Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Síða 12
KVIKMYNDAGERÐ í ÞÝSKALANDl. ÞRIÐJI HLUTI Frumsýning á Sigri viljans í Þýskalandi. Riefenstahl lék í myndinni SOS Eisberg sem tekin var á Grænlandi árið 1932 eða 1933 . Knut Rasmussen var með í för. „LEIKSTJÓRI DJÖFULSINS" KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN LENI RIEFENSTAHL Ljósmynd af Hitler og Riefenstahl. Riefenstahl hefur aldrei leynt því að hún dáðist að velgjörðarmanni sínum Adolf Hitler. Spjótkastari í myndinni Olympia. Mörgum hefur mislíkað hvernig Ri- efenstahl upphóf mannslíkamann í þessari mynd. Riefenstahl braut allar reglur í kvikmyndaheiminum og gerðist leikstjóri. I ofanólag sýndi hún og sannaði með fyrstu mynd sinni, Blóa Ijósinu (Das Blaue Licht) að hún hafði meira til brunns að bera ó þ essu sviði en flestir starfsbræður hennar. Einn af þeim sem létu heillast af myndinni var Adolf Hitler. Jessie Owen á Ólympíuleikun- um í Berlín. Riefenstahl neitaði að fella sigur hans út úr Olympia þótt yfirvöld færu fram á það. Riefenstahl heldur innreið sína á breiðtjaldið í myndinni Fjallinu helga (Der Heilige Berg) árið 1925. RITGERÐASMIÐURINN snjalli Kristján Albertsson segir á einum stað frá því að þeir Guðmundur Kamban sáu myndina Sigur vilj- ans í Berlín árið 1935. Kristjáni fannst allur íburðurinn barnaleg- ur og hafði lúmskt gaman af. En Kamban kom þessi mikla mynd öðruvísi fyrir sjónir. Þegar þeir komu út greip hann þéttingsfast í arminn á Kristjáni og sagði „með hryllingi í svipnum": „Tókstu eftir því hvernig þeir marséra? Þetta er geðveik þjóð.“ Höfundur þessa verks var kona að nafni Leni Riefenstahi. Sú nafnbót hefur fylgt mörgum kvikmyndamanni að hann sé „umdeildur". Er oft ekki átt við annað en að sitt sýnist hverjum um myndir hlutaðeigandi. Þessi einkunn öðlast á hinn bóginn nýja merkingu þar sem Leni Riefenstahl er annars vegar. Konan sem lót ekki segjast Helena Berta Amalie Riefenstahl fæddist í Berlín árið 1902. Hún náði von bráðar frama sem dansmær. Tuttugu og tveggja ára að aldri var Riefenstahl með fremstu nútímadönsurum í heimalandi sínu en sleit liðband á sýningu í Prag og neyddist til að leggja dansskóna á hill- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER i 999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.