Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 3. október 1987 I saumastofu Hagkaups er þessa dagana veriö aö sauma upp efnislag- erinn, þvi rekstri stofunnar veröur hætt í desember. A-mynd/Róbert. Steingrímur flaug norður til friðarumleitana: „Ekki nóg að stefna í norður en fara suður“ — segir Stefán Valgeirsson. A fimmtudagskvöld var gerö tilraun til aö ná sam- komulagi milli Framsóknar- flokksins og Stefáns Val- geirssonar og hans stuðn- ingsmanna. Haldinn var sér- stakur fundur á Akureyri þar sem mættirvoru Steingrimur Hermannsson formaöur Framsóknarflokksins og Páll Pétursson formaöur þing- flokks, ásamt Stefáni og 10 stuðningsmönnum. „Viö lögðum fyrir þá nokk- urs konar úttekt á stjórnar- sáttmála núverandi ríkis- stjórnar, sem við erum mjög ósátt meö,“ sagöi Stefán í samtali viö Alþýöublaöiö í gær. „Það var því engin nið- urstaða önnur en sú að halda áfram að ræða rnálin." Strax eftir kosningar í vor buöu framsóknarmenn Stefáni inngöngu i þingflokk- Fataiðnaður í andaslitrunum? — Saumastofur draga saman seglin eða hætta rekstri. Karnabær hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu á sauma- stofu, um 50 manns. Aö sögn Gudlaugs Bergmann for- stjóra Karnabæjar á ekki aö hætta rekstri, heldur breyta til og endurskipuleggja. Fleiri saumastofur hafa dregið saman rekstur aö undanförnu og nokkrar hafa hætt rekstri. Þannig hefur fyrirtækiö Dúk- ur hætt, og saumastofa Hag- kaups hættir rekstri í desem- ber. Ennfremur er Alþýöu- blaðinu kunnugt um að Henson muni draga verulega saman seglin á næstunni. „Þetta er aóför á stærsta mælikvarða sem hægt er. Það er verið að þakka okkur Kröfur Alþýðusambands Austurlands „Ræðum ekki rugl“ — M«ir Þór»rinn V. Þórarinsson r pmt tavert rn, «r tómt rugf jM»*r menn eru að raeða mm 40% «0* 70% •rinn V. f«m- stjóri VvmiMiI- tali vfð Afþý Alþý4 aði við Þórarinn hafði hann enn ekki séð skriflegar kröfur austanmanna, en engu að síður heyrt um efni þeirra í útvarpi. „Mér finnst rugl ekki vera viðræðu- grundvöllur, en það getur vel verið að þeirséu tilbúnir •ð ræða slíkt,“ sagði Þórar- inn. sérstaklega fyrir að hafa reynt að gera það sem for- ráðamenn báðu okkur um að gera, að styrkja stoðir undir islenskan iðnað," sagði Guð- laugur Bergmann forstjóri Karnabæjar í samtali við Al- þýðublaðiö í gær. Guðlaugur Bergmann segir reyndar að erfiðleikar í ís- lenskum fataiðnaði sé gömul lumma. „Það er eiginlega orðið spurning hvers vegna menn standi í þessu og öðr- um iðnaði. Eigum við ekki bara að vona að fiskurinn bregðist ekki, halda áfram að kaupa bila, farsíma og tele- faxa. Njóta lífsins meðan gullið endist og hafa gam- an?“ í vor tók Hagkaup ákvörð- un um að hætta rekstri saumastofu í desember. Starfsfólki var boðið störf annars staðar í fyrirtækinu. Að sögn Jóns Ásbergssonar forstjóra er ákveðið að hætta vegna þess að reksturinn er óhagkvæmun. iur H«rmannsson: „Vil vinstri stjórn næst“ „Mjög mikill misskilningur hefur leiðrést milli Alþýðu- flokks og Framsóknar. Ég fagna því. Ég tel aö grund- vallarstefnur flokkanna séu mjög skyldar, og að þeir eigi þess vegna að geta vel unnið saman,“ segir Steingrímur Hermannsson í viðtali við Alþýðublaðið. Steingrímur vill að mynduð verði vinstri stjórn, fari svo að ríkisstjórn- in sitji ekki út kjörtímabilið. Hann telur hins vegar mikil- vægt að stjórnin sitji áfram vegna þess stöðugleika sem hún myndar í þjóðfélaginu. Að mati utanrlkisráðherra kemur ekki til greina að ís- land sitji hjá við afgreiðslu tillögu Mexíkana og Svía hjá Sameinuðu þjóðunum um fryctingu kjarnorkuvopna. í fyrra sat ísland hjá við af- greiðslu málsins. Steingrimur segist fylgj- andi því að hækka skatta til að standa undir ýmsum vel- ferðarmálum og þurrka út fjárlagahallann. Island hefur ekki staðið við skuldbinding- ar sínar um framlög til þróun- arlanda, þrátt fyrir yfirlýsing- ar Alþingis um að stefna að auknum framlögum. Um þetta segir Steingrímur: „Annað hvort eigum við að hætta þessu eða reyna að gera þetta sæmilega myndar- lega.“ Segist utanrikisráð- herra tilbúinn að leggja málið í dóm þjóðarinnar með þjóð- aratkvæðagreiðslu. „Er þjóð- in tilbúin að leggja á sig hækkun söluskatts til þess að aðstoða þessi lönd. Ég er meðmæltur þessari hækk- un.“ Steingrímur segist hafa rætt við Gorbatsjoff um mannréttindamál, og hafi hann sagt að fleiri föngum yrði sleppt. Þá yrði ferðafrels- ið meira í Sovét en í Banda- ríkjunum. Utanríkisráðherra telur afskipti Bandarikja- manna í Mið-Ameríku ákaf- lega varasöm. „Það er mín persónulega skoðun, að með afskiptum sínum eru Banda- ríkjamenn að ýta þjóðum út í kommúnisma eins og í Níg- aragva,“ segir Steingrimur Hermannsson. Lesið viðtalið i heild sinni á 20. siðu í Al- þýðublaðinu i dag. inn. Að sögn Stefáns var það bréflegt boð, sem hann og hans stuðningsménn svör- uðu með sama hætti. Ákveð- ið var að halda fund fyrir 9. ágúst„áður en göngur og réttir áttu að hefjast. Af þess- um fundi gat ekki orðið fyrr en nú,“ sagði Stefán. Stefánsmenn munu aðal- lega ósáttir við byggðapólitík ríkisstjórnar Þorsteins Páls- sonar, og Stefán segir enn- fremur að bæði Steingrímur og Páll séu sammála þeirra rökum. „Það kom fram að þeir væru þessu sammála, en erfitt um umbæturvegna stjórnarsamstarfsins.“ Eftir fundinn sátu Stefáns- menn eftir og ræddu þær hugmyndir sem fram komu. „Það er ekki búið að ræða þessi mál í botn og því erfitt að segja til um framhaldið, en ef það á að standa við óbreyttan stjórnarsáttmála þá sé ég ekki hvernig hægt er að ætlast til þess að nokkur landsbyggðarmaður styðji slíkt,“ sagði Stefán, en hins vegar elur hann þá ósk.í brjósti að ekki verði staðið við ýmis gefin loforð stjórnar- sáttmálans. „Til dæmis ef horfið verður frá sölu ríkis- banka og látið af sjóðarugli og umfram allt ef staðið verð- ur við jöfnun aðstöðu. — Það er ekki nóg að stefna í norð- ur en fara í suður,“ sagði Stefán. Á sáttafundinum mun ekki hafa komið til tals að Stefán tæki sæti í ríkisstjórn. Að sögn Stefáns var heldur ekki rætt um samstarf eftir næstu kosningar. Islenskir bakarar: Odýrt hráefni en dýr brauð Brauð virðast talsvert dýrari á íslandi en efni standa til miðað við hrá- efnisverð. Algeng hráefni til baksturs svo sem sykur og hveiti reyndust veruleg- um mun ódýrari á ísiandi en í Danmörku eða Sví- þjóð, í könnun sem Al- þýðublaðið hefur látið gera, en brauðin sem bök- uð eru úr þessu ódýra hrá- efni eru hins vegar á svip- uðu verði og brauð í Sví- þjóð. I Danmörku eru brauð hins vegar mun ódýrari. Verðkönnun okkar, birt- ist á siðu 14 í blaðinu, sýnir að hveiti og sykur eru ódýrari á íslandi en í Skandinavíu. En hvers vegna eru brauð á íslandi ekki miklu ódýrari? Er ekki hveiti stór hluti hráefnis- kostnaðar? Höröur Kristinsson, bak- arameistari i Austurveri i Reykjavík varð fyrir svör- um: „Jú, ef hveiti og sykur eru ódýrari en í Norður- löndum eiga brauðin að vera lægri hér. Hins vegar er ýmiss konar kostnaður, rafmagn, vinnulaun o.fl. og ýmiss önnur efni eru í brauðinu. Við handverks- bakarar getum alls ekki keppt við stóru verk- smiðjubakariin, Mjólkur- samsölunaog Mylluna. Þeir ættu að vera lægri í verði. Við höfum aðeins eitt svar — það er að bæta gæðin.“ Staðfestir hærra verð — segir formaður Neytendasamtakanna um verðkönnun Alþýðublaðsins „Þetta er ákaflega þarft framtak. Könnunin stað- festir það sem Neytenda- samtökin hafa sagt, að vöruverð á íslandi er hærra en í nágrannalönd- unum,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, formaöur Neytendasamtakanna, er hann var inntur álits á samanburðarkönnun okk- ar sem birtist á 14. síðu blaðsins í dag. í fyrsta sinni á íslandi er verð borið saman á „neyslukörfu." Allir neyt- endur kannast við vörurn- ar. Dæmigerð verslun fjöl- skyldu hér á landi. „Þessi könnun ykkar kallar fram margar spurn- ingar. Það er gott fyrir ís- lenska neytendur að sjá samanburðinn. Það má spyrja sig hvers vegna Mikligarður er 22% dýrari en sambærilegur markað- ur í Sviþjóð. OBS-verslun- in sem er í úrtaki ykkar í Stokkhólmi er í samvinnu- félagskeðjunni eins og Mikligarður hér.“ Athygli vekur m.a. að hveiti og sykur séu miklu ódýrari á Islandi en í Skandinavíu. „Ég held að skýringin liggi að einhverju leyti í því að við njótum heims- markaðsverð, sem er nið- urgreitt. Skandinavar selja líklega hveitið á kostnað- arverði hjá sér,“ sagði Jóhannes. f» :Jc----- tí.t. ^ ______

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.