Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 17
HELGIN 17.-19. MARS 1995 V ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17 i ð t a I ■ Bryndís Bjarnadóttir, 22 ára heimspekinemi, skipar 16. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. í samtali við Stefán Hrafn Hagalín ræðir hún um líf sitt og tilveru; uppeldið, stjórnmálaþátttökuna og gildi þess að taka afstöðu, sinnuleysi X-kynslóðarinnar, heimspekina, draumana um skáldalíf að hætti afa síns, og klykkir að lokum út með brandara sem Stefán Hrafn fattaði vitaskuld ekki langar til setjastað munkamaustri - og stunda þar íhugun og ritun bóka, segir Bryndís. „Hugmyndin á bakvið þessa X- kynslóðar-nafngift gengur útá það, að unga kynslóðin í dag eigi sér engar hugsjónir og sé almennt dofin gagn- vart því samfélagi sem hún lifir í. Og það er bara hárrétt því unga kynslóðin sefur vissulega fast á meðan hún flýt- ur að feigðarósi félagslegs sinnuleys- is. Það er tími tilkominn fyrir okkur öll að vakna og...taka afstöðu," segir Bryndís Bjamadóttir, 23 ára heirn- spekinemi, sem skipar 16. sæti á fram- boðslista Alþýðuflokksins í Reykja- vík. Hún er alin upp í Garðabænum, dóttir Bjama Ágústssonar verkstjóra og Sóleyjar Brynjólfsdóttur, gekk í Flataskóla og síðar í Gagnfræðaskól- ann í Gatðabæ. Að þvf loknu settist Bryndís í hinn fomlfæga Menntaskóla í Reykjavík og þaðan lá leiðin eftir tveggja ára námshlé í heimspeki við Háskóla íslands. Konan er eldklár, skemmtileg og gullfalleg, stöðugt hlæjandi og hvatvís á ögn stressaðan hátt - skemmtileg, lumar stöðugt lúmsk á óvæntum spumingum, svör- um og hugdettum af ýmsum toga: uppátækjasöm og er vissulega hvergi bangin við að bjóða heiminum birg- inn. Ljúkum fyrirsætuhlutanum í snarhasti af, j)ú ert án vafa orðin leið á að tala um þetta. Hvernig kom „bransinn“ til? „Það kom Ijósmyndari niður í Gagnfræðaskóla til að taka mynd af skólastjóranum og hann sá mig á vappi með öðmm nemendum í frí- mínútum. Ljósmyndarinn spurði mig hvort ég væri til í að láta mynda mig í bak og fyrir og ég sagði já. Uppfrá þvf starfaði ég að mestu erlendis; fór fyrst út þegar ég var fjórtán ára og þá til London í tvo mánuði. Tók mér svo eitt ár í frí, en var eftir það öll sumur í út- löndum að vinna.“ Þetta hljómar sem h'tið mál. Varstu frakkur krakki? ,JJei, ég var nú ffekar óömgg og vildi helst ekki vera í sviðsljósinu. Einhvem veginn álpaðist ég þó þama inn.“ Hvar og á hverra vegum varstu við fyrirsætustörf? .fyrst fór ég til London semsagt, síðan til Mílanó í þrjú sumur, var í París um tveggja ára skeið og einnig hef ég unnið í Áusturríki og svo I New York í fyrra. Skrifstofumar sem ég hef unnið fyrir em Elite og Ford og Metropolitan í París.“ Er það rétt að þú sért hætt? ,Já, ég ætla sennilega að fara út í sumar og láta það gott heita. Ég er orðin frekar þreytt á þessari vinnu sem kallar á eilíft puð og aukaálag síðan við að innheimta vinnulaun og þess- háttar. Ég var eiginlega á tífnabili að velta því fyrir mér að stofna verka- lýðssamtök fyrirsæma því við virð- umst alltaf þurfa að bíða í tvo til þrjá mánuði eftir að fá launin okkar greidd. Þegar við loksins fengum launin var búið að taka sjötíu prósent þegar verst lætur, fjörtíu prósent af þessum þijátíu sem eftir vom fóm í skatta og þijátíu til viðbótar til umboðsmannsins. En nú ætla áð snúa við blaðinu og leggja stund á andleg málefni í heimspek- inni. Þetta er auðvitað kúvending eftir að hafa lifað nokkuð lengi í heimi efn- islegra gæða.“ Tafðistu ekkert í námi vegna allr- ar þessarar vinnu? „1 raun og vem ekki. Ég kláraði Menntaskólann í Reykjavík á réttum tíma og fór síðan út til Parísar í eitt ár til að finna út hvað ég ætti að gera við sjálfa mig í framtfðinni. Upphaflega ætlaði ég að fara í listasögunám í Berl- ín. Það kom þannig til að ég kynntist listamanni í París sem hafði lært lista- söguna af póstkortum. Ég ákvað að prófa það og keypti mér þúsund póst- kort eða svo - og var meira að segja búin að koma mér upp ákveðnu kerfi. Þetta var ansi sniðugt fannst mér. Svo gerðist það að ég asnaðist hingað heim í ágústmánuði og sótti um í Há- skólanum. Fyrst var ég að spá f sál- fræði eða lögfræði, en slysaðist síðan inní heintspekina með þeim afleiðing- um að mér finnst ég vera að endur- fæðast á hveijum degi; slíkan undra- heim hefur heimpspekin opnað í hug- arskoti mínu.“ Hvað lærir maður eiginlega í heimspeki? „Hmmm... Listina að lifa? í heim- speki lærir maður ekki allt og ekkert; ást og visku, tilgangs lífsins, óveruna, raunvemleikann, sálina, líkamann ást og visku. Maður heyrir það nú á flest- um að menn líta ekki á heimspekina sem almennilegt nám - ekki frekar en aðrar greinar húmanfsku greinanna; að þetta séu allt hálfgerð kjaftafög. Mér finnst sjálffi að heimspekinámið sé afar gagnlegt nám fyrir lífið og til- vemna og kemur inná ótalmörg svið; er á vissan hátt sjálfskönnun og ákaf- lega þroskandi sem slíkt. Nýjar gáttir opnast. Em ekki mörg fyrirtæki farin að ráða heimspekimenntaða yfirmenn sem kannski hafa sérmenntað sig í öðm? Maður er allavega að heyra það þannig að heimspekin hlýtur að vera praktískt nám.“ Hvað kom þér mest á óvart við heimspekina? „Fyrst fannst mér þetta ákveðin hringferð, maður kæmist ekki að neinni niðurstöðu og væri alltaf að elt- ast við skottið á sér. Allt til þess eins að uppgötva síðan að maður hefði vit- að lengi og löngu spáð í. Þama í fyrstu varð mér oft hugsað til þess með hryll- ingi, að ef til vill hefðu úrtölumennim- ir réit fyrir sér og heimspekin væri handónýtt fag. Ég hélt samtsem áður áfram og ætla að klára námið." Er hringferðin kannski tilgangur í sjálfu sér? ,Já, afhveiju ekki? Ég skil ekki að það þuríi allsstaðar að vera tilgang að finna. Maður á stundum bara að vera.“ Afhverju eru fáir kvenkyns heimspckingar nafnkunnir? „Ég er sífellt að spyrja blessaða heimspekikennarana mína að þessu, vegna þess að ég er orðin svo þreytt á því að sjá skína í gegnum heimspeki- söguna þessa ofuráherslu á skynsem- ina; hina köldu rökhyggju sem segir að engar tilfinningar sé að finna í skynseminni og öfugt. Kvenheim- spekingamir em auðvitað til þótt þeir séu fáir, en karlamir- sem em allsráð- andi í heimspekinni við Háskóla ís- lands - kenna auðvitað ekki fræði kvenheimspekinganna. Tilfinningam- ar lenda alltaf í því að vera þaggaðar niður. Virkilega heimskulegt." Hvað ætlarðu að gera að heim- spekináminu loknu? ,JVlig langar í augnablikinu til að setjast að í munkaklaustri á eyðieyju og stunda þar íhugun og ritun bóka.“ Afhverju munkaklaustur? Þú ert nú einu sinni kona... ,Já, þetta er dálítið skondið. Ég fór nefnilega til miðils um daginn og hún sagði að ég hefði verið munkur í fyrra lífi - ekki nunna. Miðillinn sá fyrir sér risastórt skrifborð og fullt af bókum og mér fannst þessi hugmynd passa velvið mig.“ í munkaklaustri... Áttu ekki þcnnan fína kærasta? ,Jú, reyndar..., ég og Glúmur Baldvinsson höfum verið saman í fimm ár. Ég veit ekki hvort það geng- ur í ættir, en Jón Baldvin hefur stund- um kallað hjónaband sitt og Bryndísar þijátíu ára stríðið og ég kalla samband okkar Glúms fimm ára stríðið. Við höfum á stundum siglt seglum þönd- um í gegnum þetta allt saman og það hefur auðvitað framkallað mikla spennu sem síðan gerir hversdagsleik- ann erfiðari fyrir vikið." Yfir í póiitfldna: Þú ert þekkt fyr- irsæta í 16. sæti á framboðslista sem faðir kærasta þíns leiðir og ýmsir hafa við það kvikindislegar athuga- semdir. Hvað finnst þér um það? „Það angrar mig h'tið þótt einhveij- ar smásálir velti fyrir sér: Hvem and- skotann er þessi Bryndís Bjamadóttir að gera þama á listanum? eða Hvað er þessi fegurðardmsla að trana sér fram í stjómmálum? Þegar maður mætir uppí skóla alls ófeimin með barm- merki og þessháttar þá skáskýtur fólk til að mynda á mann augunum, en ég er bara glaðhlakkaleg." Afhverju fórstu inná þessa braut; stjórnmál? ,JÉg tel afar mikilvægt að ungt fólk taki virkan þátt í að láta hugsjónir sem vaiða almannaheill verða að vem- leika. Ég treysti engum betur en Al- þýðuflokknum til að leiða okkur ís- lendinga til bjartari og ömggari fram- tíðar. Þetta er eini flokkurinn sem hef- ur mótað sér skýra stefnu um það hvemig leysa eigi eilífðarvandann. Innganga í Evrópusambandið er á dagskrá, takk fyrir. Það þýðir ekki að segja mér, að það sé ekki á dagskrá, að auka menntun og atvinnumöguleika, tryggja fijálst flæði vöm og mannafls, tollfrelsi og þessháttar. Lausnin á ei- lífðarvandanum felst í losun hafta og eyðingu margra ára einokunar og fá- keppni hér á landi. Við verðum að skyldi halda það af litlu áliti þeirra hingaðtil allavega á beinni og virkri þátttöku í stjómmálum. Átakið Ungt fólk takið afstöðu snýst um það, að æska þessa lands hætti sínu uppgjafar- háttemi og fari til beinnar þátttöku. Og ég gerði það: skellti mér í slaginn." Ætlar nú X-kynslóðin að reka af sér slyðruorðið? ,Já, hugmyndin á bakvið þessa X- kynslóðar-nafngift gengur útá það, að unga kynslóðin í dag eigi sér engar hugsjónir og sé almennt dofin gagn- vart því samfélagi sem hún lifir í. Og það er bara hárrétt því unga kynslóðin sefúr vissulega fast á meðan hún flýt- ur að feigðarósi félagslegs sinnuleys- is. Það er tími tilkominn fyrir okkur öll að vakna og.. .taka afstöðu." Nú hefurðu kynnst lífi stjóm- málamannsins í gegnum heimilis- fólkið að Vesturgötu 38..., heillandi h'f? „Nei, það fmnst mér alls ekki og sú er einmitt ástæðan fyrir því að ég hef Bryndís Bjarnadóttir: Unga fólkið hefur of lengi látið sig það litlu skipta hvernig lífskjörum verði háttað hér á landi í framtíðinni og hvaða menntunar- og atvinnumöguleikar bjóðist. Átakið Ungt fólk takið af- stöðu snýst um það, að æska landsins hætti sínu uppgjafarhátterni og fari til beinnar þátttöku. Og ég gerði það: skellti mér í slaginn. A-mynd: E.ÓI. skoða inngöngu sem raunhæfan möguleika. Eg segi bara: Davíð, þú ert ekki á dagskrá. Hvaða mál finnst þér mikilvæg- ust í stefnu flokksins? „Ég læt mig Eviópumálin mestu vaiða og vitaskuld menntamálin - verandi heimspekinemi. Fyrir stuttu var haldinn fundur í Háskólabíó undir yfirskriftinni Ungt fólk takið afstöðu eftir samnefndu átaki stjómmála- fræðinema sem stefnir að því að gera ungt fólk meðvitaðra um þjóðfélag sitt; taki afstöðu og virkan þátt. Ungt fólk hefur þvf miður lengi kvartað miskunnarlaust um að hér á landi sé ekkert að fá og úr engu sé að moða - það hafi engin áhrif, en samt skirrist það við að taka afstöðu og taka þann- ig þátt í að móta eigin framtíð. Þetta er áberandi afstaða og unga fólkið hefur of lengi látið sig það litlu skipta hvem- ig lífskjörum verði háttað hér á landi í framtíðinni og hvaða menntunar- og atvinnumöguleikar bjóðist. Maður haldið mig fjarri stjómmálunum þangað til núna - ásamt því að ég taldi mig ef til vill ekki hafa þroska í átökin við hákarlana í stjómmálahafinu. Nú langar mig hinsvegar að fullnægja eigin metnaði og innri þörf til þess að vinna góð framfaraverk í þágu heild- arinnar; samfélagsins." Einhver sagði mér að þú værir alin upp á helbláu íhaldsheiniili og ofaná það bætist svo bærinn: Garðabær, eitt af höfuðvígjum Sjálfstæðisflokksins. Eru átök á heimilinu? „Foreldrar mínir em að snúast..., held ég. Það getur verið að þau séu bara svona montin af mér, en ég er allavega búin að koma því til leiðar að í fyrsta skipti í mörg ár em stjómmál rædd á jressu heimili. Það var aldrei til siðs heima áður íyrr og hreinlega þaggað niður - algjört tabú. Meira að segja [regar ég sem unglingur byrjaði að inóta mínar eigin stjómmálaskoð- anir og reyna ræða þær við eldhús- borðið kom aldrei til greina af þeirra hálfu að láta etja sér útí slíkt.“ En nú eru þau semsagt að sprínga úr stolti? ,Já. Mamma hefur til dæmis sett upp barmmerki jafnaðarmanna og fer með þau ótrauð í saumaklúbbinn; hún er líklegri en pabbi til að kjósa Al- þýðuflokkinn enn sem komið er - en ég er að vinna í honum og hef trú á að hann gefi sig.“ Hvemig líður Bryndísi Bjama- dóttur frambjóðanda? ,Jvlér leið svolítið asnalega á fyrsta fundinum þegar listinn var kynntur og mér fannst fólk eiginlega líta á hvort annað með spumarsvip. Líklegast var það bara ímyndun. Vinum mfnum líst vel á Jtetta - sérstaklega þeim sem em í Háskólanum og hafa ágætis bein- tengingu þar við stjómmálin. Mér ’ sýnist aðrir vinir mínir annars hálf- áhugalausir um stjómmál og helst hafðar áhyggjur af því hvar ódýrasti bjórinn fæst.“ Það er nú mikið alvömmál, þetta með ódýra bjórinn. ,Já, og ber auðvitað ekki að van- virða það á neinn hátt.“ En þú hefur væntanlega mikið gaman af þessu streði? „Hvemig getur maður annað? Þetta er allt svo jákvætt í AI- þýðuflokknum og bjart- sýni ríkjandi á útkomu kosninganna. Ég hef síðan reynt að vera dug- leg að mæta á hina og þessa fundi og fylgjast með. Mér líst gríðarlega vel á hópinn sem skipar listann og sérílagi er mikið af efnilegu æsku- fólki á honum.“ Er ekki mikið að gera hjá ungum fram- bjóðanda sem er sam-~* tímis að lesa undir vor- próf í Háskólanum? „Ég hef í öllu falli varla stoppað síðustu daga og sofið lítið í sam- ræmi við það. Ég er einnig að skipuleggja árshátíð Soffíu, félags heimspekinema, þar sem ég verð veislu- stjóri." Færum okkur burtu frá stjórnmálunum. Hvað langaði þig sem telpuhnokka að verða þegar þú myndir vaxa^, úr grasi? „Rithöfundur. Ég ætl- - aði alltaf að feta í fótspor afa míns, Stefáns Jóns- sonar. Ég var hálfskrýtin sem bam; vaknaði jafn- vel upp á nóttunni til að skrifa. Þetta var svo mikið leyndarmál, að ég læsti herbergishurðinni. Kaldasta homið þar varð minn staður og ég sat þar löngum stundum og skrifaði." Kaldasta staðinn, segirðu. Hafði þar áhrif goðsögnin um að-** skáldum verði að líða illa til að geta afrekað eitthvað? ,Já, sársaukinn og þjáningin draga fram tilfinningamar úr afkimum hug- ans. Það var svona nettur masókisti í mér þá.“ Draumhugi frekar. Er mikil rómantík í þér? „Einhvers staðar er hana að finna, já. Stundum finnst mér hinsvegar að hún villist af leið og gleymist. Því er nú verr.“ Kanntu einhvem brandara? .Allavega einn sem ég er að hugsa um að segja á árshátíð heimspeki- nema: Það var eitt sinn heimspekingur að nafni Isah Berlin sem fór ásamt nokkmm merkilegum hugsuðum - þar á meðal David Hume og fleiri'" góðum köppum - á eyðieyju hvar komið hafði verið upp nektamýlendu fyrir karlmenn. Síðan slysaðist þannig til að þrjár fínar frúr dúkkuðu upp á eynni og allir karlmennimir breiddu vitaskuld yfir sinn viðkvæmasta stað á milli stómtánna í miklum flýti - eða allir nerna einn því Isah þessi Berling breiddi yfir höfuðið." Ha.„? ,Já, sko þetta er yfirvegunin: að breiða yfir höfuðið því þannig átti enginn möguleika á að þekkja hann. Sniðugur."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.