Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 26
síður glæsilegum árangri á lokaprófínu en sú ameríska. Hún var nefnilega í hópi nemenda, sem hlutu hæstu einkunn en ekki nóg með það heldur var henni einnig veitt hin eftirsóttu Gu- adet-verðlaun, atvinnuleyfí í Frakklandi og loks boðið að ganga í Félag franskra arkitekta. Svo sakar ekki að geta þess að nú á hún sæti í Akademíu franskra arkitekta. Við íslendingar getum svo sannarlega verið stoltir af Högnu Sigurðardóttur. Synd að við skulum ekki eiga fleiri sýnishorn af listsköpun hennar hér á landi en raun ber vitni. Rikidæmi Williams Randolphs Hearsts og völd. Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill. Aðeins 23 ára að aldri tók W.R. He- arst að sér ritstjórn San Francisco Examiner, dagblaðs, sem var í eigu fóður hans. Hann var ekki með öllu ókunnugur blaðamennsku, þar sem hann hafði séð um útgáfu Harvard Lampoon, skop- eða öllu heldur níðrits háðskra háskólastúdenta, þar sem William „fékk fyrst í sig prentsvertu - eitrið eða bakteríuna" eins og það var síðar orðað í vikuritinu Time. Vegna tímafrekra ritstarfa og skemmtanalífs lét hann námið sitja svo á hakanum að honum var vísað úr skóla eftir þriggja ára skólasetu. Með tíð og tírna eignaðist hann hvorki meira né minna en 28 dagblöð og það stórblöð, auk þeirra fór hann líka að gefa út tímarit eins og t.d. Motor Connoisseur, Good Housekepping og Popular Mechanics og urðu þau alls 13 á hans vegum. Þegar hér var komið sögu var hann óumdeilan- lega orðinn ókrýndur blaðakóngur Bandaríkj- anna. Flestir eru samdóma um það að W.R. He- arst hafi verið blaðamaður af guðs náð. Hollywoodleikarinn Ralph Bellamy segist einu sinni hafa orðið vitni að stórmerkilegu atviki, sem sé sláandi dæmi um framúrskarandi starfshæfíleika Hearsts sem blaðamanns. Þetta gerðist um miðjan fjórða áratuginn þeg- ar helgargestirnir höfðu safnast saman í sam: komu- eða þingsalnum fyrir kvöldmatinn. I öcrum endanum sátu sumir að tafli, en í hinum kneyfuðu aðrir kokkteila, veita skyldi hverjum " gesti aðeins einn drykk fyrir matinn, en sjaldn- ast var sú regla eða boðorð haldið og eftir því sem menn hesthúsuðu fleiri drykki losnaði æ meira um málbeinið á þeim eins og gefur að skilja og mitt í þessum klið, málæði og veisluglaumi gerir Hearst sér lítið fyrir og les fyrir í síma tveggja dálka ritstjórnargrein, sem birtist svo daginn eftir á forsíðu allra dagblað- anna hans og þetta gerði hann án þess að fip- ast né reka í vörðurnar eitt einasta andartak. Þeir eru áreiðanlega fáir sem geta leikið þetta eftir. Þótt margir væru hrifnir af W.R. Hearst, eins og t.d. Ralph Bellamy, þá voru auðvitað skiptar skoðanir um verðleika hans sem rit- stjóra. Ýmsir voru ósáttir við þá djörfu stefnu, sem hann almennt fylgdi i fréttaflutningi. Meg- inmarkmið hans virtist einna helst vera fólgið í því að ausa náungann auri og troða af honum skóinn og svona hugsuðu margír. Þetta væri í sannleika sagt hin argasta æsi- eða sorpblaða- msnnska, sem þjónaði aðeins þeim auvirðulega tilgangi að auka söluna og græða þannig sem mest fé á sem skemmstum tíma og fylla fjár- hirslur eigandans, sem var nú ekki beinlínis á nástrái. Leiðsögumaður okkar, margfróður og bráðskemmtilegur náungi tók hiklaust í sama streng og var ekkert að skafa utan af því, enda tíðrætt um „the yellow journalism or press" þennan æsifréttaflutning, sem hafði sett svo sterkan svip á öll blöð og rit í eigu W.R. He- arsts. Athafnasvið hans þekkti í rauninni lítil sem engin takmörk. Snemma á þriðja áratugnum stofnaði hann Cosmopolitan-fyrirtækið til að framleiða bæði stuttar fréttamyndir svo og kvikmyndir í fullri lengd. Brátt voru bæki- stöðvar þess fluttar til Hollywood, þar sem He- arst myndaði bandalag með kvikmyndajöfrin- um Louis B. Mayer hjá Metro-Goldwyn-Mayer og stóð það allt til 1935. Um eignir W.R. He- arsts mætti skrifa langt mál, hér verður aðeins fátt eitt talið upp lesendum til fróðleiks. Auk allra dagblaðanna og tímaritanna átti hann 7 búgarða eða stórbýli, 15 námur, 3 kastala (þar af einn á Englandi) og fasteignir hans í New York einni voru metnar á 38 milljónir dala. W.R. Hearst var það mikið metnaðar- eða réttara sagt hégómamál að bjóða heim til sín nafntoguðu samtíðarfólki, fólki úr ólíkustu stéttum, flugköppunum Charles Lindbergh og Amelíu Earhart, hertoganum og hertogaynj- unni af Windsor, tennisstjörnunum Bill Tilden og Alice Mable, kvikmyndajöfrunum Irving Thalberg, Louis B. Mayer, Harry Rapf, Poul Bern og Warnerbræðrunum, stjórnmálamönn- unum Fiorella Laguardia, Jimmy Walker, Cal- vin og Grace Coolidge og Winston Churchill, rithöfundunum G.B. Shaw, Aldous Huxley og H.G. Wells, kvikmyndahandritahöfundunum Frances Marion, Herman Mankiewics og Charles Lederer og kvikmyndastjörnunum Gretu Garbo, Jean Harlow, William Powell, Gloria Swanson, Buster Keaton, Leslie Howard, Cary Grant, Clark Gable, Carole ¦m^H^HMWHMMmHHH| ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦! ÚR LISTASAFNI Hearsts: Napoleon Bonaparte frammi fyrir Sfinxinum í Egyptalandi, eftir Jean-Léon Géróme. í GARÐINUM. Þar hafa fengið sérstakan umbúnað höggmyndirnar af Sekhmet, stríðsgyðj- unni forn-egypsku, sem hafði Ijónshaus. Myndirnar eru frá 1350-1200 fyrir Krist. Lombard, Loretta Young, Dolores del Rio, Charlie Chaplin, James Stewart, Joan Craw- ford, Douglas Fairbanks, Jr, David Niven, Harpo Marx og mörgum fleiri. Um þennan óvenjulega mann, þ.e.a.s. W.R. Hearst, og kastala hans á Töfrahæðum var gerð kvikmyndin Kane ríkisborgari, sem markaði tímamót í kvikmyndasögunni, enda að margra dómi ein af tíu bestu myndum, er framleiddar hafa verið í heiminum. Hún var m.a. lofsungin fyrir snilldar,tök á viðfangsefn- inu, afburðaframmistöðu leikendanna, einkum aðalleikarans Orsons Wells sem var jafnframt leikstjóri og höfundur kvikmyndahandritsins, svo og ýmsar velheppnaðar tækninýjungar. Hér tókst í fyrsta sinn að ná samtímis með jafngóðri skerpu mynd af leikara í bakgrunni eins og öðrum í forgrunni. Sá galdur hafði aldrei fyrr verið framinn. Samkomusalurinn í kvikmyndinni er talinn vera nákvæm eftirlík- ing af sömu salarkynnum í Hearst-kastala. Það fór vitanlega ekki fram hjá neinum að kvik- myndin Kane ríkisborgari var mögnuð ádeilda á lífsskoðanir, siðvenjur og ekki síst gróða- hyggju W.R. Hearsts og í vissum skilningi gagnrýni á amerískt þjóðfélag. Eitt er víst að myndin fór svo fyrir brjóstið á W.R. Hearst, að hann gerði allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir dreifíngu hennar í Bandaríkjunum og því miður tókst honum það svo vel að hún var ekki sýnd í kvik- myndahúsum þar í iandi í lengri tíma. Slíkt var ægivald auðkýfingsins. Með þessu athæfi lagði hann svo þungan stein í götu Orsons Wells að þessi afburðasnillingur átti lengi vel ekki upp á pallborðið hjá kvikmyndajöfrunum í Holly- wood.' W.R. Hearst kvaddi þennan heim þ. 14. ágúst 1951, 88 ára að aldri. Þótt hann væri mörgum góðum kostum búinn var hann fjarri því, já, víðsfjarri því að vera alveg gallalaus eins og dæmin sanna. Hann skildi eftir sig ótrúleg auðæfi. Erfðaskrá hans upp á 125 síður var sú lengsta sem nokkurn tíma hafði verið gerð í Kaliforníu. Árið 1957 færði Hearst-fyrir- tækið Kaliforníuríki kastalann á Töfrahæðum að gjöf og var hann svo opnaður almenningi ári síðar. Marion Davies, kvikmyndastjarnan og ástkona Hearsts var einn af erfingjunum, en hún afþakkaði arfinn með þeim orðum, að hún hefði haft ást á manninum sjálfum en ekki aur- unum hans. Það var göfugmannlega mælt. Um það bil fjórum árum eftir andlát W.R. Hearsts, nánar tiltekið þ. 30. sept. 1955 lést annar álíka frægur Bandaríkjamaður í hörmu- legu bílslysi í smábænum Cholame, sem er um það bil 80-90 km austan við Hearst-kastala á Töfrahæðum. James Dean ók þar nefnilega á ákaflega stórt tré með slíkum ofsahraða að hann beið samstundis bana. Óhætt er að full- yrða að hann var öllum sönnum leiklistarunn- endum mikill harmdauði. Með leik sínum í myndum eins og Uppreisnarseggur án mál- staðar eða hugsjóna (Rebel Without A Cause) og Fyrir austan Eden (East of Eden) hefur hann tvímælalaust reist sjálfum sér minnis- varða sem blífur. Nú hafa aðrir klókir karlar átt frumkvæðið af því að reisa honum annars konar minnisvarða með því að byggja veitinga- hús, sem er áfast við tréð, sem James Dean ók á í sinni hinstu ókuferð. Illar tungur segja að þetta hafi ekki eingöngu verið gert til að halda minningu hans á lofti heldur miklu fremur í kaldrifjuðu gróðaskyni. Á það vil ég engan dóm leggja, en margt er með öðrum brag í henni Ameríku en í löndunum austan Atlantsála. Við höfðum ómælda ánægju af því að koma til Salinas, fæðingarbæjar Johns Steinbecks og skoða Steinbeck-stofnunina, svo og gamla heimili hans, Ijómandi fallegt timburhús í prýðilegu ástandi þar sem nú er rekin veitinga- sala. Fyrir framan húsið rákumst við á aldur- hniginn umrenning („hóbóa"), sem 6k á undan sér kerru, hugsanlegum ránsfeng úr stórmark- aði og í henni var áreiðanlega aleiga hans. Hann var hinn skrafhreifnasti, sagðist m.a. hafa verið nákunnugur nóbelshöfundinum John Steinbeck. Nú væri öldin önnur, nú væri hann tilbeðinn sem goð á stalli, en í gamla daga hefðu bæjarbúar haft heldur illan bifur á hon- um vegna ímyndaðra níðskrifa hans um sára- saklaust fólk, sem gat engum vörnum við kom- ið. Einhvern veginn fengum við það hugboð að hann ætlaðist til að fá smáþóknun fyrir þann fróðleik, sem hann veitti okkur um aldavin sinn, John Steinbeck. Það var ekki laust við að við sæjum hálfpartinn eftir að hafa ekki vikið einhverju lítilræði að þessum eldhressa ná- unga. Hér mætti svo bæta því við að það gekki ekki alveg þrautalaust að finna John Stein- beck-húsið. Við spurðum þó nokkra til vegar, en þeir veittu okkur flestir heldur ófullnægj- andi leiðsögn. Loksins hittum við náunga, sem vissi upp á hár hvar Steinbeck-húsið var. Þetta væri í rauninni ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að enginn af þessum mönnum var mæltur á enska tungu heldur einungis spænska. Þetta kann að koma ókunnugum spánskt fyrir sjónir, en ekki heimamönnum í Kaliforníu, þar sem ótrúlegur fjöldi fólks af mexikönsku bergi brotið kann aðeins móður- mál sitt. Menn hafa líka heyrt því fleygt að Mexikana dreymi um að endurheimta Kali- forníu, land forfeðranna, sem að þeirra dómi var selt í hendur Bandaríkjastjórnar með smánarlegum sáttmála fyrir aðeins 150 árum. Litlar líkur eru hins vegar taldar á því að sá draumur rætist nokkurn tíma. Órækt dæmi um menningararf Mexikana þar um slóðir eru staðarheitin og örnefnin. Los Angeles heitir t.d. fullu nafni: Nuestra Reina de Los Angeles. þ.e. - Drottning okkar englanna. Fresno merk- ir Askur, Los Alamos Aspirnar, Palos Verdes - Grænu súlurnar eða Grænu meiðarnir, Paso Robles - Eikarskarð og svona mætti lengi halda áfram. Að lokum fáein orð um umferðarmál og menningu í Bandaríkjunum borin saman við hegðun okkar íslendinga á akbrautum bæði innanbæjar og utan. Háttalag okkar er áreið- anlega ekki upp á marga fiska á alþjóðlegan mælikvarða. Þótt fágun og smekkvísi Banda- ríkjamanna, einkum Kaliforníubúa, sé að all- margra dómi talsverðra bóta vant, þá eiga þeir hins vegar hrós skilið fyrir umferðarmenningu sína, sem er tvímælalaust á ákaflega háu stigi. Umferðarbrot eru fátíð enda eru reglur yfir- leitt virtar af ökumönnum. Fullt tillit er tekið til náungans í næsta bfl eða annarra í umferð- inni. Stefnuljós eru t.d. alltaf gefin í tæka tíð, en á íslandi er það hins vegar undir hælinn lagt hvenær ökumönnum þóknast að nota þau. Það væri ekki vanþörf á því að herða verulega viðurlög við slíkum brotum hér á landi. I fram- haldi af þessu mætti til fróðleiks geta þess að það liggur hvorki meira né minna en 1000 dala (72.000 kr) sekt við því að kasta rusli á þjóð- veginn í Kaliforníu. Við gætum eflaust mikið af Bandaríkjamönnum lært á þessu sviði og þeir aftur af okkur á öðrum sviðum einkum í sam- bandi við mataræði og smekklegan klæðaburð. Höfundurinn hefur um órcibil rekið málaskóla. 26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.