Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Page 15
sátu iðulega við skriftir eða spjall á Café de Flore eins og frægt varð. Þar safnaðist um þau hópur vina og kunningja. Bæði lögðu þau mikla rækt við vináttusambönd og í vina- hópnum voru þau sólirnar sem hinar stjörnu- rnar snérust í kringum. Vegna þess að þau stofnuðu ekki til hefðbundinnar Ijölskyldu nefndu þau vinahópinn fjölskylduna. Þau styi-ktu vini sína oft fjárhagslega til lengri eða skemmri tíma. Sartre þurfti líka oft að halda ástkonum sínum uppi. Beauvoir veitti Sartre alla tíð ómælda að- stoð. Hann fékk henni handrit í hendur, sem hún fór yfir, leiðrétti og gerði athugasemdir við. Að sögn Sartre er hennar hlutur í verk- um hans ómetanlegur. Beauvoir sjálf sagði heimspeki Sartres vera grunninn sem hún byggði kenningar sínar á. Rannsóknir síðustu ára hafa hins vegar sýnt fram á að í eigin verkum gagnrýnir og leiðréttir hún meira í kenningum Sartres en hún lætur í veðri vaka. Einnig hefur komið æ betur í ijós að hlutdeild hennar í verki Sartres er stærri en hingað til hefur verið haldið. Með þessum rannsóknum hefur Beauvoir verið færð út úr skugga Sar- tres. Frumleiki hennar eigin heimspeki hefur þar með orðið sýnilegri. Framlag hennar til tilvistarspeki og heimspekilegi-ar fyrirbæra- fræði hefur ennfremur verið metið að verð- leikum. Sartre og Beauvoir sömdu skáldsögur, leikrit og heimspekirit. Höfuðrit heimspeki Sartres, „Vera og neind“ (L’Etre et Néant), kom út í stríðinu og gerði Sartre brátt fræg- an langt út fyrir heirn heimspekinnar. Tilvist- arspeki varð tískuspeki og lífsmáti í anda hennar stefnumarkandi fyrir tíðarandann eftir stríð. Bókmenntaverk Beauvoir og Sar- tres snúast um tilvistarkreppur nútíma- manna í ljósi grunnhugmynda tilvistarspek- innar. Ein aðalforsenda hennar er einmitt sú að það sé undir manninum sjálfum komið að ljá lífi sínu merkingu. „Tilvist kemur á undan eðli“ sem merkir að maðurinn skapar eðli sitt í tilvist sinni. Tilvistarkvöðin felur í sér að maðurinn axlar einn ábyrgð á frelsi sínu. Hann hefur ævinlega frelsi til að bregðast við aðstæðum sínum sama hversu heftandi þær kunna að vera. I ritum sínum „Pyrrhus et Cinéas" og „Siðfræði tvíræðninnar“ („Pour une Morale de l’Ambiguite") dregur Beauvo- ir nokkuð úr hugmyndum Sartre um frelsi. Sartre telur allt frelsi jafnt, en að dómi Beauvoir eru aðstæður ólíkar og þess vegna er frelsi líka misjafnt. Með því að beina sjón- um að skilyrðum til frelsis getur Beauvoir sýnt fram á misræmi í frelsi kynjanna. Staða kvenna sem „hins kynsins" hefur skipað þeim á bás sem gerir þeim erfiðara fyrir að nýta sér frelsi sitt. „Eiginkonan er sníkjudýr" Eins og áður sagði telja sumir að Beauvoir álíti lausn frá móðurhlutverkinu nauðsynlega til að frelsa konur undan kúgun. Nánari at- hugun á skrifum Beauvoir leiðir hins vegar í ljós að hún er fyrst og fremst gagnrýnin á móðurhlutverk við þær aðstæður sem konum eru búnar til að sinna því. Enda fráleitt að ætla að hún hafni jafn eðlilegum hlut og fæð- ingu og uppeldi barna. Við þær aðstæður sem ríktu um miðbik aldarinnar taldi Beauvoir hins vegar að konur dæmdust til ófrelsis við barneignir. Búsýsla var að hennar mati end- urtekningarsöm vinna sem gerði konum ekki kleift að vera skapandi og „yfirstíga" sjálfar sig (fr. „transcendance"), heldur beindi þeim „inn í sig“ (fr. „immanence"), eins og hún orð- ar það. Afstaða hennar hefur samt oft vakið reiði kvenna sem töldu Beauvoir vanmeta skap- andi þætti móðurhlutverksins og göfga þess í stað skapandi iðju sem karlmenn ættu kost á að sinna. Beauvoir segir t.d. í „Hinu kyninu“ að fáar konur standi körlum á sporði sem rit- höfundar þar eð þær eru ekki jafn frjálsar til þeirrar listrænu geggjunar sem oft er kveikja snilldarinnar. Mörgum konum sárn- aði að Beauvoir skyldi telja eiginkonu í hinni hefðbundnu fjölskyldu vera neydda til að vera „sníkjudýr" því að hún sæi sér ekki far- borða sjálf. Þessi harða afstaða helgaðist af því að Beauvoir taldi efnahagslegt sjálfstæði vera lykil að frelsi kvenna. I skrifum Beauvoir gætir oft pirrings í garð lífsmáta margra kvenna. Hún ásakar kynsystur sínar um að falla fyrir þungum sósum og þykkum flauelsgardínum og gera slíka hluti að inntaki tilveru sinnar. Ennfrem- ur átelur hún konur fyrir að vera ginnkeypt- ar fyi-ir andlegu kukli og öðrum lífsflóttaleið- um sem hindri þær í að taka ábyrgð á sjálfum sér sem manneskjum. Lestur margra kvennablaða fimmtíu árum síðar staðfestir hins vegar að ádrepur Beauvoir voru oft rétt- mætar. Uppskriftir að „vel heppnuðu lífi“ er að finna í óteljandi viðtölum við konur sem hefur loks tekist að henda reiður á lífi sínu ÞRÆLASKIPá 15. öld. ÚR BIRSTOFU TIL ÍSLANDS OG SUÐURLANDA EFTIR VILHJÁLM ÖRN VILHJÁLMSSON sig með því að leita á náðir allskonar dul- speki. Eða þá krafsað sig út úr tilvistar- kreppum með heilsurækt. Þetta var ekki það frelsi sem Beauvoir hafði fyrir hugskotssjón- um handa konum. Hún vildi að konur væru jafn frjálsar og jafn virkar körlum og að kyn- in gætu bæði notið sín og „viðurkennt hvort annað í bræðralagi". Það eru lokaorð „Hins kynsins". „Maður fæðist eklci kona, heldur verður kona" Megininntak „Hins kynsins" felst í gagn- rýni Beauvoir á viðteknum hugmyndum um hlutverk og stöðu kvenna. Fleygasta setning bókarinnar er sú að „maður fæðist ekki kona, heldur verði kona“. Beauvoir vildi afhjúpa þá sögulegu- og menningarlegu þætti sem móta kynferði og kynhlutverk. Hún réðst gegn kreddum um „hið eilífa eðli kvenna" sem hún taldi vera réttlætingartæki til að viðhalda stigskiptingu kynjanna. Líkamlegur mismun- ar kynjanna leiðir að hennar mati ekki til þess að kynin séu ólík í eðli sínu. Allt frá dög- um forngrískrar heimspeki hefur nefnilega hin líffræðilega undirstaða verið talin grund- völlur ólíkra vitsmunalegra og siðferðilegi-a eiginleika kynjanna. Tilgangurinn með því að afbyggja eðlis- lægan kynferðismismun er sá að sýna fram á að líffræðilegur munur geti ekki verið grund- völlur réttlætingar á samfélagslegum mun á stöðu kynjanna. Því fer þó fjarri að Beauvoir afneiti áhrifum líkamlegs kynjamismunar. í samræmi við rannsóknir heimspekilegrar fyrirbærafræði á líkamsskynjun og líkams- vitund skilgreinir Beauvoir líkamann sem „aðstöðu" (fr. situation). Líkamleg aðstaða kynjanna er ólík. Aðstæður kvenna hefta þær að mörgu leyti að hennar mati enda hefur Beauvoir fremur neikvætt viðhorf til kven- legra líkamseinkenna, eins og blæðinga og meðgöngu. Það ber þó að hafa í huga að með- göngu og fæðingu fylgdu enn nokkur áhætta á þeim tíma og það kann að lita viðhorf Beauvoir að einhverju leyti. Beauvoir taldi því töluverðan sálrænan létti íýrir konur að komast á breytingaskeiðið þar sem þær væru þá lausar undan hlutskipti kyns síns og gætu notið sín betur. Að verða gömul kona Þrátt fyrir blessun tíðahvarfanna reyndist það Beauvoir nokkuð erfitt að eldast. Hana óaði við líkamlegri hrörnun. Hún ákvað því að rannsaka fyrirbærið og skrifað'i bók um öldrun og elli, sem kom út árið 1970, er hún var 62 ára. Bók hennar um efri árin snerti við tabúi og var litlu minna byltingarkennd en bók hennar um konur, þótt hún hafi ekki haft jafnmikil áhrif. Engu að síður má segja að þessi rannsókn á öldrun hafi vakið til vitund- ar um og opnað fyrir frekari rannsóknir á þessu æviskeiði. Síðari hluta ævinnar var Beauvoir mjög virk í stjórnmálabaráttu með Sartre. Fram að heimsstyrjöldinni síðari voru þau að eigin sögn pólitískt ómeðvituð. Á styrjaldarárun- um gerðu þau tilraunir til að starfrækja and- spyrnuhreyfingu gegn hersetu Þjóðverja. Eftir stríð voi-u þau ævinlega í broddi fylk- ingar heimspekilegi’a samfélagsgagm-ýnenda í Frakklandi. Þau voru talsmenn sósíalisma og vildu í anda tilvistai’spekinnar koma á samfélagi þar sem samþætta mætti sósíal- isma og frelsi. Á sjöunda og áttunda áratugnum helgaði Beauvoir sig þó einkum kvennabaráttu og var hún helsta lifandi táknmynd hennar á Vesturlöndum. Hún átti í nánu sambandi við Sylvie Le Bon síðustu 20 ár ævinnar. Le Bon kenndi heimspeki við menntaskóla og ætt- leiddi Beauvoir hana nokkrum árum fyrir dauða sinn til þess að hún gæti haft umsjón með verkum sem eftir hana lágu. Beauvoir - þessi kona af aldamótakynslóð- inni - var frumkvöðull bæði í lífi sínu og verki. „Hitt kynið“ er þrátt fyrir ýmsa ann- marka enn hin dulda stefnuskrá femínisma samtímans. I tilefni hálfrar aldar afmælis „Hins kyns- ins“ mun Rannsóknastofa í kvennafræðum við Háskóla Islands standa fyrir málþingi um Simone de Beauvoir. Það verður haldið í há- tíðasal skólans, föstudaginn 19. mars, frá kl. 14-17. Höfundurinn er doktor í heimspeki og kennari við Háskóia íslands. Heimildir: Deirdre Bair, Simone de Beauvoir. A Biography. London: Vintage Books, 1990. Kai’en Vintges, Philosophy as Passion. The Thinking of Simone de Beauvoir. Bioomington: Indiana Uni- versity Press, 1996. Debra B. Bergoffen, The Philosophy of Simone de Beauvoir. Albany: SUNY Press, 1997. Mary Evans, Simone de Beauvoir. London: Sage Pu- blications, 1996. Heiti þessarar frásagnar gæti hljómað eins og ferðaáætlun fyrir Snæfelling, heim úr sælu suðurhafa. Þetta er hins vegar ferðaáætlun frá 15. öld fyrir kaupskip frá Bristol, eða Birstofu, hafnarborginni fyrir ofan ála Avon-fljóts, en þaðan kom meginþorri þeiira ensku skipa er sigldu til íslands til veiða og verslunar á 15. öld. Bristolbúar, sem voru um 10.000 talsins á seinni hluta 15. aldar, voru snemma stór- tækir í siglingum og sigldu á fyrri hluta 15. aldar á hafnir á Spáni og í Portúgal og jafn- vel alla leið að botni Miðjarðarhafs. Þegar siglingar Bristolmanna voni sem mestar, virðast Islendingai’ hafa siglt með þeim utan, eða jafnvel verið fluttir nauðugir. Árið 1484 voru 48 eða 49 íslenskir karlmenn, drengir og fulltíða menn, skráðir sem vinnu- menn og þjónar hjá borgurum í Bristol. Ekki hefur fyi-r komið fram í íslenskum ritum, að tveir þessara íslendinga eru nefndir á nafn í samtímaskjölum, og hét annar þeirra Vil- hjálmur og hinn Jón (William Yslond og John Yslond). Aðrir voru kallaðir drengir frá ís- landi, sem voru þjónar eða vinnumenn (puer- um sibi seivicntcrn de Islond). Herrar þess- ara íslensku sveina sigldu fyrir utan ísland á Frakkland, Spán, Portúgal og Madeira og hugsanlegt er að íslendingarnir hafi verið með á þeim'ferðum. Vitað er að Vilhjálmur Yslond, sem hafði verið þjónn Thomas Devynshire, var árið 1492 sjálfur orðinn borgari í Bristol og kaupmaður. 6. október 1492 flytur Willelmus Islonde Indigenus sex gerðir vefnaðar á skipinu Nikulási frá Toure, til Lissabon. Ekki er ósennilegt að einhverj- um sveina þessara og karla í þjónustu Bir- stofukaupmanna hafi verið rænt á íslandi. Heimildir sýna að íslenskum börnum var rænt af enskum kaupmönnum árið 1429 og þau seld á „ómannúðlegan hátt líkt og fang- ar“ í King’s Lynn árið 1429. Sögur fóru jafn- an af því að Islendingar og írar seldu börn sín, og er ekki ósennilegt að neyð hafi rekið fátæklinga til að láta af hendi böm sem vinnudýr, líkt og gerist enn í sumum hlutum heimsins árið 1999. Árið 1973 birti sagnfræðingurinn David Beer Quinn heimildir, sem ekki hafa fengið verðskuldaða athygli hér á landi. Heimildir úr Birstofu sýna, að sömu skip, sem sigldu til íslands úr Birstofu, vora í siglingum til Spánar, Portúgals og allt suður til nýlendu Portúgala, Madeira. Gott dæmi um tengsl Bristol við bæði ísland og Portúgal era upp- lýsingar um skipið Kristófer, sem er að finna í samtímaheimildum, tollskrám frá Birstofu. Þann 11. desember 1479 lagðist skipið að bryggju í Bristol, komið úr för frá Algarve með fullan farm ávaxta, þó líklegast fyrst og fremst ííkjur sem sóttar voru í Faro (hafnar- borg syðst í Portúgal). Meðal skipstjómenda og útgerðarmanna Kristófers 1479-80 voru William Spence og John Pynke. Þeir höfðu báðir íslenska sveina í þjónustu sinni. Pynke tók við skipinu og sigldi á Madeira og er hann kom aftur til Bristol var stefnt á Snæ- fellsnes. Aðrir Birstofukaupmenn, sem orð- aðir vora við íslandssiglingar, voru Robert Straunge, John Goodmann, John Jay, Joha Payne og meðlimir Canynge-fjölskyldunnar. Þeir sigldu allir á Spán og Portúgal, þar sem þeir hafa m.a. selt fiskinn frá íslandi. Eng- lendingar voru um 1480 fjölmargir í Lissa- bon, og höfðu sína eigin kirkju í Sao Dom- ingo. Síðari heimildir greina frá skipinu Mik- ael, sem var undir stjórn Rogers Tege. Tege þessi sigldi í trássi við bönn Danakonungs til íslands 8. maí árið 1493 með hveiti, malt og klæði. Einhverjir þessara manna, ef ekki all- ir, hafa vafalaust dvalist hér nokki’a mánuði á ári og verslað við landslýð og verið gestir höfðingja, sem versluðu við þá þrátt fyrir boð og bönn. Höfundurinn er fornleifafræðingur og býr í Danmörku. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. MARZ 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.