Alþýðublaðið - 24.10.1987, Side 9

Alþýðublaðið - 24.10.1987, Side 9
Laugardagur 24. október 1987 9 Blskup og Stefán Jóhann Stetánsson á tall í Kaupmannahöln á fyrri hluta 7. áratugar. Stefán Jóhann var há sendlherra í Kaupmannahöln. Hann áttl mlkinn þátt í því að þaö var ráðinn sjúkra- húsprestur þar. eöa er ósanngjarnt að segja þetta ? Lýðrœði Finnst þér þá skorta meira beint lýöræöi, því að fulltrúar sem við kjósum taka þessar ákvaröanir... „Það er í hæsta lagi mjög óbein kosn- ing. Hvenær hefur t.d. veriö rætt um tilgang sjónva'rpsins i þjóðlifinu? Eftir hvaða stefnu hefur verið farið? Hvaða markmiði hefur það lotið — og lýtur? Úr því að hugsjónamenn frelsisins eru búnir að koma þessu í gegn með frjálsan útvarps- og sjónvarpsrekstur, er það eina rökrétta að ríkið sé ekkert að þessu meira. Það er oft vitn- að i blöðin og að allir megi gefa út blöð. Ríkið gefur ekk- ert blað út nema Lögbirting. Því þá að vera með sjónvarp- ið og útvarpið úr því sem komið er. Látum þetta bara rása.“ Hvað á ríkið þá að gera í fjölmiðlunum, spyr ég. „Ef það þykir ekki ganga í ber- högg við frelsishugsjónina, má setja reglur um á hverju þjóðin er mötuð. Er ekki æskilegt að ríkiö hafi eftirlit? Ég sé engan tilgang lengur að ríkið sé með þetta lengur. En ég sæi afarmikið eftir ríkisútvarpinu. Mér finnst það enn i dag bjóða upp á ýmislegt bæði til fróð- leiks og ánægju.“ Þú segir, biskup að þér finnist sjón- varp stefna bara eitthvað. Rík- ir sama reiðuleysið í þjóðfé- laginu, eða erum við á ein- hverri leið? „Vitum við hvert við stefnum? Menn hafa kannski aldrei vitað það, en menn hafa átt viss stefnu- mörk í lifi sínu bæði sem ein- staklingarog sem þjóðfélög. Og viðurkennt ákveöin leiðar- merki i breytni og framkomu hverjir við aðra. Allt slíkt á í vök að verjast nú á dögum. Menn telja flest orðið afstætt að því er snertir lífsmiö. Menn skilja það kannski ekki nægilega vel að umferð manneskjunnar í þjóðlífinu fer ekki bara fram á þjóðveg- unum þar sem margir slasast og slasa aðra, heldur er um- ferðin lika í viðskiptalífi og ýmsum sviðum þjóðlffsins. Reglur þar eru ekki síður mikilvægar heldur en umferð- arreglur — það gilda reglur í umgengni eins við annan m.a. í ástarmálum, í uppeldis- málum, í hjúskaparmálum svo að ég nefni viðkvæm svið. Það fer áreiðanlega ekki vel að strika yfir slíkar reglur. Við eigum boðorðin tíu og marga góða og glögga vís- bendingu, sem hefur borist til okkar. ... Þetta er nú kannski nöldur hjá gömlum manni..Finnst þér það sjálfum ? „Nei, mér finnst það ekki sjálfum, en nú veit maður á hvaða tíma maður lifir...“ Sr. Sigurbjörn hlær við, en er mikið niðri fyrir. Ég spyr hann hvort hann hafi ekki alitaf sagt sína mein- ingu. Og biskup segir það svik við sjálfan sig að segja ekki það sem maður meinar. „Vafalaust hefur mér mis- sýnst við marga hluti en hvað lífsskoðun og lífsstefnu snertir, þá tel ég að ég þurfi ekki að endurskoða neitt eða taka neitt aftur. Það er ekki mér að þakka. Ég hef ekki fundið neitt upp. Það hafði ég þegið sumpart af dýrmæt- um arfi kynslóöa frá liðinni tíð, hinum kirkjulega trúar- lega arfi, sem ég sannfærður um er það dýrmætasta sem við eigum. Það er mín óhagg- anlega sannfæring og hefur verið það lengst af lífs míns. Ég geri ekki ráð fyrir að hvika frá því. Ég vona að minnsta kosti aö ég fái ekki slíka kölkun eða ellióra að ég hviki frá þeirri sannfæringu úr þessu. Þetta hefur verið mér svo ómetanlegt, en það er ekki af neinu að miklast, og síst af öllu vildi ég vera það sem Þjóðverjar kalla Besser- wisser. Það er auvirðileg manngerð sem gengur fram í þeirri dul að þeir viti einir hlutina eða betur en allir aðrir. Þaö er engin hugsjón. En það er brimasamt í nútim- anum, og framtiðin er ekki ugglaus. Þetta held ég að all- ir séu sammála um.“ Hverjir eru þeir vegvisar sem þú vildir marka þjóð- inni? „Trúin er það fyrsta og síðasta. Við getum ekki gengið fram hjá kristinni trú eins og ómerkilegum leifum frá gömlum fátæktartíma. Hún felur í sér guðlegt tilboð um lífsfyllingu, um lífsmið og lífsþroska, sem er fávíslegt að taka ekki til greina. Það tilboö er flutt af þvilíkri al- vöru og af þvilíkum styrk og ummerkjum ótvíræðrar veru- leikaskynjunar að það er fá- víslegt og furöulegt á svo- kölluðum raunsæistímum að ganga á snið við það og loka eyrunum fyrir því. En asi og ærusta nútímans og tækni- undriö sem við upplifum, hef- ur átt þátt í því að slæva manneskjuna, og gera hana viöskila við kirkjuna. Tæknin og auðsæld nútímans slær þeirri glýju I augu fólks að maðurinn sjálfur hafi valdið og frelsið til að haga lífinu sínu eftir eigin geðþótta. Svo „Margt af því sem mantii var gert að lœra í Menntaskólan- um var gjörsamlega utan áhugasvið, mín, og ég hef aldrei uppgötvað í lífinu að ég hafi haft minnstu not af því. “ Sigurbjörn Elnarsson biskup og Pill páfi 6. á kirkjuþingi i Róm 1965. Páll gal sér góö- an tima til þess að ræða vió mig, þrátl iyrir annriki, segir sr. Sigurbjörn. reka menn sig á og komast að því að þetta er blekking. Valdið yfir umhverfinu og as- inn við að tileinka sér verald- legar nægtir og gæði er gagnslaust — og meira að segja stórhættulegt, ef menn missa tökin á sjálfum sér.“ En missa menn ekki tökin á sjálfum sér? „Allt þetta tak- markalausa framboð á lífs- nautn blekkir fólk. Hamingj- an er einhvers staðar í boði og föl við fé. Þessi blekking siast inn. Sigurður Breiðfjörð sagði: Hamingjan býr í hjarta manns — og það er satt. Ef við finnum hana ekki þar þá finnum við hana hvergi. Og ef þú þarft alltaf að láta mata þig eða hafa af fyrir þér, þá ertu genginn úr lagi. Lífskerf- ið í sjálfum þér er þá komið í ólag. Þá vantar þig það sem trúin talar um, þegar hún tal- ar um frið. Frið viö guð, frið við menn og frið við samvisk- una, eins segir í gamalli vlsu. Ef þig vantar þetta þá bætir ekkert úr, engar sólarlanda- ferðir, ekkert popp og engin ærusta." Viötal: Þorlákur Helgason

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.