Alþýðublaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 21
Laugardagur 9. apríl 1988
21
hyggjunnar, háöur hugsana-
venju kónglegra valdsmanna.
Mark og miö þess hugsunar-
háttar var aö ná valdi, halda
völdum, sýna vald og beita
þvi. Byggingar þessara
manna voru fyrst og fremst
minnismerki um magt og
mikilleik, — þeim sjálfrátt
eöa ósjálfrátt, hver sem
teiknaði. Guöjón Samúelsson
var Ijúflingur, er sagt, óþreyt-
andi að breyta og viljugur að
skilja þá sem hann vann fyrir.
Hann hentaði þvi þeim sem
fóru með völd, til aö byggja
minnismerki fyrir þeirra
pólitík.
Þaö er fyrst nú, á síðustu
árum sem arkitektar eru farn-
ir að nota hinar sveigðu
mjúku Ifnur, — í skipulag
garða og rétt örlítið í bygg-
ingar. (Laugardalshöll). Tvær
kirkjur í Reykjavík bera hinn
kristilega og kvenlega þokka
sem segir: „Komið til mín...“:
Maríukirkjan í Breiðholti og
hin hógláta Breiðholtskirkja
sem hreykir sér ekki á hæð
yfir fólkið heldur situr settleg
á sléttu, innanum umferðar-
eril og klunnalegar mamm-
onshallir nútímans svo-
nefnda, reiðubúin að taka í
skjól hvern þann sem i háska
kynni að lenda. Það er jafn-
aðarmannapólitík nútímans.
Sjálfshól í þakkcir stað!
Þótt það væri fyrst og
fremst uppgangur jafnaðar-
manna í Danmörku og atfylgi
þeirra sem færði íslending-
Líitáhi
„Sagt er að Guðjón Samúelsson ---------------------------------------------
hafi skapað islenskan byggínga-
stil. Það er rangt." s
um lýðveldið, þá þótti is-
lenskum stjórnmálamönnum
sér henta betur að hrópa, að
þeir heföu náð landinu úr
höndum Dana með yfirburð-
argarpskap sinum einum,
heldur en að þakka fyrir sig.
Það er því ekki listræn hugs-
un Guðjóns ein sem ræður
svip bygginga þeirra, sem við
hann eru kenndar. Það er
ekki síður valdsgleði þeirra
sem yfir verkum hans réðu
og, ef til vill, beittu Guðjóni
fyrir sig, i baráttunni við að
knésetja menn með annan
smekk. (Hvaö varð um aðra
arkitekta þessa tíma?) Opin-
ber hús þessara manna eru á
móti jafnaðarmennsku. (Þótt
ágæt listaverk séu). Þau
bjóða ekki velkomna alþýðu
manna. Þau gnæfa yfir hana.
Hinu kvenlega og þokkafulla
og mjúka, — sem er megin-
einkenni lands vors og þjóð-
ar, skipa þau, ströng og staf-
fírug eins og karlinn, slopp-
inn undan vendi kóngsböð-
ulsins; „Niður á kné með þig
kona! Hver er húsbóndinn
hér“.
Þessvegna höfðu sósíal-
iskt sinnaðir menn löngum
óyndi af þessum byggingum,
gjarnan án þess að gera sér
grein fyrir ástæðunni. Oftast
sögðu þeirf klanfaskap:
„Þær eru Ijóta .
Innst inni datt engum það í
hug. Þær eru fallegar. En
boðskapur og svipmót þeirra
var á móti okkur.
Það er ekki lýðræðisstíll.
Það er drottnunarstíll.