Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 30
Spilagildin frá hjartaníu að sexi. Sjöin - öðru nafni bísefar (besefar) - eru ódræp hjá spilamanni, sem fengið hefur slag, en á sjö á hendinni og lætur það eða þau síðan út á bert borð. luíaíjarkann glenni, en það þekktum við áð- ur. Eitt er það í sambandi við alkort, sem Olafur Davíðsson nefnir ekki og ég hef ekki enn rekizt á heimildir um. Verður það þess vegna að koma hér fram. Það var föst regla í alkorti, að sá, sem stokkaði spilin og átti að gefa, lét þann, sem sat hægra megin við sig, draga, sem kallað er í okkar máli, ofan af bunkanum, áður en hann gaf spilin, og var það lagt undir bunk- ann. Þetta þekkist að sjálfsögðu í mörgum öðrum spilum, t.d. í vist. Oft kom það fyrir, að spilamönnum gekk ekki vel í alkortinu og fengu léleg spil á höndina. Voru þeir þá að vonum óhressir. Þá var á stundum gripið til þess ráðs hjá okkur að banka ofan á stokkinn í stað þess að draga. Var það kallað að berju spilin. Þegar það var gert, var reglan sú að gefa eins og venjulega þrjú og þrjú spil í einu, en nú upp í loft. Síðan voru spilin athuguð og reiknað út, «#ivort múkur kæmi úr þeim eða stroka eða bara prik. Svo var vinningur bókaður hjá þeim, sem saman spiluðu og höfðu fengið betri spilin. Að öðru leyti var ekki spilað úr því spili. Ég geri fastlega ráð fyrir, að þessi venja hafí þekkzt vel fyrir austan, því að ég veit ekki annað en allir þeir, sem ég spilaði við fyrr á árum, hafi þekkt hana. Ég bar þetta undir Jón Pálsson frá Litlu- Heiði. Mundi hann það, að spilin voru gefin upp í loft, þegar barið var. Má því vera, að þessi venja hafi orðið til í yestur-Skaftafells- sýslu, þar sem hvorki Olafur Davíðsson, heimildarmenn hans né aðrir þeir, sem hér er vitnað til, nefna hana. Þá var önnur venja eða regla, sem tíðkað- ist hjá okkur, en Ólafur hefur svolítið á ann- wwi veg. Vilji svo til, að spilamaður fái á höndina tígulkónginn og alla bísefana (þ.e. sjöin fjög- ur), fær hann stóra meistaramúk og 100 fyr- ir. Fái hins vegar einhver hjartatvistinn og alla bísefana, heitir það litli meistaramúkur, og fær hann 50 fyrir. Eru spilin þá lögð strax á borðið og því spili lokið. Þetta kemur ör- sjaldan fyrir, en þykir að vonum mikil heppni. Ólafur Davíðsson lýsir þessu þannig: „Það kvað heita meistaramúkur, þegar forhand- armaður hefir tígulkóng og fjóra ása, aðrir ^ygja besefa, og virðist það vera eðlilegra.“ Ég heyrði aldrei ásana nefnda í þessu sambandi, aðeins bísefana, svo sem Ólafi finnst líka eðlilegra. Ólafur minnist ekkert á litla meistaramúk og alls ekki þá háu vinn- inga, sem ég vandist, þegar þetta kom fyrir. Má því vera, að hér hafi enn sérskaftfellskt fyrirbæri verið á ferðinni. Alkort er að mínum dómi mjög skemmti- legt spil, og margar sögur eru tengdar því, svo sem fram kemur hjá Ólafi Davíðssyni. Eitthvað hefur spilið líka verið farið að breytast austur í Skaftafellssýslu, svo sem þegar hefur komið fram, frá því, sem Ólafur lýsir og hefur eftir heimildarmönnum sínum. Ég kannast ekki við annað af því, sem Ólafur skýrir frá, en það, sem hér kemur fram, hvorki venjur né nöfn. Ég minnist þess vel, að oft var hlegið í al- ■»l:orti, enda alls ekki sama, hvernig það var spilað. Mikil skömm þótti t.d. að því að láta mótspilamenn múka, ef hinir höfðu tígul- kóng, hjartatvist eða lauffjarka á hendinni og létu spilið fara fram hjá sér til næsta manns án þess að hækka spilið. Slíkt kom þó á stundum fyrir, að þeir héldu þessum háspil- um inni til seinni nota. Gat þá farið svo, að mótspilamaður dræpi spil þeirra með ein- hverju lægra spili og hefði svo kannski alla bísefana á hendinni. Þá var óvænt kominn múkur, hinum auðvitað til sárra vonbrigða. Var þá hlegið dátt, þegar slíkt gerðist. Þegar ekki var hægt að múka eða gera stroku, var barizt um að verða fyrri til að ná í fimm slagi og fá þannig prikið. Ef tvö eða fleiri spil í slagnum eru jafngild, t.d. ásar, gosar eða sex, telst það spil hæst, sem fyrst sett í slaginn, og hann fær þá sá, sem það gerði. Hjá okkur var alltaf talað um að fá prik, en aldrei stig, eins og ég hef séð í spilabók- um. Þá vandist ég eftirfarandi reglu við að bóka vinning: Myndaðir voru tveir dálkar og sett nafn eða upphafsstafur annars hvors þeirra, sem saman spiluðu, fyrir ofan dálkinn. Síðan voru prikin bókuð sem I í dálkana. Var fimmta prikið ævinlega sett á ská yfir prikin fjögur. Síðan var byrjað á nýrri prikaröð við hliðina á hinni og gert eins við hana, þegar fimmta prikið kom. Þannig var auðveldara að reikna iWrt vinningana í lokin. Ég vandist því svo hjá föður mínum, sem oft hélt bókhaldið, að talan 5 var skrifuð framan við prikin, þegar gerður var múkur eða múkað, eins og oftast var sagt. Þegar strokur voru gerðar, voru þær hins vegar aldrei bókaðar með tölustöfunum 6, 7, 8 eða 9, heldur var talan 5 skrifuð og umframprik- um síðan á venjulegan hátt bætt við þau prik, sem fyrir voru. Ymis hjátrú var samfara alkorti, og bendir hún til nokkurs aldurs. Ég geri ráð fyrir, að einhverjir hafi heyrt talað um það, að tveir tígulkóngar væru í spilinu, þegar tveir deila um efsta sæti í flokki eða áhrifastöðu. Slíkt þykir ekki gott eða vænlegt til friðsemdar. Þetta orðalag er komið frá alkorti og færir okkur heim sanninn um það, að spilið hefur verið útbreitt með fyrri kynslóðum. Þegar svo vildi til í alkorti samkv. þjóðtrúnni, var það álit manna, að kölski sjálfur hefði bland- að sér í spilin. Um þetta má lesa hjá Ólafi Davíðssyni og í þjóðsagnasöfnum. Ólafur Davíðsson talar um það og hefur eftir ýmsum heimildum, að menn hafi mátt gá á passann eða jafnvel sýna spil. í Spilabók AB er minnzt á, að þetta hafi menn mátt gera og ýmislegt fleira. Vafalaust er þetta komið úr bók Ólafs Davíðssonar. Þetta tíðk- aðist aftur á móti aldrei í minni fjölskyldu og var raunar ekki vel séð. Þá skemmtu spilamenn sér við alls konar uppnefni í alkorti, svo sem þegar hefur verið minnzt á. Vísa ég enn til Ólafs Davíðssonar um margt af þessu. Ég lærði eitt nafn af mínu fólki, sem Ólafur hefur í bók sinni um sexblaðastroku og ég hef ekki enn nefnt. Það er skuðmúkur. Nafnið bendir trúlega til þess, að það hafi þótt hálfgerð minnkun að komast ekki lengra og geta ekki gert fleiri strokur. Vafalaust eru tengsl hér á milli og no. skauð, en ein merking þess orðs er ein- mitt duglaus maður. Það hefur því þótt hálf- gerð skömm eða dugleysi að komast ekki lengra en gera sexblaðastroku, úr því að múkur var kominn. Má vera, að þessi stroka hafi í upphafi verið nefnd skauðmúkur, en fyrir því nafni hef ég samt enga heimild. Sig- urður L. Jónasson, sem áður er nefndur, var heimildaimaður Ólafs um þetta nafn. Hefur það því eitthvað þekkzt á heimaslóðum hans í Húnaþingi fyrir aldamót hjá þeim, sem spil- uðu alkort. Má af því ljóst vera, að nafnið skuðmúkur hefur verið útbreiddara áður fyrr, þar sem alkort var spilað, úr því að Vestur-Skaftfellingar þekktu það einnig. Ólafur Davíðsson segir, að mótspilamenn hafi sagt, þegar þeir gátu stöðvað strokuna: Hingað og ekki lengra. Þetta var líka á stundum sagt, þegar við vorum að spila. Þá var algengt hjá okkur að segja, ef spilamað- ur hafði fengið og látið út tígulkónginn og síðan tvo bísefa og þannig fengið þrjá slagi: Nú er ég búinn að gera strákinn, gerðu nú stelpuna. Var hann þá að mana meðspilara sinn til þess að eiga næstu tvo slagina, svo að þeir fengju múk. Stundum tókst það líka, en vitaskuld ekki alltaf. Ólafur getur einnig um þetta orðalag í riti sínu, svo að það hefur þekkzt meðal þeirra, sem spiluðu alkort á 19. öld. Eitt nefnir hann í þessu sambandi, sem ég kannast ekki við frá mínu fólki. Er sjálf- sagt, að það komi hér fram. Ólafur segir orð- rétt: „Ef forhandarmaðurinn hefir mjög góð spil, þá kemur til greina að leggja múkinn upp, eða leggja fram á borðið 5 ótakandi spil og má sá, sem er móti honum, bæta við, ef hann vantar upp á múkinn, enda fara þeir nærri hvor um annars hákalla, ef þeir hafa séð kallinn hvor hjá öðrum. Það er að vísu glæsilegast að leggja múkinn upp, en það er sá hængur á, að þá mega þeir ekki fá stroku, þó þeir hafi spil til þess.“ Þessi aðferð var með öllu óhugsandi hjá okkur, enda tíðkaðist það aldrei að líta á passann eða fletta efsta spilinu í fyrsta slagnum, eins og gjafarinn mátti gera eftir umsögn Ólafs og heimildar- manna hans. Vissum við því aldrei, hvaða spil mótspilarar höfðu á hendinni. Tígulkóngur- inn mun á stundum hafa verið nefndur karl- inn meðal spilamanna. Ymsar upplýsingar um útbreiðslu alkorts fyrr á tíð eru í ritum, einkum æviminningum. Aftur á móti er nær aldrei minnzt á það, hvernig það var spilað, enda stundum ljóst, að menn voru búnir að gleyma alkortinu að mestu leyti. Verður nú getið um þær heim- ildir, sem ég hef rekizt á, til viðbótar þeim, sem þegar hafa komið fram. Sr. Jónas Jónasson frá Hrafnagili (1856- 1918) lætur sér nægja í íslenzkum þjóðhátt- um, sem hann tók saman og út komu að hon- um látnum árið 1934, að vísa í rit Ólafs Dav- íðssonar um leiki og skemmtanir. Hið eina, sem hann segir um spil, er þetta: „Yms spil, sem spiluð voru fyrrum, eru nú horfin, en önnur ný komin í þeirra stað.“ Vafalaust hef- ur hann samt þekkt til alkortsins, eins og aðrir samtímamenn hans, svo sem hér hefur komið fram. Finnur Jónsson, bóndi á Kjiirseyri í Hrútafirði (1842-1924), skrifaði endurminn- ingar, sem komu út að honum látnum árið 1945 og nefndust Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld. Finnur var Sunnlendingur og ólst upp með móður sinni í Laugardal í Ár- nessýslu um og eftir 1850. Hann lýsir m.a. skemmtunum um jólin. Þegar fólk hafði mat- azt á aðfangadag, fór það að skemmta sér, „sumir að lesa í bók einkum Nýja testament- inu um fæðingu Krists. Yngra fólkið að spila, oftast alkort, sem ungum og gömlum þótti einna tilkomumest spil í þá daga.“ Finnur hóf ritun endurminninga sinna um síðustu aldamót. Ummæli hans um alkortið virðist mega skilja svo, að það hafi lítt eða ekkert tíðkazt í Hrútafirði um það leyti, a.m.k. á heimili hans. Sr. Þorkell Bjarnason á Reynivöllum í Kjós (1839-1902) var Skagfirðingur að upp- runa. Arið 1892 birtist gagnmerk grein eftir hann í Tímariti Hins íslenzka bókmenntafé- lags, sem hann nefndi Fyiir 40 árum. Þar segir hann frá því mannlífi, sem tíðkaðist í Skagafirði um miðja 19. öld. Hann víkur að þeim skemmtunum, sem menn höfðu sér til gamans, og að sjálfsögðu þeim spilum, sem höfð voru um hönd, en þau voru að sögn hans margs konar, „en það langalmennasta var alkortið; það er nú að mestu horfið, að eins góðkunningi eldra fólksins, en yngri kynslóðin vill ekki sjá það,“ eins og sr. Þork- eíl orðar þar í þjóðháttalýsingu sinni. Svo heldur hann áfram og segir: „Með því að út lítur fyrir, að það muni gjörsamlega hverfa, þykir mjer hlýða, að lýsa spili þessu, sem fyrir 40-50 árum var ein aðalskemmtun á Islandi.“ Síðan lýsir hann alkortinu nákvæm- lega og gildi spilanna, eins og það var í upp- vexti hans í Skagafirði. Kemur þar nær allt heim og saman við það, sem ég vandist og lýst er hér að framan. Póstarnir eða sexin ráku „lest þeirra spila, er slagur varð feng- inn á“. Þá nefnir hann sjöin eða besefana, eins og hann orðar það. Hjá honum kemur fram, að sá, sem var í forhönd „mátti slá þeim úti“, en annars ekki fyrr en „slagur var fenginn", eins og nefnt er hér framar. Svo heldur sr. Þorkell áfram og segir: „Spil þetta virðist nú að vísu ekki mjög skemmtilegt, en þó var það spilað með miklu fjöri og opt talað mikið saman, enda gátu menn setið við það heilum nóttum, t.d. um hátíðir, og svo er enn í dag sem gamla fólkið verði ungt í annað sinn, þegar það fer að spila „alkortið“.“ Sr. Þorkeíl nefnir svo ýmis heiti, sem gefin voru einstöku spilum. Hjartanían var kölluð feitu níurnar, en tígulnían hinar mögru. Kemur þetta að mestu heim við umsögn Ólafs Davíðssonar. Þá getur sr. Þorkell þess, að spaðanían hafi verið kölluð Naglajórunn eða Langa-Brúnkolla, „og þótti jafnan ills viti að fá hana“, segir hann. Ólafur kallar laufníuna hins vegar nagla-Jórunni, en spaðaníuna löngu, stóru eða svörtu brún- kollu, „hvernig sem stendur á þeim nöfnum,“ bætir hann svo við. Hann minnist ekkert á, að það hafi þótt ills viti að fá hana, svo sem sr. Þorkell gerir. Þessi nöfn voru óþekkt hjá mínu fólki, að ég bezt man. Þannig var alkortið þá spilað í Skagafirði um miðbik 19. aldar. Indriði Einarsson rithöfundur (1851-1939), sem einnig var Skagfirðingur að ætt og upp- runa og alinn upp í Krossanesi, ritaði endur- minningar sínar á efri árum, Séð og lifað, sem út komu 1936. Hann ræðir um spila- mennsku um jól og áramót og segir þá þetta: „Alt fólkið spilaði Alkort, við lærðum Whist, en spiluðum hana lítið.“ Áður hafði Indriði ritað grein í Vísi 24. desember 1924, sem hann nefndi: Jól í Norðurlandi um og eftir 1860. Hann segir, að heimilið í Krossanesi hafi verið mannmargt, um 12-14 manns og þar yfir heima að vetrinum, að ungum og gömlum samantöldum. Ýmsar skemmtanir voru á jólanóttina. „Eitt af hátíðlegustu augnablikum eftir kaffið og kertin var þegar spilin voru tekin upp. Ekki var mikið um myndir í sveitinni á þeim dögum, og þess vegna lagði ljómann frá nýju spilunum út um baðstofuna. Við unglingarnir settumst við spilin. Oftast var spilað „alkort“ á jólanótt- ina.“ Indriði tekur svo fram, að faðir sinn hafi aldrei snert spil á jólanóttina, svo að hann muni. Orðrétt segir hann síðan: „Frem- ur var það álitið óviðeigandi að spila á jóla- nóttina, en við létum það ekki á okkur fá, og * 30 LESBÓKMORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.