Alþýðublaðið - 30.05.1985, Qupperneq 4
Arið 1934 tók við völdum „ stjórn hinna vinnandi stétta“
samstjórn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Eitt af
meginmarkmiðum stjórnarinnar var að setja löggjöf um
alþýðutryggingar og fátœkrahjálp. Lög um þetta voru
samþykkt 1936 og reyndist þar vera á ferðinni „alger
bylting“. Menn þurftu ekki lengur að krjúpa á kné og
biðja náðarsamlegast um aðstoð þegar slys eða sjúkdóma
bar að garði
Hinn 1. febrúar á næsta ári verða
merk tímamót í sögu alþýðutrygg-
inga á íslandi. Þá verða 50 ár liðin
frá samþykkt löggjafar um almenn-
ar alþýðutryggingar 1936.
Alþýðuflokkurinn hafði verið
sigurvegari kosninganna 1934 og
staða hans í stjórnmálunum styrkt-
ist mjög. Við tóku stjórnarmynd-
unarviðræður við Framsóknar-
flokkinn og eftir nokkurt þref um
ráðherrafjölda og mannaval mynd-
uðu flokkarnir stjórn, sem í sátu
Hermann Jónasson forsætisi
dóms- og kirkjumálaráðherra, Ey-
steinn Jónsson fjármálaráðherra og
frá Alþýðuflokknum Haraldur
Guðmundsson atvinnu- og sam-
göngumálaráðherra. Flokkarnir
komu sér saman um málefnasamn-
ing, sem var fyrsti stjórnarsamning-
urinn sem gerður var hér á landi.
Var samningurinn í 14 liðum og
hljóðaði áttundi liðurinn svo:
Alger bylting
„Að ljúka nú þegar undirbúningi
löggjafar um almennar alþýðu-
tryggingar, svo og undirbúningi
endurbóta á framfærslulöggjöf-
inni, er hvorttveggja komi til fram-
kvæmda eigi síðar en í ársbyrjun
1936“.
„Stjórn hinna vinnandi stétta“
brást ekki í þessari fyrirætlan sinni
og löggjöfin var sett. Um þessa lög-
gjöf segir Jón Blöndal meðal ann-
ars í „Félagsmál á íslandi":
„Segja má, að með lögum um al-
þýðutryggingar 1. febrúar 1936, er
gengu í gildi 1. apríl sama ár, verði
alger bylting í íslenskri alþýðutrygg-
ingalöggjöf og framkvæmd henn-
ar. Markar þessi löggjöf án efa eitt-
hvert stærsta sporið í íslenskri fé-
lagsmálalöggjöf fyrr og siðar“ (bls.
80).
Fyrir setningu þessara laga 1936
höfðu verið stigin nokkur mikilvæg
spor. Má þar nefna stofnun
„Styrktarsjóðs handa heilsubiluðu
og ellihrumu alþýðufólki“ árið
1890, sem líta má á sem fyrsta spor-
ið. Sjúkrasamlög voru stofnuð um
og eftir aldamótin og 1903 voru
dánarbætur greiddar til fjölskyldna
drukknaðra sjómanna, sjóður sem
sjómenn greiddu í að tveimur
þriðju en útgerðarmenn að einum
þriðja. 1911 voru sett lög um sjúkra-
samlög með styrk úr ríkissjóði og
1925 lög um almennar slysatrygg-
ingar.
En það var sem sagt í lok árs 1934
að Haraldur Guðmundsson, ráð-
herra Alþýðuflokksins, skipaði
nefnd til að semja frumvörp að lög-
um um almannatryggingar og svo
fátækramál. TVö frumvörp voru
lögð fyrir þingið 1935.
Litið til nágranna-
landa
í greinargerð með frumvarpinu
um alþýðutryggingar sagði meðal
annars: „Nágrannaþjóðir vorar
hafa allar síðustu áratugina verið
að koma skipulagi á þessa löggjöf,
hver hjá sér, og er langt frá því, að
hægt sé að segja, að sú löggjöf hafi
orðið til í einni svipan . . . þykir því
rétt að gefa all ítarlegt yfirlit yfir al-
þýðulöggjöfina í nágrannalöndum
þeim, sem lengst eru komin, Sví-
þjóð, Danmörku, Englandi, Þýska-
landi og Hollandi“.
Síðan segir: „Hér á landi er lög-
gjöfin mjög skammt á veg komin.
Eini vísirinn að alþýðutryggingum
er slysatryggingin, en um sjúkra-
tryggingar, elli- og örorkutrygging-
ar og atvinnuleysistryggingar vant-
ar alla löggjöf".
Þá segir í greinargerðinni: „í
stjórnarskránni er svo fyrir mælt,
að hver sá, sem eigi er fær að sjá fyr-
ir sér og sínum, skuli eiga rétt á
sæmilegum framfærslulífeyri.
Framkvæmdin á þessu fyrirkomu-
lagi stjórnarskrárinnar hafi þó
lengst af verið á þann veg, að neyð-
arúrræði hefur verið að þurfa að
nota sér þennan rétt“.
Haraldur Guðmundsson
Frumvarpið tók til eftirfarandi
þátta:
1. Slysatryggingar.
2. Sjúkratryggingar.
3. Elli- og örorkutryggingar.
4. Atvinnuleysistryggingar og
stofnun Tryggingastofnunar
ríkisins.
Dagpeningar voru greiddir vegna
vinnumissis af völdum slysa og ef
þau ollu örorku, kom til bóta-
greiðslna. Sjúkratryggingar voru á
vegum sjúkrasamlaga og ríkið gat
stofnað til jöfnunarsjóðs íslands,
sem öllum Iandsmönnum bar að
greiða iðgjöld til. Fyrirmælin um
atvinnuleyistryggingar komu ekki
til framkvæmda, en Trygginga-
stofnun ríkisins var stofnuð. Fyrsti
forstjóri stofnunarinnar varð
Brynjólfur Stefánsson.
Önnur bylting
Á hálfrar aldar ferli alþýðutrygg-
inganna hefur umfangið vaxið
mjög og margir nýir liðir bæst við.
Tala má um önnur tímamót — eða
aðra byltingu — árin 1946—1947.
Árið 1946 breyttust alþýðutrygging-
arnar í almannatryggingar. I upp-
hafi árs 1947 tók við völdum ríkis-
stjórn Stefáns Jóhanns Stefánsson-
ar, þ. e. samstjórn Alþýðuflokks,
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks. Fyrir þann tíma fólst í al-
þýðutryggingum aðallega elli- og
örorkulífeyrir og útgjöld sjúkra-
samlaga, en „Stefánía“ bætti á
fyrsta ári sínu við mörgum nýjum
liðum. Má þar nefna örorkustyrki,
fjölskyldubætur, barnalífeyri, fæð-
ingarstyrk, ekkjubætur og sjúkra-
bætur og árið eftir komu makabæt-
urnar. í einu. vet angi fóru út-
gjöld almannatryggingakerfisins úr
því að vera 1,55% af þjóðarfram-
leiðslu í 3,14% af þjóðarfram-
leiðslu 1947, en miðað við skatt-
tekjur hins opinbera fór hlutfallið
úr 7,8% árið 1946 í 14,3% árið
1947. Með öðrum orðum tvöföld-
uðust útgjöld almannatrygginga-
kerfisins að raungildi til.
Næstu ár hækkaði hlutfall gjalda
almannatryggingakerfisins af
skatttekjum hins opinbera nokkuð
stöðugt og fór úr 14,3% árið 1947 í
tæplega 18% árið 1953, þegar
mæðralaunin bættust við. En síðan
lækkaði hlutfallið nokkuð næstu
árin og fór allt niður í um 13% og
það á dögum vinstri stjórnarinnar.
Sú stjórn bætti þó við atvinnuleys-
istryggingabótum eftir kjarasamn-
inga, sem og sjúkradagpeningum.
Þriðja bylting
En þá kom til kasta Viðreisnar-
stjórnarinnar og á tveimur árum
fór áðurnefnt hlutfall úr 13% í um
22%. Miðað við þjóðarframleiðslu
fór hlutfallið úr um það bil 3,5% i
tæplega 6%. Bætur lífeyristrygg-
inga hækkuðu úr 154 milljónum
gkr. árið 1959 í 314 milljónir gkr. ár-
ið 1960 og í 420 milljónir kr. árið
1961 og munaði þar mest um rúm-
lega sexföldun fjölskyldubóta og
tvöföldun ellilífeyris. A tveimur ár-
um hækkuðu útgjöld almanna-
tryggingakerfisins um 113%.
Arin 1968—1969 kom til mikill
samdráttur í þjóðarframleiðslu, en
Viðreisnarstjórnin lét það þó í engu
bitna á almannatryggingakerfinu.
Þvert á móti var sett á laggirnar sér-
stök sjúkratryggingadeild og gjöld
almannatryggingakerfisins sem
hlutfall af skatttekjum hins opin-
bera hækkaði úr um 18% árið 1967
í um 26% árið 1968 og hélst á því
bili i nokkur ár. Sem hlutfall af
þjóðarframleiðslu hækkaði hlut-
fallið úr um 5,5% árið 1966 í um
7,8% árið 1969 og svo í rúmlega 9%
árið 1972 og var tæplega 10% árið
1980.
í dag er svo komið að um þriðj-
ungur rikisútgjalda fer í heilbrigðis-
og tryggingamál. T. d. má nefna að
fjöldi ellilífeyrisþega á öllum land-
inu í apríl var 19.476. Af þeim hafa
8.215 óskerta tekjutryggingu, en
5.591 skerta tekjutryggingu. Ein-
staklingur getur haft tekjur á bilinu
3.473—18.626 kr. og hjón á bilinu
4.861—30.479 kr. án þess að tekju-
tryggingin skerðist og er þá ellilíf-
eyririnn sjálfur ekki nn í dæminu.
Örorkulífeyri hafa 2.830 manns,
þar af 1.880 með óskerta tekju-
tryggingu, en 950 með skerta tekju-
tryggingu. Báðir þessir hópar geta
auk þess haft sérstaka uppbót
vegna lyfjakostnaðar, hárrar húsa-
leigu eða mikillar umönnunar.
Erum enn á eftir
Þótt útgjöld íslendinga til al-
mannatrygginga hafi aukist veru-
lega í gegnum árin og sé orðinn snar
þáttur í útgjöldum ríkisins, þá blas-
ir samt við að enn stöndum við hin-
um Norðurlöndunum nokkuð að
baki. í Norrænu tölfræðihandbók-
inni kemur t. d. fram að árið 1982
hafi útgjöld almannatrygginga-
kerfisins á íslandi sem hlutfall af
brúttó þjóðarframleiðslu (önnur
viðmiðun en áður kom fram) verið
18,7%. í Svíþjóð var þetta hlutfall
hins vegar 33,1%, í Danmörku
30%, í Finnlandi 23,6% og í Noregi
21,7%. Við erum á svipuðu róli og
Sviar og Danir voru fyrir 15 árum
hvað þetta varðar.
Afmælisrit
í undirbúningi
I tilefni af væntanlegu hálfrar aldar af-
mæli Alþýðutrygginga á íslandi er nú
starfandi ritnefnd á vegum Trygginga-
ráðs, sem á að sjá um útgáfu á sér-
stöku afmælisriti.
Ritnefndin er skipuð þremur mönn-
um, formaður hennar er Gylfi Þ. Gísla-
son prófessor, og hinir í nefndinni eru
Haraldur Ólafsson alþingismaður og
dósent og Þor Whitehead sagnfræð-
ingur.
Forstjórar
Dyggingastofnunar
ríkisins
frá upphafi
1. Brynjólfur Stefánsson, 20. maí 1936 til 31. des-
ember 1936.
2. Jón Blöndal, 1. janúar 1937 til 6. apríl 1938.
3. Haraldur Guðmundsson, 7. apríl 1938 til 8. maí
1957.
4. Sverrir Þorbjörnsson, 9. maí 1957 til 15. febrúar
1970.
5. Gunnar J. Möller, 16. febrúar 1970 til 1. apríl
1970.
6. Sigurður Ingimundarsson, 1. maí 1970 til 1.
ágúst 1978.
7. Gunnar J. Möller, 31. júlí 1978 til 19. janúar
1979.
8. Eggert G. Þorsteinsson, frá 20. janúar 1979.