Alþýðublaðið - 14.03.1987, Page 4

Alþýðublaðið - 14.03.1987, Page 4
4 Laugardagur 14. mars 1987 Pólitískur áhugi var mikill á ísa- firði á þessum árum og jafnaðar- stefnan var ofarlega á baugi. Ég starfaði í félögum ungra jafnaðar- manna á ísafirði og Akureyri... Hlutverk ráðgjafans er að benda á lausnir — Þú hefur ennfremur verið gagnrýndur fyrir uð hafa veitt mörgum ríkisstjórnum efnahags- ráðgjöf allt frá árinu 1970 og að slíkur bakgrunnur sé óheppilegur fyrir verðandi þingmann. M.a. hef- ursú gagnrýni heyrst að þú hafir átt sök á efnahagsóförum ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar og Þjóðvilj- inn skrifaði um þig leiðara ásínum tíma og kallaði þig höfund kaup- lœkkunarlaganna 1978 og kaup- ránslaganna í tíð núverandi stjórn- ar? Tími frjáisra fiskveiða er liðinn — Nú boðar þú þá stefnu Al- þýðuflokksins að horfið skuli frá miðstýringu og ríkisforsjá. En varst þú ekki sjálfur hluti af þessu mið- stýringarkerfi, m.a. sem oddamað- ur við fiskverðsákvarðanir og guð- faðir kvótakerfisins? „Það er rétt. Sem embættismað- ur var ég oddamaður í fiskverðs- ákvörðunum. En það er ekki þar með sagt að mér finnist þetta fyrir- komulag skynsamlegt í alla staði. Reyndar hafa forsendur fyrir fisk- verðsákvörðunum breyst mikið síð- ustu árin. Nú ætti að gefa þær Brœðurnir þrír, Þórir, Guðmundur og Jón. Brœðurnir misstu foreldra sína ungir. „Það var ákaflega sárt fyrir mig og brœður mína“, segir Jón um þá reynslu. Þetta var erfiður tími fyrir unga drengi og auðvitað mótaði þessi reynsla mig á margan hátt.“ Föðuramma Jóns, Rebekka Jónsdóttir frá Gautlöndum i hópi ísfirskra barnabarna sinna. Elsti bróðirinn Þórir lengst til hœgri, Guðmundur er bak við Rebekku ömmu og Jón lengst til hœgri. Um þessar upphrópanir hef ég aðeins það að segja, að ég hef verið starfsmaður við Þjóðhagsstofnun sem hefur þríþætt hlutverk. í fyrsta lagi á stofnunin að fylgjast með af- komu þjóðarbúsins og árferði. í öðru lagi á stofnunin að gera spár og áætlanir til opinberrar birtingar og fyrir stjórnvöld, og í þriðja lagi er stofnunin tii ráðuneytis fyrir Al- þingi og ríkisstjórnir. Þessi þrjú verkefni hafa verið misjafnlega mikilvæg allt eftir því hverjir hafa setið í ríkisstjórn og í hve miklum mæli hefur verið til Þjóðhagsstofn- unar leitað. Hlutverk ráðgjafans er að benda á lausnir, stjórnmála- manna og ríkisstjórna að taka ákvarðanir og bera ábyrgð á þeim. Það er því einföldun að einn embættismaður eða fleiri ráði þeim málaflokkum sem þeir eru með til ráðuneytis. Hvað varðar tíð Geirs Hallgrímssonar, þá heppnaðist sumt en annað miður. Ráðgjöf í efnahagsmálum í tíð þeirrar ríkis- stjórnar var aldrei eins manns verk. Og ég ætla mér ekki þá dul að eigna mér allt hrós þegar vel tókst til og alla skömm þegar miður gekk. Mér Iíkaði vel að vinna með Geir Hall- grímssyni. Hins vegar Ienti stjórn hans í miklum erfiðleikum 1974— 75 þegar hækkun á olíuverði dundi yfir. Ekki tókst að ná samstöðu um efnahagsstefnuna til að hemja þensluskeiðið, sem fylgdi 1976— 78; innlend eftirspurn tók of ört við sér og fór úr böndunum. En margt sem sú stjórn gerði var velheppnað, ég minni á að jöfnuður náðist í ut- anríkisviðskiptum 1978. Og þjóð- arbúið náði sér hægt og sígandi upp úr orkukreppunni. Ég átti að sjálfsögðu aðild að undirbúningi aðgerðana vorið 1983. Reyndar gerði ég opinberlega grein fyrir mínu áliti um miðjan maí sama ár áður en stjórn var mynduð. Þá voru efnahagsmálin komin í óefni og valið sem menn stóðu frammi fyrir, var hvort hluti launfólks ætti að missa atvinnuna og landið lánstraustið eða kjörin yrðu skert hjá öllum. Varðandi aðra gagnrýni sem heyrst hefur þá vil ég benda á einfaldar staðreyndir. Til dæmis var ég fjarri góðu gamni frá hausti 1980 til ársbyrjunar 1983 en þau ár gegndi ég störfum aðalfull- trúa Norðurlanda í framkvæmda- stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington. Á þessum tíma skilst mér að ýmislegt hafi farið úr bönd- unum á íslandi án þess að ég vilji kenna fjarveru minni um það“, seg- ir Jón hæversklega og glottir. frjálsar og stofna fiskmarkaði. Ég hef t.d. alla tíð verið andvígur milli- færslum í sjóðakerfi sjávarútvegs- ins. Grundvöllurinn fyrir kvótakerf- inu var hins vegar lagður þegar ís- lendingar fengu óskoruð yfirráð yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu þeim yfirráðum fylgir ábyrgð. Rök- in fyrir því að stjórna fiskveiðum með opinberum afskiptum eru þ.ri- þætt. I fyrsta lagi getur óheft sokn leitt til ofnýtingar fiskstofna. í öðru lagi verða veiðarnar of dýrar og flotinn of stór vegna þess að hver einstaka útvegsmaður skeytir ekki um áhrif eigin sóknar og afla á afla- brögð annarra. í þriðja Iagi hafa sveiflur í tekjum sjávarútvegs ekki eingöngu áhrif á afkomuna í grein- inni sjálfri heldur einnig á allan þjóðarbúskapinn. Til að stuðla að jafnvægi og jöfnum framförum í hagkerfinu er æskilegt að jafna þessar sveiflur. En spurningin hlýt- ur alltaf að vera: Hvernig á ríkið að hlutast til um veiðarnar til hagsæld- ar fyrir alla þjóðina? Kvótakerfið var sett á við erfiðar aðstæður í kjölfar aflabrests árið 1984 og þótt það sé engin óskalausn, var það breyting til framfara. Reyndar átti kvótakerfið sér undanfara í kvóta- kerfi á loðnuveiðar sem sett var á í ráðherratíð Kjartans Jóhannssonar 1979 en það hefur skilað góðum ár- angri fyrir loðnuútgerðir. Boð og bönn eru ekki æskileg en það er ljóst að tími frjálsra veiða er liðinn. Nú- verandi aðstæður eru ekki neyðar- aðstæður heldur varanlegar að- stæður. Þar af leiðandi losnum við ekki undan afskiptum hins opin- bera af fiskveiðum með þjóðarheill í huga. Hins vegar verðum við að snúa agnúa af veiðileyfakerfinu og gera það sveigjanlegra; binda það ekki við skip heldur úthluta veiði- leyfum hverju sinni eftir aðstæðum og þá gjarnan til nokkurra ára í senn. Það er mikilvægt að framtak manna og útsjónarsemi fái að njóta sín i þessari undirstöðugrein. Á því lifir þjóðin?" Það verður að þvo upp — Þú sagðir að þú vœrir ípólitík til að gera gagn. Geturðu nefnt dœmi um þetta? „Langtímahagsmunamál hafa legið í láginni. Tvennt er brýnt: Að opna hagkerfið og að draga úr af- skiptum ríkisvaldsins af atvinnulíf- inu. Það verður að skapa atvinnu- lífinu hagstæðara umhverfi. Ekki síður þarf að hugsa um velferð fólksins í landinu. Styrkja mannúð og menningu, námsaðstoð, og menntakerfið yfirleitt, hlúa að hús- næðismálum, lífeyrismálum, heil- brigðiskerfinu. Jafnaðarmenn hafa mikið verk að vinna. Það er óspart þráttað um dægurmál á efnahags- sviðinu og aðrir málaflokkar verða oft útundan. Það má líkja jafnvæg- isstjórn í efnahagsmálum frá ári til árs við uppþvott. Það verður alltaf að þvo upp svo eldhúsið fari ekki á hvolf og fjölskyldan borði með puttunum. Við megum ekki eyða tímanum í að rífast um hver eigi að vaksa upp. Við eigum að skipta uppþvottinum bróðurlega á milli okkar og vinna það verk sjálfkrafa. Við eigum að snúa okkur meira að hinum hliðum fjölskyldulífsins, rækta garðinn og byggja upp húsið og heimiliðl* Kratískar rætur Jón Sigurðsson á rætur að rekja til Alþýðuflokksmanna. Afi hans, séra Guðmundur Guðmundsson í Gufudal, er meðal frumherja Al- þýðuflokksins á ísafirði. Guð- mundur var mikill félagsmálamað- ur, bindindisfrömuður og átti þátt í að stofna kaupfélagið og bökunar- 'félagið (Félagsbakaríið) sem faðir Jóns tók við) og hann var ritstjóri ísafjarðarblaðanna Skutuls og Njarðar. Einkunnarorð Njarðar voru reyndar: Gegndrepa af brenni- víni stendur enginn trúan vörð um ísland. Þetta urðu áhrínsorð á Jón, alla vega bragðar hann vart áfengi og hætti að reykja fyrir 20 árum. En áfram með kratismann í blóði Jóns: Séra Guðmundur var giftur Re- bekku Jónsdóttur frá Gautlöndum í Mývatnssveit og synir þeirra settu mikinn svip á kratismann á Isafirði. Haraldur varð þingmaður, ráðherra og fyrrum formaður Alþýðuflokks- ins. Ketill var kaupfélagsstjórinn og Sigurður faðir Jóns var bakarinn sem bakaði alþýðubrauðin í Félags- bakaríinu. Alls eignuðust þau séra Guðmundur og Rebekka tíu börn, þ. á m. Jón, föðurÓlafs gagnrýn- anda. Sjálfur segir Jón Sigurðsson um pólitískt uppeldi sitt: „Faðir minn var mikill áhuga- maður um almannatryggingar og sat lengi í stjórn Sjúkrasamlagsins. Hann var jafnaðarmaður og átti nokkurt safn bóka um stjórnmál og sögu. Pólitískur áhugi var mikill á ísafirði á þessum árum og jafnað- arstefnan var ofarlega á baugi. Ég starfaði í félögum ungra jafnaðar- manna á ísafirði og Akureyri en vegur minn átti þó ekki eftir að liggja um pólitík. Eftir háskóla- námið í Stokkhólmi kom ég heim og .tók við störfum sem ekki gátu samrýmst flokkapólitðk. Mitt starf var fólgið í því að lýsa valkostum, ekki skoðunum. Ég hef unnið fyrir stjórnmálamennúröllum flokkum. Til að mynda hef ég unnið fyrir sjö forsætisráðherra: Bjarna Bene- diktsson, Jóhunn Hafstein, Ólaf Jóhannesson, Geir Hallgrímsson, Benedikt Gröndal, Gunnar Thor- oddsen og Steingrím Hermanns- son. En þótt ég hafi haldið mig frá flokkapólitík, þá neita ég því ekki að rætur mínar standa í Alþýðu- flokknum. Hins vegar er ég nýgeng- inn í flokkinn" Alþýðuflokkurinn frjáls- lyndari í efnahagsmálum en Sjálf- stæðis- flokkurinn — Aukið fylgi Alþýðuflokksins í skoðanakönnunum bendir til ákveðinnar þróunar í átt að tveggja flokka kerfi. Eru þáttaskil fram- undan í íslenskum stjórnmálum? „Það eru engar ýkjur að þáttaskil liggja í loftinu. Alþýðuflokkurinn hefur unnið sig uppúr lægð og fylgi flokksins á undanförnum mánuð- um hefur verið nokkuð á bilinu 20—30%, oftast 20—25%, Sjálfstæðisflokkurinn hefur rokk- að frá 30 upp í 40%, oftast 35— 40%. Þessar tölur gætu bent til þess að tveggja flokka kerfi væri að þró- ast. En við skulum hafa hugfast að skoðanakannanir eru ekki kosning- ar og að hinir óráðnu eru stærsti flokkur landsins. Þeirra atkvæði munu ráða úrslitum í vor. Ef Al- þýðuflokknum tekst að tryggja sér mikið fylgi úr hópi óráðinna, eins og sumar skoðanakannanir benda til, verða vatnaskil í íslenskum stjórnmálum í vor. Að mínu mati er sú þróun tvímælalaust til góðs.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.