Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 29
bók þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, sem fóru rannsóknarferðir um ís- land á árunum 1752-1757. Bókin kom út á dönsku árið 1772, en á íslenzku í þýðingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum árið 1943. Eggert og Bjarni minnast nokkuð á spilamennsku íslendinga. Um alkort segir svo í þýðingu Steindórs, þegar þeir hafa nefnt nokkur spil, sem þekkjast annars stað- ar: „Hins vegar eru alkort, handkurra (Hand-Karrer), trúspil, pamfíll (Pamphile) o.fl. aðeins iðkuð hér.“ Engin lýsing er á þessum spilum, einungis tekið fram, að þeh’ þekki þau ekki annars staðai' frá. í mánaðarritinu Sunnanfara, IX. árgangi (1902), er gamansaga, sem nefnist Gullhúsið kóngsins og drengirnir. Er sagan eignuð sr. Búa Jónssyni (1804-1848) og mun vera frá um 1830. Sr. Búi var fæddur í Dalasýslu, en alinn upp í Hvammi í Norðurárdal. Dvaldist hann að mestu leyti á Vesturlandi og var síð- ast prestur og prófastur á Prestsbakka í Hrútafirði. Segir í Sunnanfara, að sagan „virðist tilbúin meðfram af gletni við Bjarna riddara Sívertsen (d. 1833), er litið mun hafa nokkuð á sig og verið ef til vill dálítið raup- samur“. Bjarni riddari var dugmikill kaup- maður og útgerðarmaður í Hafnarfirði og var oft í förum til Kaupmannahafnar. Alkort er nefnt á tveimur stöðum í sögunni. Á fyrri staðnum segir svo: „Oft og tíðum voru það skemtisögur Bjarna, að segja löndum sínum frá því, hve lipurlega sér hefði tekist að kenna konungi, drotningu og ráðgjöfum ís- lenzkt „alkort“, enda kunni Bjarni það spil mörgum betur, þótt aldrei væri hann sakað- ur um, að hnupla úr stokknum eða gægjast í spil.“ Hitt dæmið hljóðar svo: „Um þessar mundir sat konungur og drotning í höllinni og voru að spila alkort við þá Stemann og Örsted.“ „Hvað er þetta?“ segir konungur.“ „Mér heyi’ðist eins og hó.“ „Hvaða heimska heillin mín!“ svarar drotningin; æ, spilaðu besefa út; þeir ætla að múka!“ Hann á engan besefa!“ svarar Örsted; „hérna er tíuglkóng- urinn og fjórir besefarnir: hefir þú ekki tvist- inn og átturnar, Stemann?“ „Nei, ekki verður af því!“ sagði drotning. Hérna er tvisturinn, en maðurinn minn mun hafa áttuna, og það eru þá ekki nema vesalir fimm, sem þið fáið fyrh’ spilið; þú ert einlægt að hlusta, heillin mín, og hugsar ekki um spilin!" Þannig segir frá alkorti í þessari gaman- sögu. Ljóst er, að höfundur hennar hefur kunnað góð skil á þessu forna spili, og ýmis- legt virðist mega lesa af orðalaginu um gang spilsins. Þar er talað um íslenzkt „alkort“. Hér mætti e.t.v. láta sér detta í hug, að höf- undur hafi haft eitthvert hugboð um, að al- kort væri séríslenzkt spil. Þá virðist koma hér fram, að bísefa mætti slá út á bert borð, þ.e. án þess að spilamaður hafi áður fengið slag með einhverju háspili. Svo er talað um tígulkóng og fjóra bísefa, en ekkert er minnzt á meistaramúk í því sambandi eða það, að þá yrði ekki spilað lengur úr spilinu. Ásar koma ekki heldur hér við sögu í stað bísefanna. Sé rétt til getið, að sr. Búi Jónsson hafi sett þessa gamansögu saman, hefur alkort í þeirri mynd, sem lýst er að nokkru í sögunni, þekkzt um einhvern hluta Vesturlands. Ann- ars hefði þetta orðalag tæplega komið fram. Jónas Hallgrímsson skáld (1807-1845) hef- ur lært alkort norður í Öxnadal, því að hann kemst m.a. svo að orði í bréfi, þar sem hann segir vini sínum í Kaupmannahöfn frá vetr- ardvöl sinni í Reykjavík 1831-1832: „Ég hefi svona brúkað einstaka fríkvöld til að spila al- kort eða syngja eða skrafa og spauga við kunningjafólkið." Annað segir Jónas ekki um alkortið. Þá er heimild um alkort í skáldsögu Jóns Thoroddsens, Pilti og stúlku, sem kom fyrst út árið 1850. Þar lætur hann sögupersónur sínar spila alkoi’t. Er ljóst af þeirri lýsingu og nöfnum, sem þar koma fram og koma heim við það, sem hér hefur þegar verið sagt, að Jón hefur þekkt vel til alkortsins, þótt hann lýsi því ekki mjög nákvæmlega. Gleggsta lýsing á alkorti, sem eg veit um á prenti, er í hinu gagnmerka riti Ólafs Davíðs- sonar, Islenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur, sem út kom í Kaupmannahöfn á ár- unum 1887 til 1903. í öðru bindi þessa rits fjallar Ólafur sérstaklega um spil á 321.-341. bls. Þar rekur hann þær heimildir, sem hann þekkir um spil og spilamennsku á Islandi. Ekki virðist Ólafur hafa haft miklar mætur á spilum, svo sem fram kemur í ummælum hans. Hann bendir á, að spil og spilamennska séu „lángt í frá því að vera íslenzk að upp- runa“. Honum þykir samt ekki rétt að ganga þegjandi fram hjá þeim í bók sinni, „því þau eru skemtan sú, sem er höfð mest um hönd á íslandi á vorum dögum, þótt skömm sé frá að segja.“ Síðan heldur hann áfram og segir: „Sum spil hafa líka tíðkast svo leingi á ís- landi, að það er kominn alveg þjóðlegur blær á þau, og auk þess kvað einstaka spil vera innlent." Vitnar hann í Ferðabók þeirra Egg- erts og Bjarna og ummæla þeirra um það, að Um síðustu aldamót spilaði fólk alkort, ekki sízt á jólunum. Freydís Kristjánsdóttir teiknari sér þannig fyrir sér jólaboð um 1900, þar sem alkort er spilað. Þá voru margvísleg tímamót, m.a. þau, að sumar ungu stúlkurnar fóru að ganga í „dönskum búningi" og voru ekki allir jafn hrifnir af því. alkortið sé innlent spil ásamt handkui’ru og trú. Ólafur Davíðsson segir frá ýmsum afbrigð- um alkorts í bók sinni. Vitnar hann þar í nokkra menn, sem voru honum samtíða í Kaupmannahöfn og úr ýmsum landshlutum. Er ljóst af ummælum þeiira, að alkort hefur verið þekkt og spilað víðs vegar um land allt fram á seinni hluta 19. aldar. Hér er rétt að vitna orðrétt í rit Ólafs. Hann segir: „Fyrst skal frægan telja og kemur þá al- kortið fyrst til sögunnar. Nafnið hefir að vísu útlendan keim, en þó mun það vera með elztu spilum á íslandi, og víst er það, að al- kort var spilað allra spila mest í gamla daga, en nú má kalla að það sé alveg lagt niður, að minsta kosti þar sem eg þekki til. Það er því ekki seinna vænna að lýsa þvi, því hætt er við, að spilareglurnar gleymist, þegar hætt er að spila það.“ Ólafur segir, að til sé „tvenns konar alkort, fjögi’amannaalkort og tveggjamannaalkort, en bæði eru þau svo að segja alveg eins, og auk þess er fjögra manna alkort aðalspilið". Þess vegna kýs hann að lýsa aðeins því spili. Hann vitnar ekki heldur í neinn heimildar- mann, sem spilað hefur tveggjamannaalkort. Ég vil einnig taka það skýrt fram, að ég heyrði aldrei talað um tveggjamannaalkort í fjölskyldu minni, svo að það hefur örugglega ekki þekkzt hjá ættfólki mínu eystra. Má því líklegt þykja, að það hafi lítið eða ekkert ver- ið spilað í Vestur-Skaftafellssýslu a.m.k. um og eftir síðustu aldamót. Hér má skjóta því að, að Eiríkur Ólafsson á Brúnum undir Eyjafjöllum (1826-1900) nefnir í Lítilli ferðasögu, sem út kom í fyrsta skipti árið 1878, tveggja manna alkort, en raunar í allt öðru sambandi. Á hann þá við samband karls og konu, þ.e. að spila tveggja manna alkort, sem leiði til barnsgetnaðar. Ummæli Ólafs Davíðssonar benda eindreg- ið til þess, að alkort hafi verið horfið úr skemmtanalífi fólks á þeim slóðum, þar sem hann þekkti til, þ.e. í Skagafirði og Eyjafirði, þegar hann var að alast þar upp á seinni hluta 19. aldar. Hann var fæddur á Hofi í Hörgárdal 1862, þar sem faðir hans, síra Davíð Guðmundsson, var prestur, en hann var ættaður af Skagaströnd. Móðir Ólafs var Sigríður, dóttir Ólafs Briems, bónda og timbuiTneistara á Grund í Eyjafirði. Er næsta líklegt, að þessir forfeður Ólafs Davíðssonar hafi kunnað alkort. Ljóst er hins vegar, að alkort hefur enn verið spilað á Suðurlandi og eins um Vestur- land, þegar Ólafur tekur saman kafla sinn um spilin. Hann getur um nokkra landa sína af þeim slóðum, sem voru við nám og störf í Kaupmannahöfn, þegar hann var þar við nám, og voru heimildarmenn hans um það, hvernig alkort hafi verið spilað á heimilum þeirra og ekki sízt um ýmis heiti á spilunum. Vitnar Ólafur í Þorstein Erlingsson skáld (1858-1914), sem alinn var upp í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu og því á svipuðu reki og hann sjálfur. Þorsteinn hefur þannig spilað eða þekkt alkortið af sínum slóðum. Þá hefur alkort þekkzt í Árnessýslu, því að Bogi Mel- steð (1860-1929) sagnfræðingur, sem fæddur var og uppalinn í Grímsnesi, veitir Ólafi upp- lýsingar um sérstök nöfn á hjarta- og tígul- níunum. Eins nefnir Ólafur Sigurð L. Jónas- son (1827-1908), sem lengi var að- stoðarmaður í utanríkisráðuneyti Dana. Sigurður vai’ Húnvetningur að ætt. Kunni hann skil á ýmsum spilaheitum og gildum þeirra í alkorti. Hefur alkortið því verið spil- að í Húnavatnssýslum fyrir miðja 19. öld. Þá nafngreinir Ólafur Magnús Ásgeirsson stud. med. (1863-1902), en hann var ættaður úr Seyðisfirði við Isafjarðardjúp og varð síðast læknir á Þingeyri. Alkortið hefur því einnig verið þekkt á Vestfjörðum á þessum árum. Engin heimild kemur fram í riti Ólafs um alkort á Austurlandi, en það segir vitaskuld ekkert um útbreiðslu spilsins. Olafur nefnir t.d. ekkert um spilið í Skaftafellssýslum, en af því, sem þegar hefur verið sagt, hefur það einmitt verið vel þekkt og töluvert spilað um mestan hluta Vestur-Skaftafellssýslu um það leyti, sem Ólafur semur rit sitt. Við samanburð á því, sem ég lærði um spilagildin, og því, sem segir hjá Ólafi Dav- íðssyni, koma nokkur frávik í ljós, sem rétt er að greina hér frá. Ég lærði það, að sexin eða póstarnir öðru nafni væru lægstu spilin. Það hefur Ólafur líka eftir Sigurði L. Jónassyni, svo að sú regla hefur þá verið þekkt í Húnavatnssýsl- um. Svo var einnig í Skagafirði, svo sem kemur fram síðar í grein minni. Ólafur segir hins vegar og hefur það trú- lega eftir einhverjum heimildaiTnanna sinna, að átturnar (nema að sjálfsögðu spaðaáttan), sem nefndust fríður, væru lægstar. Til þess bendir einnig orðalag, sem Ólafur hefur úr ljóðabók sr. Ögmundar Sigurðssonar, Ög- mundargétu, 159. bls., sem út kom árið 1832. Prestur endar bók sína með þessu erindi: „Mitt hér þrytr þundar víný því vil ég nú^. frétta:/ Hvprnin gaf eg þér góðin mín?/ gi’einðú mér hið rétta!/ A brjóst hvpr hringa- fljóð sér slær/ slæmt gaf hann mér óþokk- inn./ Jeg er ekki fríðufær / fáið þið mér stokkinn!" M öllu orðalagi vísunnar er ljóst, að sr. Ögmundur á hér við alkortið. Þetta bendir til þess, að menn hafi ekki einu sinni mátt hafa sex til þess að eiga rétt á stokkn- um, þar sem hann vandist alkorti. Ekki er ólíklegt, að það hafi verið í Árnessýslu, en hann var ættaður þaðan. Mörg þeirra nafna, sem Ólafur hefur í riti sínu, kannast ég tæplega eða ekki við úr mínu umhverfi. Eitt nafn lærði ég þó á laufafjarkanum, sem Ólafur nefnir ekki. Er það glennir. Var nokkuð algengt að grípa til þess orðs og þá í gamansömum tón, eins og mun hafa verið urn flest þau nöfn, sem koma fram hjá Ólafi. Þá er mér minnisstætt nafn á spaðaátt- unni, sem ég heyrði aðeins einn mann nota og það í eina skiptið, sem hann spilaði við okkur alkort á Sjafnargötunni. Hann kallaði hana magapínu. Þessi maður var Árni Árna- son, sem lengi var dómkirkjuvörður í Reykjavík (1874-1961). Hann var sveitungi föður míns austan úr Meðallandi og mikill kunningsskapur milli þeirra, meðan báðir lifðu. Árni hefur örugglega lært alkort í Með- allandi. Vafalaust hefur spilið oft borið á góma milli þeirra sveitunganna. Varð það til þess, að foreldrar mínir buðu Árna eitt sinn í kvöldmat, 'og var alkort síðan spilað á efti^ fram eftir kvöldinu. Þá notaði Árni nafnið magapína um spaðaáttuna, en það nafn höfð- um við ekki heyrt áður. Mun mér hafa orðið þetta nafn ekki sízt minnisstætt fyrir það, að foreldrar mínir könnuðust ekki heldur við það. Mig minnir, að Árni hafi einnig kallað € LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.