Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Síða 9
FIMM ÚR SÖMU FJÖLSKYLDU SAGT er að sönggleði gangi í ættum. Þeirri staðhæfingu andmæla hjónin Sigurður Þórðar- son og Sigi-ún Andrésdóttir eflaust ekki en þau standa í eldlínunni í Laugardalshöll í dag ásamt dóttur sinni, Hrafnhildi Sigurðardóttur, en öll eru þau í Kór Islensku óperunnar, og barnabarni, Evu Guðrúnu Torfadóttur, 11 ára, sem syngur með Barnakór íslensku óperunn- ar. Að auki er bróðir Sigrúnai’, Þorgeir J. Andrésson, í hópi einsöngvara í sýningunni. Nærri lætur að þetta sé einsdæmi í sýningu af þessu tagi hér á landi, í það minnsta þekkja Sigrún og Sigurður engin hliðstæð dæmi. „Við höfum staðið fjögur saman á sviði áður. Eg, Sigrún, Hrafnhildur og Þorgeir,“ segir Sigurð- ur, „en nú verðum við í fyrsta sinn fímm. Þetta á eftir að verða virkilega skemmtilegt, ekki síst fyrir þá stuttu. Hún er afskaplega spennt.“ Hjónin hafa verið félagar í Kór íslensku óp- erunnar óslitið frá upphafi - í tuttugu ár. Segja þau kórstarfið alltaf jafn skemmtilegt. „Það er ekki ónýtt að eiga sama áhugamálið," segir Sigrún. Hún starfar sem söngkennari í Söng- skólanum í Reykjavík en Sigurður er verk- fræðingur. Það er Þorgeir líka. „Eg hafði ekki gert mér grein fyrir því að verkfræðingar væru sérstaklega söngelsk stétt en það hlýtur að vera því við erum alla vega fímm í þessari sýningu." Sýningin í dag leggst afai- vel í hjónin enda segja þau Turandot magnaða óperu. „Aður en æfíngar hófust í desember þekktum við bara aríuna Nessun dorma en í verkinu kennir svo sannarlega fleiri grasa. Hljómfærslan í óper- unni er mjög nútímaleg og hefur örugglega verið framandi á sínum tíma,“ segir Sigrún. FJÖLSKYLDAN syngjandi: Sigrún Andrésdóttir, Þorgeir J. Andrésson, Eva Guðrún Torfa- dóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Sigurður Þórðarson. „Geturðu ekki sagt að þetta séu fjórir ættliðir. Hann sé elstur," sagði Þorgeir glottandi við Ijósmyndarann og benti á Sigurð mág sinn. FRÁBÆR KÓR SIÐASTI MÓHÍKANINN KÓR íslensku óperannar gegnir stóra hlutverki í flutningnum í Laugardals- höll í dag. Lýkur Rico Saccani lofsorði á hann. „Kórinn er frábær og ótrúlega vel undirbúinn. Það er með ólíkindum að hann skuli alfarið vera skipaður fólki sem er í fullri vinnu annars staðar. Erlendu einsöngvararnir trúa vart sínum eigin eyrum. Ég ber mikla virðingu fyrir kórnum.“ Auk Kórs Islensku óperannar koma fram í sýningunni Bamakór Islensku óperannar og Unglinga- deild Söngskólans í Reykjavík. Stjórnandi kóranna er Garðar Cortes og hefur hann haft veg og vanda af undirbúningi þeirra. „Þetta hefur verið voða skemmti- legt en við byrjuðum að skoða óper- una í desember," segir hann. „Síð- ustu vikur höfum við svo hert róð- urinn og kórarnir mæta vel undir- búnir til leiks.“ Garðar segir Turandot öðruvísi en flestar aðrar óperur að því leyti að engan heilsteyptan kórsöng sé að hafa í verkinu. Sungið sé í fal- legum og melódískum köflum. „Það er erfiðara að læra verk af þessu tagi en hefðbundna kórmús- ík og því hefur Kór Islensku óper- unnar þurft að leggja á sig mikla vinnu. Hann hefur hins vegar ekki átt í neinum erfiðleikum enda er hann skipaður ótrúlega góðu söng- fólki - fólki sem ég er stoltur af.“ Garðar segir Islensku óperana upphaflega hafa stefnt að því að sviðsetja Turandot í framhaldi af sýningunni í Laugardalshöll. „Við töldum þetta raunhæfan mögu- leika og sennilega gefst ekki betra tækifæri. Kórinn og hljómsveitin eru búin að æfa verkið, þannig að æfingakostnaði hefði verið haldið í lágmarki, aðeins þurft að æfa ís- lenska einsöngvara. Samt sem áð- ur var þetta of dýrt og þar gekk tækifærið okkur úr greipum. Þetta er svo sem gömul saga og ný - íslenskir söngvarar geta allt mögulegt en fá ekki tækifærið, þar sem við höfum ekki peningana.“ Og Garðari þykir leitt að Sinfón- ían skyldi ekld stíga skrefið til fulls og manna einsöngshlutverkin í Turandot alfarið með heima- mönnum. „Því er ekki að leyna að ég hefði viljað sjá fleiri íslenska söngvara í Laugardalshöllinni. Ekki svo að skilja að ég sé að varpa rýrð á hina erlendu gesti, þeir era góðir söngvarar, góðir fagmenn. Hins vegar eigum við nóg af fólki hér heima sem hefði getað gert þetta alveg jafn vel. Til hvers þá að sækja vatnið yfir læk- inn? Islenska óperan hefur til dæmis haft það að leiðarljósi að flytja ekki inn söngvara nema þeg- KÓR íslensku óperunnar gegnir stóru hlutverki í uppfærslunni. Á ar hún hefur ekki aðgang að öðr- myndinni eru Nanna Maria Cortes og Þórunn Stefánsdóttir. um betri hér heima.“ ÍTALSKA tónskáldið Giacomo Puccini fæddist 13. desember 1858 í bænum Lucca, skammt frá Písa. Var hann af þekktri tónskáldaætt sem búið hafði í Lucca í margar aldir. Tónlistargáf- ur hans komu snemma í ljós og var pilti veittur styrkur til tónlistarnáms við Tón- listarskólann í Mílanó. A námsárunum skrifaði Puccini sína fýrstu óperu, Le villi, og sendi í óperu- keppni tímarits í Mílanó. Þótti verkið ekki umsagnar- vert en rataði eigi að síður á fjalir Teatro dal Verme í borginni, þar sem það vakti þegar í stað mikla hrifningu. Var höfundi falið að bæta við óperuna og sjö mánuðum síðar var hún tekin til sýningar í Tórínó og tveimur mán- uðum eftir það á La Scala, þar sem hún sló í gegn. Þannig hófst sköpunarferill Puccinis sem síðar var talinn hafa verið „síðasti Móhíkan- inn“ meðal ítalskra óperuhöfunda. Puccini samdi alls ellefu óperur á rúmlega fjörutíu ára sköpunarferli og ólíkt Giuseppe Verdi, sem samdi næstum eina óperu á ári, liðu mörg ár á milli óperusmíða hans. Þekktustu óperur Puccinis, La Boheme, Tosca, Madama Butterfly og Turandot, eru meðal vinsælustu ópera sem sýndar eru um hinn vestræna heim. Turandot var síðasta ópera Puccinis og náði hann ekki að ljúka verkinu áður en hann lést úr hjartaslagi 29. nóvember 1924. Átti hann að vísu aðeins eftir að semja síðasta dúettinn og ganga frá nokkrum lausum endum. Að beiðni Arturos Toscaninis, aðalstjórnanda La Scala, var tónskáldinu Franco Alfano falið að ljúka við frágang óperunnar og var hún frumflutt í þeirri gerð í La Scala hálfu öðru ári síðar. NAFN HANS ERÁST SAGAN hefst í Peking að kvöldlagi. Mannfjöldinn hlustar á mandarína til- kynna að Turandot prinsessa, dóttir Altoum keisara, muni giftast þeim manni af konunglegri ætt, sem fyrstum tæk- ist að ráða þrjár gátur sem lagðar yrðu fyrir hann. Takist honum ekki að leysa gáturnar skuli hann gjalda fyrir með lífi sínu. Margir höfðu reynt og fallið fyrir exi böðulsins og nú skyldi enn eitt fórnarlamb hálshöggvið. Mannfjöldinn þyrpist að höllinni til þess að verða vitni að aftöku síðasta fórnarlambsins. Timur, aldraður blindur konungur sem fall- ið hafði í ónáð og verið steypt af stóli, dettur til jarðar í fyrirgangi mannfjöldans en Líu, unga ambáttin sem er í fylgd með honum, leit- ar ásjár hjá fólki. Oþekktur ungur maður, sem reynist vera Calaf prins, kemur til hjálp- ar og sér þá að aldraði maðurinn er faðir hans. Mannfjöldinn hrópar óþolinmóður og vill fá að sjá aftökuna. Ungur fríður prins frá Persíu sem hafði mistekist að leysa gáturnar er leiddur fram til aftöku. Mannfjöldinn sér aumur á honum sakir æsku hans og biður Turandot að hlífa honum. Turandot virðir þá bón einskis og skipar böðlinum að vinna sitt verk. Calaf fyllist reiði í garð prinsessunnar vegna illsku hennar en þegar hann sér hana verður hann heillaður af fegurð hennar og tilkynnir Líu og föður sín- um að hann vilji freista þess að leysa gáturnar og vinna hönd Turandot. Líu, ambáttin unga sem elskar Calaf, Timor og ráðgjafarnir þrír Ping, Pong og Pang sárbæna Calaf að gera það ekki en Calaf biður Líu að annast um föð- ur sinn, gengur að málmdiskinum og slær þrjú högg á hann til merkis um að hann vilji freista þess að leysa gáturnar. Ráðgjafarnir Ping, Pong og Pang sitja í skála sínum og rifja upp hið breytta ástand sem orðið er í landi þeirra, hina miklu grimmd sem nú ríkir og bera hana saman við þá góðu og friðsælu tíma sem ríktu áður en Turandot komst til áhrifa. Múgurinn hrópar á blóð. Hinn gamli, virðulegi Altoum keisari, faðir Turandot, situr í hásæti sínu. Hann reynir að fá Calaf ofan af þeirri fyrirætlan sinni að vinna hönd Turandot með því að reyna að leysa þrautirnar þrjár en án árangurs. Turandot birtist og syngur í aríu sinni In Qu- esta Reggia að hatur hennar á karlmönnum stafi af örlögum þeim sem formóðir hennar ein hlaut þegar henni var nauðgað og hún drepin. í hefndarskyni vilji hún taka hvern þann karlmanna af lífi sem dirfist að þrá hana. Hún leggur gáturnar þrjár fyrir Calaf, sem öllum til undrunar leysir þær allar. I bræði sinni og skelfingu biður hún föðui- sinn að leysa sig undan kvöðinni að giftast þessum ókunna prinsi en keisarinn segir að henni beri að standa við loforð sitt. Turandot hrópar þá að Calaf að ef hann vilji eiga hana þá skuli hann eignast hana fulla af heift, hatri og harmi. Calaf býðst til að leysa hana undan eiðnum geti hún komist að nafni hans fyrir dögun næsta dags. Takist henni það fallist hann á að fórna sjálfum sér. Berst þá leikurinn í hallargarðinn að kvöld- lagi. Sendiboðar Turandot tilkynna skipun prinsessunnar um að enginn megi sofa fyrr en nafn prinsins ókunna sé fundið. Takist ekki að hafa uppi á nafni hans fyrir dögun muni það kosta fólkið lífið. Calaf er öraggur um sinn hag og fylgist með hrópum sendiboðanna. Hann hugsar um sigur sinn við komandi sól- arupprás (Nessun dorma). Ráðgjafamir þrír, en þeim er ekki kunnugt um nafn prinsins frekar en öðrum, eru ugg- andi um líf sitt og bjóða prinsinum auðæfi, völd og fagrar konur ef hann vilji gefa upp nafn sitt en prinsinn hafnar öllum slíkum gylliboðum. Líu og Timor eru færð fyrir Turandot því þau höfðu sést í fylgd með ókunna prinsinum og prinsessan hyggst þvinga þau til að segja nafn hans. Timor er þögull og Líu neitar að segja nafn hans þótt hún sé látin sæta pyntingum. Turandot horfir á hana undrandi og spyr hvað gefi henni slík- an styrk. Líu segir henni að leyndardómur styrks hennar sé ástin (tante amore, segreto). Undrandi, en samt heilluð af orðum Líu, fyr- irskipar Turandot böðlunum að pína Líu enn frekar. Líu tekst að rífa sig lausa, hrópar til Turandot að hún muni sjálf elska manninn sem valdi sér þessum kvölum (Tu che di gel sei cinta). Hún þrífur kuta úr belti eins fanga- varðanna og rekur sig á hol. Calaf og Turandot era ein eftir á sviðinu. Ca- laf ávítai' hana íyrii- gi'immd og kaldlyndi. Hann sviptii' hulunni af henni og kyssir hana af ástríðu. Turandot játar fyrir Calaf að styrkur hans hafí vakið hjá sér bæði ótta og ást fiá þeirri stundu að hún sá hann fýrst. Calaf gefur sig henni fullkomlega á vald og segii' til nafns síns. Seinna birtast Turandot og Calaf frammi íýrir keisai'anum. Turandot segir fóður sínum að hún viti nafn hins ókunna prins. Nafn hans sé „ást“. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. MARZ 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.