Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 4
ELSTU NAFNGREINDU MYNDLISTARMENN ÍSLENDINGA EFTIR ÞÓRU KRISTJÁNSDÓTTUR Það elsta í íslenskri myndlist er lýsingar í handritum, en myndlist af ýmsu tagi var síðan iðkuð öld fram af öld þó að mest af því sé glatað. Margt er þó til eftir greina. Þeireru Brynjólfur Jónsson, bóndi og lögréttu- maður ó Skarði ó Landi, Jón Greipsson, bóndi ó Haugi ó Hjarðarnesi, og Björn Grímsson, mólari og sýslumaður í Árnesþingi. ÞEGAR útlendingar spyrja um myndlist hér á Islandi fyrr á öld- um, hefur mönnum oft vafist tunga um tönn. Hér voru skrifað- ar merkar bækur og mynd- skreytt handrit, en hvað var hér skapað af myndlist? - Eigið þið einhvem falinn snilling, málara eða útskurðarmeistara sem við höíúm ekki heyrt um? Hverjir prýddu kirkjum- ar? Komu hingað til lands þekktir málarar og skurðmeistarar og unnu fyrir kirkjur og auð- menn? Eirihverjir á borð við Þjóðverjana Claus Berg og Bernt Notke sem báðir störfuðu víðs- vegar á Norðurlöndunum á 15. öld? Er eitthvað vai'ðveitt eftir þá á Islandi, eða aðra þekkta snillinga? - Nei, kannski ekki, svömm við hikandi. - En hvað eigið þið af myndlistarverkum frá fyrri öldum? Er það rétt að alvörumyndlist hefj- ist ekki á íslandi fyir en um síðustu aldamót? - Hvað eigið þið við með alvömmyndlist? spyrjum við þá dáh'tið móðguð. - Ja, t.d. málaðar og útskomar altaristöflur, mannamyndir og myndskreyttir gripir. -Það er ekki rétt, svöram við, en verðum þó með sjálfum okkur að viðurkenna, að harla htið er vitað um íslenska hst og hstamenn fyrri alda, þó að einstaka menn kannist við fáeina nafn- greinda málara eða myndskera, eins og þá Guð- mund Guðmundsson frá Bjarnastaðahhð, séra Hjalta Þorsteinssson í Vatnsfirði og Ámunda smið. Listmunir eftir þá, og reyndar marga fleiri, era varðveittir í Þjóðminjasafninu. Það er sannast sagna, að sú tilhneiging hefur verið rík með okkur íslendingum að líta á þá listvakningu sem varð með þjóðinni í byijun 20. aldar sem upphaf íslenskrar myndlistar. En var það raunveralega svo? Voru þessar fyrri aldir raunveralega svona snauðar af list, að ekki sé ómaksins vert að gefa þeim gaum? Að vísu hafa ýmsir fræðimenn hent á lofti þá skoðun, að tals- vert hafi verið um innlenda listsköpun og einnig innflutning á listmunum í kirkjur á kaþólskum tíma, en síðan haíi allt verið brotið og týnt að boði Lútherstrúarmanna. „Allt hafði annan róm áður í páfadóm," segir í þekktu kvæði frá 17. öld. Að undanlömu hef ég verið að vinna að könn- un á því, hvort aldimar eftir siðaskipti hafi raun- veralega verið svo ránar list sem menn hafa hneigst til að trúa. Sú rannsókn tengist starfi mínu við Þjóðminjasafn ís- lands, en þar er talsverður fjöldi listgripa sem sann- anlega er frá lútherskri tíð á Islandi og benda einch’egið til að ekki hafi nú alveg tekið fyiir alla listsköpun við siðaskiptin. Gamlir munh- víða í kirkjum landsins, svo sem útskom- ir og málaðir predikunai-stólar og altaristöflur, styðja einnig þá skoðun, að svo hafi ekki verið. Við þekkjum ekki höfunda margra þessara listgripa. Hins vegar rekumst við oft í heimild- um á menn sem hlotið hafa viðurnefnið málari eða sagt er að séu skurðhagir, þó að við þekkj- um ekki handaverkin þeirra í dag og höfum ekki getað rakið þessi höf- undarlausu verk til þeirra. Heimildir um slíka menn leynast í annálum, bréfabók- um og ættarskrám, en hing- að til hefur því verið lítið sinnt að kanna feril þessara manna og setja í samfélagslegt samhengi, skoða ættir þeirra og upprana, hvort og hvar þeir lærðu handbragðið, hér eða erlendis og hveijir hafi verið líklegastir til að styðja við innlenda listsköpun t.d. með því að fela þeim, sem listhneigðar- orð fór af, að mála myndir eða skreyta kirkjur, svo eitthvað sé nefnt. Hér á eftir mun ég beina sjónum mín- um að nokkrum íslenskum listamönnum sem fáir þekkja til, en í rannsókn minni fyrir íjóðminjasafnið, sem nær yfir tíma- bilið frá siðaskiptum til um 1830 þegar ný- ir vindar fara að blása, kemur á þriðja tug nafngreindra listamanna við sögu. Listasaf n fyrri alda I geymslum Þjóðminjasafns er nefni- lega mikill myndlistarfjársjóður falinn. Þar sem safnið er skilgreint íyrst og íremst sem menningarsögulegt safn, hefur til þessa ekki verið lögð höf- uðáhersla á að finna höfunda lista- verkanna og kynna þá sérstak- lega. Ljóst er þó, að í safninu er að finna áþreifanlegar heim- ildir um íslenska listasögu. Einkum á þetta við um aldimar eftir siða- skiptin. Frá miðöld- um hafa varð- veist fágæt útskorin mynd- Drykkjarhorn skorið af Brynjólfi Jónssyni í Skarði á Landi. Hornið er með ártalinu 1598 og nafni Þorleifs Ásmundssonar, mágs Brynjólfs. Hornið er f eigu Þjóð- minjasafns Dana (1427/43). Ljósmynd: Þjóðminjasafn Islands. Predikunarstóll frá Bæ á Rauðasandi, skorinn og málaður af Jóni Greipssyni árið 1617. Klæðnaðurinn á Ifkneskjunum er eins og sá er íslendingar báru á öndverðri 17. öld. verk, svo sem leifar af dómsdags- myndinni stóra, Valþjófsstaðai-- hurðin og fleiri þekkt verk. Margir fræðimenn hafa fjallað um þessa elstu gripi, en ekki hefur tekist að fínna höíúnda þeirra. Vissulega geta heimildir ýmissa nafti- greindra hagleiksmanna sem verið hafa í þjónustu biskupsstólanna á fyrstu öldum kristinnar kirkju á Islandi. Til dæmis sendi Páll Jónsson Skálholtsbiskup um 1200 Þóri erkibLskupi í Noregi biskupsstaf af tönn, sem smíðað hafði Margi’ét hin haga „erþá Þorsteini skrínsmið, sem bæði smíðaði hið mikla Þorláks- skrín í Skálholtsdómkirkju og var ráðinn til þess að gera altaristöflu í kirkjuna“. Þar koma og við sögu Ámundi smiður Árnason og Atli prestur og skrifari, en báðir vora þeir í þjónustu Páls bisk- ups og unnu m.a. við að prýða dómkirkjuna í Skálholti. í Lárentíussögu er getið gullsmið- anna Stefáns Haukssonai- og Eyjólfs, þess er smíðaði m.a. helgiskrín „hvert má auðsýnast á Hólum ySr háaltai-f', eins og segir í Lár- entíussögu. Fleiri hagleiksmenn og listamenn eru nefndir til sögunnai’. Þá má ekki láta sér sjást yfir hlut klaustranna. Hvort sem sú kenn- ing er rétt eða ekki að þorri miðaldahandrita ís- lendinga hafi orðið til þar, verður ekki á móti mælt að lýsingar sumra handrita bera vott um mikinn hagleik og listræna færni. Þessar og fleiri heimildir gefa til kynna að listsköpun hafi verið viðurkennd starfsgrein hér á landi og að fjölmargar kirkjur hafi verið prýddar innlend- um kirkjugripum á þeim tíma sem þar um ræð- ir. Samt hefur ekki tekist að finna höfunda að öllum þorra þeirra innlendu giipa sem varðveLst hafa fi-á því fyrir siðaskipti. Jafnvel Grandar- stóllinn svonefndi, stóllinn sem Þórann, dóttir Jóns biskups Arasonar, lagði til Grandarkirkju árið 1551 og ber nafn hennar og sennilega nafn útskm-ðarmeistarans, Benedikts Narfasonai’, er enn ófeðraður, því að Benedikt Narfason hefur ekki fundist anriars staðar í heimildum. Eftir siðaskiptin verða greinileg skil. Þá er mögulegt að leita uppi heimildir um höfunda þeirra gripa sem varðveist hafa í miklu meira mæli en áður. Hvort sem það hefur verið vegna þcss að þá fengu innlendir listamenn íleiri og betri tækifæri til þess að vinna að listsköpun, eða þá að innlendir listmunii’ hafi síður varðveist frá fyni öldum, liggur ekki ljóst fyrir. Hafa skal og í huga að siðaskiptin koma mitt ofan í endur- reisnartímann, sem boðaði ný viðhorf til listar. Listamaður hins gotneska tíma var að þjóna guði sínum íyrst og fremst. En í endurreisninni ber annað við. Listamaður hins nýja tíma er ekki síður að þjóna sjálfum sér og sínum frama, hann vill láta nafns síns getið. Þó að endurreisn- arstefnan hafi kannski ekki markað eins djúp spor á íslandi og víðast annars staðai’, er það ókunna listamenn , en í þessari grein er brugðið Ijósi ó þrjó menn sem telja verður að séu hinir f/rstu meðal íslenskra myndlistarmanna sem hægt er að nafn- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.