Alþýðublaðið - 14.03.1987, Side 3

Alþýðublaðið - 14.03.1987, Side 3
Laugardagur 14. mars 1987 3 Jón Sigurðsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík, segir frá lífi sínu og Iffsskoðunum Hann er grannur og stæltur, yfirvegaður og íhugull. Hann fer úr jakkanum þegar við byrj- um viðtalið, líkt og hann sé að ganga til skipu- lagðrar vinnu. Og því neitar enginn: Jón Sig- urðsson er skipulagður og agaður maður. Vinnu- þjarkur sem þó er enginn asi á, fasið ávallt greind- arlegt og eilítið lokað en oft bregður fyrir hlýju í augunum. Jón Sigurðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar og æðstiprestur hagfræð- innar, embættismaðurinn og tölfræðingurinn, efna- hagsráðgjafi sjö forsætis- ráðherra, hin óvefengjan- lega völva íslenska þjóð- arbúsins. Hið pólitíska tromp sem Jón Baldvin Hannibalsson slengdi á borðið í nóvember svo andstæðingar Alþýðu- flokksins tóku stökk í ótta og undran; efsti maður á lista Alþýðu- flokksins í Reykjavík. Hvers vegna fer þessi maður í pólitik? Jón Sigurðsson svarar þessari spurningu með annarri spurningu: „Hvers vegna klífur fjallgöngumaður fjall? Ætli það sé ekki vegna þess að fjallið er þarna. Ég fór ekki út í pólitík til að njóta kyrrláts lífs eða búa við hagstæð kjör. Ég valdi pólitíkina til að gera gagn og jafnframt vil ég breyta til. Eg fór ungur að vasast í efnahags- störfum og undanfarin 20 ár hef ég unnið sem embættismaður og lengst af við sömu stofnunina. En ég er ekki orðinn stjórnmálamaður - starfsheitisins vegna, ég fer í stjórn- mál til að breyta hlutum og gera eitthvað sem skiptir máli. Þess vegna hef ég gengið til liðs við Al- þýðuflokkinn því hann sameinar fólk til starfa sem vill skipta kjörum með sanngjörnum hætti í anda jafnréttis um leið og hann fylgir skynsamlegri stefnu í efnahags- og atvinnumálum. Persónugerð pólitík — En ert þú efni í stjórnmála- mann, Jón? Þú hefur verið em- bcettismaður í tvo áratugi, sann- kallaður kerfiskall og skriffinnsku- menni að dómi margra? Nú hlær Jón: „Ég vona að stjórnmálamenn séu mismunandi, og hvers vegna ekki ein tegundin úr röðum embættismanna? Það er á margan hátt æskilegt að embættis- reynsla nýtist í stjórnmálastarfi. Annars eru allir þessir sleggjudóm- ar um stjórnmálamenn dálítið dap- urlegt fyrirbæri. Ummæli eins og ég sé kerfiskall eða býrókrat er vitnisburður um hvernig íslensk stjórnmál eru oft persónugerð. Ef pólitík mín er málefnaleg, þá er ég skriffinnskulegur, og þar fram eftir götunum. Það úir og grúir af pers- ónulegum aðdróttunum í pólitík- inni í stað vitrænnar umræðu. „Hann Iak, hann sveik, hann sagði frá málinu í fjölmiðlum á við- kvæmu stigi . . “ o.s.frv. Slík um- mæli og svipuð eru alltof algeng í íslenskum stjórnmálum. Almenn- ingur sér ekki málefni fyrir mönn- um. Eflaust er þetta einnig fjöl- miðlum að kenna. Kannski þarf stóryrði til að koma fólki til við sig, en ég tel þetta ekki vera jákvæða hlið á íslensku stjórnmálastarfi. Og ég mun ekki leggja mig fram í þess- ari grein stjórnmálanna“ Og nú er Jón orðinn alvarlegur aftur. En bætir svo við brosandi: „Hverju bjóstu við? Hélstu að ég myndi svara því játandi að ég væri staðnaður kerfiskall? Þetta er þar að auki leiðandi spurning. Þú gætir alveg eins spurt mig hvenær ég hætti að lemja konuna mína. En mér finnst að það sem skipti máli sé, hvað menn hafi til málanna að leggja. Ég legg mig fram við að undirbúa mál vel og byggja á stað- reyndum. Kannski að éinhverjum þyki það of málefnaleg vinnubrögð en þannig vinn ég nú einu sinni“ TEXTI INGOLFUR MARGEIRSSON. MYNDIR JIM SMART OG FL.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.