Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 7
JÓHANN HJÁLMARSSON MÖSUR „Lætur Leifur í haf og er lengi úti og hittir á lönd þau, er hann vissi áður enga von til. Voru þar hveitiakrar sjálfsánir og vínviður vaxinn. Þar voru og þau tré, er mösur heita, og höfðu þeir af þessu öllu nokkur merki, sum tré svo mikil, að í hús voru lögð.“ Eiríks saga rauða Þá dreymdi um önnurlönd. Velkti úti lengi íhnfi. Tók af byri, fengu hafvillur. Leituðu landa. Strendur kunnar og ókunnar birtust andvaka augum þeirra. Sú strönd sem horfið var frá kom aftur og aftur á ný. Landsýnir Bjarna. Sæt dögg á fíngrum Karlsefnis. „Þau tré ermösurheita.“ „Hveitiakrar sjálfsánir, vínviður vaxinn. “ Þeir vildu leita landa, bárust afleið. Kanna skal landið víðar. Haki og Hekja, dýrum skjótari, komu afturmeð vínberjaköngul oghveitiax. Þórhallur veiðimaður horfði í loft upp og þuldi nokkuð. Skrælingjar í húðkeipum. Sverð á brjósti. Freydís veður berfætt döggina. Aðeins konur ódrepnar: „Fáið mér öxi í hönd. “ Sneru baki við ökrum og vínviði, lentu á nýífjötrum íshjarans, í varðlokum geigsins. Spurðu eitt sinn völvuna frétta. Vituð þérenn? Segmér óorðna hluti Segmér hvort óáran linni Segmér frá þeim dögum sem við taka aðliðnum þessum vetri þessum endalausa vetri Hvert leiðir okkur galdur? Hvert leiðir okkur sótt? Munu aðrirfirðir opnast en fímbulsjór hjartans? Enginn þóttist heyrt hafa með fegi’i rödd kvæði kveðið. „Vegir þínir liggja út til íslands. “ Leggur á norrænur og þokur. Skip týnast í hafí. Hann kallaði landið Vínland. Mynd: Leifur Breiðfjörð LESBÓKMORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.