Alþýðublaðið - 03.10.1987, Síða 8

Alþýðublaðið - 03.10.1987, Síða 8
8 Laugardagur 3. október 1987 Fram aö því voru Reykjavíkur- félögin einráð á þeim vettvangi. Það má segja að Rikki hafi brotið múrinn. Með því að komast í landslið 1946. Sjálf- ur fór hann til Reykjavíkur 1947 til náms í húsamálun. Þar dvaldi hann næstu 4 árin. Og sjálfsögðu í fótbolta. Með námi eða... „Ég lærði bara það sem þurfti til að komast áfram. Hitt var fótbolti." 1947-1951 lék Rikki með Fram í Reykjavík. „Það réð örugglega bagga- muninn fyrir knattspyrnuferil minn, að ég lék fjölmarga leiki þessi ár. Við urðum íslandsmeistarar 2 ár af þess- um fjórum. Það voru vormót, Reykjavíkurmót og haustmót. Og knattspyrnuliðin í Reykja- vík drógu um það á hverju ári hverjir tækju á móti erlend- um liðum, sem var boðið í heimsókn. Ég var mjög hepp- inn að leika með besta liðinu ( Reykjavík. Þessarar reynslu hefði ég ekki notið hér uppi á Skaga.“ 1951 hélt Rikki upp á Skaga að nýju. Og það var ekki aö sökum að spyrja. Akranes varð íslandsmeistari það árið. ..Kjarninn í liðinu voru strákar sem voru með mér i 2. flo<ki 1946-1947. 7 eða 8 spil- arar héldu svo áfram og urðu kjarninn í „gullaldarliðinu" sem siðar varð. Ég er sann- færður um að Akranes hefði sigrað í íslandsmóti öll árin til 1959, ef það hefði verið tvöföld umferð eins og nú er. Við vorum með jafnbesta lið- ið.“ 1951 lék íslenska landslió- ið gegn þvf sænska í fyrsta skipti. Nokkur stirni í sænska liðinu voru ekki með, því að þau voru farin að spila niðri á Italíu með atvinnu- mannaliðum. Það gerði þó ekki gæfumuninn. íslenska liðið kom einfaldlega á óvart. Það var mjög frambærilegt, og islensku strákarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu þá sænsku. „Svíarnir eru ennþá að tala um þennan leik. Það komu blaðamenn fyrir nokkrum ár- um og vildu að ég rifjaði upp þessa og aðrar viðureignir við Svíana. Einhverju sinni sagði ég við þá að vildu þeir finna gull færu þeir til Suður- Afríku, en góða knattspyrnu- menn fyndu þeir á Skag- anum ... “ Rikki skoraði mörkin í leiknum við Svía 1951, og einu betur sem var dæmt af. Leiknum lauk 4:3 fyrir ísland. Eftir þann leik voru erlend lið á höttunum eftir Rikka. 1952 kom landsliðsmaður í bridds, Putte Koch að máli við Rikka uppi á íslandi, og bauð hon- um samning við sænska liðið AIK. Samningurinn þótti miklu betri sem ensk lið gætu boðið, sögðu blöðin. Og það varð mikið fjaðrafok. Skandinavísk blöð gleyptu við fréttinni og gátu vart vatni haldið. Rikki varð þó að bera fréttina til baka til að forða Putte frá því að verða að standa við eitthvað sem erfitt var að efna. Útlendingar máttu nefnilega ekki keppa með sænskum liðum. Svíarn- ir vildu ólmir fá Rikka til liðs við sig á þessum árum, og létu ekki deigan síga. Putte Koch varð einvaldur Svía í landsliði. Ekkert lát varö á hrósyrðum hans um Rikka. Svíar og íslendingar léku landsleik í Kalmar 1953. Sænskir höfðu brugðið sér austur á Finnland og leikið við finnska landsliðið — og unnið 10:1. Sænsku blöðin töldu minni sigur en 5-6 mörk ósigur gegn íslendingum. Leiknum lauk með eins marks sigri Svla 3:2. Eftir leikinn var „Svenskdödaren". kallaður „besti knattspyrnu- maður í Évrópu". Útvarpiö Góð mynd af landsliðshópnum sem fór i keppnisferö til Noregs 1953. Aftari röð frá vinstri: Jón Sigurðsson, Óli B. Jónsson, Halldór Halldórsson, Hörður Óskarsson, Ríkharður Jónsson, Ólafur Hannesson, Karl Guð- mundsson, Bjarni Guðnason, Hafsteinn Guðmundsson, Þórður Þ. Þórðarson, Einar Halldórsson, Guðjón Finnbogason, Guðjón Einarsson, Hans Kragh. Fremri röð frá vinstri: Sæmundur Gíslason, Gunnar Guð- mannsson, Helgi Danielsson, Bergur Bergsson, Haukur Bjarnason, Guðbjörn Jónsson. Ljósmynd: Pétur Thomsen/Ljósmyndasafnið. Akranes 1954. Aftari röð frá vinstri: Halldór Sigurbjörnsson, Dagbjartur Hannesson, Rikki, Þórður Þórðar, Pét- ur Georgsson, Kristinn Sigurjónsson. Fremri röð frá vinstri: Sveinn Teitsson, Kristinn Gunnlaugsson, Magnús Kristjánsson, Ólafur Vilhjálmsson, Guðjón Finnbogason. Ljósmynd: Pétur Thomsen/Ljósmyndasafnið. Pvenskdi har~LÖdaren nar I Qtt tí* r1~J det Inte z?" f J.., . Finland nian. dojan «ck stryfc ify Acke BfSndska120^! /de fyra ?Álnd\ stod‘h!nTk:ir \&2g a*•/ | mátch nogl ,SON 1ATTEBRA_ ,tt psykologisKt flr ^ a p&, att trimma i» de9Ba inte sarakilt 0CPh sk blir man vittne ba3en Svenskarna latser, sade Putte KoC*’ p& att man under- iverkant. Visst kan det för att gbra det l roen lagets *Pelare/ med dagens landslag och pi 0» « d*‘“ Snd »» " B*“‘" i Helsingfors med » mot en icke mark „1 Han hrf* „„ íy.USt M « “*"■ D** ■dVerka. „ _iorde tre mi' utan att K-ittre ”Jompa gl°rae .. tn„ats och ^TBengt^o^e d t Thmbere “va6men de kommer lgj£ g(jm dlrigenten och tade stort. sænska hafði eftir Putte að Rikki og Púskas væru bestu knattspyrnumennirnir. Lengra varð ekki komist. Púskas, hinn ungverski, var manna sprækastur í þekktasta liði heims í þann tíð, Honved. Það var ekki dónalegt fyrir Rikka að lenda á bás með Púskas sem næstu árin var goð í knattspyrnuheiminum. En kom aldrei alvarlega til greina ad þú gerðist atvinnu- maður í knattspyrnunni? „Jú“, segir Rikki. „1956 stóð til að ég færi til Chelsea á Englandi. En uppreisnin í Ungverjalandi braust út og ekki fengu aðrir atvinnuleyfi á Englandi en Ungverjar.“ Þú segir að árin 1947-1951 hafi verið þér uppbyggiieg... „Já, Framliðið hafði þá ákaflega góðan þjálfara, Skotann McCray. Hann náði góðum árangri, þó að hann færi t.d. aldrei í æfingagalla og sýndi aldrei hvernig ætti að fara að. En hann gat talað. T.d. sagði hann við mig, að ef ég ætlaði að verða jafnvígur á vinstri og hægri, skyldi ég fara upp á Framvöll í rigningu og æfa mig að skjóta á mark í svo sem einn og hálfan tíma. Skjóta viðstöðulaust með vinstri og hægri. Vera í góðum skóm á vinstri fæti en á sokkaleistunum á hægri. Ein setning líður mér ekki úr minni, sem McCray sagði: „Maður á að gefa boltann, þegar aðrir þurfa á honum að halda — ekki þegar þú þarft að losna við hann.“ í dag finnst mér stundum að stefnt sé að því að verjast umfram allt. Menn hugsi sem svo, að þá sé einfaldast. Því færri mörk sem maður fái á sig, þeim mun færri mörk þurfi maður sjálfur að skora. Fyrir bragðiö verður fótbolt- inn leiðinlegri og áhorfendur koma ekki. Þaö var öðruvisi bolti áður. Maðurfylgdi sókn- inni eftir, og allir sem einn. Stundum tókst sú sókn, en auðvitað urðu menn fyrir áföllum. Andstæðingurinn var fljótur að snúa vörn í sókn og vörnin var opnari, ef allir voru með fram völlinn. Þá léku líka 5 menn í fram- linu og 3 ( öftustu stöðum. í dag eru oft einn og tveir að dúllast fremst. Það gerir ekki svo mikið til þó að fremsti maður reyni upp á eigin spýtur. Það gerist í versta falli ekkert annað en að hann missir boltann. Alltof oft finnst mér hins veg- ar að áræðni sé Iftil. Síðasti landsleikur okkar hér heima gegn Norðmönnum var dæmigerður. Oft sneru leik- menn við i stað þess að sækja fram völlinn. Leikur Fram og Víðis ( úslitum bik- arkeppninnar var dæmi um hið gagnstæða. Framliðið kunni að fara með yfirburða- stöðu og auka enn frekar þegar á leið. Þetta er ekki öll- um liðum gefið. Það erekki sama hvort lið hefur yfir eða leikurinn er í jafnvægi. T.d. á ekki að leyfa einleik fyrr en lið er komið yfir. Kannski fór ég ekki sjálfur alltaf eftir þessu, en ég reyndi að passa upp á þetta eftir að ég var orðinn þjálfari. Ég var egóisti í fótbolta, en skildi það þegar ég var farinn að þjálfa sjálfur að það verð- ur aö blanda þessu í leik. Stundum mega menn leika lausum hala en stundum verður liðsheildin að ganga fyrir.“ En hvað er það sem ræður, þegar menn eru i „stuði" í dagen ekki í gær...? „Ég veit það ekki. Það er bara eins og maöur komist í ham og allt gangi upp. Ég man t.d. eftir leik þar sem við unnum 7:3 gegn norsku liði. Mig minnir að ég hafi skotið 9 sinnum á mark, 6 sinnum hafnaði boltinn í markinu. Það var eins og allt léti und-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.