Alþýðublaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 19
Laugardagur 9. apríl 1988
19
þjónustu, sjúkraþjálfun,
hand- og fótsnyrtingu, heitur
pottur, verslun og bókasafn.
Varsla er I húsinu allan sólar-
hringinn og hefur verið hann-
að sérstakt símakerfi sem á
að auðvelda öllum að komast
beint í samband við bráða-
þjónustu eða aðra þá aðila
beri eitthvað óvænt að. Setu-
stofur og krókar eru á hverri
hæð, sumarskáli á jarðhæð
og sérstakur fundarsalur á
efstu hæð.
Áhersla er lögð á að hjón
eða einstaklingar geti sjálf
tekið ákvörðun um búskapar-
hætti og er búist við að í
framtíðinni verði sifellt yngra
fólk sem búi í sambærilegu
húsnæði. í dag býr fólk sumt
í hárri elli á þessum stað,
sumireru að mestu sjálf-
bjarga í öllu, elda heima hjá
sér í öll mál, en aðrir fá send-
an mat í gegnum eldhús
hjúkrunarheimilisins. Eiga
allir kost á því. íbúðirnar
tengjast heimilis- og hjúkrun-
arþjónustu Kópavogskaup-
staðar.
Fara samviskusamlega
með fjármagn
gamla fólksins
„Lykillinn að öllu okkar
starfi við að koma þessu á
legg er að fara samviskusam-
lega með peninga gamla
fólksins," segir Ásgeir Jó-
hannesson. „Við ætluðum
okkur ekki að leita í sjóði til
að gera fólki kleift að búa vel
í ellinni. Ég hef líka komist
að því að það er alls ekki á
valdi hins opinbera að sinna
þessum hópi sem hér býr.
Það á að taka við þeim sem
mest þurfa með í dag, og því
verður hið opinbera að taka
ávallt fremst úr biðröðinni.
Það er beinlínis hættulegt að
minu mati að gera ráð fyrir
því að hið opinbera geti sinnt
þessu. Það gengur ekki held-
ur stjórnunarlega. Við förum
betur með peningana, ef fé-
lagasamtök fást til að sinna
þessu. Og ef við erum með
peninga gamla fólksins milli
handanna förum við gætnar
að. Við byrjuðum t.d. á öfug-
um enda getum við sagt. Við
byrjuðum að ákveða hvað
íbúðirnar mættu kosta, og
við vitum að við getum ekki
komið með einhverja bak-
reikninga til þessa fólks. Við
ætlum okkur að standa við
það sem við segjum og áætl-
anir hafa staðist. Það er svo-
litið undarlegt hversu fáir
hafa veitt þessu framtaki
eftirtekt. Hvers vegna höfum
við t.d. getaö byggt ódýrar en
aðrir? Er það ekki forvitni
vert?“
„Þjóðin verður að endur-
skoða viðhorf sitt til lífslok-
anna. Það vantar að vekja
þjóðina um þann vanda sem
er að glíma í þjóðfélaginu.
Um 26 þúsund manns eru
eldri en 60 ára. Ef við t.d.
reyndum að byggja svona
fyrir tíunda partinn myndu
losna milljarðir úr kerfinu,
ungt fólk fengi íbúðir í grón-
um hverfum og foreldrar
fengju örugga vist á efri
árum. Sparnaður þjóófélags-
ins yrði gífurlegur, sýnist
mér," segir Ásgeir Jóhannes-
son.
Ásgeir sem hefur eytt
ómældum stundum um árin
við að koma þessu hjartans
máli í gegn talar af mikilli
reynslu „úr kerfinu“. Hann
var m.a. sveitarstjórnarmaður
i Kópavogi í 12 ár og hefur
verið forstjóri Innkaupastofn-
unar rikisins i fjölmörg ár.
Það er eftirtektarvert að hann
skuli fullyrða að framkvæmd
eins og þessi að byggja yfir
eldra fólk sé miklu betur
komið i höndum félagasam-
taka i samvinnu vió riki og
sveitarfélög, en að hið opin-
bera standi að henni — og
það sé ekki heldur á valdi
þess.
Hér er sólsetrið yndislegt
Sigrún Baldvinsdóttir og
Erlingur Jóhannsson fluttu
inn 19. des. „Það er svo und-
arlegt,“ segir Erlingur, „að
áætlanir standast allar. Við
gengum frá samningi 1986
og þá var okkur sagt að við
gætum flutt inn eftir 18 mán-
uði. Og það stóðst.“
Þau sögðust hafa verið
stálheppin að frétta af þessu,
því að þeim hafi ekki litist á
það sem til boða var í Reykja-
vík. Hjónin höfðu leitað að
húsnæði um nokkurn tíma
og þótti illt í efni, þar til
þetta tækifæri gafst. Sigrún
segir að hér vanhagi ekki um
nokkurn hlut nema strætó.
Þeim þyki slæmt að strætis-
vagn gangi ekki heim á hlað.
í dag er nokkur spölur í
vagninn.
„Þegar vorar kemur hugur í
okkur hjónin,“ segir Sigrún
„og þá langar mann að ferð-
ast til Reykjavikur."
Erlingur og Sigrún höfðu
búið í Reykjavík faldarfjórð-
ung þar til þau fluttust í
Kópavoginn, en bæði eru þau
ættuð úr Þingeyjarsýslu og
stunduðu búskap fyrir norð-
an áður en þau fluttust suð-
ur. Þeim finnst mikið öryggi í
því að eiga hvenær sem er
aðgang að heilsugæslu og
getað kallað á hjálp í gegn-
um símakerfið í húsinu ef
eitthvað kemur upp á. Sigrún
og Erlingur eru komin á
Hjónin Sigrun Baldvinsdóttirog Erlingur Jóhannesson fluttu inn í Sunnuhiió 19.des. 1987. „Þaðersvo undar-
legt að áætlanir hafa allar staðist,“ sagði Erlingur.
níræðisaldur en þykjast viss
um að þau yngist „töluvert"
eins og Sigrún orðar það, við
að komast í slíkt fyrirtaks-
húsnæði. Sigrún segist
meira að segja hafa vanist
eldhúsinu strax, þó að henni
hafi þótt undarlegt hvað
plássið var mi'nna en í 4ra
herbergja íbúðinni sem þau
bjuggu í í Reykjavík.
„Okkur þykir vænt um út-
sýnið og hér er sólsetrið ynd-
islegt,“ segir Sigrún og Er-
lingur tekur undir með henni
að hér sé gott að vera.
Stofan á heimili Erlings og Sigrúnar. Málverk á veggjum og myndir úr
heimabyggð
Folk hræðist að fara á elliheimili
Myndirnar á veggjunum í
ibúðinni þeirra Björns Jóns-
sonar og Maríu Hafliðadóttur
vitna m.a. um búsetu í Paris.
Þar var Björn starfsmaður al-
þjóðaflugstofnunar, en márg-
ir kannast við hann úr svif-
flugi og áralangri vist hjá
flugyfirvöldum á íslandi.
Hingaö í Sunnuhlið fluttust
hjónin síðast í janúar s.l. og
una vel sínum hag.
„Margt fólk er hrætt við að
fara á elliheimili," segir María
„og þess vegna er gott að
svona kostur sé fyrir hendi
handa eldra fólki. En þaó er
ekki gott að fara seint á
svona stað.“ Björn tekur und-
ir með Maríu og segist sann-
færður um að með tímanum
muni þetta einkar álitlegt fyr-
ir fólk sem ekki sé farið að
eldast um of. „Mér finnst sér-
staklega vel að öllu staðið
hér,“ segir Björn. „Fjármögn-
unin hefur mikla ko'sti. Við
gátum selt einbýlishús okkar
í Laugateig í Reykjavík án
þess að hafa áhyggjur af
framhaldinu. Bankinn sér um
að tryggja greiðslurnar til
sjálfseignarstofnunarinnar
hér. í okkar tilfelli féllu
greiðslur líka vel saman.“
María er ekki alveg eins
sátt við flutningana og Björn.
Hún hefði kosið að geta verið
meira miðsvæðis, eins og
þar sem þau bjuggu. „Ég
hringdi I morgun til Reykja-
víkur til að forvitnast um
veðrið þar,“ segir María. „Mér
finnst það eiginlega hálfgerð
föðurlandssvik að flytja úr
Reykjavík." En Maria fellst á
að betri samgöngur með
strætisvögnum tengdu þau
betur við Reykjavík og færðu
þau meira miðsvæðis. Henni
finnst mikið öryggi að búa i
„Þetta er til fyrirmyndar," segir Björn Jónsson um ibúöirnar. Björn býr i 3ja herbergja ibúð með konu sinni,
Mariu Hafliðadóttur.
Maria i eldhúsinu
Björn i bókastofu
íbúð eins og þessari og hún
sé björt og rúmgóð. „Hér hef-
ur maður alla kosti en enga
galla,“ segir Björn, „og ef við
þurfum að flytja er það ekk-
ert vandamál, peningarnir eru
í öruggum höndum í bankan-
um i virði íbúðarinnar. Þetta
er til fyrirmyndar.“