Alþýðublaðið - 03.10.1987, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 03.10.1987, Qupperneq 3
Laugardagur 3. október 1987 3 Ölfusborgir: Skólinn að byrja Ferdaskrifstofa FÍB verður framvegis rekin á veg- um Samvinnuferða-Landsýn- ar, sem gerst hefur hluthafi. í frétt frá FÍB segir að rekstur ferðaskrifstofunnar hafi und- anfarin ár staðið í járnum og hafi þótt sýnt að gera yrði átak til að koma rekstri henn- ar á breiðari grundvöll. Samvinnuferðir-Landsýn munu framvegis annast reksturinn í náinni samvinnu viö FÍB. Bolvíkingafélagið ( Reykjavík heldur hinn árlega kaffidag sinn í Domus Medica við Egilsgötu á morg- un, sunnudag 4. október kl. 15—18. Veitingahúsið Hrafninn verður rekið með öðrum hætti í vetur en verið hefur, að þvf er segir í fréttatilkynn- ingu sem blaðinu hefur bor- ist. Tónlistin verður látin sitja í fyrirrúmi og lofa aðstand- endur sveitaballsstemmingu á neðri hæðinni á föstudög- um og laugardögum. Á mánudögum og þriðjudögum verða „tönlistaruppákomur" og á fimmtudögum og sunnudögum spilar „bandið hennar Helgu“. Fyrirlestrar Geöhjálpar Geðhjálp gengst í vetur fyrir fyrirlestrahaldi á Geðdeild Landspltalans. Fyrirlestrar þessir verða haldnir á fimmtudagskvöldum einu sinni í mánuði, og hefjast kl. 20.30. Sá fyrsti verður fimmtudagskvöldið 22. októ- ber og þá fjallar Sigrún Júll- usdóttir fjölskyIduráðgjafi um skilnað. Nú er komið að því. Vetrar- starf Félagsmálaskóla alþýðu er að hefjast. Um sextlu þús- und félagsmenn stéttarfélag- anna í ASÍ eiga rétt á skóla- vist. Og einnig félagsmanna í Sjálfsbjörgu. Hver námsönn er hálfur mán- uður. í skólanum öðlast menn þekkingu á hagsmuna- málum verkafólks. Undir það falla kjaramál, samningagerð, félags- og fundarstörf, fram- koma i sjónvarpi, greinaskrif, vinnuréttur og hagfræði, svo að nokkuð sé nefnt. Skólinn er vettvangur skoðanaskipta um markmið og leiðir í baráttu verkafólks fyrir bættum hag. Á dagskrá skólans eru líka menningar- og skemmtikvöld, auk heim- sókna í fyrirtæki og stofnan- ir. Námsönn hefst 11. október og ætti áhugafólk að drlfa sig í opinn skóla, sem er laus við próf og stress. Allarfrekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Menning- ar- og fræðslusambands al- þýðu, Grensásvegi 16, 108 Reykjavík. Áth. Ferðir, vinnutap og skólagjöld greiðir verkalýðs- félag hlutaðeigandi þátttak- anda oftast nær. Lára V. Júliusdóttir leiðbeinir I þátttakendum í Félagsmálaskóla j alþýðu í vinnurétti. Lyfjamál verða til athugunar hjá nefnd sem Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra hefur skipað og á að gera úttekt á álagningu og verðmyndun lyfja, bera saman innkaups- verð til íslands og annarra landa, draga upp heildar- mynd af fjármagnsstreymi í þjóðfélaginu af þessum sök- um og bera saman lyfjanotk- un hér og erlendis svo nokk- uð sé nefnt af öllu þvl sem nefndin á að taka sér fyrir hendur. Brynjólfur Sigurðs- son, prófessor er formaður nefndarinnar. Kjörbók Landsbankans-Góð bók fvrii' lijarta framtlð L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.