Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 19
✓ ISLENDINGAR eru oft hégómlega upp með sér þegar einhver útlendingur veitir þeim athygli eða nefnir þá á nafn fremur lofsamlega, hampar bókarfl þeirra eða sýnir honum einhverja ræktarsemi. Þó er hér gæðum misskipt. Mörgum yfirsést það sem stærst er og merkast í þessum efnum. Niflungahringur Richards Wagner byggist fyrst og fremst á íslenskum bókverkum, Eddukvæðum og Snorra, Völs- ungasögu og Þiðrekssögu af Bern. Tónskáldið saug í sig efni og andblæ, sameinaði og end- urskóp sagnirnar á aðdáunarverðan hátt og samdi upp úr öllu dramatískt tónverk sem á sér engan líka í vestrænni menningu. Eg hef áður sagt að Niflungahringur Wagners væri dýrasti tollur sem íslenskri menningu hefði verið gold- inn. Þau orð voru ekki ofmælt, heldur eru þau aðeins bláköld staðreynd. Islendingar eru ekki einir um að halda að þetta verk komi þeim lítið við. Þarna villir heiti verksins um fyrir mörgum. Þjóðverjar og fleiri virðast oftast halda að verkið sé mikið til samið upp úr riddarasagnakvæði því þýsku sem ort var á 12. öld og oftast er nefnt Das Nibelungen- lied. Reyndin er hins vegar sú að Niflunga- hringurinn sækir nær ekkert efni til Niflunga- ljóðanna þýsku annað en nokkrar nafngerðir. í Niflungaljóðum er hin þýska gerð sagnar- innar um fall Gjúkunga endursögð sem riddara- saga. Wagner þekkti kvæðabálkinn vel, átti fleiri en eina útgáfu af honum og mun á sínum tíma hafa skoðað grannt möguleika á að gera óperu úr efni þaðan. Hann sá þó ekki leið til þess. Það er einungis á þremur stöðum sem efni Hringsins fer saman við Niflungaljóð, og á öllum stöðunum er að finna efnisatriði sem sýna að þar sækir Wagner ekki í það verkið, heldur í Þiðrekssögu af Bern. Þiðrekssaga, Niflungahringurinn - og íslendingasögur Þiðrekssaga, eða Niflunga- og Vilkinasaga, eins og hún hét á þeim bókum sem til voru í Þýskalandi á þeim tíma, var rituð í Noregi á 13. öld eftir kvæðum sem höfð voru eftir þýskum kaupmönnum. Sagan er viðamikill bálkur, með miklu og fjölbreyttu efni, fremur illa rituð, en skrásetjarinn ekki ólíklegur að hafa verið ís- lenskur. A.m.k. eru ekki nein greinileg norsk sérkenni í málfari. Þarna er þýska gerðin af hinum miklu kappasögnum þjóðflutningatím- ans skráð niður á hrárri veg og frumstæðari en í Niflungaljóðum, og hinn alþýðlegi bragur fi-á- sögunnar er einmitt helsti styrkur hennar. Það er ekki síst frásögnin af uppruna Sigurð- ar og uppvexti og af Mími smið sem hefur orðið Wagner fyrirmynd, en einnig fjöldi annarra at- riða, svo sem útlit og uppruni Högna, Rínar- meyjar og margt fleira, sumt komið úr öðrum þáttum sögunnar. Af Brynhildi og fyrri kær- leikum Sigurðar við hana eru næsta fáar sögur, en kvonbænir Gunnars ganga slétt fyrir sig, þar til kemur að brúðkaupsnótt. Þá leikur Brynhildur Gunnar bónda sinn hraklega, og verður Sigurður í dulargervi að svipta hana meydómi til að hún verði sem aðrar konur. Frá- sögn Þiðrekssögu er síðan helsta fyrirmynd WAGNER sat fyrir hjá franska málaranum Auguste Renoir í Palermo hinn 15. janúar 1882, tveimur dögum eftir að hann setti punktinn aftan við Parsifal. - Ævistarfinu er lokið og eftir stendur aðeins þreyttur öldungur. UM TILURÐ OG RÆTUR NIFLUNGAHRINGSINS EFTIR JÓHANNES JÓNASSON Hugmyndafræði Hringsins hefur orðið tilefni margra lærðra greina. Sannast sagna er þá oft leitað langt yfir skammt. Hugmyndir Völuspár og Snorra um bölvun gullsins eru rót verksins og sú lausn sem Wagner fann að lokum á endinum er sótt í lokaerindin í Völuspá. Wagners að vígi Sigurðar. Brynhildur hverfur eftir það hljóðalaust úr sögunni, rétt eins og í Niflungaljóðum. Wagner þekkti vel til efnis Þiðrekssögu, hafði bæði lesið hana sjálfa og eins Das Amel- ungenlied, eða Ömlungaljóð, kvæðaflokk Sim- rocks upp úr sögunni, sem hann orti til að end- urskapa fornkvæðin sem hún er rituð eftir. í Ömlungaljóð tekur hann að vísu upp nokkur minni úr hinni norrænu gerð sagnarinnar. Óperan sem óx Sjálfur sagðist Wagner fyrst hafa skynjað dauða Sigurðar sem óperuefni, þegar hann las Eddukvæðin sem fjalla um þann atburð. Síðar náði veröld Snorra og Völsungasögu að teyma hann lengra á veg og breyta hugmyndum hans. Honum fannst að hann þyrfti að skýra tilvist Sigurðar með öðru verki og að lokum urðu þau fjögur talsins, mikill bálkur um Æsi og hetjur, en um leið mögnuð dæmisaga um valdafíkn, ágimd og bölvun gulisins, sem loksins er létt af með mætti heiðarleika og hreinnar ástar. íslenskii- fræðimenn eru nú að vinna að rann- sóknum á íslenskum rótum Niflungahringsins, ekki síst dr. Árni Björnsson, sem vonandi mun birta hiuta af niðurstöðum sínum innan skamms. Þar mun hann rekja í einstökum at- riðum hvernig Wagner nýtir sér og endurskap- ar Eddufræði og'fornar sagnir, ekki síst þann flókna vef sem hann slær í fyrri hlutum verks- ins. Hér er hins vegar tæpt á ýmsum þáttum í tilurðarsögu verksins, ekki síst þeim sem varða meir seinni hluta þess. Þegar reynt er að skoða þróun Niflunga- hringsins má ekki gleyma því að handrit verks- ins er skrifað aftur á bak, ef svo má að 'orði komast, þannig að fyrst var saminn textinn að „Siegfrieds Tod“, sem var frumgerðin að því sem síðar nefndist „Ragnarök“, síðan voru prjónuð framan við það drög að verki um upp- vöxt Sigurðar Fáfnisbana og loksins textinn að tveimur fyrri óperunum. Greina má sagnirnar um Völsunga og Gjúk- unga í tvennt, annars vegar norrænu gerðina, eins og hún er í Völsungasögu, Eddukvæðum og Snorra-Eddu, og hins vegar þýsku gerðina, sem þekktust er af Niflungaljóðum og Þiðreks- sögu af Bern. Þessar tvær gerðir eru um margt ólíkar, og þó ekki síst um þá atburði, sem ger- ast eftir að söguþræði Hringsins sleppir. Síðan er margt ólíkt milli einstakra frásagna af sama meiði. Wagner skóp eigin goðafræði upp úr hinum ýmsu heimildum. Ymislegt breyttist í meðför- um hans, meðan á samningu verksins stóð, en þó hélst flest óhaggað sem hann setti upphaf- lega fram í ritsmíð um þetta efni árið 1848. Hún nefnist „Der Nibelungen-Mythus als Entwurf zu einem Drama“, og lýsir helstu dráttum þeirrar sagnar sem sögð er í Hringn- um. Greinin fjallar auðvitað ítarlegast um efni seinasta verksins, en um leið er ljóst, hve full- burða mynd Wagner hefur gert sér af sögninni í heild. Þær heimildir sem Wagner hafði til lestrar á þessum tíma voru með ýmsu móti og ansi ósam- stæðar. Þær Edduþýðingar, sem þá lágu fyrir, voru sumar í óbundnu máli, sumar í bundnu, nokkrar með stuðlasetningu, sem ekki var alls staðar burðug. Fyrir íslendinga er sú stað- reynd líklega merkilegust að Wagner reyndi að stauta sig fram úr Völuspá í útgáfu Ettmullers og fleiri Eddukvæðum á frummálinu, með því að grúska í þeim útgáfum sem voru bæði með frumtexta og þýðingu. Það er sérkennileg tilfinning að hafa í hendi sér eintak Wagners frá Dresdenarárunum af Völuspá Ettmúllers, sem nú liggur á safninu í LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998 1 9*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.