Alþýðublaðið - 09.04.1988, Síða 18

Alþýðublaðið - 09.04.1988, Síða 18
18 Laugardagur 9. apríl 1988 Byrjað á öfugum enda: Ákveðið hvað íbúðirnar ættu að kosta áður en framkvœmdir hófust. FRAMTÍÐARLAUSN Á HðSNÆÐISVANDA? Sunnuhliðarsamtökin i Kópavogi reisa þjónustuíbúðir fyrir aldraða á nýstárlegan hátt. Bankinn veigamikill milliliður. „Til fyrirmyndar(í segja íbúarnir. „Þjóðin verður að endurskoða viðhorf sitt til lífslokanna, “ segir Ásgeir Jóhannesson einn frumkvöðla að byggingunni. „Hœttulegt að gera ráð fyrir því að hið opinbera geti sinnt þessu“. Þaö er ekki alvanalegt aö áætlanir standist á Is- landi þegar byggingar- framkvæmdir eru annars vegar. Og það veröur að teljast í meira lagi óvana- legt að fyrst sé ákveðið að byggja hús á kostnaðar- verði og það verð stand- ist. Og enn verður dæmið undarlegra, þegar við fréttum af því að suður i Kópavogi hefðu hugsjóna- menn gengið skrefinu lengra og gert eftirfarandi: 1) Ákveðið var að byggja þjónustuibúðir fyrir eldra fólk. 2) Næst var kannað hverjir væri almennt hagir þess fólks sem er komið yfir sextugt. Komist var að því að meira en 9 af hverjum 10 íbúum þessa lands búa í húsnæði sem er að mestu eða aiveg skuidlaust. 3) Þá spurðu menn sig hvers virði er húsnæð- ið sem fólkið býr í. 4) Þvi næst var ákveðið að reisa hús með íbúðum sem væru ekki dýrari en svo aö þetta eldra fólk gæti flutt inn á öruggan stað kysi það aö breyta til. Vitað var að fjöldi eldri borgara vill minnka við sig og lifa áhyggjulausu lífi hin síðari ár. En það er lika vitað að margir kvíða ellinni. Síðustu spurningunni sem áhugamennirnir þurftu að svara í þessari fyrstu lotu var: Hvernig náum við þessu marki þannig að fólk haldi fullri reisn, og ekki sé verið að íþyngja þjóðfélaginu: Þetta er fyrsti kapítuli i byggingarsögu þjónustu- íbúða við Sunnuhlíð í Kópa- vogi sem 10 félagasamtök skrá. Það vakti mikla athygli fyrir tæpum áratug, þegar 9 klúbbar og félagasamtök ákváðu að reisa hjúkrunar- heimili fyrir aldraða í Kópa- vogi. Um 4000 heimili lögðu til sem svaraði hálfu strætis- vagnafargjaldi á dag, og þannig var safnað í 2 ár. í maí 1982 var opnað hjúkrunar- heimili fyrir 42 vistmenn, en alls hafa nær 400 aldraðir dvalið á heimilinu. í kjölfar athugana árið 1985 um húsnæðismál eldra fólks var næsta skref stigið. í Ijós hafði komið að yfir 90% fólks eldra en 60 ára býr í skuldlausum eða skuldlitlum íbúðum. Ásgeir Jóhannesson sem mjög hefur beitt sér í öldrunarmálunum í Kópavogi segir að sömu samtök og byggðu hjúkrunarheimilið hafi ákveðið að byggja þjón- ustuíbúðir fyrir eldra fólk og miða kostnaðinn við greiðslugetu þeirra sem áttu (búðir fyrir. Biðraðirnar niðurlœgjandi „Þar sem Ijóst var af könn- un okkar að tíundi hver ein- staklingur á þessum aldri á ekki (búö“ segir Ásgeir „buð- um við Kópavogskaupstað að greiða götu þessa hóps, og ( fyrstunni standa undir kostn- aði við nokkrar íbúðir í þess- um byggingaráfanga. Við töldum ekki hæfa að lífeyris- þegar sem ekkert eiga fyrir þurfi í hárri elli að skulda. Hugmyndafræði okkar hefur frá upphafi verið sú að eldri borgarar veldu sjálfir stærð íbúðar og ráðstöfuðu eignum sínum og lífeyri sínum þann- ig að umhverfið sæmdi hverj- um og einum. Ef fólk kýs að búa við öryggi og þjónustu og ( vernduðu umhverfi, beri að leita leiða til að fullnægja, þeim óskum. Biðraðir eldra fólks við félagsmálastofnanir til að komast í húsaskjól og í öryggi er niðurlægjandi. Hugsaðu þér að maður skuli þurfa að horfa upp á hið mætasta fólk í örvæntingar- fullri tilraun að fá hjálp sam- félagsins." Og Ásgeir heldur áfram: „Við sáum þegar bygg- ingu hjúkrunarheimilisins var lokið að þörfinni f samfélag- inu var engan veginn full- nægt. Það er svolítiö gaman að rifja upp hvernig leiðin að þessari tilraun okkar til lausnar á húsnæðisvanda aldraðra var rötuð. En það þurfti að yfirvinna ýmsa þröskulda. Og tillaga okkar var heimasmíðuð, engin reynsla fyrir, svo að það var kannski ekki nema von að aðilar sem leitað var til hafi ekki kyngt öllu í fyrstunni." Fyrst var ákveðið hvað þœr mœttu kosta. Þeir sem vildu byggja íbúðir fyrir aldraða ákváðu fyrst hvað íbúðirnar mættu kosta. Allir voru sannfærðir um aö mikill fjöldi vildi breyta til, ef viðunandi lausn fengist. Færa sig úr íbúðum eða einbýli, sem hjá mörgum var allt of stórt og krafðist viðhalds sem fólk treysti sér ekki til að standa undir. íbúðirnar mættu ekki kosta meira en venjulegur ibúðar- eigandi gæti sómasamlega ráðið við og forsenda væri að lifeyrisþegar þyrftu ekki að stefna sér í skuldir. Þess vegna var lauslega áætlað hvað Ibúðirnar mættu kosta áður en lengra var haldið. Ásgeir Jóhannesson segir að það hafi kostað marga klukkutíma fyrir hönnuði að sjá hvort þaö tækist að byggja ódýrar en sómasam- legar íbúðir. Lausnin fannst og í Kópavoginum byggja þeir miklu ódýrar en aðrir aðilar hafa gert í sambærileg- um verkefnum fram að þessu. Og það sem llka er mikilvægt er að tímaáætlanir Jóhann Arnason, framkvœmdastjóri Sunnuhlíðar, staddur í miðrými húss- ins. Iðnaðarmenn að störfum, en enn er nokkuð ógert í tengiálmu hússins og íþjónusturými. „Framkvœmdum miðar vel, “ segir Jóhann. hafa staðist. Hilmar Þór Björnsson arkitekt, sem hannaði húsið ásamt Gunn- ari Torfasyni verkfræöingi, segir að leitað hafi verið leiða á ýmsa vegu til að ná fram mikilli hagkvæmni. Aðalverktaki hússins, Byggðaverk, hafi I sumu tilliti gengið skrefi framar en hönnuður sáu fyrir og nefndi Hilmar m.a. að verktaki hafi getað notað mótin enn betur en gert hafi verið ráð fyrir. Húsið er allt einangrað að ut- an og fyrir bragðið var hægt að vinna jöfnum höndum innanhúss og utan. Fleira telur Hilmar að hafi haldið kostnaði niðri. Jóhann Árna- son framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar kvað viðhalds- kostnað verða lítinn á húsinu Ásgeir Jóhannesson: „Að maður skuli þurfa að horfa upp á hið mœt- asta fólk í örvœntingarfullri tilraun til að fá hjálp samfélagsins. “ i framtíðinni. Notaðar eru sérstakar plötur utanhúss og innan sem ekki krefjast máln- ingar og auðvelt sé að skipta um þær. Fjármögnunin gerði það líka að verkum að hægt væri að halda uppi þeim byggingarhraða sem best hentar til verksins. Fjámögnun íbúar I Sunnuhlíð fjár- magna Ibúðimar með þvl að færa til eignir. Fólk sem á íbúðir selur þær og eignast íbúðarrétt I Sunnuhlíðinni. Búnaðarbanki íslands i Kópa- vogi er veigamikill hlekkur I keðjunni. Eftir að fólk hefur öðlast uppáskrift um íbúðar- réttinn er andvirði íbúðarinn- ar greitt til Búnaðarbankans á 18 mánuðum (eða skemur). Sunnuhlíðarsamtökin sem eru eigendur íbúðanna tryggja íbúum búsetu til ævi; loka ef Ibúðarrétthafi óskar. í stað afsals fyrir íbúðinni fær íbúðarrétthafi I hendur bankatryggingu frá Búnaðar- bankanum, þar sem bankinn ábyrgist að greiða fullt gang- verð sambærilegra íbúða I Kópavogi á hverjum tíma skv. mati, ef íbúðarrétthafi óskar eftir að flytja úr Ibúðinni — eða greiða til erfingja við frá- fall íbúa. Kostnaður við að búa í Sunnuhlíð. íbúðarrétthafi greiðir ekki húsaleigu, en greiðir þess I stað I sameiginlegan hús- sjóð, hita, rafmagn I sameign, viðhald og annan húskostn- að, en Sunnuhlíð sem hús- eigandi ákveður og sér um allt viðhald utan húss og inn- an. Er það gert til að forðast hugsanlegan ágreining milli íbúa um viðhald og fleira. Kostnaður við íbúðir er mis- munandi. Um er að ræða 3 stærðir íbúða. Þær minnstu sem eru 1 herbergi eru 49 fermetrar að stærð, 2 her- bergja íbúðirnar eru 61 fer- metri og 3 herbergja 81 fer- metri. Nú er mánaðarkostn- aður við stærstu íbúðirnar um 9.600 krónur og þætti lík- lega ekki mikið miðað við þann kostnað sem Ibúðar- eða íbúðarhúseigendur hafa á hverju ári, þegar tekið er til- lit til alls kostnaðar eins og gert er I Sunnuhlíð, meira að segja viðhalds húsnæðis. Að byggja ódýrt Augljóst er að jafn og eðli- legur byggingarhraði — og miklu skemmri en almennt gengur og gerist á íslandi hefur skilað áætluðu verki. (búðirnar I Sunnuhlíð eru ódýrar á almennum mæli- kvarða. Lauslega áætlaö mið- að við hækkun byggingarvísi- tölu frá fyrstu verðáætlunum I september 1986 til dagsins I dag er verð íbúðanna: 1 herbergja: 2.9 milljónir 2 herbergja: 3.2 milljónir 3 herbergja: 3.7 milljónir Er alls ekki ósennilegt að þessar íbúðir með þeim kost- um sem þær hafa séu 30- 50% ódýrari en aðrar sam- bærilegar á fasteignamarkaði I dag. Það er engum vafa undirorpið að mjög vel hefur tekist til um frágang og gerð- ir íbúðanna. Þær eru vistleg- ar I alla staði, rúmgóðar. Enda kemur I Ijós I viðtölum þeim sem birtast við íbúana að á betra verði vart kosið í húsnæðismálum. Samtenging íbúða og hjúkrunarheimilis Innangengt er á milli hjúkr- unarheimilisins sem reis 1982 og ibúðanna. Við ibúð- irnar rís lika þjónustukjarni, þar sem m.a. verður veitinga- salur, aðstaða fyrir heimilis- Myndin er af setustofu á efstu hæð. Útsýni tii allra átta. Vistlegar íbúðir. Myndin ertekin í ibúð hjónanna Björns Jónssonarog Mariu Hafliðadóttur

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.