Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 36

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 36
 Franzisca íslenska ríkinu jörðina Skriðuklaust- ur með húsum og öðrum mannvirkjum. Gjafa- bréfið er dagsett 11. des. 1948 í Reykjavík. í því segir meðal annars: „fi>Jarðeign þessi skal vera ævarandi eign íslenzka ríkisins. Hún skal hagnýtt á þann hátt, að til menningarauka horfi, t.d. að rekin sé þar tilraunastarfsemi í landbúnaði, byggðasafn, bókasafn, skjalasafn, listasafn, skóli, sjúkrahús, hressingarhæli, bamahæli eða elliheimili." Einnig var þess óskað, að lokið yrði við bygg- ingu íbúðarhússins mikla, samkvæmt upphaf- legri áætlun, og að því yrði sem minnst breytt að utanverðu. GunnarsKús „Hvemig má skilja þau feikn og undur sem við sjáum, skilja þessa miklu byggingu, stað- setningu hennar, stórhýsi í alpastíl, sem er eins og því hafi verið kippt upp með rótum suður í Týról og sett niður á Islandi, einmitt hér? Hvernig eigum við að skilja þetta hús írúmi og tíma? Hvenær og hver er þess tími? Er hann kannske ekki runninn upp? Hvaða búskapur bar uppiþessa miklu hölI, eða eru þetta einung- is duttlungar heimsmannsins, skáldsins mikla, sem klætt hefur eina smásögu ístein, til þess að gera okkur, þessum jarðbundnu vanahyggjum- önnum, mikilfengleikann skiljanlegan, vegna þess að við skiljum hann ekki nema í áþreifan- legri mynd. “(Jóhann Olafsson í Lesbók Mbl. 46 (32), 1971.) Þessi lýsing gefur til kynna þau áhrif sem ókunnugur ferðalangur verður fyrir er hann lít- ur íbúðarhús Gunnars og Franziscu fyrsta sinn. Ohætt er að segja, að húsið sé eitt hið sérstæð- asta sem byggt hefur verið á Islandi. Það var teiknað af þýskum arkitekt, Fritz Höger, sem gárungar sögðu að hefði verið einkavinur Hit- lers og teiknað „Arnarsetur" hans í Alpafjöll- um, en fyrir því er enginn fótur. Samkvæmt teikningu Högers átti að hlaða útveggina úr höggnu grjóti, en til þess skorti bæði kunnáttu og hentugt efni. Yar því brugðið á það ráð, að raða blágrýtishnullungum í þykka steypu utan á veggjunum, og líkja þannig eftir steinhleðslu. Þetta tókst furðu vel, og minnir húsið, með grjótveggjum sínum og torfþaki, raunar nokkuð á gamla íslenska torfbæinn, enda vafalítið til þess ætlast. Súlnagöngin austan við húsið voru ekki byggð fyrr en á árunum 1974-82. Þau voru hlaðin úr völdu grjóti, sem límt var saman með steypu, og eru því nær hinni upphaflegu áætlun Högers. Sveinn Einarsson hleðslumaður á Eg- ilsstöðum sá um það verk. Torfþakið sem upp- haflega var á húsinu reyndist mjög erfitt í við- haldi í hinu þurra loftslagi Fljótsdals, og var því tekið af um 1960. Það var svo endumýjað fyrir aldarafmæli Gunnars 1989, og sett í það vökv- unarkerfi. Jafnframt var umhverfi hússins skipulagt og mótað samkvæmt teikningum Bjöms Jóhannessens arkitekts. Gunnarshús er 335 fermetrar að gmnnmáli, tvær hæðir og ris, og í því era um 30 herbergi og kompur. A efri hæð era tvær stórar, sam- liggjandi stofur, og stór borðstofa og eldhús á neðri hæð. í útenda hússins var frá upphafi sér- stök íbúð, með sérinngangi, og var hún gerð að gististað fyrir lista- og fræðimenn árið 1989. Gunnarshús er stílhreint og merkilegt lista- verk. Það sameinar útlit íslenska torfbæjarins og dansk-þýska „herragarðsins", en skírskotar einnig til klausturbygginga í Mið-Evrópu. Eins og í skáldverkum Gunnars mætast hér íslensk bændamenning og evrópsk byggingarlist og fallast í faðma. Húsið er því minnismerki um Gunnar í fleiri en einum skilningi. Minjasafn Austurlands Gunnar skáld var frumkvöðull að stofnun Minjasafns Austurlands 1943, og sat í stjóm þess fyrstu árin. Var safnið eitt helsta áhuga- mál hans á Kiausturáranum. Safnið var fyrst í geymslum á Hallormsstað, en 1945 bauðst Gunnar til að taka það inn í hús sitt og leggja eitt herbergi til sýningar á því. Var það opið al- menningi á sumrin og sá fjölskyldan um vörslu þess. Þegar Gunnarshús var afhent rikinu 1948 stóð til að safnið fengi stóraukið sýningarpláss, enda var það í samræmi við gjafabréf Gunnars og Franziscu. Þegar til kom þurfti Tilrauna- stöðin, sem þá flutti í húsið, á þessu húsnæði að halda, og varð því ekkert af stækkuninni. Árið 1966 var safninu á Klaustri lokað formlega, vegna ófullnægjandi aðstöðu. Þegar Safnastofnun Austurlands var sett á laggimar 1972 var enn Ieitað eftir því við ráðu- neyti þau er hlut áttu að máli, að safnið fengi nægilegt húsrými í Gunnarshúsi, og náðist sam- komulag um það. í staðinn skyldi stefnt að nýbyggingu fyrir tilraunastöðina. Þessi áætlun fór einnig út um þúfur, og 1979 varð niðurstað- an sú, að safnið skyldi flutt burt frá Klaustri og byggt yfir það á Egilsstöðum. Fyrsti áfangi þeirrar byggingar er nú risinn, og var safnið opnað þar vorið 1996. Tilraunastöðin Tilraunastöð á vegum ríkisins var sett á fót á Hafursá í Skógum árið 1947, en áður hafði Bún- # Almælt var að Hans sýslumaður skyti skjóls- húsi yfir sakamenn og aðstoðaði þá við að kom- ast úr landi. Meðal annars er sagt að hann héldi Fjalla-Eyvind á laun sem vinnumann á Skriðu- klaustri heilan vetur, en Halla var þá á Víðivöll- um. Meðal skjólstæðinga Wíums var Egill Bene- diktsson, sem kallaði sig Snotrufóstra. Sem ungur maður þótti hann frábær að gáfum og öðra atgervi, og sigldi til náms við Hafnarhá- skóla. Þar bilaðist hann á geði og var eftir það einkennilegur í öllu háttemi sínu. Hann lést á Skriðuklaustri 1754. (Agnar HaUgrímsson: Hans Wíum sýslumaður og afskipti hans af Sunnevumálinu... Múiaþing 19 (1992): 44-136 / Þorsteinn frá Hamri: Egill Snotrufóstri. Sunnudagsblað Tímans 1,1962:940-43.) „Týnd er æra, töpuð er sál" Þjóðtrúin hafði hins vegar sinn skilning á þessu öllu saman og spann upp sögur, sem oft era í litlu samræmi við raunveraleikann. Þannig hermdu sumar sögur, að sýslumaður hefði drekkt Sunnevu í Drekkingarhyl í Bessa- staðaá, til að bera af sér bameignina með henni, og því væri hylur þessi líka kallaður Sunnevu- hylur. Af því tilefni átti hin alkunna vísa að hafa komist á flot: Týnd er æra, töpuð er sál, tunglið veður í skýjum. Sunnevunúsýpurskal, sýslumaðurinn Wíum. (ÞjóðsögurSigf. Sigf. VIII, 49.) Líklegra er þó að vísan sé kveðin í tilefni þess að Jens sýslumaður fórst, skömmu eftir dauða- dóminn yfir systkinunum, sem fyrr var getið. Aðrar sögur herma að Sunneva hefði drekkt sér sjálf í Sunnevuhyl. Skáld-Guðný Um 1860 flytur Guðný Ámadóttir, sem kölluð var Skáld-Guðný, að Skriðuklaustri, til Þóra systur sinnar, er þar bjó ekkja eftir Eirík Ara- son, en þeirra sonur var Jónas, fyrsti skólastjóri Búnaðarskólans á Eiðum. Hallgerður móðir þeirra var frænka séra Vigfúsar Ormssonar. Þær systur höfðu unun af skáldskap og vora báðar skáldmæltar. Guðný hafði búið með Bjama manni sínum á ýmsum •v bæjum, oftast í húsmennsku eða vinnu- mennsku, við bágan efnahag og endalaust strit. Við komuna í Klaustur og samveruna með syst- ur sinni er eins og hún endurfæðist, og fer nú að yrkja löng kvæði í rímnastfl. Guðný yrkir ekki um konunga og hetjur í riddarasögum, eins og flest rímnaskáld gerðu, heldur verða villidýrin í Fljótsdalnum henni að yrkisefni. Hún yrldr ævintýri í Ijóðum um mús, sem lendir í mjölbiðu, um viðskipti krumma og tófu, og síðast en ekki síst yrkir hún hjartnæm kvæði um hreindýrin, sem hún kynntist nú fyrst í Fljótsdal, og virðist hafa hrifist af. Guðný hafði áður komið við sögu séra Vigfúsar, frænda síns, á nokkuð sérstæðan hátt. Hún lenti að lokum suður í Lón og varð ljósmóðir þar. (Jón Helga- son: Isl. mannlíf, 2. bindi. Rv. 1959yAustri jóla- blað 1992). * Halldór og „höllin" hans Árið 1880 hóf Halldór Benediktsson búskap á Skriðuklaustri, með konu sinni Arnbjörgu Sig- fúsdóttur, og gerðist brátt umsvifamikill. Þau keyptu jörðina af landssjóði 1895. í búskapartíð þeirra varð Klaustur til fyrirmyndar í flestu er laut að búskap og sveitalífi. Halldór var smiður og endurreisti allan Klausturbæinn eftir sínum hugmyndum, sem voru á ýmsan hátt nýstárleg- ar. Þar var m.a. sérstök tengibygging, sem köll- uð var Höllin. Henni er svo lýst: „Þegarinn varkomið tók við stór, bjartursal- ur. Vargólfhans ísömu hæð og stofugólf bað- stofuhússins, en vegghæð hans jöfn portbitum ■'■þess. Þessi salur svaraði til mjög stórs innra anddyris ííbúðarhúsum nú á tímum, nema hvað hann var hærri til lofts, því að ris var á honum ofan hárra veggja. Allmikið fannst mönnum til um þetta hús og varþað nefnt „höU“. Ur höUinni voru fímm dyr til annarra herbergja í bænum. Þar voru m.a. tvö stór hreindýrshom, áfóst á Skriðuklaustur í Rjótsdal um 1900. Legsteinn Jóns hrak í gamla kirkjugarðinum á Skriðuklaustri. hnakkabeininu, oghotuð sem snagar fyrir ylir- hafnarfót gesta. HölUn var samkomustaður hins fjölmenna heimiUs til dansleikja og ann- arra leikja og mannfagnaðar, því Halldór var gleðimaður ogþau hjón bæði. Síðar tóku fleiri upp þetta byggingarlag á bæjum á Héraði. Halldór lét reisa túngarða, sem enn sér merki til, og hlaða upp traðir, sem notaðar vora sem hestarétt fyrir gesti. Einnig teiknaði hann og lét byggja Fljótsdalsrétt um 1905. Kommyllu byggði hann við skurð úti á Klaustumesi. Þar var lítill straumur en vatns- magn talsvert, og því þurfti vatnshjólið að vera mjög stórt og með skúffum. Það var kallað „Veraldarhjólið" af nágrönnum. Halldór var orðlagður fyrir gamansemi sína, og ganga af því ýmsar sögur. Ævintýri Gunnars skálds Það varð uppi fótur og fit 1 Fljótsdal þegar það fréttist vorið 1938, að Gunnar Gunnarsson eða „Gunnar skáld“, eins og hann var jafnan kallaður heima fyrir, ætlaði að kaupa Skriðu- klaustur af Sigmari Þormar, sem þar bjó, ger- ast bóndi og flytja með fjölskyldu sína „heim í heiðardalinn". Gunnar var þá um fimmtugt og var orðinn heimsfrægur rithöfundur. Hann hafði frá tvítugsaldri verið búsettur í Dan- mörku og hafði ritað allar bækur sínar á dönsku. Hann var fæddur á Valþjófsstað í Fljótsdal 18. maí 1889, sonur Gunnars Helga Gunnarssonar, bróður séra Sigurðar á Val- þjófsstað, og Katrínar Þórarinsdóttur frá Bakka í Bakkafirði. Vorið 1896 fluttist hann með foreldram sínum að Ljótsstöðum í Vopna- firði, og ólst þar upp til fullorðinsára. Það var varla að menn tryðu því að slík undur gætu gerst á okkar tímum. En vorið eftir varð sjón sögu ríkari, því að þá var byrjað að byggja hið mikla íbúðarhús Gunnars, sem oft er nú kallað Gunnarshús. Það er þögult vitni um æv- intýri skáldbóndans. í júní 1939 flutti Gunnar með fjölskyldu sína í timburhús sem fyrir var á staðnum, og fylgdist eftir það með byggingar- framkvæmdum. „Fólk í Fljótsdal og nágrannasveitum skorti því ekki umræðuefni þetta blíða sumar, sem annað eins hafði ekki komið á íslandi síðan hver veit hvenær. Já, það voru margar sögumar, sem gengu þetta sumar, um byggingu hins mikla húss og standið í kringum það. Allt var svo stórt í sniðum og gersamlega óvenjulegt." (Sig. Blöndal í HEB 39 (12), 1989.) Um 30 manns munu hafa unnið að staðaldri við bygginguna um sumarið, enda gekk verkið eins og í sögu. Húsið varð fokhelt um haustið, og gat fjölskyldan flutt inn í það fyrir jól. Strax um vorið réð Gunnar sér ráðsmann og vinnufólk til að stunda búskapinn, og kom upp stóru kúa- og sauðfjárbúi á þeirrar tíðar vísu, með allt að 400 ám. Túnin vora stækkuð til muna og búið var vélvætt meira en þá þekktist austanlands. Gunnar hafði áhuga á búskap og fylgdist grannt með honum. Hann gekkst fyrir stofnun Ræktunarsambands, til að kaupa stór- virk jarðvinnslutæki, og jarðýtan hélt innreið sína, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir bú- skap, minjar og náttúru Austurlands. Búskapurinn reyndist hins vegar örðugur, því þetta voru breytingatímar. Heimsstyrjöldin síðari gekk í garð árið eftir, og skapaði næga vinnu í kaupstöðunum. Það varð smám saman erfiðara að fá vinnufólk til sveitarstarfa, og það krafðist hærri launa en áður. Samgöngur voru ennþá mjögframstæðar, og verslunin bágborin. Þar við bættist svo heilsuleysi í fjölskyldunni, og að læknissetrið var flutt frá Brekku 1944. Þetta leiddi til þess, að Gunnar ákvað að hætta búskap á Skriðuklaustri. Á haustdögum 1948 flutti fjölskyldan alfarin þaðan til Reykja- víkur. Þessu tíu ára ævintýri skáldbóndans var lokið. Um sama leyti gáfu þau Gunnar og Séð yfir undirlendið á Skriðuklaustri 1990; bæinn, túnið og Klausturnes. Fjær er Bessastaða- torfan og lengst til hægri sést í Hallormsstaðaskóg. 36 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 18. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.