Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 14
Mexíkanar þrjóskast enn við að láta taka frá sé tímann, langflestir ómeðvitað, eins og kemur fram í upplifunum ferðamanna af tímaskyni Mexíkana. Tímatöl mayanna greinast í | Drennt: Langa talningin nær aftur til risaeðlanna, annað tímatal byggir á gangi jarðar umhverfis sólu en það þriðja heitir Tzolkin og er heilagt. EFTIR HILDI HÁKONARDÓTTUR SKÖMMU eftir sólarupprás hinn 26. júlí samkvæmt gregoríönsku tímatali stóð ég á Breiðgötu dauðans við pýramídana í Teoti- huacan utan við Mexíkóborg. Við höfðum lagt af stað eldsnemma og það var rúmt í bílnum - sér- hver hafði sæti fyrir sig - sem er ekki sjálfgefið í borg, þar sem í lítinn Volkswagen-leigubíl, sem búið er að taka fram- sætið úr, þykir ekki tiltökumál að troða fjórum aftur í meðan einn krýpur fram í. Það hafði verið talað um að sjá sólina koma upp ofan af pýramídanum mikla, en mér varð snemma ljóst að Mexíkanar, sem ekki flýta sér og treysta því að aðrir geri það ekki heldur, reikn- uðu ekki með að sólin fer sína braut óháð mönnunum og hún rann upp yfir sjóndeilar- hringinn í þann mund, sem við nálguðumst inn- gangshliðið. Þetta var fyrsti dagur á nýju sól- arári og hann skyldi halda hátíðlegan. Leyfi hafði fengist hjá yfirvöldum fyrir samkomum inni á pýramídasvæðinu. Vinir mínir, sem fylgja almanaki er byggir á fomu tímatali maya, höfðu áður staðið fyrir tveggja daga ráð- stefnu í Húsi hinna fimm sólna inni í borginni og látið prenta almanak fyrir „Ár hins takt- fasta rauða mána“, sem nú var að hefjast. Við komuna til Mexíkó var ég öllu ókunnug og þar sem ég sá að mannskapurinn var á kafi ýmist við undirbúning ráðstefnu eða hátíðar og eng- inn til að sinna mér, bauðst ég til að vinna í prentsmiðjunni við að ganga frá almanökun- um. Þar með var ég á augabragði horfin úr hópi ferðamanna inn í mexíkanst samfélag jafnvel þótt ég talaði ekki orð í spænsku. Sagan af Regínu En nú var prentuninni lokið og ráðstefnunni, nýársdagurinn að renna upp og við á leið til SÓLARPÝRAMÍDINN séður frá Breiðgötunni. Um 40 m vantar ofan á kollinn á honum vegna sprengingar. Til hliðanna sést á undirstöður sem kunna að vera grafhýsi. Ljósmyndir: Greinarhöf. NÝÁRSDAGUR VIÐ PÝRA Teotihuacan með kassa fulla af almanökum, sem átti að dreifa frítt til að fá fólk til að íhuga og aðhyllast breytt tímatal. f myrkrinu á hrað- brautinni gegnum borgina bendir María til hliðar og segir: „Hérna skutu þeir Regínu." Kannske næ ég aldrei að skilja til fulls söguna um Regínu, sem kornung eða 25 ára, var skotin til bana ásamt nálægt því 400 öðrum í stúd- entauppreisn árið 1968. „Og margir hurfu á eftir og aldrei heyrðist til þeirra,“ bætir María við og lítur yfir til mín eins og til að athuga hvort ég geti skilið þetta. Þetta má telja til staðreynda þótt nöturlegar séu, en síðan tekur þjóðsagan við og þó eru aðeins liðnir þrír ára- tugir. „Regína var sérstök. Það varð strax ljóst, þegar hún var í móðurkviði, og foreldr- amir leituðu til tíbetsks munks, sem lagði til að þau tækju sig upp og færu til Tíbet svo hún hlyti uppeldi og þjálfun í klaustri nokkru,“ sagði María og ók áfram af miklu öryggi og bætti við „Regína var endurborinn Aztekakon- ungur.“ „Hvað með Kínverja?" spurði ég. „Hún sat tvö ár í fangelsi með munkinum, sem kenndi henni leyndardóm hljómanna, svo hún gat spilað á bjöllumar í dómkirkjunni, þegar hún kom heim,“ sagði María. „Hvað vora tí- betskar bjöllur að gera í dómkirkjunni ykkar,“ spurði ég eins og álfur út úr hól. „Líklega hafa konkvistadoramir komið með þær,“ svaraði María og það virtist ekki skipta máli en hún bætti við: „Enginn kunni lengur að spila á þær fyrr en Regína kom. Regína stoppaði orkuna úr pýramídunum í heila sex mánuði. Tii þess varð það. Pýramídar eru ekki steinhrúgur. Þeir era orkuver.“ Það er á Maríu að skilja að þetta orkuver spúi yfir okkur tálsýn, sem reyndar er kölluð maya á sanskrít. „Þegar tál- sýninni létti, sáum við sannleikann,“ segir María og rekur margar þjóðfélagsumbætur til þessara sex mánaða. Ég reyndi að færa það í tal hvort orkan frá pýramídanum væri þá slæm en þama var ég komin yfir á svið, þar sem ég átti ekki að spyrja og þeir einir skilja, sem era ofar okkur, gaf María í skyn. Að sprengja pýramfda Ég sat þögul í bílnum þangað til við nálguð- umst hliðið og mér var sagt að hafa ofan af fyr- ir mér þangað til hátíðahöldin byrjuðu. Svæðið var undarlega autt, kyrkingslegur gróður og fáeinir árrisulir gestir höfðu náð að príla alla leið upp og þá bar við himin. Ég tók á rás og náði að komast bæði upp á þann pýramídann, sem kenndur er við sólu og hinn, sem kenndur er við mána. Síðar frétti ég þó að svona fer maður ekki að, þótt svo allir geri það - æðir ekki beint upp tröppumar og uppá flattan koll- inn, en toppinn sprengdu fomleifafræðingar (að sögn Maríu) af þeim báðum til að reyna að komast inn. Ekki hugleiddu fornleifafræðing- arnir þann möguleika að galdur byggingar- verksins lægi í stærðarhlutföllum eða orku, sem frá þeim streymir. Grannur Sól- arpýramídans er nokkurn veginn jafnstór Keopspýramídanum í Egyptalandi en sá mexíkanski er langt frá því eins vandaður að gerð. Þessir hafa þrjá aðalstalla og mér var sagt að ganga ætti upp á fyrsta stall og fara hringinn í kring og síð- an koll af kolli uns kom- ið væri alla leið upp. Þetta er alveg í samræmi við hvemig ganga skal á helgar hæðir víða um heim og líkir eftir hringjum kundalíniorkusnáksins, sem sagt er að hreiðri um sig við mænurót hvers manns. Ekki fundu fomleifafræðingamir heldur „hjarta“ Sólarpýramídans, en inngangurinn kom í ljós eftir mikil flóð fyrir um aldarfjórð- ungi. Þar era göng og smáklefar útífrá, sem heyrst hefur að verði opnuð almenningi í fram- tíðinni. Breiðstræti dauðans er ekki kennt við mannfómirnar miklu, sem daglega fóra fram í pýramídunum, meðan veldi azteka stóð sem hæst, heldur við grafhýsi sem stóðu meðfram því beggja vegna. Mexíkanar era reyndar tor- tryggnir á sögutúlkun Spánverja og ræða ekki fómarsiðina. En fleiri sögur era sagðar um pýramída þessa eins og sú að risahólfin fimm neðst á breiðstrætinu hafi verið gerð í þeim til- gangi að sía jarðveg til að vinna gull og önnur dýrmæt efni. Sú kenning gerir pýramídasvæð- ið að nokkurs konar gullveri en þar sem gullið var ætlað guðunum verður það heilagur staður um leið. Að villast á snákastig Þegar ég kom til baka hafði fólk drifið að, trambur famar að hljóma, búið að lyfta upp stórri sól og mána, sem bera skyldi á stöngum eins og tíðkast í útileikhúsum, ásamt grænum dreka, fánum regnbogaþjóðanna og friðar- merki Roeriks. Á stalli stóð hópur fólks í nýársklæðum og var að helga hinar sjö átth- - höfuðáttirnar fjórar, himin, jörð og miðju. Mér þótti vont að vera of sein, sérstaklega vegna þess að í vasa minn hafði verið stungið vídeo- myndaleyfi, sem keypt hafði verið við inngang- inn, og ég hljóp upp á pallinn og náði að helga síðustu áttirnar. Þegar ég leit í kringum mig áttaði ég mig á að þetta var ekki mitt fólk og það myndi vera niðri á grundinni en þá var hópurinn lagður af stað, foringinn búinn að brýna fyrir okkur að ganga eins og snákur sem liðast eftir jörðinni í hlykkjum ýmist til vinstri eða hægri. Við máttum ekki fyrir nokkurn mun láta utanaðkomandi kjjúfa röðina og svona héldum við af stað í kringum hofrústir og í átt að breiðstrætinu, sem liggur nokkum veginn til norðurs og endar hjá Mánapýramídanum. Þar sem breiðstrætið er hólfað og þvergirt með háum steinveggjum, sem yfir liggja tröpp- ur, vora okkur gefin íyrirmæli um hvort stíga skyldi í vinstri eða hægri fót upp í fyrstu tröppuna hverju sinni og hvar við skyldum snúa okkur í hringi andsólarsinnis og hvaða orkustöðvar við værum að hreinsa. Blásið var í risastórar kuðungsskeljar og reykker borin fyrir göngunni. Við Mánapýramídann var numið staðar og okkur sagt að beina athyglinni að vinstri hliðinni góða stund og síðan var hald- ið aftur niður að Sólarpýramídanum, sem stendur til hliðar við strætið mitt, eins og hjartað í mannslíkamanum og þar var okkur sagt að beina athyglinni að hægri hliðinni og síðan var aftur helgað til allra átta með fomum bænum og faðirvorið beðið áður en yfir lauk en síðast tóku við kossar og hamingjuóskir um nýtt ár. Hvernig er guð á litinn? Meðan á göngunni stóð var allt framandi, kvikmyndaleyfið í vasanum olli mér óróleika, vankunnáttan í málinu erfiðleikum og sólin far- in að hækka veralega á lofti. Ég fann um síðir í hópinn minn, fólk sem ég hafði kynnst í prent- smiðjunni og á ráðstefnunni, en þau vora á léttari nótum, gölsuðust með sólina, mánann og drekann græna, sem öll höfðu langar slæður fyrir hala. Hljómsveit barði fast risastórai- bumbur með fomu lagi, fólkið steig hringdansa og söng tilbrigði af kunnuglegum slagara og mér var sagt textinn hljómaði svo: Hvemig er guð á litinn? Tvær konur helguðu fólk með reykkerjum. Um eftirmiðdaginn var sameigin- leg máltíð á steinbekkjum útileikhúss rétt utan við aðalsvæðið. Svo var spjallað og sagt frá og það dróst og dróst einhverja klukkutíma að haldið yrði heim þótt svo fólk væri farið að setjast í grófa mölina á bílastæðinu. Einhver hvíslaði að mér að sú hugmynd hefði komið fram að fá að fara inn í pýramídagöngin eftir lokun, þegar svæðið tæmdist og því væra menn að doka við. En rétt í þann mund að lok- að var, tróðust menn skyndilega upp í bílana og lýstu því yfir að mannskapurinn væri þreyttur og pýramídinn yrði að bíða. Ekki vildi ég láta vonbrigði mín í Ijós en dóttir Maríu, sem síðast hafði fengið að fara með inn í göng- in hafði þá skyndilega hrópað upp yfir sig: „Eg svíf, ég svíf,“ og enginn efaðist um að hún sagði satt. Það var ekki fyrr en næsta morgun að ég vaknaði og fann hvernig bæði líkami og hugur hafði endumærst við gönguna upp breiðgötuna og allt sem henni fylgdi. Það lá við að gleðskap- urinn og það, sem fyrir augun bar, lyti í lægra haldi fyrir nýrri reynslu, sem ég hefði orðið fyrir. I svefnrofunum vissi ég að við voram svo létt að við svifum eins og feti ofan við jörð og mér þótti sem það væri aðeins spurning um þjálfun að geta gengið á vatni eins og frelsar- inn. Samkvæmt fyrir- skipun frá Róm Á undanfórnum árum hefur stórlega fleygt fram þekkingu á tímatali mayanna, sem bjuggu á Júkatanskaganum í Suður-Mexikó allt fram á daga víkinga, en hurfu að því er virðist skyndilega og tilefnislaust úr borgum sínum og tröppuhofum, og byggingarnar urðu margar hverjar framskóginum að bráð, þar sem ræturnar bora sig gegnum steinveggina og splundra þeim og svo era skógi vaxnar hæð- ir, sem reynast vera tröppuhof eftir að hreins- að er til. Þegar Spánverjar lögðu undir sig landið breyttu þeir siðum og venjum lands- manna með valdboði. Þeir lögðu mikið upp úr því að kristna fólkið, gjöreyðilögðu rit inn- fæddra, utan þrjár bækur björguðust, og þröngvuðu þeim til að taka upp tímatalið, sem notað var í Róm. Hið forna tímatal mayanna, sem styðst við grannstöðulinn 20 til útreikn- inga var stærðfræðilega afar hentugt og talið fremra öðram kerfum sem þekkjast til að reikna tíma. Ennfremur var hugsana- og trú- 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.