Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 23
J— inn getur heldur giskað á og vegið þátt Guðríð- ar - Tyrkja-Guddu - í trúarlífi Hallgríms og tilurð sálmanna, en hnjóð það sem löngum fylgir henni með íslenskri þjóð bendir til þess, ef að líkum lætur, að mikið hafí verið í hana spunnið; enda tíðum svo að miklar konur stæðu sem bjarg eða brunnur að baki afreks- mönnum á hvaða sviði sem er - þótt nú á tím- um standi þær gjaman fyrir framan þá. Sjálfur er ég þeirrar sýnar að Passíusálmar séu tilkomnir utanvið tímann í venjulegum skilningi; kraftaverk þeirra sé af kriststoga, þess Krists sem var og er og verður, sem merkir þá óhjákvæmilega: að á vegum eilífðar og vídda hennar ljúki aldrei hinu liðna og að í núvist hennar hafi hið ókomna þegar sagt til sín, þar á meðal holdsveiki Hallgríms og písl- argönguljóð hans. Á táknmáli utanvið tímann - eða líkingamáli þeirrar leyndar - má í and- legum skilningi alveg eins segja með skilvísi: að sársaukinn verði til á undan sárinu. Hvert guðspjall á þá gátu bendir, að gamall tíminn er og nýr, að heimsins tíð og heimsins endir í hveiju andartaki býr og sá sem kennir til í trú, á tið sem var og kemur nú. Og við það undur gáfur glíma, að guð sem endurkomu sór, hann var og er hér alla tíma en engu síður burtu fór og sá sem honum hjá er til, ei hannar nokkurt tímabil. Þessi skilningur ætti ekki að vera - og skyldi ekki vera - kristnum mönnum fram- andi. Að minnsta kosti ekki þeim sem frelsaðir eru, sem er í raun og veru eini rótfasti vitnis- burðurinn um kristni. Þar finnst í fyrmefnd- um andlegum skilningi og á táknmáli trúarinn- ar: ilmurinn á undan blóminu. í heimi frelsaðra er allt harla gott, þó engum renni fremur nauð til núpa, enga hryggi meira böl og hörmung; en allt er fallið og fullkomið - í senn - eins og þeir sjálfir. Frelsunin gerir þá ófrjálsa og frjálsa í senn: ófrjálsir eru þeir frjálsir eins og hreiðurbundnir fuglar sem fljúga himininn, frjálsir eru þeir ófrjálsir eins og fuglar eru fangar himinsins. I þessu sambandi er ekki úr vegi að minnast lítillega á Frans frá Assisi, sækja í sameigin- lega sjóði kirkjunnar; en eins og almælt var kunni heilagur Frans fuglamál: Fuglamir fógnuðu á tungu sera Frans einn irá Assisi skildi síðar mér fuglamir sungu um sannleikans einfdldu gildi; væm jafn lítil min lungu ég líklega himin guðs þyldi. Eða eftirfarandi: f fátækt fuglinn lifir, sem fjársjóð himins á; ensyngurölluyfir með eigin lungu smá. Hvi þola lítii lungu svo langtum meir en stór? þar heilir himnar sungii sem hljóður var minn kór. Þeir vængja þrönga veginn, semvísarkvaksinsleið; en rám er rödd mín eigin og raddbönd alltof breið. í opnum og leyndum kjarna kristindómsins fallast andstæður í faðma; þær upphefja hvor aðra og mynda nýtt fýrirbæri, nýja vídd, eins og iíf og dauði sameinast og mynda eilífð - í upprisu holdsins, en þar til er hver maður í andlegum skilningi holdsveikur. Það er hið nýja líf, himnaríki, guðsríki, eilíft líf sem Biblían talar um og túlkar. En kristin and- stæðusameining kemur ef til vill hvergi skýrar fram en í þessum hyldjúpu örvæntingar orðum í Biblíunni: Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni. Hið illa hefur þegar verið sigrað, þó að það sé stöðugt að verki, syndugir eru þeir frelsuðu syndlausir, því syndir þeirra - og laun syndar- innar er dauðinn - eru þeim fyrirgefnar af krossfestum og upprisnum Kristi; deyjandi er þeim dauðinn dauður. Syndin og dauðinn eru ríkur þáttur í trúar- heimi Hallgríms og Passíusálma, en segja má með sanni að þjáningin sé rauður þráður í tján- ingu þeirra, þó að allt líði þetta þrennt, þján- ingin og syndin og dauðinn - þessi vanhelga þrenning veraldar mannsins - undir lok í trúarlegri ljóðfórn Hallgríms, uns eftir stend- ur gleðin í guði, eftir stendur sáttin sem felur í sér sameiningu við Krist. Kross þjáningarinn- ar er þá orðinn kross gleðinnar, kross dauðans orðinn kross upprisunnar - kross lífsins, eilífs lífs. I heimi allt er harla gott, sem himni guðs ei fær að týna. þar breytast mun i bros hvert glott, og byrjar jafnvel illt að skína. Hið illa sálin eygir varla, er alskyggn sól upp myrkrið kyndir. Sjá, allt er gott i heimi harla, og hamingjuna forðast syndir. Krístindómur er ekki draumórar, hvorki í syndavitund og þjáningarheimi Passíusálma né í dýrðargleði þeirra og trúarhamingju, heldur djúpstæður innri veruleiki, vitundar- veruleiki, handan ytri raunveruleika - sem segja má að verði í tilvistarsamanburði að einskonar tölvulegum sýndarveruleika. En svo raunsær er veruleiki trúarinnar, að hann getur virst yfirraunsær í augum þeirra sem ekkert viija sjá nema óskmynd sína af sjálfum sér: gáfum sínum, mætti sínum, valdi sínu - sjálf- ræði sínu. Þetta kristna og frelsandi yfirraun- sæi, með tilheyrandi bænum gegn böh ásamt lofsungnum kraftaverkum utanvið kerfishald, túlka þeir í takmörkun sinni ýmist sem bama- skap eða hfsflótta - veruleikaflótta. Þvílíkir sjálfumglaðir gáfumenn hafa að mestu og verstu stjómað aldarheiminum án helgunar guðs, með þeim afleiðingum að okkar öld - mesta hryðjuverkaöld mannkynssögunn- ar - er samfelldur og óljúgfróður vitnisburður um myrðandi óraunsæi þeirra sjálfra. Þessara barnalegu og vemleikasnauðu lífsflóttamanna, sem í nafni hugsjóna sinna og ímyndaðs eða upplogins góðleika og réttlætis - kommúnisma og nasisma - tróðu á öllu guðsættar og tor- tímdu öllum sem þeir gátu og stóðu í vegi fyrir þeim á leið til valda. Þó að þeir bíði ósigur byrja þeir ætíð aftur - þessar afturgöngur illskunnar. Nýleg dæmi um drottinlausa stjórnsýki þeirra er kærleikslaus Kosovo og blóðþyrst Bosnía, þar sem hryðjuverkin em grafin ofan á heimsstyrjöld - sem geisaði fyrir aðeins rúmri hálfri öld. Á sögulegum valdatímum kirkjunnar í ver- aldlegum málum breyttust nafnkristnir menn einnig í böðla, með tilheyrandi rannsóknar- rétti og dómsmorðum, valdníðslu og styrjöld- um að diktuðu boði drottins. Að ekki sé minnst á skefjalausa auðsýki, svo jafnvel fátæktar- regla Frans frá Assisi var undirlögð af gull- þunga hennar; gott ef hún ekki sligaði þök og klausturveggi reglunnar í ríkara mæli en aðr- ar stofnanir kaþólsku kirkjunnar, vegna hand- hægs yfirskins - skinhelgunar, að sjálfum Frans burtflognum. Ástæðan fyrir þessum ósköpum, sem nærri kviksettu siðferðilega kirkjuna sem stofnun, er flókin hið ytra en einföld hið innra eins og ævinlega: auðmýkt breyttist í hroka og maður- inn tók í gegnum trúarbrögðin völdin af guði - að því er virtist þó ekki væri! það er nærsýn og takmörkuð söguskoðun að siðbót Lúthers og annarra trúarhetja hafi aðeins verið svar við aflátssölu kaþólsku kirkjunnar, hún var tíma- bært og fullþroskað andsvar við langærri og uppsafnaðri-spillingu, sporrækri í blóði og tár- um krossgöngunnar. Hin blóðidrifna Bosnía - svo dæmi sé tekið - er fyrirséð í Passíusálmunum og Biblíunni sjálfri, sem þeir di-aga dám af. Hún er sögð vera í brjóstum manna - hjörtum þeirra spillt- um og rotnum - sem vinna sýndarsigra í synd- inni og drottna með valdi dauðans. Hvar sem ásælni, rógur, öfund og ámóta syndir búa inn- an rifja blasir hún við Bosnían í brjóstinu - og blæðir út. Þessi skilningur er inngróinn skáldinu Hall- grími, sem var augljóslega læs á lífið og sjálfan sig og aðra menn - en ekki síst á Biblíuna: böl- sæi hennar yfirskyggt af bjartsýni, er byggir í fyllingu tímans nýjan heim og nýtt líf. Þetta kristna raunsæi kemst ofurvel til skila hjá skáldi Passíusálma - í gegnum sannleika syndavitundar og lífsháska listar - og á fullt erindi nú sem fyrr við mannssálina, eins og all- ur sannleikur. í þessu sambandi virðist ekki úr vegi á gjaldkræfum tímum gagnabanka að vekja at- hygli á erfðasyndinni - er Passíusálmarnir geyma svo vel í erindum - sem genatísku fyrir- bæri: að það eru ekki aðeins sjúkdómar og hæfileikar sem erfast, heldur jafnframt og um- fram allt syndir manna. Hver heilskyggn mað- ur getur séð að í ætt sinni og fjölskyldu - og annarra fjölskyldum og ættum - ganga sömu syndirnar ljósum logum, kynslóð eftir kynslóð, svo ekkert verður við elda erfðanna ráðið. Þótt syndirnar séu dulkóðaðar er lykilinn að þeim að finna í drottinsbankanum - gagnagrunnin- um - í Biblíunni sjálfri. En jafnframt er þar að finna mátt og meðal við öllum meinum syndar- innar, þá stökkbreytingu í genum, arfberum, sem nefnd er frelsun. En nútímamaðurinn kærir sig að því er virð- ist lítið um kristindóm syndar og dauða og þjáningar, jafnvel þó með fylgi meðal til linn- ingar og lækningar og meira að segja til lausn- ar á því fári öllu - sem er endurfæðing frelsun- ar. Hann vill syndga til sælu, dýrka til dauða, þrjóskast til þjáningar. Gervilausn hans á syndinni er guðlaust og innantómt og ein- manalegt samfélagslíf, gálgafrestur hans gagnvai’t dauðanum er hrukkuvaxandi æsku- dýrkun, afneitun hans á þjáningunni er þrot- laust pilluát og eyðnileg og veruleikafirrt eit- urlyfjaneysla. Það er oft ekki fyrr en allt um þrýtur, að sannleikur Passíusálma Hallgríms lýkst að einhverju leyti upp fyrir mönnum, þótt bókin sjálf sé þeim eftilvill lukt. Andspænis heilsu- leysi eygja þeir eitthvað sem minnir á syndina, andspænis þjáningunni læðist að þeim grunar um guð og sannleika, andspænis dauðanum lifa þeir dóminn - og eftilvill sýknun. Gengnar kynslóðir höfðu Passíusálma gjarna á náttborði sem veganesti í lífi og dauða, minnugar þess að enginn maður þekkir sinn vitjunartíma; hvorki í drottni né dauða. Þær fundu að annar gildasti þáttur þeirra þjáningin - en hinn er endurlausn, og þar með þjáningarlausn - var í ætt við grunntón lífsins í föllnum heimi, og að guð einn gerði hana bæri- lega. Ekkert velferðarkerfi villti sálum þeirra sýn á trúarvegi til guðs, þar sem vegvilltir nú- tímamenn verða tíðum að láta sér nægja ytri velferð; sem sálin er sjaldnast samferða. Þjáningarguðfræði miðalda, sem Passíu- sálmar eru partur af, stendur miklu nær sann- leikanum um lífið og manninn og guð, en sú meiningarlitla velferðarguðfræði sem helst er á boðstólum - jafnvel boðunarstólum - um magnvana og innihaldsrýrar mundir þessar. Sannferðug .tjáning og túlkun þjáningarinnar er efalaust meginástæða fyrir endingu sálm- anna, hjá þeim sem ekki líta á það sem tilgang að hætta að kenna til - sem hlýtur að enda með boðun þess að hætta að vera til; en slíkt er mest í ætt við búddisma og tómið en ekki krist- indóm og fyllingu. Svo undarlega sem það hljómar - ein mót- sögnin enn - mun afsláttarmennska á orðinu og vanskyggni á innihald mannlífsins vera ólít- ill þáttur í hnignandi kristni og lítilfjörlegri kirkjusókn nema á stórhátíðum, samfara upp- áhaldi á Hallgrími og Passíu-sálmum hans, þar sem undan veruleika og sannleika er aldrei vikist og afsláttarmennska á orðinu höfuð- synd. Hinsvegar þjóta upp til þjónustu reiðubúnir - í trú og tíund - svokallaðir sértrúarsöfnuðir, sem eiga það sameiginlegt að leggja höfuð- áherslu á guðfræðilega grunntóna syndar og þjáningar og dauða - í ofurskini frelsunar. Þótt þar sé kannski að öðru leyti ástunduð þröngsýn kotkristni, þá gera forstöðumenn þessara safnaða sér fulla grein fyrir þeirri mótsögn, að hinn úthverfi nútímamaður er á innleið, til róta sinna og blóms og ilms í gróður- húsum guðs, hjartanu og kirkjunni - ef svo má að orði komast á ræktunarlegu líkingarmáli. Þótt maðurinn sé á flótta undan sjálfum sér og þjáningu sinni - sem hann afneitar en kenn- ir innra með sér guði um - þráir hann að finna sjálfan sig og þjáningu sína hjá kirkjunni, einu stófnuninni sem er bæði innan og utan tíma: hin sýnilega kirkja og hin ósýnilega kirkja. Hann skynjar að trúin ein á skyldugt svar við því tómi sem ríkir í ytri velferð einberri, en honum nægir ekki að finna til hennar á tylli- dögum og tregadögum, við tilfallandi brúðka- up og bamsskím og jarðarför, nægir ekki að finna til sviplegrar gleðidýptar og grafardýpt- ar - hann þráir heildstæða og varanlega lífs- dýpt hennar; trúin ein fyllir tómið. Allan þennan kvalda sannleik kristindóms í nútíma innibera Passíusálmar Hallgríms op- inskátt og eins og áður segir án afsláttar. Éf talað er um trúarlegt miðaldamyrkur í þján- ingarguðfræði skáldsins - Herrans pínu ég minnast vil - þá ríkir það myrkur mest hið ytra, þar sem tímanlegt fár og fátækt tengist synd og dauða. Hið innra ríkir sú djúpa og dul- kristna ofbh-ta, sem um stundarsakir getur myrkvað ratsjónir trúmanna - þótt ekki sé því mjög til að dreifa hjá drottinsmanninum Hall- grími - uns rennur upp fyrir þeim rauna- mæddum hin guðdómlega gleði og vel hefur lýst trúarskáldið Valdimar Briem með þessum einföldu og sameinandi mótsagnarorðum: I dag er glatt í döprum hjörtum, er minnir og á það sem skrifað stendur: að guði sé þóknan- legt dapurt hjarta. Séra Valdimar var á stund- um snertur af náðargáfu einfaldleika, sem heimsbundnir hyggindamenn nefna einfeldni, með skírskotun til heimsku og án tillits til helgunar, hvað þá heilagleika. Nýjasta dæmi um þvílíka opinberun guðs- manns birtist hjá einum viðurkenndasta gáfu- manni þjóðarinnar, Sigurbirni Einarssyni, biskupi, í bók hans Sárið og perlan, þar sem böli og blessun, þjáningu og gleði eru gerð svo djúptæk og sannorð skil, að hið ósegjanlega er sagt berum orðum. Þar stendur meðal annarra tjáningarundra mikils trúmanns þessi guð- dómlega setning - um það sem sálin ein skilur: Allt sem þú kannt að þurfa að bera er hlutdeild í heilagri kvöl. Onnur ástæða og í fljótu bragði annarskon- ar fyrir tímalausu gengi Passíusálma í trú og menningu okkar tíma er sjálfur tónninn sem í þeim ríkfr: ljóðtónninn og lífstónninn - í senn. Hann er svo einfaldur og hreinn, einlægur, að helst kemur í hug að þar sé kominn tónninn eini og sanni, sem haldinn var týndur og tæmdur að fullu og öllu, en talað er um í helg- um fræðum fornum og nýjum. I ljóðgerð nútímans virðist hann endanlega liðinn undir lok þessi undursamlegi tónn ein- faldleikans, vegna tilgerðar og tómleika, fár- ánleika og tilbúins frumleika tíðarandans - og í lífmu sýnist heilög einfeldni hans og seðjandi sannleikur þagnaður, sakir ofgnóttar og neyslusýki og viðþolslausrar nýjungagirni. Hallgrímur er naumast nokkum tíma frum- legur, hvorki sem skáld né guðfræðingur, hann er ævinlega bláttáfram og barnslegur, þótt viðfangsefni hans sé viðamikið að hæð og dýpt og aðeins á færi náðargáfuðustu manna að gegnumlýsa og höndla. I þessari gáfu ein- faldleikans - sem að því er virðist allt í einu al- tók hann - liggur snilld hans og nær til hvoru- tveggja: orðs guðs og orða Ijóðs. Aðeins eitt annað skáld íslenskt á þennan einfalda og hreina tón, næstum að fullu og öllu - Jónas Hallgrímsson, sem var heldur ekki frumlegur, hvorki sem skáld né trúmaður, en fann í þjáningu sinni þennan sanna ljóðtón sem einkennir hann í tíð og trú. Þegar allt kemur til alls, að hluta og í heild, er Ijóðlæst að Jónas er það sama gagnvart náttúrunni og Hallgrímur er gagnvart drottni: einfaldur og auðmjúkur - í tilbeiðslu. Sú auðmýkt og tónninn eini og hreini er af trúarætt þeirrar heilögu einfeldni sem tilheyr- ir börnum himnaríks - leyfið börnunum að koma til mín, því að slíkra er himnaríki; og fuglum himins - lítið til fugla himinsins, hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Þessi auðmýkt og þessi tónn tilheyrir síður fullvöxnum mönnum en fleygum fuglum, nema þeir hætti að vera bijóstmylkingar trúarinnar, eins og Páll post- uli orðar það; en sú útlegging mín hljómar kannsld sem enn ein mótsögnin, þó í hreiður- bók hjartans, Bibhunni, standi ofangreind orð- sending um fugla og foður vom, stíluð á væng- stýfða áhyggjumenn allra tíma og skælandi í eggbrotinni ofgnótt nútíðar. Finnst nokkrum manni lóusöngur ljótur, og lætur hann sem einhæft kvak í eyrum? Hún syngur þessar sömu lífsins nótur, og sumarlangt er ekki von á fleirum. Ihennarsöngviðguðspjallgrasaheyrum, y að grænt og einfalt líf til sarmleiks þurfúm. En lengi vart hjá lóusöng við eirum, svo langt frá stráum guðs til einskis hurfum. Hver hefur ekki heyrt í fuglasöng, til dæmis lóunnar, þann friðsæla tilverutón öllum skiln- ing æðri sem felur í sér blíðu ilm- andi blóma, einmanaleika tiginna öræfa, trega kveðjandi vængja, kvak eggfulls kærleika. Handan allra merkinga vottar fyrir þessu sama í hljómi orð- anna hjá Hallgrími, enda ekki aðalatriðið að skilja allt, heldur að elska allt: fljúga með fugl- um til falls, renna með tárum til regnboga, biðja með blænum til logns - hfa og deyja í dýrðinni. I fátækt og umkomuleysi æsku minnar fann ég og fundu mig nokkrar ljóðabækur sem hafa fylgt mér á lífsleiðinni, meðal annars ljóð Matthíasar og sáímar Hallgríms. Ekki skildi ég sálmanna, en þeir settust að í sálinni - og tólf ára gamall reyndi ég að teikna við þá myndir. Þær myndir sem ég vildi hafa skapað, sá ég síðar í skreytingum Barböru Árnason við sálmana. Uppfrá því hef ég fremur ort ljóð á milli lína þeirra, eins og eftirfarandi ber vitni um - og ég nefni: HALLGRÍMUR OG HEIMSMYNDIN Himinn guðs var lifs á kistu lok, lýður bar á herðum dauðans ok. Lausnarflís úr lífsins krossi tegld lúrði hvar sem jörð var stráum negld. Fyrir sjónum manns var heljarmyrkt, mein og synd hvem geisla hafði kyrkt Gröf var jörðin, gröf var himins djúp, gimdir sniðu lífi dauðahjúp. Þekkti myrkvuð þjóð sitt helgimál, þegar birti skáldið: Upp mín sál! Lostin skilning lauk upp sjón á ný, lokið var á höldnum augum ský. Ljóð þess endurleystu feigðaröld, lífið yfir dauða fékk þar völd. Dýrleg gerðu göngu píslar skil, goldin synd er vegur lausnar til. Allt sem. var af örbirgð tímans sýkt, óður píslar gjörði vonum nkt. Krossfest sló þar hjarta dýpstan hþom, hóf í kvöl og synd upp dýrðarróm. Dómsins mynd var dregin skálds í hold, dýrðarhimni sáð í jarðarmold. Hallgríms ásýnd hejjarmerki bar, helgimyndin sálar birtist þar. Á sig tók hann tímans syndakaun, trúarskáldi kross erverkalaun. Himnesk frelsun fargar eigingimd, fórnin yfir krossi verður stimd. Skáld er glatar lífi fyrir list, lifir þá í sálum manna fyrst Vitnisburður var hans píslarljóð, von og trú og kross hjá snauðri þjóð. Blindfædd nútíð neitar erfðasynd, neti augans fóst í dómsins mynd. Tárið upp í óði Hallgríms rís, endurlausn er mennskum harmi vís. List er orðin lygisaga tóm, ljóðin hafa niðurdrepinn róm. Skelfing eru skáldin trúarsnauð, sköpun þeirra sálum manna dauð. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.