Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 6
möguleika til að hitta heimildarmenn, jafnvel sjónarvotta og ugglaust hefur Hólamönnum orðið tíðrætt um þessa atburði, dauða Sol- veigar og hvarf biskupssonar" segir Sölvi Sveinsson í ritgerð sinni ,Af Solveigu og sr. Oddi", sem birtist í Skagfirðingabók 1986 er 200 ár voru liðin frá hvarfi sr. Odds. í þessari ritgerð tínir hann saman flestar eða allar til- tækar heimildir um þessa atburði og er mjög fróðlegt og gott fyrir þá sem vilja kynna sér þessi mál nánar að lesa þessa ritsmíð og hefi ég stuðst við hana í þessari grein minni. Af sr. Oddi Þá komum við að sr. Oddi, ætt hans og upp- runa. Hann var fæddur á Miðfelli í Hruna- mannahreppi árið 1740. Sr. Gísli faðir hans var Magnússon prests á Grenjaðastað Mark- ússonar prests í Laufási, en móðir sr. Odds var Ingibjörg Sigurðardóttir lögsagnara á Geitaskarði Einarssonar biskups á Hólum Þorsteinssonar. Þau hjón voru systkinabörn. Þau áttu tvö önnur börn, Magnús sýslumann í Húnavatnsþingi og Kristínu konu Hálfdánar Einarssonar skólameistara á Hólum. Sr. Gísli varð biskup á Hólum eftir fráfall Halldórs Brynjólfssonar biskups, og tók við stólnum árið 1755 eftir biskupsvígslu í Vorr- ar-frúarkirkju. Með honum kom til íslands eftir vígslu Hálfdán Einarsson, lærður gáfu- maður, sem tók við skólameistaraembætti á Hólum. Gísli biskup lét taka niður „Halldóru- kirkju" svonefnda og reisti steinkirkju þá, sem nú er staðarprýði. Hann bætti húsakost á Hólum og lét prenta margar bækur og kver og verður því talinn með merkari Hólabiskup- um. Oddur var skráður í Hólaskóla sama haust og hann kom til staðarins og naut handleiðslu Hálfdánar skólameistara. Eftir nám sitt á Hólum hélt hann til Kaupmannahafnar og lauk þar guðfræðiprófi 1765. Vafalaust hefir hann verið í brúðkaupi Hálfdánar skólameist- ara og Kristínar systur sinnar 1. okt. 1766. Honum var veittur Miklibær í Blönduhlíð 18. júlí 1767, vígður prestur sama ár og tók við prestakallinu 1. júní 1768. Lýsingar samtímamanna á sr. Oddi eru fá- ar. Arni Þórarinsson biskup á Hólum 1784- 87 kvað sér vel kunnugt „að hann hefði fremur litlar gáfur og væri enginn lærdómsmaður þótt hann væri „attestatius" og ekki kveðst vera svo áreiðanlega viss um reglusemi hans og kostgæfni í embættisfærslu, eins og vera þyrfti til að geta gefíð honum meðmæli til frömunar". Kirkfubækur sr. Odds Naumast er þessi dómur biskups réttur a.m.k. ekki hvað viðvíkur embættisfærslu Odds, en ég hefi rannsakað gaumgæfilega Mrkjubækur hans tvær, aðra yfir árin 1768- 1784 og svo aðra stærri og meiri bók yfir árin 1785-6 en hann lýkur að sjálfsögðu ekki við seinna árið, því að það er árið, sem hann lést, svo og skjöl send biskupi, sem hann nefnir; Listar yfir Miklabæjar- og Silfrastaðasóknir frá Annó 1768-1785. Þar er skráð með mikilli vandvirkni confirmeraðir (fermdir) copuleruð (gift) nati (fæddir) denati (dauðir) tölur þeirra sem þessi prestverk, ferming, hjónavígsla, skírn og geftrun nær yfir. Auk þess færir hann fólkstölu í Miklabæjar- og Silfrastaða- sókn árið 1785, eru þá 30 býli í báðum sóknum alls með 185 sálum. Þá er skrá til biskups yfir þetta ár yfir gifta, fædda og dána og önnur yf- ir fermda. Greinilegt er að Arni biskup hefir óskað eftir nákvæmari skýrslu frá prestum en fyrirrennari hans og komið á öðru formi á kirkjubókum. Ég á öll þessi skjöl ljósrituð og raunar allt sem ég veit um að sr. Oddur hefir skrifað eða það sem tengist honum á einhvern hátt frá 18. öldinni. Ég er þess fullviss að aðr- ir prestar hafa ekki gert betri skýrslur, skrift- in er falleg og læsileg. Sé fundið að slíkri skýrslugerð „ekki svo viss um reglusemi hans og kostgæfni í embættisfærslu" eins og segir í orðum Arna biskups, þá gæti eins verið ljóður á orðum hans að sr. Oddur „hafi haft fremur litlar gáfur" og fremur ólíklegt er að sonur Gísla biskups hins duglega og vel gefna manns, sem tvítugur skrifaði formála að Húss Töflu Jóns Magnússonar, sem kom út í Kaup- mannahöfn árið 1734, enda taldi Finnur bisk- up Jónsson sr. Gísla hæfastan til að taka að sér biskupsstöðuna á þeim tíma, er hann var kosinn. Hannes Þorsteinsson, þjóðskjalavörður, bætir því við um sr. Odd, að hann hafi verið „fríður sýnum, stór vexti, hraustmenni, söng- maður góður og skrifari sæmilegur". Sighvat- ur Borgfirðingur lýsir Oddi með líkum hætti: „Hann var góður söngmaður og ritari, ræðu- maður sæmilegur, en mistækur, góðmenni en undarlegur, einkum við öl." Jón EsphóMn sýslumaður segir í árbók sinni „hafði hann (Oddur) þótt maður nokkuð sérlegur í háttum og hlaupið eitt sinn frá öðrum mönnum til fjalls". Sr. Oddur tók við Miklabæ vorið 1768 og Morgunblaðið/Golli ÞRÖSTUR Leó Gunnarsson, sem fer með hlutverk séra Odds f leikritinu, við Solkupytt í læknum Gegni, en þar mun lík séra Odds hafa fundist ef trúa má frásögn Ragnheiðar Þórarinsdóttur. « .- «*« ;,- #j>, **3 <&-* . Qmú&f L ^Ji SKÝRSLUR séra Odds, sendar biskupi 1785. 'f 9* >'-4&®* ÍLQ r ^K ',- >*• -»,- , Æ^v' ?fl*r\ ** T* *MV*C«, XMMm., ' iN-*, ¦w^-^a. «6-»~ '''££• ¦'. ¦;"¦''¦ -^ ''ifz* '/__: -O ið»_Æ~ fn'^'mm/. \ f/L,'íCfc*ý BRÉF Ragnheiðar Þórarinsdóttur. Undirstrikuð er frétt hennar um líkfund séra Odds. innan húss réð ráðskonan Solveig ríkjum. presti en hann haldið henni frá sér. Hitt kann Engar sagnir eru um það hve lengi hún dvaldi þó vel að vera að ástarsamband hafi verið þar, og varla víst hvort hún var ráðskona milli þeirra og á því byggjast skáldsögur og hans. En líklegt má það teljast. En hitt er víst leikrit. að fyrstu 9 árin var prestur ókvæntur og bjó Meistari Hálfdán, mágur Odds var um vor- með ráðskonu, hvort ást hefir verið þar í ið 1777 í Goðdölum og gekk frá trúlofun Odds meinum eða ekki skal ekki fullyrt. Fremur er og Guðrúnar Jónsdóttur prests Sveinssonar hallast á þá sveif, að ráðskonan hafi sóst eftir og síðar um sumarið var haldið brúðkaup þeirra á Hólum. Sr. Oddur var þá 37 ára en Guðrún kona hans 25 ára. Hin unga prestsmaddama tók nú við búsforráðum á Miklabæ en Solveig var þar þó kyrr. Þykir mér það fremur benda til þess að Solveig hafi verið hjú prestsins en ástkona hans. Það má fullvíst telja að hún hafí þá verið orðin sinnis- veik og var hún í gæslu af þeim sökum. Hún komst þó úr gæslunni og fargaði sér. An efa hefur sr. Oddur tekið nærri sér dauða hennar. Og árin líða. í júní-mánuði 1783 hófust Skaft- áreldarnir, „móðuharðindin" svonefndu og fylgdi þeim gróðureitrun, svo að búpeningur féll og síðan menn. í Miklabæjar- og Silfra- staðasóknum kom þetta niður eins og annars staðar. Arið 1783 jarðsetti prestur 4 mann- eskjur en 1784, þegar móðuharðinda fór að gæta, jarðsetti hann 27 manns úr sóknum sín- um og er ekki undarlegt að slík blóðtaka hafi haft mikil áhrif á veiklundaðan mann. Og árið 1786 rennur upp. Þá er aftur byrjað að birta til í þeim miklu hörmungum, sem þjóðin er að ganga í gegnum, en um haustið gerist atburð- urinn voveiflegi. Um hvarf sr. Odds Sýslumaður Skagfirðinga Jón Espólín segir svo frá. „Þetta haust bar það við lta Octobris mánaðar, að Oddur prestur reið fram að Silfrastöðum til annexíukirkju sinnar; en er hann kom aftur, reið hann um á Víðivöllum og drakk þar kaffi; kvaðst þá vilja heim; sýslu- maður bauð honum fylgd heim um kvöldið, þó það væri örskammt, því hlákumyrkur var mikið, en hann vildi ekki. Og um morguninn eftir var hesturinn í túninu með reiðtygjum óspjölluðum, en sumir segja keyrið væri lagt á kirkjugarðinn, en prestur fannst hvergi. Leituðu hans 40 menn í 8 daga, og varð hann aldrei fundinn og ekkert af honum, og voru um það margar gátur, en engar líklegar. Köll- uðu sumir hann verið mundi hafa heillaðan, og tók einn maður sessu hans og lét undir höfuð sér um nótt, en fékk ótta mikinn í svefninum, svo hann freistaði þess aldrei oftar, og varð mikið hjátrúarefni. En þeirra gáta var helzt líkleg eða eðlilegust, sem ætluðu hann komizt hafa heim og farið af hestinum og villzt svo gangandi ofan í Vötn, en þótt þau væri langt á brottu og í þeim væri leitað sem varð, eða þá að hann hafi hlaupið á fjöll upp, sem hann hafði fyrri gjört." Margir annálar og sagnaritarar segja frá þessum atburði og ber þeim í stórum dráttum saman, en eftir því sem líður á 19. öldina bera frásagnirnar meiri og meiri keim þjóðsögunn- ar. Guðlaugur Sveinsson (1731-1807) prestur í Vatnsfirði tók saman Vatnsfjarðarannál hinn yngsta nokkrum árum eftir að sr. Oddur fór sína hinstu ferð. Yfirleitter annáll Guðlaugs talinn nokkuð traustur. Árið 1786 er greint frá dauða sr. Odds Gíslasonar á Miklabæ í Blönduhlíð í Skagafjarðarsýslu. „Hánn hafi komið frá annexíukirkju sinni, Silfrastöðum, stóð lítið við hjá sýslumanni Vigfúsi Scheving á Víðivöllum átti mjög stutt heim, en fannst eigi, þó að 50 manns leituðu hans í nokkra daga, fyrr en ári síðar". Hver urðu örlög sr. Odds Gíslasonar? Þar kemur ekki nema tvennt til, annaðhvort var hann myrtur eða hann fargaði sér með ein- hverjum hætti. Fyrri tilgátan er ósennileg, þar sem ekki er vitað að prestur ætti neina óvildarmenn, enda er slíkt hvergi gefið í skyn í frásögnum um hvarf hans, hinn síðari kostur er miklu líklegri að hinn veikgeðja prestur hafi kiknað undan byrðum lífsins og erfiðleik- um sóknar sinnar og þjóðar, og eflaust hefir lát Solveigar alltaf legið þungt á huga hans. En Vatnsfjarðarannáll er ekki eina heimild- in um líkfund sr. Odds. Önnur er ennþá eldri og skýrari, sennilega elsta skráða heimildin um dauða hans. Þann 6. ág. 1789 skrifaði Ragnheiður Þórarinsd. í Viðey bréf til Sveins Pálssonar sem var við nám í Kaupmannahöfn, síðar læknis. Ragnheiður var gift Jóni Skúla- syni Magnússonar landfógeta og tíundar í bréfi sínu í fáum orðum ýmislegt sem frétt- næmt gæti talist. „í dag skal vera grafmn sál biskup Finnur og i martio i vetur sál sýslu- maður Magnús Gíslason í Húnavatnssýslu og systir hans mad. Kristín á Hólum, en sú gamla frú móðir þeirra lifir enn í kör með fullri rænu vel ánægð með allt þetta og sr. Oddur Gíslason er í vor fundinn niðri í læk þeim, er Gegnir heitir." Ekki er vitað með vissu hvaðan Ragnheiði komu þessi tíðindi um líkfund sr. Odds. Hún átti fjólmennan frændgarð á Norðurlandi. Þórarinn faðir hennar Jónsson sýslumaður í Eyjafirði og Vigfús Scheving á Viðivöllum áttu systur, Sigríði og Önnu Stefánsdætur frá Höskuldsstöðum á Skagaströnd. Skoðun Benedikts Gislasenar Benedikt Gíslason frá Hofteigi skrifar at; hyglisverða grein um sr. Odd og hvarf hans. í bók sinni Fólk og saga rekur hann atburðinn skilmerkilega og segir síðan. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.