyrir sér, leit dagsins ljós. Um þær mundir var í eigu Péturs skrudda mikil sem kölluð var „Galdra-bók" frá Skinna- stað eða Skinnastaðabók - eins konar alman- ak þar sem saman ægði vísindaþekkingu, goðafræði og staðbundnum fróðleik. Þessi bók var gömul og handskrifuð með skrautlegu letri og í henni myndir, en um uppruna henn- ar og höfund er enn allt á huldu. Áratugir voru liðnir frá því að bókin hafði komið frá Skinnastað, en hún lenti í höndum Péturs þegar faðir hans andaðist 1821. Hún var á Há- konarstöðum alla ævi hans og hefur bersýni- lega haft töluverð áhrif bæði á hann oQ seinna á son hans. 1846 gerði Pétur yngri eftirrit af gömlu bókinni og það (sem nú er í Lands- bókasafni) var síðan kallað „Hákonarstaða- bók." Eftir að faðir Péturs, sem eftirritið gerði, var allur lét sonur hans undan sífelldu nauði séra Stefáns Árnasonar á Valþjófsstað sem vildi komast yfir bókina, en brenndi síðan sem óguðlegt rit frá Djöflinum komið. Gott er að hafa í huga að 1824, þegar Pétur teiknaði Napóleon, var ekki enn farið að nota gömlu leiðina aftur og samgöngur við Suður- land voru takmarkaðar rétt eins og fréttir frá meginlandi Evrópu sem venjulega bárust um Kaupmannahöfn og voru lengi á leiðinni til Reykjavíkur, svo ekki sé minnst á Hákonar- staði. Myndin sem mæra skyldi þann sem á henni sést og geymir bæði hugmynd höfundarins og texta í minningu Napóleons I, var gerð þrem- ur árum eftir að keisarinn fyrrverandi safnað- ist til feðra sinna á eynni Sankti Helenu. Langlíklegast er að maðurinn á hestinum, sem klæddur er að fornfrönskum hætti, eins og lýst er í fjögurra lína erindi undir myndinni, eigi sér fyrirmynd í ristu af því tagi sem oft gat að líta í prentuðum söguritum (í þessu til- viki sennilega af dönskum uppruna) frá eldri MINNISMERKI eftir Etienne-Maurice Falconet um Pétur mikla, frá 1766-82, í Sankti Pétursborg. tíma. Nokkur bending er það um að högg- mynd fremur en málverk hafi í upphafi verið notuð sem fyrirmynd Napóleons á hestbaki að á teikningu Péturs nemur tagl hestsins við jörð - en í höggmyndalist var þriðju stoðinni oft skotið þannig undir bronsstyttu af prjóna- ndi hesti til þess að halda upþi þungum, upp- reistum framhlutanum. Slíkt niá sjá á djarf- legu minnismerki eftir Etienne-Maurice Falconet um Pétur mikla í Sankti Pétursborg frá 1766-82, en einmitt er talið að það hafi ver- ið kveikjan að málverki Davids af Napóleon í Sankti Bernard ( eða - Yfir Alpana) frá því 1800, sem hafði síðan áhrif á myndir af mönn- um á hestbaki, ekki síst þá sem Pétur gerði. Tignarklæði „keisarans" eru í rauninni frá fyrri hluta 18. aldar og hárkolla Napóleons sem mjög illa á við styður líka að teikningin eigi rætur að rekja til annarrar myndar, það er tímaskekkja sem hetjunni hæfir og lista- maðurinn skýrir hugvitssamlega í vísunni neðst á myndinni. Fremur en að vera aðeins gerð til minningar um Napóleon virðist mynd- in af herskipum undir frönskum fána í höfn- inni og keisaranum, yfirþyrmandi í tign sinni, sitjandi á prjónandi hesti, þó síður eiga að „tákna sigur unninn með vopnum en tákn- ræna vernd og nærveru keisarans sem ríkir yfir Kaupmannahöfn, þótt farinn sé af þessum heimi. Hvað má enn sjá í þessu upphafna lista- verki sem gert var á fyrri helmingi 19. aldar á einhverjum afskekktasta stað á íslandi? Listamaðurinn hefur rammað inn frönsku stríðshetjuna og sigurvegarann með blóma- minnum. Þótt þau séu ekki eins stílfærð minna þau á blómin hjá Sölva Helgasyni (1820-1895), sem var þó nokkrum áratugum á eftir með myndir sínar. Pétur hefur stillt sam- an alþekktum grískum akantusblöðum og sinni eigin hugmynd um skáldleg blóm af skoskum þistli (O. acanthium), ef til vill að einhverju leyti að danskri fyrirmynd, fremur en að nota lárvið (L. nobilis) sem betur hefði hæftog búast hefði mátt við að keisara hefði hlotnast. Sjálfstætt ísland, óháð Dönum, kann að hafa búið listamanninum í hug, það kynni að hafa ýtt undir hugrenningar þar um þegar NAPOLEON í Sankti Bernard (eða - Yfir Alpana) frá 1800, olíumálverk eftir Jacques- Louis David í Musée National du Chateau de Versailles. Friðrik VI lét Noreg af hendi við Svía eftir að hann gekk í lið með Napóleon í kjölfar þess að Bretar eyddu danska flotanum 1807. Kannski hefur líka þistillinn, sem var táknrænn og fólk á miðöldum taldi gæddan töframætti, fengið inni á myndinni til stuðnings þeim háleitu vonum sem listamaðurinn gerði sér um ætt- land sitt. Stílfærður ljóðtextinn á dönsku, sem beint er til lesandans í tilfinningaþrungnum ræðu- stíl, hefði jöfnum höndum, ef ekki sérstak- lega, getað verið ætlaður dönskum eyrum og átt þannig, auk persónulegs skjalls, að vera áhrifamikill pólitískur ræðustúfur. Hafði Pét- ur Pétursson, sem síðar fann leiðina, áður verið að leita annarrar leiðar í þágu þess mál- staðar sem hafði að takmarki að losa íslend- inga undan danskri stjórn? Átti sá Napóleon, sem myndin var af, að vera vegvísir á leiðinni að því langþráða marki? Hvaða hagnýtan eða pólitískan tilgang sem þetta verk kann að hafa haft þegar það var gert, má spyrja hvort það eigi erindi til okkar í dag, sem íifum á kaldranalegum og lítt við- kvæmum tímum andhetjunnar. Órafjarri sögulegum vettvangi myndarinnar, á bæ langt í burtu í einni afskekktustu sveit á ís- landi á 19. öld, löngu fyrir tíma Veraldarvefj- arins, sat maður einn með sjálfum sér, hljóður og hugsi yfir pappírsörk, eins og svo oft hafði áður gerst. Jafnframt því sem hann braut heilann um það sem var eins fjarri, ferðaðist um enn fjarlægari lendur síns eigin hugar- heims og sinnar innstu þrár, festi hann á blað með penna, bursta og lit lofgerð sína um út- lent átrúnaðargoð sem verið getur að hafi á táknrænan hátt falið í sér vonir um framtíð fósturjarðar hans. En ekki nóg með það, held- ur hefur Pétur Pétursson frá Hákonarstöðum fengið okkur í arf það sem jafnan er einna fá- gætast - afar innblásið og einlægt verk sem tjáir innstu og persónulegustu hræringar mannshugans - sem í rauninni er, ef svo má segja, jafn einstakt og fátítt nú á dögum og sauðfjárstofn Jökuldælinga og hreinræktaður íslenskur hundur var fyrrum. Höfundurinn er rittiöfundur og listfræðingur. KRISTINN G. MAGNÚSSON HRAÐKAUP JÓLANNA Staurblankir gleðigjafar fá pakkað íjólapappír Kreditkortið til tímans þunga niðs AUterfalt í innkaupakörfum: Bækur, rjúpur og blóðmör Jólatré í næsta nágrenni skyggir á glugga Það fellur tiljarðar í réttlátri reiði jólasveinsins Óborganíegt inná Kreditkort tískunnar Jólaköttur sprettir úr spori Höfundurinn er skáld í Reykjavík og fyrrverandi prentari. GUÐNY SVAVA STRANDBERG JOL Endur fyrir lóngu voru jól Mamma þvoði okkur háttoglágt Ogþegar hún færði okkur í mjallahvítan nærbolinn signdi hún okkur fyrst þá komu />au Jólin Eins og mamma hefði sveiflað töfrasprota Litla íbúðin okkar fylltist hátíðleika sem lá íloftinu einspg angandi ilmvatnslykt Og allt varð svo skínandi bjart líkt og Jesú sjálfur væri kominn í eigin persónu Eins og - endur fyrir löngu Höfundurinn er myndlistarmaður í Reykjavík. ÞORDIS GUÐJÓNSDÓTTIR AÐVENTA I fjólubláu rökkri fínn ég hálfgleymdan ilm af laufabrauði og glansandi rauðum eplum heyri rödd í útvarpsmessu segja frá skínandi stjörnu yfir Betlehem og ungbarni íjötu og sé hana sitja á rúmi lotnaíherðum með glampa frá lýsandi kerti í hálfblindum augum ömmu mína. Höfundurinn vinnur hjá Námsgagna- stofnun. Þau mistök urðu þegar Ijóðið birtist í Lesbók 12. des. sl. að yfir því stóð rangt höfundar- nafn. Er hinn rétti höfundur, svo og lesend- ur, beðnir velvirðingar. 1 8 LÉSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.