Alþýðublaðið - 09.04.1988, Qupperneq 15
Laugardagur 9. apríl 1988
15
ingunni frá Utflutningsráöi
aó reiknaó sé meö aö yfir
10.000 útgerðar- og fisk-
vinnsluaöilar heimsæki sýn-
inguna, aðallega frá Skot-
landi og írlandi.
Islensku framleiöendurnir
munu kynna þarna tæknivöru
til fiskveiða og fiskvinnslu.
Skipadeild Sambandsins tók
aó sér aö koma sýningar-
munum á staóinn og fylltu
þeir þrjá gáma, auk 6 tonna
Sómabáts. Heildarkostnaður
vió þessa sýningarþátttöku
nemur um 6 milljónum króna
og hefur Iðnlánasjóöur veitt
styrk sem nemur helming
þess kostnaðar.
Ársreikningur
Útvegsbankans
Endurskoöaður ársreikn-
ingur Útvegsbanka íslands
fyrir fyrsta reksturár bankans
liggur nú fyrir.
I tilkynningu sem Útvegs-
bankinn hefur sent frá sér
segir m.a. aö rekstur bankans
hafi gengió vel á árinu og aö
tekist heföi að ná flestum
rekstursmarkmiöum. Innláns-
aukning jókst mikið, lausa-
fjárstaóan var vióunandi og
vaxtamunur inn og útlána
meö besta móti, segir í til-
kynningunni.
Hagnaöur af reglulegri
starfsemi var 221.259 þúsund
krónur, bankinn greiöir ekki
tekjuskatt en i staðinn kemur
gjaldfærsla á móti eigin-
færóu skattahagræöi aö upp-
hæö 105.161 krónur. Aðrir
skattar nema 1.812 þúsund
krónur og varó nióurstaða
rekstrarreiknings því 114.286
þúsund króna hagnaður.
Aukning innlána á árinu
nam 36.9%, eigið fé var
1.229.648 þúsund krónurog
hafði þá aukist um 229.648
þúsund krónur frá því hluta-
félagsbankinn tók til starfa.
Eiginfjárhlutfall er 10.74%
en má minnst vera 5% og
bókfært viröi fasteigna og
búnaðar nam 51.26% af eigin
fé bankans en þaö má hæst
vera 65%.
1000VATTA
HÖRKUTÚL
FRÁ
PANASONIC
PANASONIC KYNNIR NÝJA
ÁHRIFAMIKLA RYKSUGU í
BARÁTTUNNI VIÐ RYKIÐ.
1000 VÖTT.
TVÍSKIPTUR VELTIHAUS.
HÓLF FYRIR FYLGIHLUTI
í RYKSUGUNNI.
INNDRAGANLEG SNÚRA.
STIGLAUS STYRKSTILLIR.
RYKMÆLIR FYRIR POKA.
OG UMFRAM ALLT
HLJÓÐLÁT, NETT OG
MEÐFÆRANLEG.
VERÐ AÐEINS KR. 6.980.
JAPISS
BRAUTARHOLT2 • KRINGLAN • SIMI 27133
VERZLUNARMANNAFELAG
REYKJAVÍKUR
FELAGSFUNDUR
NÝR KJARASAMNINGUR
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldurfélagsfund
aö Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 10. apríl, kl.
14.00.
Fundarefni: Nýr kjarasamningur kynntur.
Félagsmenn eru hvattir til aö mæta.
Verzlunarmannafélag Reykjavikur
Allsherjaratkvæöagreiösla
um nýjan kjarasamning
Allsherjaratkvæöagreiösla um nýjan kjarasamning
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem gerður var
8. apríl., veröur mánudag, þriöjudag og miðvikudag,
11., 12. og 13. apríl.
Kjörfundur stendur yfir frá kl. 9.00 til 21.00, alla
dagana, nema miövikudag 13. apríl frá kl. 9.00-18.00,
í Húsi verslunarinnar, 9. hæö.
Félagsmenn V.R. eru hvattir til aö taka þátt í
atkvæðagreiðslunni.
Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu V.R., Húsi
verslunarinnar, sími: 687100.
Kjörstjórn.
Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði
Bæjarmálaráð
Mánudaginn H.-apríl kl. 20.30 veröur haldinn fundur
í Bæjarmálaráöi.
Dagksrá:
Skólamál.
Skipulagsmál.
Félagar fjölmenni.
Styrkir til háskólanáms í
Grikklandi og Tyrklandi
Grísk stjórnvöld bjóða fram í löndum sem aöild eiga aö
Evrópuráðinu fimm styrki til háskólanáms í Grikklandi'
háskólaáriö 1988-89.
Styrkir þessir eru ætlaöir til framhaldsnáms eða
rannsóknastarfa aö loknu háskólaprófi.
Umsóknir skulu berast menntamálaráöuneytinu, Hverfis-
götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. maí n.k., og fylgi staöfest
afrit prófskírteina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð
fást í ráöuneytinu.
Ennfremur hafa tyrknesk stjórnvöld tilkynnt að þau bjóöi
fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráöinu styrk til
háskólanáms I Tyrklandi skólaáriö 1988-89.
Styrkurinn er eingöngu ætlaður til framhaldsnáms viö
háskóla. Umsækjendur skulu hafa gott vald á tyrknesku,
frönsku eöa ensku. Sendiráð Tyrklands í Ósló (Halvdan
Svartes gate 5, Oslo 2, Norge) lætur I té umsóknareyöu-
blöö og nánari upplýsingar, en umsóknir þurfa aö berast
tyrkneskum stjórnvöldum fyrir 31. maí n.k.
Menntamálaráöuneytiö,
6. april 1988.
Rokkskór og
bítlahár
I Sjallanum á Akureyri var í
gær frumsýnd ný rokk- og
poppsýning, „Rokkskór og
bítlahár. “
Efni sýningarinnar er Rokk-
saga I máli og svipmyndum
frá fyrstu rokkárunum 1955 til
ársins 1970 þegar Bítlaára-
tugnum lauk. Meóal þeirra
stjarna sem gerö eru skil eru
Bill Haley, Chuck Berry, Fats
Domino, Elvis Presley, Bobby
Darin, Jerry Lee Lewis,
Connie Francis, Pat Boone,
Brenda Lee, Ritchie Valens,
Cliff Richard, Chubby
Checker, The Beatles, The
Supremes, The Rolling
Stones, The Kinks, Sonny
and Cher, Lulu, Dusty Spring-
field, Frank Sinatra, The
Mamas and The Papas, Janis
Joplin og fleiri.
Höfundur verksins, leik-
stjóri og sögumaður er Þor-
steinn Eggertsson en auk
hans koma fram sjö söngvar-
ar frá Akureyri, Ingvar Grét-
arsson, Sólveig Birgisdóttir,
Karl Örvarsson, Stuö-
kompaníinu, Ragnar Gunn-
arsson, Skriöjöklar, Ólöf Sig-
ríður Valsdóttir, Júlíus Guð-
mundsson og Erna Gunnars-
dóttir auk sex manna rokk-
sveitar og danshóps frá Akur-
eyri en alls tekur á þriöja tug
listamanna þátt í sýningunni.
Sjallinn veróur 25 ára á
þessu ári og er sýning þessi
fyrsta kertið sem tendrað
veröur á afmælisárinu. Sú ný-
breytni verður nú tekin upp
aö Hljómsveit Ingimars Ey-
dals, sem skemmt hefur
gestum Sjallans frá upphafi
mun nú færa sig yfir í Mána-
sal um helgar og veröur
sveifla gömlu dansanna látin
sitja í fyrirrúmi á föstudags-
kvöldum.
íslendingar á
sjávarútvegs-
sýningu
Útflutningsráð íslands
hefur skipulagt sameiginlega
þátttöku íslenskra framleið-
enda tæknivöru á sjávarút-
vegssýningunni FISHING 88,
sem verður haldin í Glasgow
14.-16. april n.k.
Tuttugu framleiðendur
tæknivöru til sjávarútvegs
munu kynna vöru sína í sér-
stakri 600 fermetra íslenskri
sýningardeild en 6 til við-
bótar verða meö sýningar-
bása annars staöar á sýning-
arsvæóinu. Finnur Fróöason
arkitekt hannaði íslensku
sýningardeildina en íslenskt
fyrirtæki, Sýningarkerfi hf.
annast uppsetningu og er
þaö nýjung aö íslensk fyrir-
tæki annist slíkt verkefni
erlendis.
FISHING 88 er stærsta
sjávarútvegssýning í Bret-
landi í ár og segir í tilkynn-