Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 17.-19. MARS 1995 ■ Nú er kosið um lífskjör þjóðarinnar við aldaskiptin segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins í viðtali við Sæmund Guðvinsson. Um leið og ég settist í stól í stofu hjá Jóni Baldvin á Vesturgötunni vor- um við famir að tala um fjölmiðla. Hann taldi þá flesta vanrækja upplýs- ingahlutverk sitt og setja mál í sam- hengi. Málin væru ekki skýrð heldur tekið við linnulausri gagnrýni þar sem stjómmálamenn væm rakkaðir niður. „Það má heita kraftaverk með suma af okkur sem höfum fengið þessa meðferð, að við skulum vera uppistandandi þrátt fyrir allt. Þetta á að vísu bara við um þá stjómmála- menn sem eitthvað kveður að því það er fullt af mönnum á þingi sem em ekki stjómmálamenn. Þeir em bara sendir þangað sem fulltníar sérhags- muna,“ sagði Jón Baldvin. Eftir nokkrar ílrekari umræður um þetta efni gátum við byrjað á byrjuninni, það er að segja upphafið að pólitísk- um áhuga Jóns Baldvins. ,Ætli ég haff ekki dmkkið í mig áhugann á stjómmálum með móður- mjólkinni. Karl faðir minn var einn umdeildasti stjómmálamaður lands- ins á sinni tíð. Eg ólst upp við að það væri eðlilegt að búa við galeiðuþræl- mig fram úr Kommúnistaávarpinu við 12 ára aldurinn. Partur af ung- lingsuppreisninni gegn föðurímynd- inni var að ég gerðist marxisti og tók það mjög alvarlega. Eg las mér til óbóta í þeim gervivísindum fram eft- ir menntaskólaámm.“ Sagði sig úr skóla og keypti píanó Er það rétt að þú hafir sagt þig úr Menntaskólanum í Reykjavík? ,Já. Eg sagði mig úr skóla í fimmta bekk vegna þess að mér fannst þessi lærði skóli gefa byltingarsinnuðum fræðimönnum steina fyrir brauð. Hugmyndin var að gerast fúllnuma í marxistum fræðum. íslensku og tón- list. Atli Heimir gerðist ráðgjafi minni við vali á pfanói sem ég festi kaup á fyrir sumarhýmna. Eg æfði mig síðan sex tíma á dag á píanó en komst að þeirri niðurstöðu að ég yrði seint konsertpíanisti. Örlög píanósins urðu þau, að einhvem tímann þegar mér varð peninga vant við háskóla- nám í Edinborg seldi ég píanóið og lifði á andvirðinu í hálft ár. Þrátt fyrir I„Ég ólst upp við galeiðuþrældóm stjórnmálamanns en íslensk pólitík var ekki nógu stór fyrir okkur feðga báða. dóm stjómmálamanns. Móðir mín var ekki síður pólitísk og er enn, 92 ára gömul. Hún fylgist með öllu og hefur mótaðar skoðanir á öllu. Þar sem samúræinn Hannibal var lítið heima hafði ég meira andlegt sam- neyti við móður mína. Hún var á sín- um tíma í framboði í Norður-ísafjarð- arsýslu og munaði níu atkvæðum að hún kæmist á þing. Það er því ekki langt að sækja áhuga á stjómmálum og umhverfið hvatti fremur en latti. Heimilið var opið hús og miðstöð ísa- fjarðarkrata. Pólitík á fsafirði var ekki sunnudagaskóli." Faðir þinn rakst illa í fiokki. Hef- ur þú verið alþýðuflokksmaður frá upphafi? Æg held ég hafi byrjað að stauta A-mynd: E.ÓI. nokkrar frátafir vegna æfinga á hljóð- færið tók ég stúdentspróf frá MR 1958.“ Hvenær bilaði trúin á marxis- mann? „Veturinn sem ég æfði mig á pí- anóið komst ég í bók Djilasar, Hin nýja stétt, sem er líklega fyrsta ritið sem ég las þar sem flett er ofan af ósannindunum um hina sovésku þjóðfélagstilraun, í hans tilviki út frá reynslu Júgóslava. Þá kviknuðu fyrstu efasemdimar. Flestir ungir menn em róttækir í einhveijum skiln- ingi. Hinn heimafengni baggi minn og annarra af minni kynslóð var þessi upphafni þjóðemissósíalismi svokall- aðra vinstri skálda eins og Kiljans, Þórbergs og fleiri. Ósannindavaðall þeirra og bemskar sjálfsblekkingar um Sovétið, sem þeir ástunduðu f ald- arfjórðung, var meðtekið af ungu og gagnrýnislitlu ungu fólki sem sann- leikur. Þetta brenglaði pólitíska vit- und tveggja kynslóða á Islandi því menn mgla saman talentu skáldsins og pólitískri glópsku hans.“ Póiitísk matareitrun „í sjötta bekk las ég eina bók sem hefur haft varanleg áhrif á mínar lífs- skoðanir. Það var bókin Framtíð jafn- aðarstefnunnar eftir Anthony Cross- land sem seinna varð vinur Islend- inga af því hann leysti fiskveiðideil- una 1976 á samningafundum með Matthíasi Bjamasyni. Eftir að hafa melt niðurstöður bókarinnar var ég eiginlega búinn að segja skilið við marxismann. Síðan innsiglaðist þetta í ferð á fyrsta eða öðm ári mínu sem námsmaður um Austur-Evrópu þar sem ég gerði mér ljóst að þetta vom sósíalfasistísk lögregluríki þar sem öllu hafði verið snúið öfugt. Frá þess- um tíma hef ég verið sósíaldemókrat að lífsskoðun. En því miður er það svo, að enn í dag er sjálfsblekking og lífslygi marxismans að þvælast íyrir mörgum góðum manni og er eins og lifandi lík í lest vinstri hreyfingarinn- ar undir yfirbreiðslu Alþýðubanda- lagsins. Jafnvel þótt menn þykist nú vita betur hafa þeir aldrei haft andleg- an kjark og heiðarleika til að gera upp þessa fortíð og aldrei lært neitt af reynslunni. Þetta er eins konar pólit- ísk matareitmn." Hvers vegna varst þú svona lítið áberandi í stjórnmálavafstri föður þíns? „Ég hafði komist að þeirri niður- stöðu að íslensk pólitík væri ekki nógu stór fyrir okkur feðga báða og leit svo á að ég væri í pólitískri útlegð. Náði þó því að sameina Hannibalist- ana og kratana á ísafirði í bæjarmál- um sem ég tók þátt í mér til ánægju í átta ár meðan ég var skólameistari. Á gamalsaldri vann Hannibal sinn stærsta kosningasigur en honum var ekki lagið að vinna úr sigri. Ég er betri að vinna úr sigri og jafnvel tæpri stöðu. Faðir minn klúðraði sigrinum. Hefði hann haldið rétt á málum hefði hann átt þess kost að drífa í samein- ingu við Alþýðuflokkinn og jafnvel átt kost á að verða forsætisráðherra." Hvenær gekkst þú formlega í Al- þýðuflokkinn? „Það var undir merkjum Vilmund- ar Gylfasonar árið 1976 og þar með hófust afskipti mín af landsmálum. Ég fór í prófkjör á móti Sighvati og tapaði með glæsibrag en tók annað sætið fyrir vestan og barðist með hon- um við kosningarnar 1978. Þá vann flokkurinn sinn stærsta kosningasigur síðan árið 1934 og fékk 14 þingmenn. En þessi reynslulitli þingflokkur kunni ekki fótum sínum forráð og enginn nennti að hafa vit fyrir honum. Flokkurinn álpaðist þvf í ríkisstjóm undir forsæti Ólafs Jóhannessonar eftir að hafa háð frækilega kosninga- baráttu um nýja pólitík gegn fram- sóknarmönnum.“ Gengi Alþýðuflokksins lækkaði ört í kjölfarið en að sama skapi fór vegur þinn vaxandi innan flokks- ins. Hvað olli því? I„Sá sem tekur afstöðu knýr aðra til að taka afstöðu." „Alþýðullokkurinn var við dauð- ans dyr 1983 þótt hann væri í stjóm- arandstöðu gegn ríkisstjóm Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks. Ég hef stundum sagt í gamni að ég hefði aldrei orðið formaður Alþýðu- flokksins nema vegna jress að flokk- urinn var kominn í þá stöðu að hann var að beijast fyrir lífi sínu og var þess vegna reiðubúinn að taka áhættu. Eg fór á þing 1982 þegar Bjöm Jónsson hætti og var síðan kos- inn á þing 1984 og formaður flokks- ins sama ár.“ Hundleiddist þingsetan Hvernig kom það þér fyrir sjón- ir að taka sæti á Alþingi? „Þingið er ekki staður til að hafa áhrif. Eg dreg enga dul á það að mér hundleiddist þingsetan. Éyrir mann sem telur sig hafa mikið erindi í pólit- ík er ræðustóll Alþingis vitlaus staður og oftast nær vitlaus stund. Ég er ekki málþófsmaður og get ekki lagt það á mig að gera það að inntaki lífs míns að spilla tíma annarra. Eftir að ég var orðinn formaður brá ég á það ráð að fara með mína pólitík út um landið í hundrað funda ferðina. Þar náði ég milliliðalaust til fólks. Þetta varð til þess að flokkurinn var kominn með 25 til 30 prósenta fylgi í skoðana- könnunum fyrir kosningamar 1987. Nokkmm vikum fyrir kosningar varð hins vegar slys. Albert Guðmundsson var rekinn úr ríkisstjóm og í því til- fmngaumróti var búinn til flokkur af pólilískum skyndikynnum. Flokkur- inn byrjaði upp í skýjunum eins og Jóhanna en af því hann varð til nokkr- um vikum fyrir kosningar tókst hon- um ekki að tapa nema niður í tíu pró- sent fylgi. Þetta tók vind úr okkar seglum og þýddi að stjómarmyndun- arviðræður urðu mjög erfiðar. En frá og með þeim tíma hefur Alþýðu- flokkurinn verið í ríkisstjórn." Þú ert búinn að vera ráðherra síðan 1987. Getur þú hugsað þér að verða óbreyttur þingmaður cf sú staða kemur upp eftir kosningar að Alþýðuflokkurinn fari ekki í ríkis- stjórn? , Já. Ég á enn ólokið ýmsum erind- um í pólitík. Þau em einkum tvenn. Að leiðsaga mína þjóð inn í Evrópu- sambandið og að skila keflinu til ungrar kynslóðar undir þeim for- merkjum, að sameining jafnaðar- manna á grundvelli nútímalegrar jafnaðarstefnu um þau mál sem við eigum að berjast fyrir, hafi þokast vel á veg. Ef þetta tvennt lekst get ég far- ið að hægja á.“ Höfum ekki verið í vari Menn virðast annað hvort vera

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.