Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 20. ágúst 1988
Asmundur Stefánsson
um starfið í stjórnmálaflokkunum
Þrátt fyrir mikla umrœðu um
efnahagsmál og bráðaaðgerðir er
verkalýðshreyfingin býsna afskipt.
Hvers vegna er frekar leitað ráða hjá
forstjórunum? Róa verkalýðs-
foringjarnir einir, því að umbjóðendur
hafa lítinn áhuga á kaupi og kjörum?
Hvernig heilsast Alþýðubandalaginu?
Er Alþýðuflokkurinn að verða „ábyrga
íhaldsaflið“ í ríkisstjórninni?
Ásmundur Stefánsson forseti ASJ er
tekinn tali. Hann hefur verið innan-
búðar í Alþýðusambandinu síðan
1974, fyrst sem hagfræðingur en síðar
sem œðstráðandi.
í FRIÐI FRÁ
UMRJÓÐENDUM
„Kröfumar til ASÍ eru miklu
víótækari en 1974. Það er
ætlast til meiri þjónustu af
hálfu Alþýðusambandsins á
öllum sviðum, og þar er ætl-
ast til að við skiptum okkur
af fleiru en fengist var við
'74. ASI hefur víðtækari þjón-
ustuskyldu í dag.
Samtímis hefur starf verka-
lýðsfélaganna breyst mjög á
þessum tíma, og ekki allt til
bóta. Það er til dæmis Ijóst
að það er miklu erfiðara að fá
fólk til sjálfboðaliðastarfa af
hvaða tagi sem er. Þetta er
ekki bara í verkalýðshreyfing-
unni. Þetta þekkja menn ekki
síst I pólitísku flokkunum,
þar sem þátttakan í þvl starfi
sem þar fer fram hefur snar-
minnkað.
Við i verkalýðshreyfingunni
verðum kannski meira vör við
það vegna þess að allt okkar
kerfi byggir meira á beinni
þátttöku félagsmanna í
ákvarðanatöku en annaó fé-
lagsmálastarf. Þeir sem eru
kosnir til að sinna pólitísku
starfi hjá stjórnmálaflokkum
geta sinnt því nokkuð í friði
frá sinum pólitísku umbjóð-
Viötal
Þorlákur
Helgason
endum á meðan þeir eru í
embætti. Hvorki þeir né um-
bjóðendurnir óska eftir skoð-
anaskiptum á kjörtímabilinu
— en í verkalýðshreyfingunni
ganga allar meiriháttar
ákvaróanir fyrir félagsmenn-
ina. Það gildir sama hvort
lýst er yfir verkfalli, samning-
ar samþykktir eða hvort
ákveðið sé að kaupa hús
undir félagsstarfið eða skrif-
stofurnar.“
— Af hverju ættu stjórn-
málaflokkar aö starfa öðru
vísi en verkalýðshreyfingin?
„I verkalýðshreyfingunni er
gerð krafa til beinna lýðræð-
islegra ákvarðana, en það er
engu slíku til að dreifa i
stjórnmálaflokkunum. Þar er
verkaskiptingin ósköp skýr,
sumir kjósa en aðrir fram-
kvæma.
Stjórnmálaflokkur getur lif-
að gjörsamlega án sinna um-
bjóðenda að öðru leyti en því
að hann þarf á þeim að halda
í kosningum. Þess utan
skipta þeir hann engu máli,
og stjórnmálaflokkarnir vinna
nánast allir út frá því sjónar-
miði. Ég sé ekki að Kvenna-
listinn sé mikið öðru vísi en
aðrir í þessu efni, hann er
með þinglið með tiltrú hjá
ákveðnum hópi fólks, og
vinnur út frá því. Kjósendur
Kvennalistans koma fáir
nærri starfi flokksins.
Verkalýðshreyfingin getur
aftur á móti ekki skotið sér
undan þessari beinu lýðræð-
islegu skyldu."
— Eru verkalýðsforingjar
ekki gagnrýndir fyrir of lítil
tengsl viö sitt fólk?
„Jú og það sérstaklega af
stjórnmálamönnunum.
Auðvitað eru til forystu-
menn sem eru lítið fyrir það
að hlusta á það sem fólkíð
vill.
Það er hins vegar stærra
vandamál, þegar fólk fer að
ætlast til þess að forystu-
mennirnir vinni eins og kjörn-
ir fulltrúar á þingi eða í bæj-
arstjórnum. Eg verð var við
þetta, þegar ég leita álits
fólks á vinnustöðum. Þá er
ekki óalgengt að svarið sé:
Til hvers helduröu að þú hafir
verið kosinn? Er það ekki þitt
að segja okkur hvað á að
gera?
Menn eiga við þennan
vanda að etja í félagsstarfi í
vaxandi mæli. Það er eins og
hið borgaralega lýðræði, þar
sem einn er kosinn til að
gera, sé aö færast yfir á fleiri
svið samfélagsins. Verkalýðs-
hreyfingin á í vandkvæóum
með að finna svar við þessu.
Annars vegar höfum við reynt
að fara út á vinnustaðina, til
að ná betra sambandi. Hitt er
aukið fræðslustarf, einkum
fræðsla trúnaðarmanna."
Á EINNI HENDI
— Hefur þeffa vandamál
orðið áþreifanlegra með tim-
anum?
„Það er stig af stigi aó
færast í þá áttina að stjórnar-
menn færist undan verkefn-
um, vísi á formann sem oft er
jafnframt starfsmaður félags-
ins. Þá blasir sú hætta við að
einn maöur sitji á upplýsing-
um og stjórnin komi aðeins
saman til að samþykkja
gjörðir formannsins.
Þessi þróun eráberandi i
félögunum, og ég óttast
mest að þessi undansláttur
félaga frá því að taka að sér
ábyrgðarstörf og jafnframt
erfiðleikar með að halda trún-
aðarmönnum séu orðnir
hreyfingunni fjötur um fót.
Sú togstreita sem myndast
þegar menn taka á sig
ábyrgðarstörf fyrir verkalýðs-
félagið nær oft inn í fjöl-
skyldurnar. Sá sem tekur að
sér verkefni fyrir félag verður
oft af launum fyrir eftirvinnu
og það samrýmist oft ekki
þörfum heimilisins. Þetta
getur bitnað enn frekar á
konum, sem gegna þremur
hlutverkum; forræði heima,
vinnu og ábyrgðarstarfi."
— Er þetta ekki alvarleg
lýsing á verkalýðshreyfing-
unni; Almennt áhugaleysi
launafólks og þróun til eins-
mannshreyfingar í stjórnum
félaganna?
„Þeim mun meiri er
ábyrgðin innan hreyfingarinn-
ar. Hún er lýðræðislega upp-
byggð og krefst beins lýð-
ræðis af fólkinu og verður að
glíma við áhugaleysið.
Þetta er auðvitað harður
dómur yfir hreyfingunni og út
af fyrir sig yfir okkur öllum í
þjóðfélaginu. Ég lít svo á að
flóttinn frá lýðræðinu sé
alvarlegasta mein samfélags-
ins.“
FYRIR FRAMAN
LIFANDI MYNDIR
„Það éru fámennari og fá-
mennari hópar sem taka
ákvarðanir innan stjórnmála-
flokkanna. Ef þú tekur Al-
þýðuflokkinn (eða hvaða
flokk sem er) í dag og fyrir 15
árum þori ég að fullyrða að
fólki í virku starfi hefur fækk-
að þannig að það er hrein-
asta hörmung. Þessi stjórn
fárra manna leiðir ekki til
sömu þversagnar innan
stjórnmálaflokkanna og það
gerir í verkalýðshreyfing-
unni.“
— Er þetta þátttökuleysi
til vitnis um að lýðræðis-
n