Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 29
gefningu og náð þegar Pétur Gautur á í hlut og þá megi ekki gleyma hinum samfélagslega þætti verksins. Unnið sé með hugleiðingar eins og hvenær maðurinn sé sjálfum sér næg- ur og hvort Pétur, sem ávallt beygir framhjá þeim vanda sem hann stendur frammi fyrir og svíkur þannig sjálfan sig og aðra, skilji sína innri rödd. „Mér var í mun að í sýningunni birtist skýr hugsun um hvað ég vildi segja með þessu og þá reynir maður áður að setja sig í spor skáldsins og komast að hvað því lá á hjarta. Þetta verk býr yfir svo mörgu í senn en ég vona að sú sýn sem ég hef á það skili sér til áhorfenda," sagði Sveinn. „Það er ekki nokkur vafi á því að Pétur Gautur á alltaf erindi við okkur, ekki síður núna en þegar leikritið var skrifað, og ég er sannfærður að hann mun einnig eiga erindi við komandi kynslóðir. í verkinu sneiðir Ibsen að ákveðnum eiginleikum sem hann þykist sjá í fari þjóðar sinnar, hálfvelgju, lífslygi og hvernig menn koma sér hjá að takast á við vanda, en um leið gefur hann Pétri Gaut heil- mikið af sjálfum sér í verkinu, þannig að það verður um leið að varnarræðu fyrir skáld- skapinn. Sá sem þorir að ganga honum á vald getur fyrir kraft skáldskaparins öðlast frels- un. Þetta er mikill ævintýraleikur og eins og er með öll góð ævintýri höfða þau sífellt til nýrra kynslóða. Leikritið um Pétur Gaut er vitsmunalega flókið en um leið svo alþýðlegt, að það hefur orðið með vinsælustu sviðsverk- um, þannig að það mun lifa áfram," sagði Sveinn. Ánægður með áhöfnina Þýðingu Helga Hálfdanarsonar á verkinu sagði hann einstaka og væru forréttindi að fá að vinna með þennan texta, á köflum væri líkt og hann væri frumkveðinn á íslensku. Hann er jafnframt ánægður með áhöfn sína, þar er valinn maður í hverju rúmi. Hulda Kristín Magnúsdóttir hannar búninga og taldi Sveinn einsýnt að þeir myndu vekjajathygli. Þá hlaut Kristín Bredal, sem hannar'iéikmynd og lýs- ingu, Norsku leiklistarverðlaunin fyrr í vik- unni og lauk Sveinn lofsorði á framlag hennar til sýningarinnar. „Við þekktumst ekki áður, en Trausti Olafsson leikhússtjóri leiddi okkur saman og í samtali komumst við að því að við höfum svipaðar fagurfræðilegar hugmyndir þannig að við höfum átt góða samleið. Það er listrænn tærleiki í hennar verki sem er í sam- ræmi við þann leikmáta sem við höfum tamið okkur í þessari sýningu." Tónlistin er eftir Edvard Grieg og Guðna Franzson og sagði Sveinn að Guðna hefði tekist að semja nýja tónlist sem hæfði uppsetningu Leikfélags Akureyrar fyllilega. Jakob Þór Einarsson fer með titilhlutverk- ið, Pétur Gaut, í sýningunni og Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikur Ásu móður hans. Sólveigu leikur Pálína Jónsdóttir, Dofr- ann Hákon Waage, von Begriffenfeldt Sunna Borg, Hnappasteypinn Þráinn Karlsson, Stef- án Sturla Sigurjónsson þann magra og reynd- ar fleiri hlutverk, enda er það í anda sýning- arinnar að hver leikari hefur á hendi mörg hlutverk. Þannig leikur Arndís Hrönn Egils- dóttir Ingu á Heggstað, þá grænklæddu og Anitríu svo sem oft er gert við Péturs Gauts- sýningar og sömuleiðis fara þau Árni Pétur Reynisson, Halla Margrét Jóhannsdóttir og Agnar Jón Egilsson með mörg hlutverk, en auk þeirra koma fram þau Eva Signý Berger, Guðjón Tryggvason, Erika Mist Arnarsdóttir og Sólveig Elín Þórhallsdóttir. Frumsýning er sem fyrr segir mánudaginn 28. desember en leikritið verður sýnt milli jóla og nýárs, 29. og 30. desember, og þráðurinn svo tekinn upp að nýju eftir áramót. Tvö leikrit Henriks Ibsens erujólaverkefni Þjóðleikhússins og Leik- félags Akureyrar. A stóra sviði Þjóðleik- hússins setur Stefán Baldursson ufip Brúðu- heimili íþýðingu Sveins Einarssonar, sem aftur leikstýrir Pétri Gaut á Akureyri í nýrripýð- ingu Helga Hálfdanar- sonar. t- Morgunblaðið/Ámi Sæberg FRAMTÍÐIN brosir við hjónunum ungu, en öryggi og þægindi duga ekki til að skapa hamingju, þegar trúnaðartraustið vantar. Elva Ósk Ólafs- dóttir og Baltasar Kormákur í hlutverkum sínum. HARMLEIKUR HINS VENJULEGA FÓLKS Jólasýning Þjóðleikhússins er Brúðuheimili eftir Henrik Ibsen í þýðingu Sveins Ein- arssonar. Verkið verður frumsýnt á Stóra svioi ann- an í jólum, en það var fyrst sýnt árið 1879 í Kaupmannahöfn og vakti hörð viðbrögð. ÖRLYGUR STEINN SIGURJÓNSSON fylgdist með æfingu á verkinu og átti samtal við Stefán Baldursson leik- stjóra og Elvu Osk Olafs- dóttur leikkonu um verkið. ALLS taka þrettán leikend- ur þátt í uppfærslunni, þar með talin sex börn, sem fara með hlutverk þriggja barna hjónanna Þorvaldar og Nóru, sem leikin eru af Baltasar Kormáki og Elvu Ósk Ólafsdóttur. Ónnur hlutverk eru í höndum Eddu Heiðrúnar Back- mann, Pálma Gestssonar, Þrastar Leós Gunn- arssonar, Halldóru Björnsdóttur og Margrét- ar Guðmundsdóttur. Efnisþráðurinn í verkinu er spunninn um ung og efnileg hjón, sem framtíðin brosir við, enda eru tekjurnar góðar, börnin hraust og hjónin sjálf alveg ljómandi myndarleg og kemur yfirleitt vel saman, eða hvorki betur né EDDA Heiðrún Backmann fer með hlutverk frú Linde æskuvinkonu Nóru. SKUGGAR fortíðar knýja dyra hjá Nóru, þeg- ar málafærslumaðurinn Krogstad, leikinn af Pálma Gestssyni, kemur til sögunnar og svífst einskis til að endurheimta fyrri virð- ingu samfélagsins. verr en gengur og gerist. Eitthvað verður samt til þess að Nóra ákveður að kveðja þetta lífsmynstur og í ljósi þess hversu hörð við- brögð verkið vakti á sínum tíma má ljóst vera að áhorfendur hafa tekið Nóru alvarlega og með því, meðvitað eða ómeðvitað, gengist á vald Ibsens í persónusköpun hans. Með öðr- um orðum trúði gjörvöll Evrópa seint á 19. öld því, að til væri manneskja, sem hefði ástæðu til að fórna öryggi og settlegheitum fyrir að fá að kynnast sjálfri sér. ÞROSTUR Leó Gunnarsson fer með hlutverk Ranks læknis trúnaðarvins Nóru. Stefán Baldursson segir að túlka megi þetta höfuðverk norrænna leikbókmennta á margan hátt, en sú leið sem farin hafi verið í uppfærslu Þjóðleikhússins hafi lotið að marg- lyndi persónanna. Olli straumhvörfum I nútimaleikritun „Það sem er spennandi við Ibsen, er að hann skrifar persónur sem eru ekki bara vondar eða góðar," segir Stefán. „All- ? LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.