Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 4
MIKLIBÆR 1929. „A Ml KIABÆ SVO MARGT TIL BER" EFTIR RAGNAR FJALAR LÁRUSSON Miklabæjar-Solveig, séra Oddur og örlög Deirra, - allt er Dað Ijóslifandi eftir nýja bók og nýtt eikrit um þetta dramatíska ástarævintýri. Sólveig fékk leg í vígðri mold og kirkjulegan yfirsöng eftir óskir frá miðlum, en hvað varð um séra Odd? Greinarhöfundurinn hefur komist yfir heimild um að lík hans hafi fundizt og verið laumað í kirkjugarð í Héraðsdal því grunur lék á um sjálfsmorð og þar með gat séra Oddur ekki fengið legstað í ví gðri mold. UM PESSAR mundir eru nöfn Solveigar og sr. Odds frá Miklabæ á margra vörum. Leikritahöfundar og sagna- skáid hafa séð til þess, og þar á ég við leikrit Ragnars Arn- alds: Solveig, sem nú er á fjölum Þjóðieikhússins og skáldsögu Björns Th. Björnssonar; Solka, sem út kom á síðastliðnu ári. Bæði eru þessi verk góð að mínum dómi. Þau taka í hönd al- þýðustúlkunnar, Solveigar, sem orðið hefur fyrir þungum örlögum, reisa hana á fætur og leysa af henni þá fjötra, sem aldarandi liðinna kynslóða hafði fært hana í, og setja hana á þann bekk, sem hún á eflaust skilið. Eg ætla mér ekki að ræða þessi verk frekar, en þessu dularfullu og óráðnu mál, sem gerðust á Mikiabæ í Skagafírði á síðai'i hluta 18. aldar: dauði Solveigar og hvarf sr. Odds, hafa verið mér einkar hugleikin frá bernskudögum enda er ég frá Miklabæ kominn, ef svo mætti segja, móðurafi minn, sr. Bjöm Jónsson, var þar prestur og prófastur um áratuga skeið og fað- ir minn, sr. Lárus Arnórsson, tók við af hon- um og þjónaði þar í 43 ár og alllöngu síðar gerðist sonur minn, sr. Þórsteinn, prestur þar í tæpan áratug, svo að Miklibær skipar stóran sess í huga mínum. Bein Solveigar grafin wpp Þegar ég var 10 ára gamail sumarið 1937 gerðist minnisstæður atburður á Miklabæ, sem ég aldrei gleymi. Faðir minn sr. Lárus var þá prestur þar og gef ég honum orðið, en hann ritaði tímaritsgrein um þessa atburði. „Fyrsta vitneskja um þetta barst mér til eyma þann 11. júní í vor, er Pétur Zophonías- son ættfræðingur í Reykjavík símaði tii mín og spurði mig, hvort eg vildi veita aðstoð mína til þess, að jarðneskar leifar Solveigar yrðu grafnar upp á Miklabæ og jarðaðar í kirkju- garðinum að Giaumbæ. Kvað hann ástæðuna þá, að vera, sem tjáði sig vera Solveigu, og þó öllu fremur verur, er bám hag hennar fyrir brjósti, hefði gert vart við sig á miðilsfundi í Reykjavík, og beiðst þess, að beinin yrðu flutt og jarðsungin að venjulegum hætti að Glaum- bæ. I þessum skeytum hafði verið bent á okk- ur Pétur, ásamt þriðja manni, og við beðnir að koma máli þessu í framkvæmd. Eg tjáði mig þegar fúsan til að leggja mitt lið til þessa verks, enda taldi ég það siðferði- lega skyldu mína að daufheyrast ekki við slíkri beiðni, en tók jafnframt fram, að ég setti að skilyrði að leyfí biskups fengist til, enda væri mér ókunnugt um heimild mína til þess arna. Fól ég Pétri að útvega það leyfi. Það orð lá á frá fornu fari, að Solveig lægi grafín norðan undir kirkjugarði á Miklabæ austanverðum. A þeim stað stóð fyrir svo sem þrem áratugum þúfa eða þúst út úr kirkju- garðveggnum, sem kölluð var „leiðið hennar Solveigar". Nálægt 1910 var kirkjugarðurinn á Miklabæ stækkaður - til norðurs. Komst þá gröf Solveigar inn í garðinn. En 22. des. 1914 var lík gamallar konu hér í sveitinni grafið hér í kirkjugarðinum. Þá gröf tóku þeir Sig- urður Einarsson (heimamaður Þorsteins Björnssonar bónda á Hrólfsstöðum, er síðar verður nefndur) og Jóhannes Bjarnason bóndi í Grundarkoti. Gröfína tóku þeir á mót- um gamla garðsins og viðaukans. En er þeir komu nokkuð langt niður, komu þeir ofan á kistu, sem „lá út og suður“. Varð þá Sigurði að orði: „Hver skyldi þetta nú vera?“ Þá svar- aði Jóhannes (og kenndi sannfæringar í rómnum): „Ætli það sé ekki Solveig.“ Þegar þetta gerðist var prestur á Miklabæ fyrirrennari minn, séra Björn Jónsson, hinn mesti merkisprestur og fræðimaður ágætur. Þá er grafarmenn skýrðu honum frá sínum óvænta fundi, bað hann þá að hafa ekki orð á þessu. Fóru þeir að orðum hans, og fyrir því varð miklu hljóðara um þennan fund, en ella hefði orðið. - En ekki taldi sr. Björn minnsta vafa leika á því, að þetta hefði verið kista Sol- veigar; það sagði hann mér sjálfur síðar. Eins og áður getur um, lá kista Solveigar út og suður. Lá hún því þvert á gröfína, sem ver- ið var að taka. Hefir Sigurður sagt mér svo frá, að sér hefði virzt sem reynt hefði verið að teygja höfðalag kistunnar inn undir kirkju- garðsvegginn, eins og það hefði verið viðleitni þeirra manna, er sáu um gröft hennar, að koma henni sem næst vígðri mold, svo sem Solveig hafði sjálf óskað. - Þegar hreyft var við kistunni liðaðist hún í sundur og lögðu grafarmenn fjalirnar úr henni samhliða kistu þeirri, er þeir voru að taka gröf að, sunnan við þá kistu. En er kista Solveigar var upp tekin, kom fram skúti sunnan við nýju gröfína; í þann skúta lögðu þeir beinin. Nú vildi svo til að Sigurður sá, er gröf þessa tók (en hann er nú bóndi í Stokkhólma hér í hreppi), var eitt sinn staddur á Miklabæ sl. vetur og var hann þá að rifja þessa atburði ÚR SOLVEIGU, leikriti Ragnars Arnalds, í flutningi Þjóðleikhússins. Vigdís Gunnars- dóttir og Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverk- um Solveigar og séra Odds. upp við okkur hjónin. Þegar því Zophonías Pétursson kom norður, til þess að grafa upp beinin, var okkur hjónunum í fersku minni frásögn Sigurðar, og vissum við því vel, hvert leita skyldi upplýsinga um legstað Solveigar. En svo vildi einnig til, að hér á næsta bæ var þá um tíma staddur sonur konu þeirrar, er grafín var, þá er komið var ofan á kistu Sol- veigar, en sá maður á nú heima á Suðurlandi. Þótti mér nú bera vel í veiði og fékk eg hann til að koma á vettvang, til þess að segja mér, hvar leiði móður hans væri. Var svo til stillt, að þeir komu samtímis á staðinn, hann og Sig- urður, en þá brá svo við, að þeim bar ekki saman um legstaðinn og munaði a.m.k. fullri grafai-iengd eftir skoðun þeirra. En með því að eg vissi, að sonur konunnar, sem grafín hafði verið, var skilríkur maður (en það er Sigurður líka), þá lagði ég til að grafið yrði á þeim stað, er hann sagði til, því að mér fannst ástæða til að treysta honum betur, þar sem um gröf móður hans var að ræða. Var svo gert, en árangurslaust; þar var í garðinum með öllu órótuð jörð. - Þótti nú í bili ekki 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.