Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 20
H í súluvarpinu uppi og vestan á Skrúð. Þar er gulbleikur flekkur sem sést alla leið úr landi. Súluvarpstaðirnir eru talsvert ofar en langvíubælin. Langvíumömmur með unga sína vestan á Skrúð. Þarna er gífurlegur hávaði þegar þær garga í kór. LJÓSMYNDIR: SNORRI SNORRASON ÚTI FYRIR austurströnd Fáskrúðsfjarðar rís klettaeyjan Skrúður og raunar eru heimildir fyrir því að Fáskrúðsfjörður hét Skrúðsfjörður til forna. í næsta nágrenni eru tvær aðrar eyj- ar, Andey og Æðarsker, báðar grasi vaxnar, en Seley er ásamt hólmum og smáeyjum undan austurströnd Reyðarfjarðar. Papey er lang- stærst þessara eyja við Austfirði og sú eina þeirra sem hefur verið byggð. Ljóst er að eyj- an er kennd við Papa, sem viða voru fyrir þeg- ar norrænt landnám hófst á Islandi. Þjóðsaga er til um vætti í Skrúðnum; var hún kölluð Skrúðsbóndi. Þótti vissara að bægja þessum dularfulla bónda frá og átti að nota tækifærið þegar Guðmundur biskup góði var á ferðinni á Austurlandi 1201 eða 1203, þegar hann kom í Mjóafjörð á heimleið úr vígsluför til Niðaróss. Atti hann þá að vígja eyjuna og bægja Skrúðsbónda frá. Af því varð þó ekki, en vætturin hélt áfram að éta þá sauði sem bænd- ur létu ganga í eyjunni. Auk þess seiddi Skrúðsbóndinn til sín prestsdóttur frá Hólm- um í Reyðarfirði. Um það efni er leikrit Björgvins Guðmundssonar tónskálds, Skrúðs- bóndinn. í Skrúðnum er Skrúðshellir, hár hellir og víður, og hefur fallið allmikið úr hellisloftinu sem myndar stóra grjóthrúgu. Fyrr á tímum voru róðrar stundaðir úr Skrúð og höfðust ver- menn þá við í hellinum; notuðu hann sem ver- búð. Eins og ljóst má vera af myndum Snorra Snorrasonar er geysimikið fuglalíf í Skrúð og var eyjan mikið forðabúr matar áður fyrr, bæði fugla- og eggjataka, sem kom sér vel þegar sulturinn svarf að á vorin. Fuglinn á mestan þátt í að Skrúður er grænn til að sjá, jafnvel einnig að vetrarlagi. Þetta fallega matarforða- búr heyrði til jörðinni Vattarnesi við Reyðar- fjörð. Úm eyjuna kvað Páll Ólafsson: Skrúður rís grænn úr græði, getur-at hvítur vetur hann litverpan látið líta of sveitir hvítar. Bezti lendingarstaðurinn við Skrúð er í þessari vík, sem er austan á eyjunni. Ofan við víki Þarna er allt vafið þykkum gróðri. plpr m [1 s| m ■■ ^rÍ//; % ,.-d m mr % ‘4-,.r ■gst&aÍTi'm Lendingarstaðurinn vestan á eyjunni, þar sem leiðangursmenn lentu til þess að komast sem næst Vattarnesi, en báturinn var farinn þegar myndin var tekin. Lygnt var og sléttur sjór; að öðrum kosti v staöar á Skrúð er stuðlaberg. 70 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.