Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 21
LOKAATRIÐI Niflungahringsins í hinni frægu uppfærslu Patrice Chéreau. Brynhildur gengur á bálið með Sigurði. Dauði Sigurðar verður að Ragnarökum Þeir staðir í Niflungahringnum sem eiga hliðstætt efni við Niflungaljóð eru aðeins þrír talsins, allir í þriðja þætti Ragnaraka. Það er samræða Sigurðar við hafgúurnar, sem byggist á orðræðu Högna við svipaðar aðstæður síðar, þegar þeir Gjúkungar halda til hinstu veislu sinnar hjá Húnakóngi, dauði Sigurðar og það þegar lík Sigurðar er flutt heim í konungsgarð. I öllum tilvikum er hins vegar að finna efnis- þætti í þessum atriðum, sem komnir éru úr Þið- rekssögu, en ekkert efni sem rekja má til Nifl- ungaljóða einvörðungu. Wagner fylgir Þiðrekssögu um ætterni Högna, að hann sé getinn af svartálfi við drottningu Gjúkungakonungs, og gerir hann um leið að syni Andvara og hinni myrku hlið- stæðu við þá Völsunga. Lýsingin á Högna, svarthærðum, í'ölleitum, tröllslegum á svip og kaldranalegum í fasi, er einnig sótt í Þiðreks- sögu. Omínnisdrykkurinn, sem fær Sigurð til að gleyma Brynhildi, er hins vegar sóttur í nor- rænar sagnir, og eins það er Sigurður skiptir litum við Gunnar til að vaða eldinn til Brynhild- ar. Reyndar er þar ekki talið að Gunnar brysti hug til þess, heldur að Grani Sigurðar hafi einn hesta verið fær um að vaða eldinn, og þann hest gat Sigurður einn setið. Eftir dauða Sigurðar fylgir Wagner að mestu hinni norrænu gerð FÁAR uppfærslur Niflungahringsins hafa reynst umdeildari en aldarafmælisuppfærslan í Bayr- euth 1976 í leikstjórn Patrice Chéreau. Hér sjást lok Valkyrjunnar. Óðinn hefur svæft Brynhildi og slær um hana vafurloga, sem enginn fær vaðið nema sú hetja sem ekki getur óttast. sögunnar. Ymsum sögnum fer af hestinum Grana. Wagner gerir ráð fyrir því að Sigurður hljóti hann af Brynhildi, en í norrænum sögnum er hans getið fyrr, eins og segir í Grípisspá, og eins og segir í viðkvæðinu að færeyska dansin- um: „Grani bar gullið frá heiði". I Þiðrekssögu er Grani hins vegar hestur „í stóði Brynhildar", og fer Sigurður þangað til þess eins að sækja hestinn að tilvísan Mímis, en ekkert segir þar frekar af skiptum þeirra Brynhildar að því sinni. Wagner gagnaði víst lítið svo alger skort- ur á rómantík. I óperunni er öllum atburðum þjappað mjög saman. Reyndar eru allar óperur Hringsins því marki brenndar að fylgja lögmálum Aristóteles- ar, og gerast hver um sig með sömu persónum á sama tímamarki. I óperunni gefur Sigurður Brynhildi hringinn í upphafi. Þar með er hún orðin háð bölvun hans. Þegar hann ríður vafur- logann til hennar í gervi Gunnars, tekur hann af henni hringinn með valdi. Þegar hún sér síðan hringinn á hendi Sigurðar, í öðrum þætti, er henni ljóst að brögð eru í tafli. I báðum aðal- gerðum sagnarinnar er það hins vegar rimma þeirra Brynhildar og Guðrúnar, sem öllu kemur af stað, þegar Guðrún kemur upp um hver þátt- ur Sigurðar hafi verið, þegar Brynhildur var gefin Gunnari. I þýsku gerð sagnarinnar hafði Sigurður reyndar skipt litum við Gunnar til að svipta Brynhildi meydómi, en hún var með þeim ósköpum að vera afrennd að afli meðan hún var óspjölluð. Neitaði hún Gunnari hvilubragða og lék hann á allan hátt grátt. En þegar Sigurður hafði þvingað hana til samræðis, hafði hún ekki meira afl en öðrum konum var áskapað. Lok óperunnar vöfðust lengi fyrir Wagner. I upphaflegu gerðinni, „Siegfrieds Tod", gengur Brynhildur á bálið til að sameinast Sigurði í Valhöll. Þegar verkið tók að hlaða utan um sig fór viðhorf Wagners til ástarinnar í því að snú- ast. Fyrst jók hann enn á ástarjátningu Bryn- hildar í lokaatriðinu. Ást hennar á Sigurði er þá það eina sem skiptir máli. Hann tók þó síðar að líta á ástin'a, eins og hún birtist 1 Hringnum, sem tvírætt afl. Seinni gerð textans, sem hann samdi árið 1856, er með afneitun Brynhildar á veröldinni, bæði mannheimum og goðheimum, eftir bestu forskriftum Sehopenhauers. Þær línur voru felldar niður við samningu tónlistar- innar, en standa hins vegar í prentaðri gerð textans. I fullnaðargerð textans höfðu viðhorfin því enn breyst. Eldurinn af bálinu teygir sig til himins og eyðir líka Valhöll og goðunum. Þetta verða Ragnarök. Hið gamla og spillta verður að eyðast. Wagner virðist hafa staðið í nokkrum vanda við að skýra þennan endi út í orðum, en tónlistin fiytur okkur merkinguna ótvírætt. Hugmyndafræði Hringsins hefur orðið tilefni margra lærðra greina. Sannast sagna er þá oft leitað langt yfir skammt. Hugmyndir Völuspár og Snorra um bölvun gullsins eru rót verksins og sú lausn sem Wagner fann að lokum á endin- um er sótt í lokaerindin í Völuspá. Höfundurinn er lögreglumaður í Reykjavík. STUTT EFNISYFIRLIT NIFLUNGAHRINGSINS Rínargullið 1. atriði: Rínarmeyjar gæta gulisins í djúpum fljótsins. Dvergurinn Andvari leitar eftir ást- um þeirra, en þær leika hann grátt. Hann kemst að því að sá sem afneitar ástinni getur smíðað sér þann hring úr gullinu, sem færa mun honum vald og auð. Þá rænir hann gull- inu og hefur á brott með sér. 2. atriði: Jötnarnir hafa smíðað Óðni hóll og eiga að fá Freyju fyrir. Hann hefur treyst á að Loki finni ráð til að gjalda borgarsmíðina á annan veg. Loki segir viðstöddum frá ráni gullsins og smíði hringsins og jötnarnir segj- ast gera sér þau laun að góðu. Þeir taka þó Freyju með til tryggingar og þá þegar gerast goðin gömul og grá. Því er það eitt til ráða að Oðinn tekur Loka með sér til Niflungaheims til að freista þess að ná gullinu. 3. atriði: Andvari hefur smíðað sér hringinn og kúgar svartálfa alla. Mímir, bróðir hans, hefur orðið að gera honum ægishjálm, en sá sem ber hann fær breytt sér í allra kykvenda líki. Þeir Óðinn og Loki ná að ginna Andvara og hneppa hann í bönd. Síðan flytja þeir hann með sér til uppheima. 4. atriði: Andvari verður að gjalda fyrir frelsi sitt, fyrst glóanda gull, síðan ægishjálminn og loks hringinn. Þá leggur hann á að hringurinn verði hverjum þeim höfuðsbani er eigi. Óðinn tekur til sín hringinn og hyggst halda honum eftir þegar æsir gjalda gullið fyrir Freyju, en lætur hann af hendi nauðugur þegar völvan Jörð varar hann við álögunum. Jötnamir deila um gullið, Fáfnir drepur bróður sinn og sölsar allt til sín, og þegar goðin halda um Bifröst til Valhallar heyrast kveinstafir Rínardætra neð- an úr dalnum. Valkyrjan 1. þáttur: I vonskuveðri kemst Sigmundur Völsungsson vopnlaus við illan leik til húsa Hundings. Húsfreyja veitir honum beina, en þegar bóndi hennar kemur verður honum brátt ljóst að gesturinn er banamaður ætt- menna hans. Náttvíg eru morðvíg og því fær gesturinn að bíða morguns. Húsfreyja stingur bónda sinn svefnþorni og heldur til nátt- fund- ar við gestinn. Hún segir honum frá sverðinu sem karl einn eineygur hafði komið með í brúðkaup hennar og rak í stokkinn sem bar húsin uppi, en enginn náði að draga það út. Að lokum þekkir Sigmundur aftur Signýju, syst- ur sína, og þegar hann hefur brugðið sverðinu úr stokknum halda þeim engin bönd eða siðir lengur. 2. þáttur: Þau Völsungasystkin eru börn Óð- ins við mennskri konu, ætluð til að ná hringn- um aftur, svo að honum verði skilað í Rínar- djúp á ný. Valkyrjurnar gat Óðinn við Jörðu til að safna saman hetjum gegn hinum myrku óflum. Frigg krefst þess hins vegar að Sig- mundi sé refsað fyrir þá blóðskömm sem hann drýgði, sverðinu sé eytt fyrir honum og hann hljóti bana. Óðinn verður undan að láta, en Brynhildur valkyrja, dóttir hans, óhlýðnast og hyggst veita Sigmundi sigur. Óðinn verður þá sjálfur að grípa í taumana, sundra sverðinu og veita syni sínum bana. 3. þáttur: Brynhildur kemur með Signýju á fund valkyrjanna, systra sinna, og leitar ásjár. Hún segir Signýju að hún beri son undir belti eftir bróður sinn, og sá verði allra kappa fremstur. Því skuli hún forða sér, en sjálf kveðst hún bíða refsingar Óðins. Hann leggur það á hana að sofa á fjallstindi umlokin vafur- loga, þar til sá kappi vaði logann til hennar sem ekki óttast neitt. Sigurður 1. þáttur: Mímir, bróðir Andvara, hefur alið Sigurð upp í helli einum í skógi, en móðir hans lést er hún 61 son sinn. Hann væntir þess að Sigurður nái að vinna Fáfni, sem liggur í drekalíki á gullinu. En áður þarf hann að smíða á ný sverðið sem brast. Til þess skortir hann kunnáttu. Þá kemur tíl hans karl eineyg- ur, er Vegtamur nefnist, ginnir hann til gátu- leiks og vinnur þar höfuð hans. Hann skilur við Mími með þeim orðum að sá einn geti smíðað sverðið, sem ekkert óttast. Það er því Sigurður sem smíðar sverðið í fávisku sinni, en Mímir leggur á ráð um að drepa fósturson- inn þegar drekinn er unninn. 2. þáttur: Andvari bíður við bæli Fáfnis í von um að fá einhvern veg færi á hringnum, þegar Vegtamur karl, sem er Óðinn í dulargervi, kemur og segir þá Sigurð og Mími á leiðinni. Mímir skilur Sigurð eftir við hellismunnann og gauragangurinn í stráksa vekur Fáfni af blundi. Fer svo að Sigurður vinnur á drekan- um, en er hann sleikir blóð hans af hendi sér fær hann numið hugsun manna og eins fugla- mál. Hann kemst að því að Mímir situr um líf hans og drepur því ófétið, og að ráði söngfugls á grein hirðir hann hringinn og ægishjálminn og heldur á brott til að finna meyna sem ligg- ur sofandi innan loganna háu. 3. þáttur: Vegtamur ríður loft og láð til að leita spásagnar hjá völvunni, en hún vill fátt segja honum. Hann kveðst þá munu láta hinni nýju kynslóð eftir vald sitt til endurlausnar heiminum. Völvan sekkur í jörðu en sá eineygi stendur eftir til að mæta Sigurði. Sigurður sundrar óttalaus spjóti hans og veður logana ótrauður. Hann vekur valkyrjuna með kossi og saman fagna þau sólbjörtum degi. Ragnarök 1. þáttur: Orlaganornirnar þrjár vita að komið er að skapadægrum. Sigurður kveður Bryn- hildi, veitir henni hringinn sem tryggðagjöf og heldur suður um Rín. Þar ríkir Gunnar yfir ætt Gjúkunga, en Högni, bróðir hans sam- mæðra, er sonur Andvara, getinn til að ná hringnum á vald föður sínum. Þeir bera Sig- urði óminnisdrykk. Ginna hann tíl að skipta lit- um við Gunnar og vaða síðan vafurlogann til að vinna Brynhildi sem brúði tíl handa Gunnari. Ein af valkyrjunum kemur til Brynhildar og biður hana láta af hendi hringinn í hendur Rínarmeyjum, svo veröldin megi bjargast. En hún vill ekki selja af hendi gjöf Sigurðar. Þá kemur Sigurður í líki Gunnars, veður logana og nemur Brynhildi brott með sér. Hringinn tekur hann af henni. 2. þáttur: Nú þykir þeim feðgum, Högna og Andvara, allt ganga sér í hag. Gunnar færir Brynhildi heim sem brúðarefni, en Sigurður kemur fyrr og fagnar þeim með heimamönn- um. Brynhildur þykist illa svikin, og þeim mun meir er hún sér að Sigurður ber hringinn á hendi. Hún krefst hefnda og Högni heitir þá atbeina sínum. Gunnar verður nauðugur vilj- ugur að gjalda því samþykki. 3. þáttur: Sigurður er ginntur á veiðar og Rín- armeyjar reyna að fá hann til að láta hringinn af hendi, en árangurslaust. Högni ber honum drykk sem færir honum minnið á ný, og er Sigurður minnist þess hvernig hann vakti Brynhildi af svefni rekur Högni hann spjótí í bakið. Þeir Gjúkungar bera lík Sigurðar heim, en Brynhildur lætur hlaða bálköst. Þá segir hún öllum að Sigurður var frumver hennar, gengur á bálið til hans og lætur brenna sig með honum. Högni reynir að ná hringnum, en þær Rínarmeyjar draga hann og hringinn með sér í árdjúpin. Eldurinn teygir sig til himins og logum slær um Valhöll. Allt hið gamla brennur, en lokatónar verksins boða nýjan og betri heim. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.