Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 27
m Treasurers House, hús féhirðisins. Þar bjuggu um aldir féhirðar dómkirkjunnar í York. Eftfr siðaskiptin var embættið lagt niður og komst húsið þá í eigu krúnunnar. Endurbygging hússins hófst 1550 og er því mjög vel við haldið. Rústir heilagrar Maríu í Safnagarðinum í York. Kirkjan var byggð um 1088 en brotin niður um siðaskiptin að skipun Hinriks áttunda árið 1539. Clifforðs Tower var reistur í tíð Vilhjálms sigursæla á árunum 1245-62 og notaður sem virki allt til loka 17. aldar. Cliffords Tower stendur á nokkuð hárri hæð og þegar upp er komið sér til allra átta yfir borgina. V/KINMSMiÐl 06 S/HMTVI Víkingasmíði og smíðatól eins og sjá má í Víkingasafninu. var mjög fallegur, með styttum og stein- bekkjum. Þetta var Treasurer’s House, hús féhirðisins, og stendur það bak við dómkirkj- una. Staðsetning Treasurer’s House er æva- forn. Talið er að húsið sé byggt á rómversk- um rústum. I kjallara þess eru greinilegar leifar frá rómverskum tímum og í ljós kom rómversk gata í kjallara hússins þegar það var endurreist árið 1897. Fyrir um það bil fimmtíu árum varð pípulagningamaður, sem var að vinna í kjallaranum, fyrir því að „sjá“ heila hersveit rómverskra hermanna útataða auri ganga gegnum vegg, rétt fyrir framan sig, og halda síðan áfram eftir þessum upp- runalega vegi sem liggur um kjallarann. Sagt er að draugagangur hafi verið í húsinu frá því það var upphaflega reist, rétt fyrir árið 1100. Féhirðar dómkirkjunnar í York bjuggu í húsinu allt frá þeim tíma er breyt- ingar urðu við siðaskiptin. Árið 1547 var embættið lagt niður og ekki endurlífgað fyrr en árið 1936. Húsið komst í eigu krúnunnar við siðaskiptin. Erkibiskupar ensku kirkjunnar bjuggu í húsinu næstu öld. Þá var húsið selt og skipti um eigendur, allt fram á seinni hluta nítjándu aldar, þegar Frank Green iðjuhöldur, kunnur maður þess tíma, eignaðist það. Hann arfleiddi „National Trust“ að húsinu árið 1930. Endurbygging hússins, eins og það er í dag, hófst um 1550 og var það endurbætt og skreytt næstu aldir og hefur, síðan það komst í eigu þjóðarinnar, verið mjög vel við haldið. í húsinu er mikið af dyrmætum göml- um húsmunum og í hverju herbergi var starfsmaður sem sagði okkur sögu herberg- isins og húsbúnaðar þess sem þar var, en hver hlutur á sína sögu. Margt merkra manna og kvenna hefur gist þetta hús, m.a. prinsinn af Wales, síðar Játvarður VII, og hans fjölskylda. Við gengum út úr garðinum, nokkra metra að dómkirkjunni. Til hliðar við hana er „kór- bræðrakapellan". Kapellan var byggð á ár- unum 1270-1280. Ekki er vitað hver byggði hana, en talið að hugmyndin hafi komið frá John le Romeyn, erkibiskupi í York. Hvelf- ingin er með timburþaki, sem var mjög óvanalegt á þessum tímum á Englandi, og minnir það á gotnesk hvolfþök. Mestallan innanverðan hring kapellunnar eru 44 básar úr kalksteini og á milli þeirra súlur með sérkennilegum súlnahöfðum. í sum súlnahöf- uðin hafa verið skornar út myndir af dýrum og mönnum. Leiðsögumaður í kapellunni benti okkur á að setjast í einn básinn, en sitji maður þar heyrist ekkert. Þetta er það sem kallað er „dauður punktur". En standi mað- ur í miðju kapellunnar heyrist jafnvel hvísl um allt, nema í þessum eina bás. Gamlir steindir gluggar prýða kapelluna og er þar meðal annars gluggi frá byrjun 16. aldar sem sýnir myndir úr lífi Krists og Tómasar Becket, erkibiskups af Kantaraborg. Kapell- an tengist dómkirkjunni með fordyri, sem byggt var nokkrum árum seinna. Við geng- um gegnum fordyrið og aftur inn í kirkjuna, stóðumst ekki freistinguna að skoða hana aftur. Degi var tekið að halla og gengum við glöð og þakklát niður Museum Street, að járn- brautarstöðinni. Á leið okkar til London strengdum við þess heit að koma aftur til York, því þar eigum við margt eftir að skoða. Heimildir: City of York. l’itkin Cuides. Wclcomc to York Minstcr. Dcan of York. Guided Walks. Yorkshirc Tourist Board. Trcasurer’s House. Kupcrl Hildyard. Höfundur er kennari, teiknarinn er mynd- listarmoður.. ÁGÚSTÍNAJÓNSDÓTTIR GEISLAHÚS Teiknum saman ljósgeislahús með skýjagluggum og sólarhwðum áfjallinu tigna það verður saga okkar kvöldið sem ljósker tendrast í rökkrinu ókominn dag eftir aldir UÓSFIRÐ Ósýnilegw tíminn sitw um hug minn sem slútiryfir auðum örkum milli spurnar og svara með fögnuð að veði á morgun telja einhverjir áríljósfírð ég tel allt í orðum ástríðuheit slít ótal orðum á hverrí mínútu Höfundurinn er Ijóðskóld og kennari í Reykjavík. rr ÞÓRA BJÖRK BENEDIKTSDÓTTIR JOLA- STEMMN ING Nú ljúfasta minningin vaknar, hlítt man ég bemskunnarjól, alsæl í faðmi móðw varfríðw var skjól. Langternú liðið síðan er lít ég farinn veg fábrotnu jólin heima í minningu geymast vel. Komdu nú bemska aftw lýstu upp hjarta mitt, af fríð sem frelsarinn gefw um heilaga helga nótt. Vegurínn heim til lífsins vargefínn þá heilögu hljóðu nótt á Betlehemsvöllum þar englarnir sungu frelsarí fæddur er. íjötu var lausnarinn lagðw innan um dýrin smá þó var hann kon ungw lífsins og enga gistingu að fá í höllum hjá mannanna bömum. Komdu nú frelsari vinw gistu hjarta mitt mætti égaftw verða að barni sem syngw þér dýrð umjól. Höfundurinn er skóld í Reykjavík. r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 18. DESEMBER 1999 27

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.