Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ~ MEMVEVG LISTIR 47. TÖLUBLAD - 73.ÁRGANGUR JÓLABLAÐ LESBÓKAR EFNI Napóleon á Hákonarstöðum. Frank Ponzi listfræðingur skrifar um 19. aldar myndverk sem honum barst ný- lega og birt er mynd af verkinu. Á Miklabæ svo margt til ber. Um hvarf séra Odds og heimildir um að lík hans hafi fundist. En hversvegna mátti það ekki vitnast? Grein eftir Ragnar Fjalar Lárusson. Hruni í Arnesþingi. Grein eftir Gísla Sigurðsson. Jólaminning eftir Guðmund L. Frið- finnsson á Egilsá. Nýársdagur við pýramídana í Teoti- huacan. Eftir Hildi Hákonardóttur. Ibsen. Sagt frá sýningum Þjóðleik- hússins á Brúðuheimilinu og Leikfé- lags Akureyrar á Pétri Gaut og rætt við Michael Meyer, sem er mikil- virkasti þýðandi leikrita Henriks Ib- sens á enska tungu. Vituð þér enn...? Jóhannes Jónasson skrifar um rætur Niflungahrings Ric- hards Wagners sem hann rekur til Völuspár og hinna forníslensku Eddu- kvæða. Ertu ekki alltaf að skrifa? Ný smá- saga eftir Einar Má Guðmundsson. Kastali blaðakóngsins á Töfrahæðum. Grein um bústað Williams Randolph Hearst í Kaliforníu eftir Halldór Þor- steinsson. Verðlaunamyndagáta og verðlauna- krossgáta. FORSÍÐUMYNDIN: Portret af konu. Málverk frá 16. öld eftir Giulio Campi. Myndin er í listasafni blaðakóngsins W.R.Hearst, sem um er fjallað í blaðinu. HflHHHHHHBflBHHHBBBBBflBBBBBBBflBflBBflHflBBflHSBBflBBHBBBBBEBBBflHHHHHHHHH JÓNAS HALLGRÍMSSON SVO RlS um aldir ÁRIÐ HVURT UMSIG Svo rís um aldir árið hvurtum sig, eilífðar lítið blóm í skini hreinu. Mér er það svo sem ekki neitt í neinu, því tíminn vill ei tengja sig við mig. Eitt á eg samt, og annast vil egþig, hugur mín sjálfs íhjarta þoli vörðu, er himin sér, og unir lágrijörðu, og þykir ekki þokan voðalig. Ég man þeir segja: hart á móti hörðu, en heldur vil eg kenna til og lifa, ogþótt aðnokkurt andstreymi eg bíði, en liggja eins og leggur upp í vörðu, sem lestastrákar taka þar og skrifa og fylla, svo hann finnur ei - afníði. Jónas Hallgrímsson, 1807-1845, var fremsta skáld þjóðarinnar á 19. öld, en „listaskáldið góða" þarf naumast að kynna. Ljóð hans eru þjóðinni alltaf jafn hjarlfólgin þótt meira en hálf önnur öld sé liðin frá andláti hans. wmBBBmBnBBMM Hk RABB ÞETTA var rétt fyrir jólin. Dagarnir dimmir og stuttir en þó langir í öllum erli aðvent- unnar. Hlýir sunnanvindar blésu yfir höfuðborgina regni og dumbungi, pollar á götum og óvíst hvort snjórinn legði sína líknandi hönd yfir allan grámann og ruslið í rennusteininum og færði okkur inn í þennan ævintýraheim handan staðar og stundar sem jólin eru. Það var hringt í mig þennan dag, kunn- ingjakona utan af landi. Einhvern veginn passaði það ekki inn í aðventudagatalið að þessi kona hringdi í mig svona rétt fyrir jól- in. Erindið hlaut að vera óvenjulegt. „Sæll," sagði hún og við lukum þessu nauðsynlega kurteisishjali áður en hún hélt áfram: „Er ekki mikill erill hjá ykkur þarna fyrir sunnan - svona rétt fyrir jólin?" Ég játti því. „Eg skal segja þér," hélt hún áfram: „ég hef svo miklar áhyggjur af frænda mínum. Hann býr þarna 1 bænum." „Nú," sagði ég bara en hugsaði að nú fengi ég í hendur eitt af þessum vandamál- um sem bæði taka tíma og orku - og af hvorugu átti ég nóg. Jólahald heimilisins beið, jólatréð væntanlega enn óhöggvið úti í skógi, hugmyndir að jólagjöfum ófæddar, jólaræðan á aðfangadag óskrifuð, hvað þá sú á annan í jólum. Hvað gat ég sagt um jólabarnið þessi jól sem fólk var ekki búið að heyra hundrað sinnum? Hvernig ræðu gat ég samið upp úr þessari gömlu sögu um fæðingu barns, sögu sem búið er að segja í tvö þúsund ár? Ræðu sem bæði snerti við mér og áheyrendum? Ég stundi, gamli góði magafiðringurinn á leiðinni, þessi sérstaki jólafiðringur sem aðeins prestar fá og þeir kaupmenn sem byggja afkomu sína alger- lega á jólavertíðinni. Og þessi kunningjakona mín sagði mér frá frænda sínum sem bjó einn í litlum hjalli og var nú búinn að vera á sótfylliríi í á þriðju viku. Hvort ég gæti nú litið til hans ALLSGAÐUR Á JÓLUNUM og kannski gert eitthvað fyrir hann? Ég sagði þetta skilyrðislausa já manns í minni stöðu, sem allt og alla skal elska, smækkuð útgáfa af Guði - að minnsta kosti í hugum barnanna - nokkurs konar umboðs- maður almættisins - ef ekki á jólum hvenær þá? Suðaustanáttin var gengin niður en í staðinn var kominn útsynningur síðdegis þennan sama dag og ég ákvað að fara strax á staðinn. í huga mér barðist ólundin við eftirvæntinguna, ský hékk yfir huga mér, líkt og yfir húsunum í kring. Hvers konar sitúasjón var þetta? Og hvað gæti ég svo sem gert fyrir einhverja fyllibyttu á þriggja vikna túr nokkrum dögum fyrir jól? Þegar ég steig út úr bílnum nærri áfangastað dembdist snörp skúr yfir. f hug- ann kom gamalt blúslag með Erie Clapton: „The sky is erying - look at the tears roUing down the street." Maðurinn bjó í gömlum bárujárnshjalli á baklóð. Að framanverðu voru hús góðra borgara í góðum efnum, í góðum málum, eftir gluggaskreytingum að dæma og jólakrönsum á útihurðum. Ég gekk stíginn sem lá á milli húsanna að bakhjallinum, hvítar skíðisgirðingar á báða vegu, fagur- málaðar að framanverðu en viðhaldið ráð- leysislegra eftir því sem nær skúrnum dró. Það var eins og ég fjarlægðist mannheima á leið inn í óþekkta veröld. Ég barði á blautar dyr ef dyr skyldi kalla, hurð í hálfri líkamshæð sem felld hafði ver- ið inn í bílskúrshurð. Ekkert svar og þó fannst mér ég heyra einhverja hryglu. Ég tók í ólæsta hurðina, beygði mig niður að beltisstað og smeygði mér inn. Sjónin sem mætti auganu var eins og úr annarri tilveru. Hún tilheyrði a.m.k. ekki tilveru fólksins frammi í götunni. Fullkomin óreiða, fullkominn kaos, líkt og sena úr neðri byggðum úr Guðdómlega gleðileikn- um eftir Dante - eða síðustu andartök stór- skipsins Titanic áður en það hverfur í djúp- ið. Staðurinn virtist einhvern tímann hafa verið smíðaverkstæði, þarna var heljarmikil borvél, steðji og alls konar klippur, sagir og hamrar til að eiga við járn og aðra málma. Á gólfinu var járnarusl, ónýtar felgur, ónýt- ir úretanbrúsar. í einu horninu stóð klósett án þess að afsaka blygðunarlausa nærveru sína við hliðina á hillu með matvörum og upp að klósettkassanum hallaðist tjakkur. Skammt frá var borð og á því opinn Cheer- iospakki og instantkaffi, óhreinir diskar og krúsir, en nöguð kindabein lágu á gólfinu ásamt nokkrum tómum Smirnoffflöskum. I einni var dreitill eftir. Birtan passaði við brennivínið, rússnesk lýsing, miskunnar- laus, skerandi og opinberaði hvern smá- drátt í þessu einkahelvíti. Þegar ég var búinn að laga vit og rænu að þessum sérkennilega stað sá ég loks bedda úti í horni og á honum einhverja þúst sem líktist mannsmynd. Á gólfinu við hlið- ina á beddanum var stórt járnlok, kúffult af sígarettustubbum. Nú bærði þústin á sér og hóstaði í leiðinni. Þetta var þá maðurinn sem ég var kominn til að heimsækja. „Hver ert þú?" Röddin var hás og brost- in, útbrunnin eins og vonin í brjósti hans. Ég sagði til nafns og bætti því við að ég væri prestur - hefði verið beðinn um að koma og líta til með honum - jólin væru nú einu sinni á næsta leiti. Þá brast hann í grát, máttleysislegan og aumkunarverðan grát manns sem búinn er að vera á túr í margar vikur. Maðurinn var kominn að þrotum, sjálfsmyndin þorrin en sjálfsvorkunnin ein eftir, fastur inni í sinni litlu sjúku veröld, brýrnar út í mannlegt samfélag flestar brunnar. Það var lítið hægt að tala við hann sökum ekka svo ég klappaði honum bara varfærn- islega á handlegginn. „Eru jólin að koma?" spurði hann mig allt í einu á milli ekkasoganna, „og Jesúbarn- ið?" bætti hann við eftir næstu ekkahrinu. Það var eins og þessi orð kveiktu djúpt inni í þessum sjúka huga einhvern viðkvæman, bernskan neista, eitthvað sem hann hélt enn dauðahaldi í og gerði hann þrátt fyrir allt að mennskri veru. Kannski var það sag- an um fæðingu þessa barns, eða minningin um eigin bernsku. Svo spurði hann, mestmegnis sjálfan sig: „Hvar skyldu þau vera núna, börnin mín?" það lá einhvern veginn í þungu lofti þessar- ar kytru að börnin væru fyrir löngu búin að gefa hann upp á bátinn. „Ég ætla að reyna að vera edrú á jólun- um," bætti hann við eftir svolitla þögn. Ekkinn varð minni eitt andartak og ég reyndi að læða að einhverjum hug- hreystandi orðum til að styðja hann í þeirri ákvörðun. Mér fannst hann varla heyra í mér. Kannski var heimur hans orðinn svo fjarlægur að hann var hættur að skuja okk- ur hin. Eða var það heimur okkar sem var orðinn firrtur þessum veruleika neyðarinn- ar? Svo sagði ég honum að ég ætlaði að tala við mann og annan til að hjálpa honum, svona í tilefni jólanna. Síðan kvaddi ég og fór. Mér létti þegar ég kom út í daginn á ný þrátt fyrir útsynningsdumbunginn og þó var ég ekki ósnortinn. Og ég hugsaði með sjálfum mér: „Það er merkilegt með söguna af fæðingu þessa jólabarns. Kannski virkar hún betur ég hélt..." HALLDÓR REYNISSON sóknarprestur í Nessókn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 19. DESEMBER 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.