Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 16
HELGIINGÓLFSSON
• • /
GOÐSOGUUOÐ
SPÁDÓMAR
KASSÖNDRU
Égharma það hve lék mig guðinn grátt
sem gaf mér einskisnýta spádómsgáfu.
Ef menn égreyndi að vekja, hafa hátt,
þá heimskir þeir ei uggðu að og sváfu.
Því miður trúði enginn á mín orð
Aðaðvörunum dárþeir óspart drógu.
Er sá ég fyrir saurgun, rán og morð,
þeir sögðu að ég væri ær og hlógu.
Svo óvinurinn eyddi kærri borg
og ættfólk mitt íheift að velli lagði.
Og vissulega vekur hjá mér sorg
að vita að allt fór einsog ég sagði.
En voðaspánum verra þó það er
að vita meinleg örlögætluð mér.
Guðinn Apollon, sem réð m.a. yfir spásögnum, veitti Kass-
öndru konungsdóttur í Trójuborg spádómsgáfu í von um að
hún myndi þýðast hann, en þegar það brást lagði hann þau
álög á hana að enginn myndi trúa spádómum hennar. Sá hún
síðan hvað eftir annað fyrir hina ægilegustu atburði og
reyndi að vara menn við, en þeir hlógu að henni og töldu hana
geggjaða. Sá hún þannig fyrir fall heimaborgarinnar, en
menn skelltu skollaeyrum við. Þegar Tróju var eytt tók Aga-
memnon, leiðtogi gríska hersins, Kassöndru sem ambátt sína
og fór með hana heim til Grikklands. Kassandra sá fyrir að
hann yrði myrtur við heimkomuna, en sem fyrr voru varnað-
arorð hennar til einskis. Sjálf var hún vegin i kjölfarið og sá
það einnig fyrir.
HINSTA HUGSUN
FEDRU
Mér aumri veitti gyðjan vonda gjöf
að girnast ástir eiginmanns míns sonar.
Ég engdist milli volæðis og vonar,
en vesæl horfi núímyrka gröf.
Mín þrá, svo heit, hún þoldi litla töf,
þvíþján er sérhvert bál í brjósti kvonar.
Hve lítilsigld er ástin annars konar,
sem ýtir mér nú fram af lífsins nöfl
Á laun égreyndi að fá hann á minn fund,
en formælingum mætti þar, þvímiður,
svo heiftarorðin heyrðu allir landar.
Mín æra erglötuð, öll mérlokuð sund.
Ég einhvern dreg í falli mínu niður,
því ástin ljær ei líf, nei, ástin grandar.
Á drottninguna Fedru voru lögð þau álög að verða ást-
fangin af stjúpsyni sinum, Hippólýtosi. Barðist hún lengi
gegn þrá sinni, en reyndi um síðir að koma á ástarfundi.
Brást Hippólýtos við af mestu fyrtni. í örvæntingu afréð
Fedra að svipta sig lifi, en til að glata ekki ærunni skildi
hún eftir bréf handa bónda sínum, þar sem hún sneri
sögunni við og sagði að Hippólýtos hefði smánað sig.
Leiddi það síðan til mikillar ógæfu, sem lýst er í leikrit-
um Evrípídesar og Raeine um þau stjúpmæðgin.
Höfundurinn er rithöfundur í Reykjovík.
ARISTÓDEMOS
BLEKKTUR (EN AF
HVERJUM?)
Er neyðin rak mig veldi til að verja
ívörn gegn þeim sem sóttu að hliðum báðum,
í vondri stöðu varð mér á að sverja
að verjast þeim með öllum tækum ráðum.
Erráðlaus égfrá véfrétt svörin vildi,
þá vakti lausnin óhugmérísinni.
Ef andstæðinga yfírbuga skyldi,
égyrði að fórna sjálfri dóttur minni!
í geðshræringu, gagntekinn af skrekki,
éggerði svo - en laut í lægra haldi.
I fleipri var þá fullyrt að ég ekki
sá faðir væri, sem ég þó mig taldi.
Um mig er alltént kvittur sá á kreiki
því kaldrifjaðri guðaspá ei skeiki.
Aristódemos konungur í Messeníu lenti í styrjöld gegn ná-
grönnum sínum, Spartverjum. Leitaði hann ráða hjá véfrétt-
inni í Delfí um hvernig hann mætti hafa sigur, en hin tvíræðu
svör véfréttarinnar voru sögð óskeikul, ef rétt væru túlkuð.
Sagði hún konungi að hann yrði að deyða mær blóðskylda
sér, ef hann ætlaði að hafa betur. Aristódemos átti eina dótt-
ur og eftir mikið hugarvingl fómaði hann henni. Síðan hélt
hann í stríðið - og tapaði! Sögðu Grikkir það vera vegna þess
að faðemið væri vefengjanlegt því ekki gæti hinni heilögu
véfrétt skjöplast!
ATALANTA
SIGRUÐ
Sem aðvörun til eyrna barst mérfregn
aðyngismærin öllum væri frárri.
Að sigra hana yrði mér um megn,
ef mótleik fyndi ég ei ogyrði fíárri.
Ef hentist húná hlaupum fram um völl,
éghenti gullnu epli, svo hún tafði.
En þrisvar sinnum þurfti brögðin snjöll,
með þeirri slægð ég nauman sigur hafði.
Hún óþreytt vildi að eplum sínum dást.
Já, orð þau lét sérfljóðið fara um munn
að fé hún hefði grætt á tá ogfíngri.
En ef til vill af sögu minni sjást
þau sannindi sem körlum eru kunn,
að konan, hún er ginnkeypt fyrir glingri.
Mærin Atalanta var öllum fótfrárri, en neitaði að giftast. Er
knúð var á sagðist hún mundu giftast þeim, sem sigraði hana
í kapphlaupi, en vonbiðillinn yrði að leggja líf sitt að veði.
Varð þannig margur vaskur kappinn höfðinu styttri. En ást-
argyðjan Afródíta hafði ímugust á skírlífi og gaf ungum
sveini, Hippomenesi, þijú gullepli, svo að hann mætti hafa
betur. Fór síðan hlaupið fram. Þegar stúlkan sprettharða var
í þann mund að æða fram úr Hippomenesi varpaði hann gull-
epli á brautina og hún tafðist, þegar hún tók það upp. Sagan
endurtók sig tvisvar og með þessum brögðum varð Hippo-
menes sjónarmun á undan í mark og hreppti hnossið.
IRUS LENDIR
IAFLOGUM
Ég espast upp ef aðrír fórukarlar
um ölmusuna biðja'ámínum tröppum.
Einn dag, sem vant, égkom til hárrar hallar
að hljóta viðurgjörninginn frá köppum.
Þá hann sat þar, sá hofmóðugi dóni,
og heitmælingum brást hann við af krafti.
Eghótaði að hamra á því fíóni
og höggva allar tennur úr hans kjafti.
Mér brá er öll hans bringa líktist veggjum
og breiðar herðar, lærin tvösem bjálkar,
hans limir sverir, líktust hnefar sleggjum,
sem lumbruðu mér á svo brustu kjálkar.
Mér slíka barsmíð slyngur veitti raftur.
Að slást viðgamalt hró? Nei, aldrei aftur!
Odysseifur var talinn af, þegar hann sneri heim til hallar
sinnar á Iþöku eftir 20 ára fjarveru, en þá sátu margir von-
biðlar um Penelópu, eiginkonu hans. Odysseifur dulbjóst
sem betlari á hallartröppum sínum, en fékk ekki inngöngu
fyrir ráðríkum vonbiðlum. Þá kom að húsgangskarlinn Irus,
sem þoldi enga samkeppni í betli og taldi þetta sinn stað. Ýfði
hann sig við Odysseif, sem hann áleit auðsigraðan öldung, en
Odysseifur barði hann sundur og saman. Varð sá sigur Odys-
seifi aðgöngumiði að höllinni.
DÍDÓ VIÐ
KÖSTINN
Aldrei fyrr var ást mín vakin,
uns égleit þann sægarp hrakinn.
Sól varinnra, sálin nakin,
sæla braust í barmi.
Heimsókn hans var happafengur,
hjartað lék sem lýrustrengur.
Nú yfírgefur djarfur drengur
drottningu í harmi.
Ó nei! Ó nei! Ég nýt hans ekki lengur!
Blíðu mína glöð éggesti
gaf og taldi brúðarfesti.
Læstist um migloginn mesti,
lítt égrækti skyldur.
Glapin kona, ginnt með lygðum,
grætur sárast fíjóða' í byggðum,
hrösul, flekkuð, hrakin dyggðum.
Hann er frá mér sigldur.
Ó svei! Ó svei! Ég svikin var í tryggðum!
Efna vill hann áform goða,
enginn synjar slíkra boða.
Minnka segl í morgunroða.
Megi regin þinga!
Burtu líður fíoti fíeyja,
forsmáð situr eftir meyja.
I bitstál mun ég barminn hneigja,
brandi' að hjöltum stinga.
Ó vei! Ó vei! Nú vil égfrekar deyja!
Kappinn Eneas komst lífs af frá brennandi Trójuborg. Um
tíma dvaldi hann í Karþagó, þar sem ekkjudrottningin Dídó
réð ríkjum. Áttu þau ástarævintýri og vanrækti Dídó þá
drottningarskyldumar. En guðimir ætluðu Eneasi hlutverk,
að verða ættfaðir hinna voldugu Rómverja, og tregur yfirgaf
hann ástmeyna. Þegar Eneas sigldi að morgunlagi frá
Karþagó, svipti hin hugstola Dídó sig lífi með því að klífa bál-
köst, sem hún hafði látið hlaða úr gjöfum ástmanns síns. Þar
lét hún sig falla á sverð og var líkið brennt á kestinum.
1 6 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999