Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 10
' Y; III l-í’ííi'';’;- v --;' ;■•■ ’■1 ■; ■ 1 ■•-'-. vá;*. .• - ■ ........................................... ;i.Ví i&ij -sse^Sí; sy&.wVt fe &<**»&*& Safnbærinn: Gestastofa frá Noróur-Götum í Mýrdal. HÚSIN (BYGGÐA- SAFNINU Á SKÓGUM LJÓSMYNDIR OG TEXTI: GÍSLI SIGURÐSSON Fyrir utan aðalsafnhúsið, sem byggt var í tveimur óföngum, prýða Byggðasafnið í Skógum nokkrar byggingarsögulegar gersemar: Sýslumannshúsið fró Holti á Síðu, bæjarhús frá Skál á Síðu ásamt skemmu frá Gröf í Skaftártungu, safnbær með aðföngum víða að og kirkja sem byggð er að hætti íslenzkra kirkna fyrr á öldum og í sömu stærð og síðasta kirkjan í Skógum. tundum _er sagt að öll byggða- söfn á Islandi séu eins; sömu tunnurnar, kisturnar og reip- in. Rétt er það að vísu að hin- ir daglegu notkunarhlutir úr íslenzka bændasamfélaginu voru allsstaðar nánast eins. Ef byggðasöfn eru einungis til varðveizlu slíkra hluta, þá liggur í augum uppi að þau verða ekki mjög fjölskrúðug og hvert öðru lík. Til eru þó söfn sem hafa náð að þróast og vaxa og þá ekki sízt með því að bætt hefur verið við húsakostinn gömlum og merkum húsum. Það hefur gerzt í ríkum mæli í Ár- bæjarsafni í Reykjavík, Byggðasafninu í Glaumbæ í Skagafirði og Byggðasafninu í Skógum undir Austur-Eyjafjöllum, sem hér verður lítið eitt fjallað um. Með öðrum oi'ð- um: Hér verður litið á sjálf húsin, sem flutt hafa verið á staðinn, endurbyggð þar, og eiga sinn þátt í að þetta byggðasafn er ómet- anlegt menningarsögulegt verðmæti, í senn fallegt og fróðlegt. Safnið var stofnað 1949 að frumkvæði Þórðar Tómassonar frá Vallnatúni, sem enn er safnvörður og landskunnur orðinn fyrir árvekni sína og framtak. Vakinn og sofínn er hann að vinna þjörgunarstarf sem seint verður fullþakkað. Skógar eru gamall áningarstaðui- við þjóð- veginn á mörkum Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslna. Skógafoss hefur alltaí' haft Safnbærinn: Baðstofa frá Arnarhóli í Landeyjum. Út úr gluggadekkinu vex blóórót, sem vernd- aði hús gegn eldi. 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.