Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 11
HELGIN 17.-19. MARS 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ 11 Hallgrímur Helgason: Island er smáborgarapyttur: fólk dæmir stjórnmálamenn ekki af gerðum þeirra, heldur af því hvernig þeir voru í partýi. A-mynd: E.ÓI. ■ Hallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistarmaður auk þess að vera pistlahöfundur Alþýdubladsins, skipar 28. sætið á lista Alþýðuflokksins í Reykjavíktil komandi kosninga. Hann er búsettur í París þangað sem Jakob Bjarnar Grétarsson hringdi og lagði fyrir hann krefjandi spurningar varðandi spillingu og pólitísk markmið „Flokkurinn þarf fleiri menn eins og mig" - segir Hallgrímur og aðeins síðar...: „Fyrr mun ég fara á höggstokkinn en að taka við launastarfi. Djobb erdauði listamannsins." Hvað ert þú listamaðurinn að vilja með það að binda þig á flokkspólitískan klafa? „Ég er ekki að binda mig á neinn klafa. Ég lít á þetta sem stuðningsyf- irlýsingu. Margir af minni kynslóð og yngri - og þá ekki síst listamenn - hafa verið í lausu pólitísku lofti og verið að kjósa hitt og þetta og jafnvel ekki neitt, aldrei þorðu almennilega að taka afstöðu og standa með henni. Maður á að kjósa í kosningum. Fátt er ömurlegra en sitja stikkffí hjá og liggja svo eins og blóðsjúgandi „ópólitísk" mara á spenum þjóðfé- lagsins, þiggja bama- og örorkubæt- ur, námslán, styrki og starfslaun um leið og segjast vera „orðinn hund- leiður á þessu pólitíska þrasi“ og sitja heima á kjördag og lesa... já lesa um frönsku byltinguna. Með því að taka sæti á framboðs- lista gengur maður hreint til verks, tekur afstöðu, og hvetur um leið aðra til að gera það. Og þá veit maður líka hvað maður á að kjósa. Ég mæli ein- dregið með þessu fyrir fólk sem er í vafa.“ Af hverju Alþýðuflokkurinn? „Alþýðuflokkurinn er jafnaðar- mannalíokkur íslands, eini flokkur- inn sem stendur almennilega fyrir þessa fallegu stefnu, þessa glæsilegu evrópsku líberal hefð, sem er af- rakstur 2000 stritandi og blóðugra ára sögu og hin eina sanna pólitíska stefna. Alþýðuflokkurinn er laus við þetla gamla vinstra vesen, kröfu- gerðarsósíalismann, „eina kerfið sem virkar“ eins og austurnski rit- höfundurinn Thomas Bemhard heit- inn sagði svo réttilega. Alþýðuflokk- urinn fylgir raunsæni mannúðar- stefnu og er ekki bamalegt fórnar- lamb útópískrar óskhyggju. Hann er einnig eini flokkurinn sem vinnur gegn öllum hinum framsóknarflokk- unum. Á íslandi þurfum við að efla einn flokk mátulega vinstra megin við miðju, en ekki stofna fleiri á per- sónulegum forsendum. Við þurfum einn stóran og nútímalegan krata- flokk eins og þeir em til í flestum öðmm Evrópulöndum. Um þetta em flestir sammála en þráast við að við- urkenna það að AljDýðuflokkurinn er sá flokkur, aðeins vegna þess að þeir segjast ekki fella sig við þennan eða hinn þingmanninn. Island er smá- borgarapyttur: fólk dæmir stjóm- málamenn ekki af gerðum þeirra, heldur af því hvemig þeir vom í partýi.“ Eru þín sjónarmið í sjávarút- vegsmálum þau sömu og flokksins og hvað flnnst þér um veiðileyfa- gjaldið? Iirþað leiðin? „Desolé. Eg veit ekkert um sjávar- útvegsmál. Ég hef alltaf verið vatns- hræddur og lítið gefinn fyrir fisk.“ Er Alþýðuflokkurinn spilltur flokkur og ef svarið er já - er það þess vegna sem þú vilt vera þar innandyra? Áttu von á bitlingi? „Alþýðuflokkurinn er spilltur. Ég er óspilltur. Flokkkurinn þarf fleiri menn eins og mig.“ Gætirðu hugsað þér að starfa við íslenska sendiráðið í París í framtíðinni? „Frá því að mínu síðasta brúar- vinnusumri lauk - mig rninnir að það hafi verið haustið ’81 - hef ég ekki unnið að öðm en eigin list og fyrr mun ég fara á höggstokkinn en að taka við launastarfi. Djobb er dauði listamannsins." Getur hugsast að þín pólitíska þátttaka tengist ættartengslum þínum við fólkið á Vesturgötu 38? „Þegar smátt er spurt verður smærra um svör. Þessi spuming er lýsandi fyrir það ástand sem ég var að lýsa áðan. - Blaðamaður gerir sér vonandi grein fyrir því að hann er einungis ráðinn vegna þess að hann kemur úr kjördæmi Guðmundar Áma Stefánssonar og fyrir hans til- stilli, eða hvað...? - En svo ég reyni að brúa þennan bakkafulla læk: Systir mín er í framboði fyrir Kvennalistann. Mágur minn svissaði nýverið úr Alþýðubandalaginu yfir í Þjóðvaka og starfar þar að krafti. Móðurbróðir minn sat á þingi og er harður Sjálfstæðis- maður. Og mér þykir leitt að segja frá því, en nokkrir vinir mínir em fæddir Framsóknar- menn. Em fleiri flokkar í fram- boði?“ Hefur jafnaðarstefnan blundað lengi með þér? „Ég bar út Þjóðviljann í æsku. Ég starfaði fyrir Alþýðu- bandalagið í kosningunum ’71. Síðar skrifaði ég í Þjóðviljann og kaus nokkmm sinnum G. Síðasta vor kaus ég R- listann. Maður vitkast með ámnum. Jafnaðarstefnan er stefnan. Allt annað er annaðhvort tvískinn- ungur frá hægri eða barnaskap- urtil vinstri.” 28. sætið. Er það ekki svoldið plebbalegt sæti? Þú átt sáralítinn séns á þingsæti og heiðurssætin eru víðs fjarri. „8 er happatalan mín. En átt- unda sæti fannst mér of hátt og það 18. of moyenne. Ég bað því sérstaklega um 28. sæti og fékk það. Og þó þetta sé kannski ekki baráttusæti, þá lít ég meira á þetta sem góðan undirbúning, ef ég, segjum... ætla mér í prófkjör einhvem- tíma.“ Að lokum: Einhver skila- boð til íslenskra kjósenda? „Kjósið mig.“ Koinið allir kratasveinar komið mér nú inn á þing á meðan ég mitt kratakvœði um Kratarínu litlu syng. Látið œla og orga af reiði allra flokka gömul svín Kratarína Kratarína Kratarína er stúlkan mín. djúpsteiktur - eða er einfaldlega settur beint í munninn BONDABRIE ^ Með kexinu, brauðinu ' og ávöxtunum. Mjög góður djúp- eða smjörsteiktur. DALA BRIE Á ostabakkann og með kexi og ávöxtum. DALA BRIE 30 g Góður að grípa til! HVITLAUKS- OSTUR Við öll tækifæri og frábær í sósur. GRÁÐAOSTUR Tilvalinn til matargerðar - í súpur, sósur eða til fyllingar i kjöt- og fiskrétti Góður einn og sér! CAMEMBERT Einn og sér, á ostabakkann og í matargerð. LUXUSYRJÁ Mest notuð eins og hún kemur fyrir en er einkar góð sem fylling í kjöt- og fiskrétti, Bragðaswnjög vel djúvMeikt. með lauk <>! luðuu' krydt DJUPSTEIKTUR CAMEMBERT Sem smáréttur eða eftirréttur. RJÓMAOSTUR kexið, brauðið, í sósur á og ídýfur. OSTAKAKA Sem ábætisréttur, með kaffinu og á veisluborðið. PEPPERONEOSTUR Góður í ferðaljigið. HVÍTUR KASTALI Með ferskum ávöxtum eða einn og sér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.