Alþýðublaðið - 09.04.1988, Page 8
8
Laugardagur 9. apríl 1988
að hann væri „ofboðslega
klár í kjaftinum." Og hvað er
þá auóveldara en að hundsa
gamla Sjálfstæðisflokkinn og
eldri kynslóðina, þegar
maður er með dragnót uppi í
Breiðholti."
Vald
Hördur: „Vald getur verið
ágætt ef því er beitt rétt,
notað sem leiðbeining, eins
konar valdleiðsla til að kenna
og uppfræða. Sú tegund er
til, en í baráttunni um ráð-
húsið hef ég eingöngu
kynnst valdi sem felst i þvi
að ráða yfir öðrum, sem er
ekkert annað en valdníðsla.
Borgarstjóri hefur ekki sýnt
lit á að upplýsa en alltaf
verið tilbúinn að loka fyrir og
bremsa. Valdið til að upplýsa
þarfnast meiri tíma og um-
ræðu og allt annars hugar-
fars.
Hópur sem hefur búið
lengi við slíkt vald uppgötvar
þetta um síðir. Konurnar
verða fyrstar til að afhjúpa
þetta, en við karlmennirnir
erum líka að komast að því
að það er ekki eftirsóknarvert
að búa við svona skilyrði.
Þess vegna held ég að
stjórnmálaflokkarnir verði að
leita á önnur mið en til
þessara stráka sem berja sér
á brjóst og úthrópa sitt
ágæti.“
— En samt þegir fólk
þunnu hljóði..
Hörður: „Ekki lengur.
Bandalag jafnaðarmanna
fékk hljómgrunn á sínum
tima og það er ekki hlegið
lengur að hugmyndafræði
Kvennalistans eins og var
gert í upphafi. Það er hins
vegar dæmigert hvernig full-
trúar valdníðslunnar bregðast
við þegar Kvennalistinn er nú
méð aukið fylgi meðal kjós-
enda. Þetta kom t.d. fram á
Stöö 2 um daginn þegar
strákarnir þar voru að ræða
við fulltrúa nýju hugmynda-
fræðinnar. Þeir voru ekki að
velta fyrir sér hvað kæmi
fram í hugmyndunum, heldur
höfðu þeir einungis áhuga á
að spyrja hvers vegna þeir
fengju ekki að vera með.
Þeir höfðu ekki reynt að
kynna sér skoðanirnar að
baki hreyfingunni, og það er
Úr
umrœðunni
„Tjörnin lifi“ herst í ræðum og riti fyrir málstaðnum. Hér verða birtar nokkrar glefsur
úr umræðunni um byggingu ráðhússins í Reykjavík.
Guðrún Pétursdóttir segir í viðtalinu í blaðinu í dag að húsið hafi stœkkað um 28% á
síðustu dögum. I grein í Morgunblaðinu 29. mars sl. skrifar Guðrún m.a.:
Borgarstjóri segir bygginguna vera M.OOOm1. Á grundvelli þessara upplýsinga er erindi
hans samþykkt án þess að athugasemd sé gerð við þessar tölur. Tœpum mánuði síðar
berst skipulagsstjóra bréf þar sem borgarstjóri vekur athygli á að þessir 14.000 m ' séu
„augljós prentvilla“ og eigi að vera 19.000 rn '. Ég er ekki viss um að þetta flyti svona
létt gegnum dómstól, en látum gott heita. Hvert er svo rúmtak byggingarinnar í dag?
Það er ekki 19.000 m ' heldur 24.336 m‘! Húsið hefur sem sagt vaxið um aðra 5.000 m\
sem er 28% aukning.
Til samanburðar bendi ég á að algengt er að einbýlishús séu 500 m'. Stækkunin ein
nemur því um 10 einbýlishúsum. Ráðhúsið án bílageymslu er orðið stœrra að rúmtaki
en sjálf Hallgrímskirkja með turni og útbyggingum.
Hvert á svo þessi stækkun að fara? Upp t loft og út í Tjörn, enda er verið að biðja um
stœkkun á byggingarreit þessa dagana.
•
Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfrœðingur svarar Guðrúnu í Mogganum tveimur
dögum síðar:
Hinn 1. október sl. samþykkti Borgarstjórn Reykjavíkur að byggja ráðhús á Bárulóð-
inni við norðvesturhorn Tjarnarinnar á grundvelli þeirrar tillögu, sem hlotið hafði
fyrstu verðlaun t undangenginni samkeppni. Þær bráðabirgðatölur um stœrð hússins,
sem þá lágu fyrir, sýndu um 4.600 m2 byggingu. Nú þegar endanleg stœrð hússins liggur
fyrir reynist það vera 5.297 m 2.
Raunveruleg stœkkun ráðhússins frá verðlaunatillögunni er því 258 m2 eða 5.6%.
/ tilefni samanburðar undanfarið við verðlaunatillöguna skal þess getið að meðalhœð
þeirra 38 tillagna sem bárust í samkeppnina var 15 m og meðalflatarmál 5.967 m1. End-
anleg hœð ráðhússins verður 14,4 m að hœsta punkti þaks og 11,4 m að þakbrún. Flat-
armál ráðhússins er nú eins og áður segir 5.297 m ’ og má því sjá að ráðhúsið verður vel
innan við meðaltal samkeppnistillagnanna að hœð og flatarmáli. Þessum upplýsingum
er beint til þeirra, sem kynna vilja sér mál þetta fordómalaust.
•
Meðaldýpt Tjarnarinnar er 40-60 cm og 39 lítrar renna í hana á sekúndu. Núna er jafn-
vœgi rnilli inn- og útstreymis. Samtökin hafa varað við því að dæling muni lœkka yfir-
borð. Sama máli gegni um alit sem dragi úr innstreymi vatns í Tjörnina.
Með bréfi dags. 29. mars fer „Tjörnin liJV' fram á það við Náttúruverndarráð að hlut-
ast verði til um að lífríki Tjarnarinnar beri ekki skaða af framkvœmdunum. Hér er brot
úr bréfinu:
Gert er ráð fyrir að dœla vatni upp úr grunninum beint út í Tjörnina, í setþró, eða út í
Lœkinn. 1 því sambandi vekjum við athygli á því, að byggingarstjóra verður falið að
meta hvenœr dœla á vatninu á hvern þessara staða, og verða litabrigði á vatni Tjarnar-
innar höfð sem viðmiðun!
I svari borgarverkfræðings varðandi spurningar íbúa við Tjarnargötu dags. 3.3. 1988,
kemur fram að reiknað er með að dœla 50-100 lítrum á sekúndu úr grunni ráðhússins.
Á svarinu verður ekki annað skilið en að reiknað sé með að þetta sé grunnvatn. Það er
því óhjákvæmilega hluti af innstreymi til Tjarnarinnar, og verði þessu vatni dælt burt
mun það rýra vatnsflœði til Tjarnarinnar og stuðla þar með að lækkun yfirborðsins.
•
I verklýsingu með framkvœmdum sem minnst er á í bréfi samtakanna hér að framan er
þetta meðal annars að finna:
Verktaki skal hanna og koma upp dælukerfi með djúpbrunnum og öðrum brunnum í
grunninum innan stálþils og dœla vatni upp úr grunninum. 4 uppdrætti er sýnd hug-
mynd að dœlukerfi en verktaki skal sjálfur útfæra kerfið þannig að það falli að hans
búnaði.
Vatnið skal leiða á eftirfarandi staði:
a) Gert er ráð fyrir að vatn úr djúpbrunnunum sé nœgjanlega hreint til að dæla megi
því beint út í Tjörnina.
h) Vatn, sem er svo gruggugt að litabrigði sjást á vatni Tjarnarinnar (að mati bygging-
arstjóra) sé því dœlt beint þangað skal leitt í sérstaka setþró sem verktaki skal gera í
þessu skyni í fyllinguna utan við stálþilið. Stœrð og staðsetning þróarinnar skal ákveðin
í samráði við byggingarstjóra.
c) lif setþróin samkvæmt lið b) megnar ekki að hreinsa vatnið nœgjanlega skal verk-
taki dæla gruggugu vatni í stút á skólplögn í Vonarstræti (hámark 50 l/s). Þá dœlingu
verður hinsvegar að stöðva fyrirvaralaust ef lögnin annar ekki því sem í hana kemur, en
það gerist ef saman fara há sjávarstaða og mikil úrkoma.
d) Komi í Ijós að setþróin (ásamt lögninni í Vonarstrœti) dugar ekki og litabrigði sjást
á Tjörninni þótt vatnið fari um þróna skal leiða grugguga vatnið í brunn í Lœkjargötu
eða í innrennslisop „Lækjarins“. Komi til þess verður verktaka greitt sérstaklega fyrir
þá lögn.
•
Síðustu fréttir herma að samtökin „Tjörnin lifi“ hafi lagt fram kæru til félagsmálaráð-
herra. Vísa samtökin til þess að ekkert sé í byggingarlögum sem leyfa gröft ef ákvæðum
byggingarlaga er ekki fullnœgt. Telja samtökin að með stœkkun hússins hafi fyrra leyfi
til byggingar Jallið úr gildi.
Að sögn eins aðstandenda samtakanna treysta þau algjörlega á Jóhönnu Sigurðardóttur.
Hún hafi „reynst hafa kjark til að standa við sínar gjörðir og enginn muni fremur
vernda rétt almennings vegna yfirgangs borgaryfirvalda“ eins og viðmœlandi orðaði
það.
eins með flokkana að það er
óttinn við að missa valdið
sem menn hafa áhuga á en
ekki hinum pólitíska kúrsi.“
— Veröum viö ekki aö
breyta miklu, ef fólk snýr
baki við gamla valdakerfinu?
Höröur: „Ég held að við
getum breytt innan þess
skipulags sem er fyrir. Vald-
hafinn óttast ekkert eins
mikið og þekkinguna. Náirðu
að upplýsa er sá dauður sem
vill misnota valdið."
Apa það eftir í ferming-
arveislunum
Guðrún: „Við höfum skóla-
bókardæmi fyrir augunum.
Tökum dæmi um það hvernig
reynt er að slá ryki í augu
fólks:
Borgarverkfræðingur
svarar grein minni um stækk-
unina og vísar til meðaltals
allra þeirra teikninga sem
bárust í keppninni. Hvers
konar röksemdarfærsla er
þetta? Maður verður orðlaus.
Borgarverkfræðingur klikkir
út með því að segja að
mönnum beri að kynna sér
málin fordómalaust. Ætli
hann meini ekki gagnrýnis-
laust.
Það er vísvitandi verið að
leiða fólk á viligötur. Þeir
geta ekki hrakið eitt einasta
atriði I málafærslunni en
beita hrikalegum útursnún-
ingum, treysta því að fólk sé
svo vitlaust að það skilji ekki.
Og svo apa menn það eftir
borgarverkfræðingi í ferming-
arveislunum að það fari eftir
því hvernig mælt sé hver
stækkunin í rauninni er.
Svona er reynt að blekkja, og
það er eins og Hörður segir
meira um vert fyrir þessa
menn að halda völdunum hjá
sér en að ala fólk þannig að
það geti tekið ákvarðanir á
grundvelli heillegra upplýs-
inga.“
— Eru ákvarðanir núna
nokkuð teknar ööruvísi en
áöur? Eruð þiö aö segja aö
Davið geri eitthvað annað en
forverar hans í stóli borgar-
stjóra?
Höröur: „Lítum á fyrri ráð-
húsbyggingar. Þeir urðu varir
við mótmæli."