Alþýðublaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 10
10
Hörmungarástand
í góðærinu
hans Steingríms
— Elín Alma Arthúrsdóttir, þingmannsefni Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi, stillir afrekaskrá ríkisstjórnarinnar upp
gegn framtíðarsýn Alþýðuflokksins
Fljótt skipast veður í
lofti. Fyrir örfáum
dögum, á augnablik-
um í sögunni, klofn-
aði stærsti flokkur
þjóðarinnar að
minnsta kosti í
tvennt. Enginn veit
ennþá hvað klofning-
urinn er stór og
hverjar afleiðingarnar
verða. Það er upp-
reisnarandi í fólki. En
uppreisn gegn hverju?
Gegn skattsvikum?
Nei, gegn siðleysi í
stjórnmálum? Nei,
gegn stjórnarstefn-
unni? Nei. Gegn
hverju þá?
Sá sem kynni skýringuna á því
væri skarpskyggn. Það sem helst
kemur upp í hugann þegar horft er
á atburði síðustu vikna er að fólk sé
að mótmæla aðferðinni við brott-
vikningu Alberts Guðmundssonar,
hvítu perlunnar úr fótboltanum, úr
ráðherrastól. En við verðum öll að
gera okkur grein fyrir því að það
verður að gerast á annan hátt en við
kjörborðið. Við kjörborðið eiga
verk þeirra sem stjórnað hafa að
dæmast. Við kiörborðið Þar sem
allir geta sýnt hug sinn til þess sem
búið er.
Og hvernig hefur stjórnarstefna
undangenginna fjögurra ára verið?
Finnst ykkur þið hafa fundið mikið
fyrir góðærinu? Finnst ykkur þið
ráða ferðinni í eigin málum? Finnst
ykkur staðan í skattamálum góð, í
heilbrigðismálum, skólamálum eða
landbúnaðarmálum? Mér finnst
það ekki.
Góðœri eða
hörmungarástand
Við heyrum mikið talað um góð-
ærið, og forsætisráðherra Stein-
grímur Hermannsson lét hafa það
eftir sér í viðtali að ef til góðæris
hefði ekki komið þá væri hér hörm-
ungarástand. Þetta segir allt sem
segja þarf, batinn í efnahagslífinu
stafar af utanaðkomandi áhrifum.
Þjóðarsáttin hans Þorsteins er til-
komin fyrir atbeina aðila vinnu-
markaðarins, og hvur veit hvað
undir kraumar? Skyldi þjóðarsátt-
in vera til nema í munni fámennra
hagsmunaaðila? Hvað með verð-
bólguna? Hún er sögð hafa farið úr
130% í 13%, við skulum vera minn-
ug þess hverjir voru við stjónvölinn
þegar verðbólgan var sem hæst, við
skulum líka muna að verðbólgan
mælist nú í kringum 20% á árs-
grundvelli og mér segir svo hugur
um að stefnan sé uppávið.
Framsóknarflokkurinn hefur frá
upphafi talið sig verndara þeirra
sem á landsbyggðinni búa og boða
nú „nýja öfluga byggðastefnu sem
miðar að því að íbúar dreifbýlisins
njóti hliðstæðra lífskjara og þjón-
ustu og aðrir íbúar landsins“. Þetta
lýstir því best í hvurslags fílabeins-
turni Framsóknarflokkurinn er
lokaður. Þeir hafa verið í u.þ.b. 16
ár í ríkisstjórn — og fólksflóttinn
frá landsbyggðinni er staðreynd
sem ekki verður hrakin. Lands-
byggðarbúar eru orðnir langþreytt-
ir á því að „skaffa“, en bera lítið úr
býtum í staðinn. Svo leyfir Fram-
sóknarflokkurinn sér að halda því
fram að hann beri hag okkar fyrir
brjósti. Af hverju í ósköpunum er
staðan þá eins og hún er nú? Af
hverju vöknuðu þeir ekki fyrr af
þyrnirósarsvefni síðustu 16 ára?
Staðgreiðslukerfið aðeins
fyrsta skrefið
Um fátt var meira rætt og ritað í
upphafi þessa árs en staðgreiðslu-
kerfi skatta. Stjórnarliðar fóru
frjálslega með staðreyndir og
vændu Alþýðuflokkinn um það að
vera á móti slíku greiðslukerfi. Það
sem Alþýðuflokkurinn hafði á
móti voru vinnubrögðin — sem
ekki samræmdust svo viðamiklu
máli. Ég tel að staðgreiðslukerfið
hafi aðeins vegið eitt skref af ótal-
mörgum skrefum sem taka þarf í
skattamálum. Hvað var t.d. gert við
niðurstöður úr skattsvikaskýrsl-
unni? Þær voru settar undir stól.
Það sem hefur breyst nú er greiðslu-
fyrirkomulagið. Meira að segja er
búið að fella út þá reglu sem í gildi
var um niðurfellingu á gjöldum
þeirra sem voru að ljúka störfum
vegna aldurs, Alþýðuflokkurinn
kom með tillögu um að þeim yrðu
endurgreiddir skattar af tekjum að
700.000 krónum, sú tillaga var felld
— líka af Albert sem nú kallar sig
sverð og skjöld sjúkra og aldraðra.
Fyrir utan það að í heilbrigðis-
kerfinu logar allt í vinnudeilum er
ástandið víða út um land hrikalegt.
Það er ekki boðlegt á því herrans ári
1987 að fólk þurfi alltaf að fara til
Reykjavíkur ef eitthvað bjátar á,
vera fjarri ættingjum og vinum á
erfiðum stundum, fyrir utan þann
kostnað sem af slíkum ferðum
hlýst. Og hvernig er tannlækna-
þjónustan? Svo dýr að venjulegt
fólk veigrar sér við að fara til tann-
læknis. Það sagði starfsmaður í
verksmiðju út á landi að hann hefði
gerst svo bjartur að fara til tann-
læknis — 4.000 krónur fyrir hvert
skipti — en viðkomandi hafði sjálf-
ur u.þ.b. 40.000 krónur á mánuði!
Sjá ekki allir hvurslags misræmi
þetta er — er það þetta sem fólki
líkar vel við í heilbrigðiskerfinu?
Við íslendingar viljum láta líta á
okkur sem vel upplýsta þjóð. Við
hælum okkur af því á hátíðum og
tyllidögum. Við köllum okkur
„bókaþjóð“. En hvernig er ástandið
í skólakerfinu? Þjónar það öllum
jafnt eins og þó kveður á í grunn-
skólalögunum? Við þurfum ekki að
hugsa lengi til að svara því. Allir
muna upphlaupið í kringum
fræðslustjórann á Norðurlandi
eystra. Þá kom vel í ljós mismunuÞ'
inn á því sem í grunnskólalögunum
stendur og raunveruleikanum. Það
er illt til þess að vita að allur niður-
skurður í menntakerfinu skuli fyrst
koma niður á þeim sem minnst
mega sín, þeim sem þurfa sér-
kennslu og sérstaka aðhlynningu.
Af því ætti enginn að stæra sig.
Að brjótast úr ánauð
Atvinnumál eru sá málaflokkur
sem mér finnst brenna einna heitast
á landbyggðarbúum. Það er ekki
lengur nóg að hafa næga atvinnu,
heldur eru sífellt gerðar fullkom-
lega eðlilegar kröfur um meiri fjöl-
breytni í atvinnulífinu. Þó að löngu
sé ljóst að auðlindir okkar eru ekki
óþrjótandi hefur ótrúlega lítið gerst
í uppbyggingu atvinnulífsins. Það
verður að leggja áherslu á nýjar
greinar, líftækni og rafeindatækni
— við getum framleitt gæðavörur
bæði til sjávar og sveita og eigum að
nýta okkur það. Þess vegna þarf að
brjótast út úr ánauð einokunar og
stöðnunar. Við eigum einnig að
nýta okkur náttúrufegurð landsins
og það hve laus við erum við meng-
un, sem hrjáir margan útlendinginn
— þess vegna þarf að koma skipu-
lagi á alla ferðamannaþjónustu og
hlúa að þeirri grein sem friamtíðar-
atvinnuvegi.
Breytum misrétti í réttlœti
Ég er stundum spurð hvers vegna
í óskssöpunum ég hafi farið að
blanda mér í pólitík. Svarið við því
er einfalt. Vegna þess að ég var búin
að taka afstöðu, vegna þess að mér
finnst stefna Alþýðuflokksins
höfða til mín og vera það sem getur
breytt misrétti í réttlæti. Og þegar
maður hefur tekið afstöðu — þá er
nauðsynlegt að starfa með, reyna að
koma skoðunum sínum og flokks-
bræðra sinna á framfæri — reyna
að fá styrk til að hrinda þeim í
framkvæmd.
Völdin í hendur fólksins
Mér eru málefni landsbyggðar-
innar einkar hugleikin, enda alltaf
búið fjarri glysi og glaumi höfuð-
borgarinnar. Allar tillögur Alþýðu-
flokksins ganga í sömu átt — að
færa völdin í hendur fólksins. Við
leggjum áherslu á einn Iífeyrissjóð
fyrir alla landsmenn. Sá sjóður á að
vera deildskiptur eftir landshlutum
þannig að fjármagnið renni ekki
viðstöðulaust í eina stóra hít í
Reykjavík eins og nú er, í gegnum
Húsnæðislánakerfið, heldur stöðv-
ist þar sem það á heima. Þannig
geta eigendurnir haft eitthvað um
ráðstöfun þess að segja. Við leggj-
um áherslu á Iandshlutaskiptan
fjárfestingarlánasjóð sem gagnist
öllum atvinnugreinum í stað þeirra
12 sjóða sem nú starfa, allir í
Reykjavík. Við leggjum áherslu á
kaupleiguíbúðir sem gefa fólki kost
á vali í húsnæðismálum — frelsi til
að eyða bestu árum ævinnar í ann-
að en steinsteypupuð og eilífar fjár-
hagsáhyggjur. Við leggjum áherslu
á að heildarlengd vinnutíma fólks
verði svipuð og í nágrannalöndun-
um. Það er athyglisvert að í yfir-
vinnubanninu 1977 var gerð könn-
un á áhrifum þess á afköst í fyrir-
tækjum, sem leiddi í ljós að 85%
fyrirtækjanna náði að halda sömu
afköstum og áður eða auka þau.
Þetta sýnir að hægt er að greiða
hærra fyrir dagvinnuna, sem aftur
myndi leiða til meira og betra fjöl-
skyldulífs — sem víða er orðið
harla bágborið sökum vinnuþræl-
dóms.
Þriðja hver skattakróna til
Reykjavíkur
Á Suðurlandi eru blómlegar
byggðir og góðar verstöðvar. Þetta
á því að geta verið svæði þar sem
fólk vill búa. Samt er það svo að
Suðurland er láglaunasvæði, þrátt
fyrir að við fiskveiðar séu meðal-
tekjur háar. Þetta tel ég vera mjög
stórt vandamál á Suðurlandi þar
sem margir borga mjög háar upp-
hæðir í orkukostnað. Það Iauna-
skrið sem átt hefur sér stað á höfuð-
borgarsvæðinu hefur ekki náð út á
landsbyggðina. Vöruverð er yfir-
leitt hærra og fasteignaverð hefur
hríðfallið.
Meginverkefni næstu ríkisstjórn-
ar verður að kveða þess öfugþróun
í kútinn. Landsbyggðin leggur til
u.þ.b. 60% af tekjum ríkisins en fær
til baka u.þ.b. 40% — miðstýringin
er að drepa niður allan fjölbreyti-
leika og frumkvæði heimamanna.
Miðstýringin er fjarlæg verkefnun-
um og einkennist af þungu skrif-
ræði. Sveitarfélög eru alltof háð
duttlungum ríkisvaldsins — og
ákvarðanir eru oft teknar hjá em-
bættismönnum sem bera enga
ábyrgð.
Ef ekkert verður að gert verður
ísland borgríki innan fárra ára —
fólkið allt flutt „suður“ — á eftir
fjármagninu.
Hvaða tík er það?
„Hvað tík er það,“ sagði karlinn
þegar hann heyrði fyrst minnst á
rómantik. Það er á svipaðan veg
farið fyrir mörgum þessa dagana.
„Hvurs lags tík er þessi pólitík eig-
inlega að verða,“ spyr fólk og veit
ekki sitt rjúkandi ráð. Hvernig á
annað að vera þegar allt í einu er
búið að stofna nýjan flokk um ekki
neitt. Einn frambjóðandi þessa
nýja flokks lýsti þessu „nýja afli“
sem bylgju — mér datt þá í hug að
það eru örlög flóðbylgja að
skemma út frá sér og deyja síðan
út!
Alþýðuflokkurinn á möguleika á
að verða sú kjölfesta sem þarf i ís-
lenska pólitík. Hann á möguleika á
að verða afl sem getur breytt þjóð-
félaginu. Hann gengur samhentur
til kosninga — við erum lið sem
spilum saman, og við ætlum okkur
að gera stóra hluti. Með þessu liði
vil ég spila, þar sem liðsheildin er
látin sitja í fyrirrúmi — þar sem
málefni vega meira en flokksræði,
þar sem fingurnir fléttast saman í
sterkri stöðu, hugsjónum sem meta
manninn og mannúðina ofar stund-
arhagsmunum.
Það er ekki boðlegt á því herrans
ári 1987 að fólk þurfi alltaf að
fara til Reykjavíkur ef eitthvað
bjátar á...
... —frelsi til að eyða bestu árum
œvinnar í annað en steinsteypupuð
og eilífar fjárhagsáhyggjur.