Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 15
HELGIN 17.-19. MARS 1995 V ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15 i ð t a I ■ Vilhjálmur Þorsteinsson, 29 ára kerfisfræðingur, skipar 7. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Hann var farinn að kenna á tölvur fyrir fimmtán árum, tvítugur var hann kosinn varaformaður Bandalags jafnaðarmanna og rekur í dag ásamtfélaga sínum þrjátíu manna hugbúnaðarfyrirtæki sem nú er að ryðja sér til rúms á Bretlandseyjamarkaði. Það var Stefán Hrafn Hagalín sem ræddi við Vilhjálm um tölvurnar, upplýsingahraðbrautina og áhugaverðan feril hans í stjórnmálum Ég erfæddur - ranghermdi DV eftir Vilhjálmi fyrir níu árum að lokinni varaformannskosningu hans í Bandalagi jafnaðarmanna. En hvað sagði hann í raun og veru? „Ég sagði að ég tæki þessu öllu með stillingu enda væri ég með báða fætur á jörðinni." jörðinni! ÆÆ „Ég lauk ekki prófi í Háskólanum. Ég var á þeim tíma farinn að vinna á í'ullu við tölvumar og hafði aldrei tíma til að bæta við nám mitt í Há- skólanum. Ég í raun lært allt sem ég kann í mínu fagi í vinnunni,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, 29 ára kerfisfræðingur, sem skipar 7. sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Kona hans er Anna Ragna Magnúsdóttir þýðandi og rit- höfundur og eiga þau tvö böm, Þor- stein sjö ára og Hlín fimm ára. Vil- hjálmur lauk stúdentsprófi frá eðlis- sviði Menntaskólans við Hamrahlíð og kallar vem sína í Háskólanum „lít- ilsháttar gaufHann virkar nokkuð feiminn við fyrstu sýn og jafnvel óör- uggur, en það er einhver vitneskju- glampi í augunum á unglegu andlit- inu. Oftar en einu sinni hefur hann stigið uppí ræðustól á fundum jafn- aðarmanna og sagt félögum sínum umbúðalaust til syndanna. Hann er einnig vel þekktur fyrir að skrifa beinskeyttar greinar og þar fer óvæg- inn penni sem ekki er gott að fá upp á móti sér. Vilhjálmur hefur hingaðtil lítið tranað sér fram í sviðsljósið í Al- þýðuflokknum, en kunnugir segja þennan unga hugvitsmann einn af helstu hugmyndafræðingum jafnað- armanna og bíða spennúr eftir að hann varpi sér af alefli í eldlínuna. Ég man eftir þér sem unglingi að kenna á tölvur á Akureyri og ég man líka að ntér þótti mikið til þess koma að svo ungur maður væri að kenna sem jafningi hinna full- orðnu. , Já, ég byrjaði nokkuð snemma að vinna við töl vubransann. Það var árið 1980 sem ég fór fyrst að vinna við þetta, þá fjórtán ára gamall og og hafði kennsluna til að byrja nieð sem sumarvinnu hjá Tölvuskólanum. Einnig hóf ég fljótlega að þýða texta í fonitum yfir á íslensku. Smámsam- an vatt þetta uppá sig, ég fór að skrifa forrit og hef unnið við þetta síðan.“ Við hvað starfar þú svo í dag? „Frá árinu 1983 hef ég verið með- eigandi í fyrirtæki sem heitir íslensk forritaþróun og við stofnuðum tveir félagar, ég og Óm Karlsson, en síðar slóst Hálfdán Karlsson í hópinn. Fyr- irtækið fæst aðallega við bókhalds- og viðskiptahugbúnað og hefur vaxið með árunum. Við höfum nú um þrjá- tíu rnanns í vinnu. Ég sjálfur starfa mest sem verkstjóri yfir hópi sem vinnur við að þróa næstu kynslóð hugbúnaðar." Hvaða kynslóð er það - gervi- greindin og allt það? „Nei, kannski ekki alveg svo langt heldur snýst þetta um frekari þróun á Windows-viðmótinu. Það verður af- skaplega þægilegt að vinna með þennan hugbúnað og hann ætti til dæmis að gefa stjómendum miklu betra tækifæri til að fylgjast náið með rekstri fýrirtækja. í raun má segja, að það sé að verða ákveðin bylting í þessum geira. Áður vom menn með kerfi sem spúðu útúr sér löngum ræmum af grænum og hvítum pappír með reglubundnu millibili. Stjóm- endur lentu síðan í því að reyna lesa eitthvað útúr þessu talnaflóði. Þróun- in f dag gengur hinsvegar útá það, að stjómendur fái tilbúnar upplýsingar á tölvuskjáinn; ntyndrænar upplýsing- ar í fullum litum og í svokölluðum rauntíma. Með þessu ætti stórkost- lega að rninnka, að stjómendur þurfi sjálfir að leita að upplýsingum um það sem er að gerast. Við emm að þróa kerfin rneira og meira í þá átt að þau leiti þetta uppi sjálf og matreiði upplýsingamar í aðgengilegt form eftir hentugleika hvers og eins.“ Hættir maður þá að þurfa að vera endalaust að smclln á milli glugga og forrita og standa sjálfur í að græja þetta? , Já, slíkur námugröftur mun heyra sögunni að mestu til.“ Get ég þá beðið tölvuna á afar einfaldan hátt um að safna saman upplýsingum úr afgreiðslukössum og segja mér til dæmis hvað við höfum selt af tiltekinni vöru á til- teknu tímabili og hún síðan setur það uppí myndrænu formi? „Okkar þróun gengur ennþá lengra, því þú getur haft á skjánum hjá þér gangandi fyrirspum sem stöð- ugt uppfærir sig og þú þarft ekkert að gera; hefur alltaf l'yrir augunum á þér hversu mikið ntagn af þessari til- teknu vöm þú ert búinn að selja und- anfarinn áratug, ár, mánuð, viku, dag, klukkub'ma, hálftíma, korter, mínútu og svo framvegis. Þú ert alltaf með söluna á hreinu; hvað er verið selja núna, hvaða vömflokkar em á upp- leið og hvaða vörufiokkar em á nið- urleið og af hvaða vöm þarf að panta og hversu mikið magn. Rekstur fyrir- tækisins verður allt annar við þetta því stjómendur geta með þessari næstu kynslóð tímasparandi Windows-viðmóts ávallt verið með á hreinu hver staðan er; reiðufjárstaða, útistandandi skuldir og þessháttar. Kannski er helst hægt að líkja við- mótinu við flugstjómarklefa þar sem allt er innan seilingar og liggur dag- ljóst fyrir. Einhvem tímann í framlíð- inni kemur sfðan að því, að menn hætta að nota þessa dæmigerðu tölvu- og sjónvarpsskjái heldur setja einfaldlega á sig sérstök gleraugu þar sem alit er í þrivídd." Hver er markaðsstaða fyrirtæk- is ykkar félaganna? „Við emm stærsti innlendi fram- leiðandinn í bókhalds- og viðskipta- fonitum íyrir einmenningstölvur og höfum síðan verið að færa okkur uppá skaftið á erlendri gmndu. Fyrir stuttu settum við upp systurfyrirtæki í Glasgow í Skotlandi sem selur hug- búnað okkar í enskri útgáfu. Við er- um bjartsýnir á árangur og Skotar hafa bæði tekið okkur afar vel sent erlendum íjáifestum og eins hefur markaðurinn veitt okkar hlýjar mót- tökur. Vegna þess hversu samkeppn- in hér hefur verið hörð emm við ákaflega vel í stakk búnir og sam- keppnisfærir til að takast á við þetta; emm með góðan hugbúnað á góðu verði.“ Þú hefur fylgst í návígi með þró- un tölvunnar undanfarin fimmtán ár í það minnsta. Hvaða áhrif tcl- urðu að netyæðing heimsins muni hafa á líf íslcndinga í nánustu framtíð? „Það sýnir sig í þessum geira ein- sog sumsstaðar annarsstaðar í ís- lensku samfélagi, að við emm nokk- uð röskir við að tileinka okkur nýj- ungar og vöxtur hraðbrautar upplýs- inganna og Intemetsins hefur verið mjög mikill. I dag hefur þannig í kringum átta þúsund tölvupóstföng- um verið komið á fót á Is- landi. I allra nánustu ffam- tíð munu áhrifin helst sjást f því, að einstaklingar, stofnanir og íyrirtæki dreifa upplýsingum í stór- auknum mæli á tölvunetið. Upplýsingar um allt á milli himins og jarðar verða stöðugt aðgengilegri fyrir almenning. Eins á ég von á því að hlutir sem tengdir em tjáningu af ýmsu tagi muni vaxa mjög. Þetta er miðill sem hlýtur að vera afar áhugaverður fyrir alla þá sem vilja koma ein- hverju á framfæri. Það er til dæmis gaman að sjá hvem- ig Smekkleysa og Björk hafa verið að kynna heim- speki'sína á netinu um vfða veröld. Annar hlutur sem mér finnst ákaflega skemmtilegur, er jafnréttið sem rikir í heimi netsins. Það kostar lítið að komast þama inn og hver sem áhuga hefur getur leitað til þín. Kostnaðarmúrinn við útgáíú af fjölbreyttu tagi er að hrynja. Engin miðstýr- ing ríkir, allir eru jafnir og allir hafa jafnan aðgang að öllu og öllum. Frábær þró- un.“ Það er við hæfi á þess- uni punkti umræðu uni stjórnleysi í tölvuheimin- um, að við vindum okkur yfir í stjórnmálin... „Mín saga í stjómmál- um er að verða nokkuð löng - allavega miðað við aldur. Ég gekk í Bandalag jafnaðarmanna á sínum tíma eftir að hafa kynnst Frosta Bergssyni, núver- andi forstjóra HP á íslandi. Hann hafði verið dálítið að þvælast í kringum Vilmund Gylfason og hvatti mig til að ganga í hreyfinguna sem ég gerði á afar lýðræðislegum og opn- um landsfundi Bandalags jafnaðar- manna árið 1984 og var þarmeð orð- inn fullgildur fulltrúi á fundinum. Þama kunni ég mjög vel við mig, þekkti ýmsa og var strax kosinn í fjörtíu manna landsnefnd. Á þessum tíma var jafnvel ennþá auðveldara að komast áfram í Bandalagi jafnaðar- rnanna en í Alþýðuflokknum þessa dagana. Tveimur ámm síðar var haldinn annar landsfundur á Hótel Sögu og þá var nú eitthvað farið að styttast í lífdögum BJ, en ég hélt þar samtsem áður einhverja þmmu- hvalningarræðu og endaði með því að vera kosinn varaformaður. Þá var Guðmundur Einarsson formaður og kosning mín kom mér jafnmikið á óvart og öllurn öðrnm. Þama á lands- fundinn 1986 kom síðan einhver blaðastúlka frá DV - sem mér skilst að hafi verið í starfskynningu - og tók við mig viðtal. Hún spurði mig auðvitað um hvemig mér liði að vera orðinn varaformaður BJ. Ég sagði að ég tæki þessu öllu með stillingu enda væri ég með báða fætur á jörðinni. Stúlkan hafði hinsvegar eftir mér daginn eftir í DV, að ég væri fæddur ájörðinni. Þetta var sérstaklega tekið Vilhjálmur: Ég hef frá BJ-árunum haft mestan áhuga á grundvallarat- riðum stjórnmálanna; hvernig eigi að stjórna þjóðfélaginu, hlutverki stjórnmálamanna, hugmyndakerfunum, lýðræðinu og heimspekinni þar að baki, löggjafarvaldinu, framkvæmdavaldinu, dómsvaldinu og svo framvegis. Þetta er býsna vítt svið sem kemur inná alla þætti þjóðfélagsins. A- mynd; E.ÓI. fram og vitnað beint í mig - gott ef ekki í fyrirsögn: Ég er fæddur á jörð- inni! Maður á að lesa viðtöl fyrir birt- ingu.“ Þú hlýtur að hafa verið yngsti varaformaður alvöru stjórnmála- flokks fyrr og síðar í íslenskri stjórnmálasögu? „Það þori ég ekki að fullyrða, en við vomm gott teymi, ég og Guð- mundur Einarsson." Og svo gengurðu fljótlega yfir í Alþýðuflokkinn. ,dá, þetta sama ár, 1986. Þegar Bandalag jafnaðamianna gekk inní Alþýðuflokkinn kom ég bara með öðmrn. Það var á flokksþingi Al- þýðullokksins í Hveragerði sem það var innsiglað formlega. Enn eitt gerði ég á þessu ári, en það var að taka þátt í að stofna Félag frjálslyndra jafnað- armanna innan Alþýðuflokksins. Þar hef ég setið í stjóm frá upphafi." Hvar liggur þitt áhugasvið í stjórnmálum? „Ég hef frá BJ-ámnum haft mestan áhuga á grundvallar atriðum stjóm- málanna; hvemig eigi að stjóma þjóðfélaginu svo best faii, hlutverki stjómmálamanna, hugmyndakerfun- um, lýðræðinu og heimspekinni þar að baki, löggjafarvaldinu, fram- kvæmdavaldinu, dómsvaldinu og svo framvegis. Þetta er býsna vítt svið sem kemur inná alla þætti þjóð- félagsins; velferðannálin, nTdsfjár- ntálin, starfsreglur stjómmálamanna, hugsanagang kjósenda og þessháttar. Ennfremur hef ég nokkuð hoift til at- vinnuntálanna þarsern ég þekki það svið ágætlega, en ég er ekki að tala þar um hið hefðbundna svið atvinnu- málanna - sem snýst kannski á köfl- um um það hvort stjórnmálamenn eigi að vera með puttana hér eða þar og hvort þessi atvinnugrein eða önn- ur deyr út - heldur rneira unt hvemig við getum búið til almennt umhverfi fyrir atvinnulífið svo við fáunt nægi- legt fé til að leggja í sterkt velferðar- kerfi og aðra góða hluti.“ Ertu þá að tala um „frclsi með skýrum leikreglum“? ,Já, það má segja það. Ég hef áhuga á öllu þrennu...; frelsinu, jafn- réttinu og bræðralaginu.“ Hvernig stendur Island sem lýð- ræðissamfélag? ,JÉg hef ekki búið erlendis þannig að ég hef ekki þann samanburð, en eftir því sem ég hef lesið og kynnt mér þá virðist mér að við eigum vel heima inní þessari evtópsku lýðræð- ishefð. Engu að síður em ýmsir hlut- ir öðmvísi hér en annarsstaðar. Að mínu mati er til að mynda kjördæma- skiptingin vond einsog hún er í dag og enn verri verður hún vegna fá- mennis í hverju kjördæmi. Maður kemur ekki lengur auga á samgöngu- leg rök fyrir þessari skiptingu. Inní það kemur návígið í fámenninu og fyrirgreiðsla þessu tengd. Við höfúm verið að reyna að komast aðeins útúr jtessu fyrirgreiðsluformi í stjómmál- um og meira inní hugmyndir um al- menna stjómsýslu sem byggist á vissum gmndvallaratriðum; til dæm- is að þingmenn séu kosnir inná þing sem fulltrúar þjóðarinnar allrar, en ekki bara ein- stakra kjördæma. Einnig hefur verið sagt að emb- ættismannakerfið og stjómsýslan hér á landi sé tiltölulega veik og ég get að flestu leyti tekið undir þá gagnrýni. Það hefur verið okkur til baga, að stjómmálin hafa verið fag- mennskunni yfirsterkari á sviðum þarsem slíkt á eng- an veginn við. En þetta er hægt og bítandi að breyt- ast og áherslur og straum- ar sem við fáum að utan með síauknum alþjóða- samskiptum - fólks og þjóða gera stóra hluti fyrir framfarasinnaða hugsun. Fyrirgreiðslan er á undan- haldi." Um hvaða málefni verður helst kosið 8. apr- íl? „Ég held ég verði að segja að það sé Evrópu- sambandsumræðan sem þar ræður mestu og í henni kristallast ákveðnir gmnd- vallarþættir í íslensku stjómmálamynstri. Emm við að kjósa yfir okkur stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks? Ég er hræddur um að það yrði stjóm flokka sem myndu magna verri og íhaldssam- ari hluta hvors annars og þar yrði ekki mikil rót- tækni í gangi; hagsmuna- gæslan myndi styrkjast og ríkjandi ástand varðveit- asL Síðan er það auðvitað valkostur, að fara í harða vinstristjóm margra flokka, sem ekki yrði góð- ur kostur fyrir efnahagslff- ið og velferðarkerfið þegar til lengdar léti, því keifið þolir ákaflega iila óráðsíu, skuldasöfnun, verðbólgu og vaxtaholskeflur. Mér líst illa á það bögglaupp- boð sem nú fer fram í stjómarand- stöðuflokkunum. Þriðji valkosturinn - og sá eini sem eftir er - er áfram- hald á ríkisstjóm með Sjálfstæðis- flokki með því skilyrði að frjálslynd- ari og umbótasinnaðri hlið hans fái að njóta sín.“ Semsagt, þér líst best á áfram- haldandi Viðreisn II og að bjarga þannig Sjálfstæðisflokknum frá sjálfum sér? „Já. Annars held ég að átakalínur í gríðarlega stómm hagsmunamálum þjóðarinnar liggi í raun þvert á stjóm- málaflokkana. Þar mætti nefna hluti á borð við afstöðuna til Evrópumál- anna, samkeppni og opnunar, kjör- dæmis- og kosningalaga, umbóta í landbúnaði og sjávaiútvegi, tilurð stórs atyinnumálaráðuneytis og þess- háttar. I þessum málum og mörgum lil viðbótar togast á andstæðir hópar, en fulltrúa þeirra má finna í flestum ef ekki öllum flokkum - nema ein- um.“ Erunt við að horfa framá kosn- ingar eftir gömlu kerfi uni málefni sem ganga þvert á gömlu línurnar og skapa nýjar? , Já og ég tel að þama liggi sérstaða Alþýðuflokksins fólgin því ég er þess fullviss að full eindrægni ríki meðal jafnaðarmanna í öllum þessum fyrr- töldu málum.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.