Alþýðublaðið - 14.03.1987, Síða 19
Laugardagur 14. mars 1987
19
Rætt við stýrimanninn,
alheimshornaflakkarann,
ævintýramanninn, Vestmannaeyinginn
og þó sér í lagi fslendinginn
Jón „Bondó“ Pálsson.
ísland er
besta land
í heimi, —
Sögumaðurinn: Jón „Bondó“ Pdlsson.
og Vestmannaeyjar besti heimur á
„Bondó“ ekki skírnarnaf n
„Það er ekki rétt að ég hafi verið
skírður „Bondó“. Hins vegar hefur
þetta loðað við mig frá því ég var
smábarn. Síðan fór þetta uppnefni
að detta út um fermingu, en þá fór
ég sjálfur að skrifa mig þetta, — og
geri það enn þann dag í dag. Þetta
nafn er þannig til komið að það var
kunningi minn sem passaði mig
mikið þegar ég var lítill og honum
fannst þetta orð hrökkva út úr mér
eitthvað líkt þessu. Hann fór sem
sagt að kalla mig þetta og þetta fest-
ist síðan við mig. Svo fór þetta að
þykja hálfgerð hneisa, svona þegar
búið var að ferma mig, að vera að
uppnefna mig þetta, en þá fór ég að
skrifa mig þetta sjálfurþ sagði Jón
„Bondó“ Pálsson, sjómaður og al-
heimsflakkari í Vestmannaeyjum.
Af elstu ætt I Eyjum
„Ég er fæddur og uppalinn í Vest-
mannaeyjum og á héðan ættir að
rekja. Móðurætt mín var búin að
búa hér í eitthundrað og fimmtíu ár
þegar gaus hér sem heimsfrægt
varð. Og mun það vera elsta ætt hér
í Vestmannaeyjum, en móðir mín
heitir Fanney Guðjónsdóttir, og er
frá Oddsstöðum. Faðir minn hét
Páll Eyjólfsson og var ættaður
sunnan úr Höfnum.
Þegar ég fæðist þá bjuggum við á
Bolsastöðum, i húsi sem ísleifur
heitinn Högnason byggði á sínum
tíma. Þar Ieigðu foreldrar mínir í
nokkur ár. Og þar elst ég upp fyrstu
árin. Þegar við flytjum frá Bolsa-
stöðum þá er ég líklega tíu ára gam-
all og þá flytjum við í annað leigu-
húsnæði og bjuggum þar í þrjú ár,
en þá festu foreldrar mínir kaup í
verkamannabústað.
Faðir minn, Páll Eyjólfsson var
forstjóri fyrir sjúkrasamlaginu hér í
Eyjum, alveg frá stofnun þess og
þangað til að hann hætti fyrir ald-
urs sakir.
Ungur til sjós
Ég var fjórtán ára gamall þegar
ég byrja til sjós. Er þá til sjós í tvö
sumur, en vann við fiskaðgerð á
vertíðunum. Og fimmtán ára byrja
ég alfarið að róa og þá á smærri
bátum, fyrst á Kap VE 272 sem var
27 tonna bátur. Hér var nefnilega
útgerðarmaður í Vestmannaeyjum
sem Jón í Hlíð var nefndur. Hann
las bókina Kapítólu og varð svo
hrifinn af bókinni að hann skírði
dótturina Kapítólu og bátinn sem
hann eignaðist þessu nafni líka! Sú
útgerð gekk þó ekki allt of vel, eftir
þvi sem mér hefur skilist og þá stytti
hann nafnið niður í Kap og það
virðist hafa dugað, því síðan hefur
þetta verið mikið happanafn í Eyj-
um. Þessi bátur er til enn þann dag
í dag og gengur mjög vel.
Með Guðjóni Valdasyni
Mér hefur alltaf fundist ákaflega
skemmtilegt að vera til sjós. Ég varð
fyrir því láni að lenda með ákaflega
góðum manni og skipstjóra þegar
ég byrja á sjónum, en hann heitir
Guðjón Valdason, sem er enn á lífi,
— ég held að hann sé níutíu og
fimm ára gamall. „Krati” mikill og
fer allra sinna ferða og er ákaflega
hress maður. Ég er viss um að það
hefur verið ákaflega mikið lán fyrir
mig að lenda með slíkum manni,
Guðjóni Valdasyni, fyrir mig sem
byrjanda. Hann var bæði góður
kennari og virkilega góður félagi að
öllu leyti. Sjálfur var ég sjóveikur
fimm fyrstu árin sem ég var til sjós
upp á hvern dag, en svo fór þetta
loksins af manni. Móðir mín var nú
alltaf að biðja mig að hætta þessari
sjómennsku, en það var bara ekkert
annað að gera í Éyjum en að stunda
sjóinn, eða þá loka sig inn í frysti-
húsi og það langaði mig ekki til að
gera.
Gámaútflutningur
Það er náttúrlega ekkert spurs-
mál í sambandi við þennan gámaút-
flutning gagnvart sjómönnum því
gámaútflutningurinn jafnar sig
kannski upp með þrefalt verð mið-
að við heimalandað.Síðan er það
auðvitað spurningin hvort það sé
alfarið rétt að senda svona mikinn
fisk út í gámum eða á að deila þessu
eitthvað niður, þannig að vinnan
leggist nú ekki alveg af í landi?
En það er nú svo skrýtið að mér
finnst eins og þeir séu ekkert of
ánægðir með að fá hráefni í húsin
hérna. Og ég eiginlega skil það
ekki, og ég held að það skilji enginn
maður. Frystihúsin hér eiga sína
eigin togara og ég veit ekki betur en
að þeir séu að flytja út í gámum.
Það getur þó stafað af því að þeir
halda ekki fólkinu nema fiskurinn
sé látinn í gáma.
Sjálfur er ég á móti öllum boðum
og bönnum. Ég er núna á bát hjá
Sigurði Einarssyni, stórútgerðar-
manni. Hjá honum er það númer
eitt að frystihúsið hafi hráefni.
Hins vegar það sem umfram er, það
fáum við að láta í gáma. Þetta hefur
gefið mjög góða raun. Hans bátar
afla reyndar yfir höfuð mjög vel og
hann hefur haft yfirdrifið nóg hrá-
efni fyrir frystihúsið, þannig að við
fáum yfirleitt alltaf að láta eitthvað
í gáma. Og núna til dæmis á meðan
síldartíminn er, þá vinnur hann al-
farið síld og þá fer allur fiskur frá
okkur í gáma á meðan á því stend-
ur. Þetta hefur komið mjög vel út
og allir mjög ánægðir með þetta.
Hins vegar nær það ekki nokk-
urri átt ef gámafiskútflutningar
valda atvinnuleysi í húsunum. Og
við megum heldur alls ekki glata
okkar útflutningsmarkaði. Það eru
miklar hættur í þessu, en ég held
þótt ég sé á móti öllum boðum og
bönnum að það verði að setja ein-
hvern kvóta á þetta, þannig að við
töpum ekki þeim mörkuðum sem
við þegar höfum. En ég er sammála
því að setja einhverjar reglur sem
væru þá sveigjanlegar, því það þýð-
ir ekkert að setja einhverjar harð-
svíraðar útpískunarreglur. Sumir
bátar hér, sem frystihúsin eiga hlut
í, eru með þetta þannig að þeir hafa
fengið að setja í einn gám á viku.
Það virðist vera nokkuð góð regla.
Þetta lyftir hlut sjómannanna ákaf-
lega mikið upp og ef að menn geta
selt fjóra gáma á mánuði til viðbót-
ar því sem þeir landa hérlendis, þá
þurfa menn ekki að kvarta. Og það
er aðalatriðið að finna út eitthvað
svona kerfi sem allir geta sæst á.
Þetta álít ég mjög góða reglu og
með þessu móti, þá er ekki verið að
taka of mikið frá frystiiðnaðinum.
Bónusinn hátt hlutfall
Annars í sambandi við þetta tal
um kaupið hjá fólkinu í frystihús-
unum, þótt ég viðurkenni að kaup-
ið sé mjög lágt, þá heyrum við bara
aldrei neitt annað en um tímakaup-
ið. En hvað gefur bónusinn þessu
fólki? Ég veit það reyndar ekki, en
hann er vissulega orðinn hættulega
hátt hlutfall af heildartekjum, —
eftir því sem mér skilst. Þegar land-
verkafólkið missir bónusinn, þá er
tekjuöflun heimilisins stefnt í voða.
Ég held að ég hafi heyrt það í út-
varpi fyrir nokkru, að fólk sem er í
góðum bónus, það getur komist í
þrjú hundruð krónur á tímann og
þá er náttúrlega stærsti hluti laun-
anna orðinn bónusinn. Það er auð-
vitað ekkert sniðugt, því grunnur-
inn verður alltaf að vera það sterkur
að heimilin hrynji ekki þegar bón-
usinn er farinn. En þá vaknar sú
spurning: Er ekki hægt að jafna
þessum bónus niður og borga
hærra timakaup? Þeir eru reyndar
eitthvað að bauka við þetta í samn-
ingunum núna, en maður er bara
alveg hættur að treysta þessum
mönnum. Einkahagsmunapotið í
þessu er orðið þannig að það er
ógeð hreint út sagt.
Texti:
Örn
Bjarnason
íslandi
Verkalýðsforystan slöpp!
Ég er á þeirri skoðun að ef að
laun 'almennt í landinu yrðu jöfnuð
út, þá þyrfti enginn að kvarta. Og
mér finnst, því miður, að verkalýðs-
forystan hún gangi upp í því að gera
þá ríku ríkari og þá fátæku fátæk-
ari. Mér finnst þetta óhuggulega
satt.
Ég hef reyndar ekki fylgst svo
mjög með málum hér á landi, því ég
var erlendis í tíu ár og ekki nema tvö
ár síðan ég ég koma heim. En slæmt
var það áður en ég fór út, en mér
finnst ástandið vera helmingi verra
í dag. Verkalýðsforystan er alltaf að
verða linari og linari.
Þú segir mér að Jón nafni minn
Kjartansson hafi einhvern tímann
sagt að það sé eins og að tala við
steininn að nefna það við atvinnu-
rekendur að fólk fái laun sem
möguleiki sé að lifa af. Jafnvel að
sumir verkalýðsforingjar virðist
ekki kippa sér upp við þetta. Ég er
alveg sammála Jóni nafna mínum í
þessum efnum.
Kíkti á þetta sjálfur
Ég fór út með einum Fossinum
sem var að fara með gámafisk frá
okkur og fylgdi fiskinum alveg eft-
ir, alveg frá því að ég veiddi hann og
þangað til að búið var að selja
hann. Þetta gerði ég til þess að vita
það með fullri vissu hvað raunveru-
lega væri að gerast í þessum málum
og hvernig þessi gangur málsins fór
fram.
Skýringin á því að ég fór þessa
ferð er sú að ég hef aldrei viljað
spara ís í fisk, því að ég vil koma
með ferskt og gott hráefni i land.
Jóhannes Kristinsson, sem er höf-
uðpaurinn hér i „gámavinafélag-
inu”, hann var alltaf að skamma
mig fyrir að ísa of mikið. Ég ansaði
þessu aldrei, þar til að hann segir:
„Það er best að senda þig út með
Fossinum í nótt” Ég sagði að það
væri í góðu lagi, ég skyldi fara út