Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 31
okkur var ekki bannað það.“ En svo bætir hann við: „En allir kannast við söguna um það, þegar tígulkóngarnir verða tveir í al- kortinu. Tígulkóngurinn er æðsta spilið, og þá er kölski sjálfur kominn í spilið, og þá ríð- ur á, að hætt sé, áður en allt sekkur." Hér get ég þessara ummæla Indriða ein- ungis vegna þess, að sú venja var líka ófrá- víkjanleg á heimili foreldra minna að spila ekki á jólanóttina. Hygg ég, að svo hafi einn- ig verið hjá forfeðrum mínum í Vestur- Skaftafellssýslu. Vera má, að einhverjir hafi tnáað því, að „sá gamli“ kæmi í alkortið, ef spilað væri á jólanóttina, en á mínu heimili var það örugglega sjálft helgihaldið, sem bannaði spilamennskuna á aðfangadagskvöld og jólanótt. Indriða Einarssyni varð alkortið að yrkis- efni, þegar hann samdi leikrit sitt, Nýárs- nóttina, fyrir skólasveina Latínuskólans, 19 ára garnall. Það kom síðan fyrst á prent árið 1872. í þriðja þætti, sem gerist í baðstofu í sveit á gamlaárskvöldi, lætur Indriði fólkið vera að spila alkort. Par kemur ýmislegt fram um spilavenjur og nöfn spila, sem hann hlýtur að hafa vanizt norður í Skagafirði. Sjálfur lék hann Guðmund í þessari spila- „senu“ í Latínuskólanum. Hann segir við Siggu, sem greip í spilið á móti honum, þar sem Grímur verzlunarmaður hafði brugðið sér frá: „En spilaðu nú vel, stelpan þín; ég vil ekki tapa. - Áttu góð spil, Sigga, sýndu mér karlinn!" Karlinn var tígulkóngurinn, og það mun hafa tíðkazt sums staðar, að spila- menn sýndu hann mótspilamanni sínum, og raunar sýndu aðrir spilamenn hverjir öðrum efstu spil sitt. Það lætur Indriði einnig ger- ast hér. Þá lætur hann Siggu, sem var í for- hönd, slá út tveimur spilum og segja: „Hérna eru tveir bísefar." Ljóst er af því, að sá sið- ur, sem sr. Þorkell á Reynivöllum talar um, að forhandarmaður mátti slá út bísefum á bert borð, eins og kallað var, hefur þekkzt vel í Skagafirði. Þegar Sigga slær bísefunum út, segir Anna: „Og hérna Naglajórunn og Langabrúnkolla í þá. Ég held það sé nógu gott.“ Guðmundur segir síðan: „Eigum við ekki að reyna að múka, Sigga? Ég á þann hæsta, og svo veit ég eitthvað um þær þunnu.“ Sumir kölluðu tígulníuna einmitt þær þunnu eða þær mjóu, en þau nöfn heyrði ég aldrei hjá mínu fólki. Indriði heldur spil- inu svo áfram. Sigga svarar: „Þá skulum við reyna að múka.“ Guðmundur tekui- undir það: „Ég held við höfum eitthvað til þess, hérna er tígulkóngurinn, komdu með tvistinn og fjarkann, Sigga. (Sigga gerír það.) Eigið þið spaðaátturnar, systur? Við erum búin að fá fimm. Þá segir Margi-ét: „Æ, hvaða bölvað stand! Þið eruð búin að múka. - Hingað og ekki lengra, því að hér eru spaðaátturnar." í þriðju útgáfu Nýársnæturinnar árið 1950 ritar dóttir Indriða, Eufemia Waage, for- málsorð og kemst þá svo að orði um þessa spilasenu: „Nýjársnóttin" var auðvitað söng- leikur að þeirrar tíðar hætti. Heldur mun pabba hafa þótt þetta ungæðisleg ritgerð síð- ar meir, því að eg man eftir því, að við krakkarnir máttum aldrei fara með neinn af þessum söngvum, svo að pabbi heyrði. Samt voru góðir kaflar í henni, svo sem spilasenan í 3ja þætti, sem leikendurnir voru alltaf vanir að horfa á, þegar eg var þar meðleikandi. Þykir það alltaf eins konar traustsyfirlýsing á leiki'itum." Ummæli frú Eufemíu benda einmitt til þess, að þetta gamla spil, alkortið, hafi vakið nokkra forvitni hjá þeim leikurum, sem kunnu það ekki, en trúlega haft ein- hverjar spurnir af því. Mér þykir næsta líklegt, að alkort hafi verið spilað um allt land, þegar það „var upp á sitt bezta“, þótt heimildir skorti úr ýmsum stöðum. Úr Austur-Skaftafellssýslu hef ég aðeins rekizt á eina heimild um það, að alkort hafi verið spilað eitthvað á þeim slóðum fram á þessa öld. Gunnar Benediktsson rithöfundur (1892-1981), sem fæddur var í Einholti á Mýi-um, ritaði endurminningar á efri árum sínum. Nefndust þær I flaumi lífsins fljóta og komu út árið 1977. Þar minnist hann á al- kort með þessum orðum: „Oft heyi'ði ég talað um alkort sem nokkuð merkilegt spil. Mig rámar aðeins í, að annaðhvort hafi ég tekið þátt í að spila það eða að minnsta kosti feng- ið fræðslu um gang þess og gildisröðun ein- stakra spila sem var næsta flókin. En nú er mér sú fræðsla með öllu glötuð.“ Ummæli Gunnars benda eindregið til þess, að alkort hafi verið spilað eitthvað á heimaslóðum hans um og eftir síðustu aldamót. En tæp- lega hefur það verið mikið, eftir að hann óx úr grasi, úr því hann hafði alveg gleymt spil- inu, þegar hann skrifaði framangreind orð. Hjá Olafi Davíðssyni kom fram, að alkort þekktist í Gi'ímsnesi í Árnessýslu. Önnur heimild frá svipuðum tíma er til úr fórum Þorvalds Thoroddsens, sem ferðaðist um ls- land á síðustu áratugum 19. aldar. Er hún frá árinu 1882 og komin frá Ögmundi Sig- urðssyni, fylgdarmanni Þoi'valds, síðar skóla- stjóra Flesnsborgarskólans í Hafnarllrði. KQRN- BRUÐUR SMÁSAGA EFTIR ÞORVARÐ HELGASON Ögmundur var alinn upp í Ölfusi og Grafn- ingi. Hann minnist á spilamennsku um jól og áramót og segir orðrétt: „Öll jólakvöldin var spiluð Whist, l’homber eða marías, sjaldan púkk eða alkort.“ Ljóst er af þessu orðalagi, að alkortið hefur verið að hverfa úr þessum sveitum á dögum Ögmundar þar eystra. Ég hef fundið eina heimild úr Árnessýslu frá þessari öld. Böðvar Magnússon, bóndi á Laugarvatni í Laugardal (1877-1966) ritaði endurminningar sínar, sem hann nefndi Undir tindum og komu út árið 1953. Hann segir að krakkarnir hafi mikið spilað á spil og nefnir þau helztu og m.a. alkortið. Én hann segist vera búinn að gleyma þeim. Hér höfum við samt staðfestingu á því, að alkort hafi verið spilað eitthvað í Laugardal um síð- ustu aldamót. Framar í þessari grein hefur komið fram, að einn heimildarmanna Ólafs Davíðssonar um alkortið var ættaður úr Isafjarðardjúpi. 1 Ársriti Isfirðinga fyrir og um 1960 birtust æviminningar Hallbjarnar E. Oddssonar. Hann var fæddur á Langeyranesi á Skarðs- strönd í Dalasýslu 1867, en ólst að mestu upp í Gufudal í A.-Barðastrandarsýslu og dvald- ist mest af ævi sinni á ýmsum stöðum á Vestfjörðum. Ævisögu sína mun hann hafa ritað skömmu fyrir 1950. Hann víkur að gleðskap í Gufudal á jóladagskvöld. Nefnir hann ýmis spil, sem þar voru spiluð og þá bæði alkort og treikort. Svo segir hann orð- rétt: „En heldur var þá gengi þessara spila tekið að halla, og ný spil farin að vinna sér meiri hylli, svo sem vist í margskonar mynd- um og lomber." Þessi ummæli Hallbjarnar verða ekki skilin á annan veg en þann, að al- kortið hafi verið mjög á undanhaldi, þegar hann var að alast upp þar vestra. Þó er Ijóst, að menn hafa spilað það fram á daga hans eða fram undir síðustu aldamót. Enda þótt ég hafi ekki enn rekizt á heim- ildir um það, að alkort hafi verið spilað um Austurland, þykir mér næsta líklegt, að menn hafi einnig þar þekkt eitthvað til þess. Raunar má skilja orð þeirra Eggerts og Bjarna um miðja 18. öld svo, að á Austur- landi hafi menn þekkt „fátt af skemmtunum og dægradvölum", eins og stendur m.a. í Ferðabók þeirra. Ekki þarf þetta svo sem að hafa verið réttur skilningur hjá þeim, þótt þeir hæli Austfirðingum á hinn bóginn mjög fyrir það, að „helzta skemmtun þeirra er að lesa fornsögurnar“. En fróðlegt væri að hafa spurnir af því, hvort alkort hafi ekki eitthvað verið spilað um austanvert landið. Nú hefur alkorti verið lýst, .eins og ég lærði það, en jafnframt getið þeirra frávika, sem ég hef fundið hjá Olafi Davíðssyni og ýmsum öðrum og ég kannast síður eða jafn- vel ekki við. Vonast ég til, að í þessari sam- antekt hafi flest komið til skila, sem nú verð- ur vitað um hið gamla spil, alkortið, sem hal'ði lengi veitt forfeðrum okkar í sveitum landsins mikla ánægju á löngum vetrarkvöld- um. Ekki gerðist það sízt um jól og áramót, þegar menn gerðu sér ýmislegt til hátíða- brigða og áttu ekki kost á allri þeirri afjji'ey- ingu, sem við eigum völ á í lok 20. aldar. Mér er óhætt að endurtaka það, sem þeg- ar hefur komið fram, að alkort er hið skemmtilegasta spil. Ég býst líka við, að þau, sem sóttu leiðbeiningar mínar á liðnum vetri og spiluðu það við mig, geti borið vitni um það. Mér virtust þau a.m.k. skemmta sér ág- ætlega, þegar þau höfðu náð tökum á spilinu. Nú munu þeir vera fáir, sem enn kunna nokkur skil á alkorti. Ég hef haft samband við þann margfróða mann, Þórð Tómasson, safnvörð í Skógum, og spurt hann um al- kortið undir Eyjafjöllum. Hann segist hafa heyi-t foreldra sína tala um alkort frá æsku- dögum þeirra. Hins vegar hefur hann aldrei séð það spilað. Bendir þetta til þess, að al- kortið hafi horfið úr lífi Eyfellinga um eða fyrir síðustu aldamót. Þessi grein er skrifuð til þess að segja sögu alkortsins hér á landi eftir þeim heim- ildum, sem ég hef fundið, og lýsa því og jafn- framt í von um að geta vakið áhuga lesenda á að kynna sér þetta gamla spil. Um leið vildi ég láta það koma fram, að glæður þess eru ekki enn alveg kulnaðar með þjóðinni. Þau, sem lærðu eða rifjuðu upp alkortið síðastliðinn vetur, tóku þráðinn upp aftur í nóvember. Trúlega hefði það ekki orðið nema vegna þess, að þau höfðu haft ánægju og skemmtun af því að kynnast þessu gamla spili og vildu ekki gleyma því strax aftur. Jafnframt var spilið auglýst í blöðum til þess að gefa öðrum tækifæri til að bætast í vinahóp alkortsins. Væri vissulega ánægju- legt, að sá hópur stækkaði til muna á næstu árum. Spilamennskan fer fram í Glæsisbæ við Álfheima. Þar er spilað í félagsheimili Félags eldri borgara í Iteykjavík og nágrenni, Ás- byrgi, á hverjum þriðjudegi frá kl. 13.30. Höfundurinn er fyrrverandi ritstjóri Orðabókar Hóskólans. / EG HUGSA sjaldan um það en mun samt aldrei gleyma því. Það var skelfilegt fyrir barn. Skelfilegt og breytti öllu. Ég, sem vil helst vera einn og er það líka oftast, kem samt til hinna til að sofa, þá slæst ég í hópinn, deili jafnvel einhverju með hinum. Ég sef ekki vel ef ég er langt frá öllum. Ég kysi heldur að vera einn þá líka en ég treysti mér ekki til þess, sofni ég einhvers staðar einn og vakna á ég erfitt með að sofna aftur. Það var þess vegna sem þeir náðu mér, þeir gripu okkur sofandi og fóru með okkur - við vissum fyrst ekki hvert - en komumst að því. Við, flækingskrakkar, sem urðum að sjá fyrir okkur sjálfir. Það var ekki alltaf auðvelt. Þeir, sem unnu saman, náðu oft meiru en sá sem var einn. Ég veit hvað er að svelta, hvað er að hungra, dag eftir dag og ég hef læx-t af reynslu að fara vai-lega þegar svo mat er að fá. Ég var smáki-akki þegar það gerðist, samt ákafur við að kanna umhverfið og hafði lært að synda. Þegar von var á flóðinu hljóp ég út til að sjá það koma, fannst það ævintýralegt. Þau voi-u heima við að festa allt lauslegt og tína til smálegt ef yfn-gefa þyrfti kofann um tíma. Ég man að það komu menn til pabba og sögðu við hann að landið okkar væri á ótrygg- um stað. Það var gott land og það hafði aldi-ei flætt hærra en upp fyrir ökkla. Ég fór upp á háan hól til að hafa góða yfirsýn. Ég sá það koma eins og brúnleitan vegg, miklu stærri en ég hafði nokkurn tíma séð áður. Ég yar lamaður af skelfingu, féll á kné og grét. Ég vissi strax hvað myndi gei-ast: aldan hrifsaði allt með sér sem neðar væri, hús, dýr og fólk. Ég vonaði að hún þx-ifi mig líka með sér; það þýddi ekkert að i-eyna að synda í flaumnum. Ég beygði höfuðið niður og beið. Þegar ég leit upp var vatnið ekki langt frá mér en það náði ekki til mín. Ég grét mig í svefn á hólnum. Daginn eftir var mér bjargað af mönnum í bát. Það var ekkert þai- sem kofinn okkar hafði staðið, ekkert, ég var einn. Ég varð flækingskrakki og þurfti að sjá fyrir mér sjálfur. Það var erfitt en það lærð- ist. Þar sem bátar leggjast að ei-u góð svæði. Manni er gefið eitthvað eða maður tekur að sér sendiferð, erindi og er gefið eitthvað fyrir. Seinna kynntist ég borginni, skildi fljótt hvernig hún var skipulögð og þótt ég skildi ekki áletranirnar átti ég auðvelt með að muna þær - og smám saman fór ég að skilja þær líka, því gat ég fullyrt að ég vissi hvar þetta og þetta stræti væri ef ég sá táknin. Ég fékk orð á mig fyrir að vera góður sendill. Það var nokkuð traust tekjulind. En sköpuð tengsl urðu ol't að engu, veðrum var víst ekki alltaf að treysta og öll skip komu ekki aftur. Öllum var sama um skítugan strákhnokka sem eng- inn varði. Stundum vildu þeir sem ég kom með skila- boð til vera góðir við mig. Ég fann að það var ekki af velvilja til mín, þeir eða þau ætluðu að ná sér í ódýran vinnukraft. Ég þáði það einu sinni. Ég átti að sópa, hugsa um blóm, að- stoða í eldhúsi. Einu sinni kom húsbóndinn að mér þar sem ég stóð og starði á veggskreyt- ingu og leti-ið fyrir neðan. Mig langaði að geta lesið það. Ég var niðux-sokkinn í skoðunina og uggði ekki að mér. Það var svo sjaldan sem maður komst í færi við áletranir sem var hugsanlegt að ráða í vegna tengsla við mynd- ir. Allt í einu heyri ég sagt fyrir aftan mig: Ef þú heldur að þú sért hér til að stara á myndir er það misskilningur. Ég snei-i mér fi-á og lét mig hverfa. Það var ekki vænlegt að vera þarna lengur. Ég fór aftur á flakk, hélt mig samt oft við staði þar sem bátar komu að, þar var oftast eitthvað að hafa. En svo kom að því að við vorum veiddir eins og fuglar, þegai- okkur var sleppt aftur vorum við í búri, stóru en búri samt. Ég skoðaði það vandlega til að vita á hverju við gætum átt von. Við höfðum strax verið þvegnii' og fengin ný föt og á daginn * máttum við leika okkur í stórum fábrotnum húsagarði. Ég var ekki hár og sá næstum því ekkert út fyrir. En með því að ganga fast upp að einum veggnum og teygja sig mátti sjá hvaða hús stæðu næst þessu húsi. Þegar ég hafði skoðað vandlega það litla sem ég sá átt- aði ég mig. Við hlutum að vera inni í stóru musteri. Slík hús komu okkur lítið við, þau voi-u fráhrindandi og þeirra var gætt af vörð- um, við höfðum ekkert þangað að sækja. Og nú vorum við inni í einu þeirra. Til hvers? Átti að fórna okkui-? Ég hafði aldrei heyi-t að strákum væri fórnað. Ég skoðaði leikvöllinn betur, sérstaklega lág borð sem ég hafði ekki skeytt um í fyi-stu. Ég sá nú að þar lágu frum- stæð skriffæri, stíll fyrir leii-plötur, töflur, teningar og flatir ferningar og hi-ingir og langt inni á borðinu, þangað sem ég náði ekki nema teygja mig mjög mikið, voru alvöru ** skriftól, reyrstafir í hylki, spjald með litgróf og annað í litlum poka. Ég hafði séð til skrif- ara, vissi hvei'nig þeir báru sig að. Þai-na hjá voru líka þunnar steinflögur sem ég hafði séð notaðar ef menn voru að flýta sér, papýrusinn var ol' dýrmætur til þess. Ég seildist eftir tól- unum og faldi þau til að geta gripið til þeiira ef fæi-i gæfist. Sumir fei-ninganna voru í i-ömmum en sjálfir sundurlausii-, það mátti taka þá úr og raða þeim í aftur. Áhugaverða- star fundust mér samt leirtöflur með einföld- um áletrunum sem hlaut að vera auðvelt að líkja eftir. Ég settist flötum beinum á jörðina og byi-jaði að reyna að í-ispa á auðar töflur það sem stóð á öðrum töflum. Strákunum fannst ég hlægilegur og vildu fá mig í leik með sér. Þegar ég var orðinn þi-eyttur á að sitja lék ég mér. Eg kom aftur að þessu borði og skoðaði betui- það sem á því var, sérstak- lega ferningana og rammana. Ég áttaði mig ekki sti-ax, samt sá ég að það voi-u þarna fleiri í-ammafei'ningar og í suma pössuðu fleix-i eða færri hlutar, ferningunum var hægt skipta niður á fleiri en einn veg. Ég varð spenntur og hætti ekki fyrr en ég hafði fundið allar lausnirnar. Þegar ég leit upp frá þeirri síðustu fann ég að það stóð yfir mér maður. Ég leit á hann og hann bað mig að koma með sér. Ég lagði fern- inginn frá mér og gekk með honum. Við yfir- gáfum húsagax-ðinn gegnum dyr með renni- hurðum fyrir og héldum svo áfram eftir göngum þar til við komum í lítið svalt her- bergi sem á voru miklar dyr aðrar en þær sem við komum inn um. Maðurinn sagði mér að bíða þarna þar til ég yi-ði kallaðui-. Ég sett- ist á lága sessu og hafði þá fyrir augum eftir- mynd af skipi eins og þau sigla fegurst á ánni. Ég starði hugfanginn á þetta skip sem var svo fínlega gert að það gat ekki vei'ið hugsað sem leikfang, leikföng verða að vei-a sterkleg, kannski vai' það líka of stórt til að vera heppi- legt leikfang. Ég ætla að fara að standa upp og skoða skipið betur þegar ég heyi-i umgang, rennihurð hefur vex-ið ýtt til og ungur maður bendir mér að koma. Ég geng að dyi-um, hann víkur til hliðar og lætur mig ganga inn, lokar svo á eftir mér. Það er i-okkið og svalt í hei-berginu, styttur af guðum, sum nxeð dýrs- höfuð, standa í hornum herbergisins. Fyrir miðjum veggnum gegnt mér situr maður, hann er þrekvaxinn, kviðmikill, með stórt andlit og hvöss augu. Mér líst hann þeirrar gerðar sem aðrii- menn óttast. Strákarnir höfðu sagt að þeir hefðu fyrirhitt menn, lík- lega presta, sem létu þá kikna í hnjáliðunum og fyllast óttablöndnum unaði. Það hafði aldrei komið fyrir mig. Ég sá alltaf eitthvað skoplegt við hvern mann, sérstaklega ef þeir væntu ákveðinna áhrifa. Þegar hann leit ft-aman í mig og byrjaði að tala, sá ég að hann var ekki þannig. Hann opnaði sig fyrir mér sýndist mér án þess að hafa áhyggjur af sín- um áhrifum. Þannig skynjaði ég það. - Komdu nær. Ég í-eisti höfuðið og gekk öruggur áfram. - Sestu á einhverja sessu. Gegnt honum og til hliðar voru lágar sess- ur. Ég valdi eina nokkuð til hliðar. Þannig þurfti hann að snúa sér að mér og þess á milli LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999 3 1 %

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.