Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 7
HELGIN 17.-19. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐH) 7 með þér eða á móti. Þú ert á lista yfir óvinsælustu stjórnmálamenn- ina og líka þá vinsælustu. Hvað veldur því að fólk tekur svona ein- dregna afstöðu með þér eða á móti? „Margaret Thatcher hafði oft á orði að pólitíkusar væru tvenns konar. Sannfæringarpólitíkusar, hún var ein af þeim, og hins vegar loðmullur sent moða úr því sem til fellur. Ég er sann- færingarpólitíkus. Sá sem tekur af- stöðu knýr aðra til afstöðu. Við höf- um ekki verið í vari og siglum ekki milli skers og báru. Undir minni for- ystu hefur Alþýðuilokkurinn tekið upp hvert stórmálið á fætur öðru. Sum eru þess eðlis að þau knýja fólk til afdráttarlausrar afstöðu með eða á móti. Alþýðuflokkurinn hefur jafnan gegnt því hlutverki í tlokkaflórunni að vera hugmyndabanki, umbóta- flokkur. Hann getur það af því hann er ekki háður neinum sérhagsmunum. Gylfa Þ. Gíslasyni var úthúðað af framsóknarmönnum allra flokka fyrir að taka skynsemisafstöðu í landbún- aðarmálum fyrir meira en 30 árum.“ Þú varst heldur ekki tekinn nein- um siikihönskum í EES- málinu. Sakaður um landráð og fleira í þeim dúr. Hvernig tókstu þessum ásökunum? „Eins og hverju öðru hundsbiti. Eina gagnrýnin sem ég tek inn á mig er ef pólitískir andstæðingar seilast svo langt til árása á mig að þeir skirr- ast ekki við að ráðast á konu mína eða böm. Því tek ég ekki þegjandi. En meðan ég sat á þingi undir síbylju málþófsins gegn EES mátti ég hlusta á talkór sem sagði að þetta þýddi framsal á löggjafarvaldi, dómsvaldi og framkvæmdavaldi. Landið mundi fyllast af útlendingum. Óðöl feðranna og laxveiðiámar yrðu höfuðsetnar af feitum Þjóðverjum. Floti Evrópu- sambandsins muni fiska hér upp við fjörusteina. Þetta þýddi afnám sjálf- stæðis. Allt var þetta rangt. Þetta hlustaði ég á í tvö ár. Það eina sem kom mér á óvart var að erfðagóss sjálfstæðisbaráttunnar frá liðinni öld og heiftræknin í áróðri kommúnista skuli vera svona lffseig. Menn tapa glórunni. Svo þegar móðurinn rennur af þeim er eins og allt sé gleymt. Nú sameinast allir um að segja að Evr- ópusambandið sé hið versta mál og byrja með öll sörnu rökin. En segja að við þurfum ekki að ganga í ESB því EES- samningurinn sé svo góður.“ Hvað gerir þú til að slappa af í orrahríð stjórnmálabaráttunnar? „í hinu daglega striti er ein rútína. Hún er sú að ef opnast smuga í degin- um hendi ég mér í Sundlaug Vestur- bæjar í hálftíma til klukkutíma. Það er mfn heilsulind og þar þvæ ég af mér rykið og óorðið sem á mig er borið. Annars er það sem ég kalla vinnutíma minn frá ellefu á kvöldin til tvö eða þrjú á nóttunni. Þá slokknar á síman- um og fjölmiðlagjamminu. Ég fæ þá tíma til að lesa eða skrifa og hlaða batteríin." Hvaðan hefur þú þetta þrek til að vinna lungann úr sólarhringn- um árum saman og standa í þreyt- andi ferðalögum? „Það leiðinlegasta sem ég geri er að ferðast. Ég vil helst ekki ferðast neitt. Þrekið er hins vegar einhver guðsgjöf. Ég er komin af tómtshús- mönnum og sjóróðrurum vestan af (jörðum sem voru aldir upp á trosi. Það er langlífi í ættinni. Þeir sem ætla að lifa af í pólitískri orrustu og láta eitthvað að sér kveða verða að hafa endalaust þrek og orku. En maður þarf að kunna að slappa af og velta af sér reiðingnum. Það geri ég f góðra vina hópi og skemmti mér þá kon- unglega. Ég held að vinnuþrek og skopskyn, ekki síst á sjálfan sig, geri manni kleift að lifa af.“ Borgarstjórinn og skæruliðinn Svo við förum út í aðra sálma. Við upphaf núverandi stjórnar- samstarfs gekk ekki hnífurinn niilli þín og Davíðs Oddssonar. Þegar leið á kjörtímabilið fóru að heyrast sögur um fáleika ykkar á miilum. Hefur ykkur greint á um margt? „Ég heyrði einhvem tímann þá lýs- ingu á Davíð Oddssyni og Vilmundi Gylfasyni þegar þeir voru samtíða í skóla, að samskipti þeirra hafi verið eins og stórveldabandalag þar sem hvorugur leitaði á hinn og ríkti kaldur friður á milli þeirra. Við Davíð höfð- um lítið kynnst persónulega fyrir I„Alþýðuflokkurinn hefur sérstöðu í hverju málinu á fætur öðru og hann er ekki á klafa sérhags- muna. A-mynd: E.ÓI. stjómarmyndunina. Leiðir borgar- stjórans í Reykjavík og hins pólitíska skæmliða höfðu lítið legið saman. Hins vegar gerði ég mér þær hug- myndir um Davíð að hann væri mað- ur að mínu skapi, skjótur til ákvarð- ana og með húmorinn í lagi. Samn- ingar um myndun ríkisstjómarinnar gengu greiðlega enda hefur aldrei verið mynduð stjóm á Islandi á jafn skömmum tíma. Við Davíð gengum frá þessu á tveggja manna fundi. Það er engin persónuleg óvild milli okkar þrátt fyrir að upp hafi komið mál sem tekist hefur verið á urn af fyllstu hörku. Ég held að okkur báðum sé lagið að brosa út f annað og erfa ekki slfk átök. Hins vegar gerði ég aldrei ráð fyrir því þegar ég samdi við Davíð Odds- son út í Viðey að helsta misklíðarefni þessara flokka yrði á sviði utanríkis- viðskipta. Að það kæmu upp vanda- mál í samstarfi þessara flokka í tengslum við samninga okkar urn GATT varðandi verslun með land- búnaðarafurðir og svo í afstöðunni til Evrópusambandsins. Það hefur kom- ið mér á óvart. Enn þann dag f dag veit ég ekki hvort þetta er taktik, hyggindi formanns í stómm flokki sem þarf að halda friðinn í flokknum og vill þar af leiðandi ekki taka af- stöðu, eða hvort fyrrverandi formanni aldamótanefndar Sjálfstæðisflokks- ins sem boðaði Evrópusambandsað- ild fyrir mörgum ámm haft snúist hugur. Það verður bara að koma í ljós.“ Ertu tilbúinn að halda áfram stjórnarsamstarfi við Davíð ef úr- slit kosninganna gefa færi á því? „Davíð hefur orðað það svo, að hann telji eðlilegt að Sjálfstæðis- flokkurinn að loknum kosningum ræði fyrst við samstarfsflokkinn um stjómarmyndun ef forsendur em til þess. Þetta segir sig nánast sjálft. En for- sendumar ráðast af kjörfylgi flokk- anna.“ Hvað um þátttöku Alþýðu- flokksins í annars konar sam- stjórn? „Stjórnarmyndunarviðræðurnar 1991 réðust raunvemlega af EES- málinu. Þá var ljóst að þótt ríkis- stjómin fyrrverandi héldi meirihluta sínum tæknilega vom þar innanborðs einstaklingar sem höfðu farið ham- fömm gegn EES-samningnum. Ég nefni bara tvo: Höllustaðabóndann og Ijölfætlufræðinginn frá Leipzig. Það réði úrslitum og ég má ekki til þess hugsa hvað hefði gerst ef við hefðum ekki náð EES-samningnum.“ Stóru umbótamálin „Nú em málin ekki svona skýr og ég held að stjómarmyndunarviðræð- ur muni þess vegna taka nokkum tíma. Menn muni vilja negla niður nokkuð skýra afstöðu í nokkrum lyk- ilmálum. Núverandi stjómarflokkar em búnir að sýna í verki samstöðu sína almennt varðandi efnahags- og atvinnustefnu. Stöðugleikinn er eini gmndvöllurinn sem við höfum fyrir nýju vaxtarskeiði. Stóru umbótamál- in hljóta að verða umbætur í sjávarút- vegsstefnu og umbætur í stefnunni í landbúnaðarmálum sem er óhjá- kvæmilegt í framhaldi af GATT- málinu. Við verðum að leysa bændur úr fjötmm ef þeir eiga að geta staðist samkeppni sem smám sarnan verður innleidd. A næsta kjörtímabili blasir það við að íslensk stjómvöld verða að taka afstöðu til Evrópusambandsað- ildar.“ Eru þetta stærstu kosningamál- in að þínum dómi? „Þetta em augljóslega stór mál en þama kemur fleira til. Allir flokkar segja nú að þeir vilji nýta efnahags- batann til að gefa menntamálum meiri forgang. Alveg frá tíð Gylfa Þ. Gíslasonar hafa menntamálin verið nánast afgangasmál í pólitík og lítið rædd. Það þarf að taka á jressum mál- um á nýstárlegan hátt með nýjum hugmyndum. Þau verða því líka mik- ið rædd við stjómarmyndunarborð. Við emm nú að ganga til kosninga eftir þrengingarskeið en batamerki augljós. Við emm að kjósa um fram- tíðina sent er okkur kannski ofar í huga en ella af því það em aldamót í uppsiglingu og þessu kjörtímabili lýkur árið 1999. Við emm að velja okkur framtíð og kjósa um lífskjör þessarar þjóðar við aldaskipti. Þá segja menn sem svo: Hvað mun ráða lífskjörunum? Óbreytt ástand, afturhvarf til stjómarstefnu sem við höfum reynt áður og skyldi eftir sig fjárfestingar- mistök og hnignun? í huga margra em þessi stóm al- þjóðlegu mál skammstafanir í útlönd- um. Þegar betur er að gáð em þetta allt saman spumingar um lífskjörin í framtíðinni. Þótt þessi ríkisstjóm geti með ærnum rökum sagt við höfum skilað góðum árangri hvflir þetta á veikum gmnni. Veikleikar í okkar þjóðfélagi blasa við. íslenskt þjóðfé- lag er alltof einhæft og alltof háð sjáv- arútvegi. Eiginfjárstaða íslenskra fyr- irtækja er fyrir neðan hættumörk. Unga kynslóðin er skólakynslóðin og þúsundir rnanna í námi hér heima og erlendis. Þau em að búa sig undir störf í nútímaþjónustusamfélagi þar sem ný störf kalla á þekkingu og kunnáttu. Ef okkur mistekst að hraða þessari breytingarþróun, að þróast úr frumframleiðslusamfélagi yfir í full- burða iðnaðar- og þjónustusamfélag sem lifir á útllutningi, þá er stóra hættan sú og veldur mér mestum áhyggjum, að þetta unga fólk finni sér ekki störf við hæfi í landinu. Ég sem Vestfirðingur horfi á allan þann gríð- arlega íjölda sem hefur horfið frá Vestfjörðum gegnunt skólana til starfa á suðvesturhominu. Ef þessi þróun heldur áfram staðnæmist fólk ekki við suðvesturhomið. Það heldur áfram. Ég segi að leiðin út úr þessu er ekki að einangra ísland heldur að Ísland gerist fullgildur aðili að Evrópusam- bandinu. Það er lykillinn að því að við getum haldið í horfinu, að við get- um verið hluti af Evrópu framtíðar- innar, tæknilega, efnahagslega, við- skiptalega og menningarlega. Þess vegna berst ég fyrir aðild að Evrópu- sambandinu." Ef tröllin renna saman Er umsókn um aðild að ESB skilyrði þitt fyrir aðild að næstu ríkisstjóm? „Ég vil ekki orða þetta sem skilyrði því ég hef lært það af langri reynslu að flokkur sem er á undan samtíman- um og hefur mörg stór umbótamál á dagskrá verður að sætta sig við að þoka þeim fram í áföngum hægt og rólega, en með festu, í samstarfi við aðra. En ég dreg enga dul á það að það gæti orðið dýrkeypt fyrir þessa þjóð þegar við lítum til baka af sjón- arhóli framtíðar, ef að áhrif Alþýðu- flokksins minnka, svo ekki sé talað um ef kjörfylgi hans dygði ekki til að tryggja honurn áframhaldandi áhrif á stjóm landsins. Hinn kosturinn er þá líklegastur að þá hyrfum við aftur til versta kostsins í íslenskri pólitík, það er að tröllin rynnu saman og mynduð yrði helmingastjóm Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks um óbreytt ástand. En óbreytt ástand á hraðfleygum breytingartíma er aftur- för.“ Morgunblaðið pólitískt stórveldi Því er haldið fram að Morgun- blaðið sé þér hliðhollt og bent á að stefna þess í sjávarútvegsmálum virðist vera á líkurn nótum og Al- þýðuflokksins. Attu þarna hauk í horni? „Það fer ekki framhjá mér að það vottar stundum fyrir ergelsi hjá ýms- um forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins að vita af því að við Styrm- ir Gunnarsson ritstjóri emm æskuvin- ir. Af því draga menn þá ályktun, sem er að vísu út í hött, að Morgunblaðið dragi með einhverjum hætti taum for- manns Alþýðuflokksins. Ég er sann- færður um að Styimir og Matthías brygðust reiðir við ef sagt væri að barátta Morgunblaðsins gegn einka- eign og forræði LIU og sægreifanna á auðlindinni væri stuðningur við Al- þýðuflokkinn. Morgunblaðið er pólit- ískt stórveldi. Það hefur gamlar taug- ar til Sjálfstæðisflokksins og gagn- vegimir þar á rnilli em auðvitað enn opnir. En Morgunblaðið er nú samt sem áður sá íjölmiðill á íslandi sem að stjómmálamönnum, af hvaða sauðahúsi sem er, ber saman um að hafi best rækt skyldur sína sem lands- fjölmiðill. í fyrsta lagi með því að blaðið tekur stundum einarða afstöðu í stómm málum án þess að hlíta leið- sögn foiystumanna Sjálfstæðis- flokksins. í annan stað er blaðið opið. Þetta er vandaður fréttamiðill sam- kvæmt minni reynslu, með sjálfstæða afstöðu og opnar sig fyrir ólíkum skoðunum og sjónarmiðum. Hins vegar notar blaðið ekki mslafötuna nógu mikið. Að öðmm fjölmiðlum ólöstuðum dreg ég ekki dul á þá skoðun mína að Morgunblaðið er vandaðasti fjölmiðillinn. Hins vegar er Alþýðublaðið að sönnu miklu bet- ur skrifað og er reyndar best skrifaða blaðið á Norðurlöndum núna og Al- þýðublaðið er heiðarlegt blað. Það tekur mig orðið þijú korter við morg- unverðinn að lesa Alþýðublaðið." Vatnaskil við EES-samninginn Roosvelt sagði að snjöll nieðferð utanríkismála væri að tala mjúkt en hafa sterka kylfu í hendi. Nú hafa utanríkismálin verið í brenni- depli kjörtímabilsins. Hefur þú haft kylfuna innan seilingar í við- ræðum við aðrar þjóðir? „Þegar við lítum til baka munu menn sennilega sjá þessi vatnaskil kringum EES-samninginn. Á ámnum 1989 til 1993 gerist sú breyting að ntál sem við flokkum undir utanríkis- mál verður ráðandi um þróun innan- landsmála. EES-samningurinn er ekki bara venjulegur samningur um markaðsmál heldur samningur á yfir- töku á löggjöf Evrópusambandsins um vömviðskipti, þjónustuviðskipti, Ijármagnsmarkað, vinnumarkað og menningarsamstarf og hann er samn- ingur um samræmda samkeppnislög- gjöf sem er lykilatriði. Samkeppnis- lögin em afleiðing af EES-aðildinni og nú sjáum við að fákeppnin sem hér var á undir högg að sækja. GATT- samningurinn leiðir líka til þess að við getum ekki leikið neinar fram- sóknarkúnstir til að bijóta samninga. Aðildin að GATT var sigurstund fyr- ir okkur Alþýðuflokksmenn. Þú vitnaðir í Roos velt og hafðir eft- ir honum lögmálið. Þama talaði for- seti mesta herveldis heims sem hefur svo sannarlega sterka kylfu. Ég hef stundum saknað þess sem utanríkis- ráðherra að hafa ekki stærri staf. En ef þig skortir aflsmuni verðurðu að beita vitsmunum. Persónulega var mér kannski lærdómsríkust reynslan af frumkvæði okkar á ámnum 1988 til 1990 til að styðja við bakið á sjálf- stæði Eystrarsaltsþjóða. Islendingar höfðu aldrei gert slíka hluti og margir töldu þetta blekkingariðju til að hagn- ast eitthvað hér innanlands. Þetta er dæmi um það að hin öflugari ríki áttu svo ríka hagsmuni í sambandi við Sovétríkin að þau gátu sig hvergi hrært. Bandaríkjamenn héldu að þau ættu líf sitt undir því að styðja Gorba- sjov og ef þeir gerðu honum eitthvað á móti skapi mundi gamla grýlan vakna á ný. Þjóðverjar áttu allt undir góðum samskiptum við hann til að fá stuðning hans við sameiningu Þýska- lands." Að mega segja hug sinn „Við byijuðum fyrstir að tala á al- þjóðlegum vettvangi og upplýsa hið alþjóðlega samfélag um söguna. Að þessar þjóðir höfðu gleymst en áttu sama rétt og aðrar þjóðir í Mið- og Austur-Evrópu af því þær vom fóm- arlömb stalínismans á stríðsámnum. Við töluðum um þjóðarrétt og gmnd- vallarreglumar sem þá var verið að njörva niður unt viðurkenningu á sjálfstjómarrétti og mannréttindasátt- málanum sem verið var að semja um. Þetta hafði áhrif. Mér er það ógleym- anlegt þegar fulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefnu urn þessi mál gekk f veg fyrir mig eftir að ég hafði flutt mína ræðu, faðmaði mig og sagði: Mikil forréttindi em það að vera fulltrúi lít- illar þjóðar og mega segja hug sinn. Enn í dag eigum við falin fjársjóð vel- vildar meðal þjóða Eystrarsaltsland- anna sem vita hverjir voru fyrstir til að styðja þá í sjálfstæðisbaráttunni. Síðan er það samningareynslan við EES-samningana. Við hefðum raunar aldrei náð þeim samningum nema í félagsskap EFTA- þjóðanna. Þegar við tókum fyrst við formennskunni í EFTA var toppsamningamaður Svt'a heimildarmaður að frétt sem hér birt- ist, um að dvergríkið ísland réði ekk- ert við þessi verkefni. Þau ummæli áttu sinn þátt í því að kveikja upp þann metnað í okkar fámennu sendi- nefnd að við skyldum sína að við gætum gert þetta betur en Svíar og það gekk eítir. Og sannleikurinn er sá að um ýmsa lykilþætti höfðum við al- gjört málefnalegt frumkvæði og má þar nefna eftirlitsþáttinn og dómstól- inn.“ Laus við heimilisbölið Svo við snúum okkur að kosn- ingabaráttunni. Hvernig metur þú stöðu Alþýðuflokksins fyrir kom- andi kosningar? „Ég hef lúmskt gaman af því að það eru margir sem eru búnir að telja Alþýðuflokkinn af og við svörum því gjaman að tilkynningar um dánar- dægur séu stórlega ýktar. Það er ekki langt síðan Ólafur Ragnar opnaði ekki svo munninn að hann talaði ekki um hið deyjandi fiokksbrot. Það hafa orðið umskipú. Gemingarveðrinu slotaði um áramótin og það er eins og fólki hafi ofboðið. Flokkurinn var lagður í einelti, formaður hans og ýmsir aðrir forystumenn. Þetta gekk svo langt að nafnkunnir einstaklingar okkur óbundnir gátu ekki orða bund- ist. Ég minnist greinarskrifa manna eins og Indriða G. Þorsteinssonar, Guðmundar G. Þórarinssonar, Gunn- ars Dals og fleiri. Þeir töldu að þetta fár og einsýna ofstæki væri komið út í öfgar og orðið íslenskum stjómmál- um skaðlegt. Þessar árásir þjöppuðu flokksmönnum saman og sannleikur- inn er sá að eftir að við losnuðum við heimilisbölið og það er orðið að ann- ara heimilisböli, var sem öllum létti. Það er eins og andrúmsloftið í flokkn- um hafi gjörbreyst. Þetta þýðir að flokkurinn er að byija að njóta sannmælis. Það vottar fyrir því að menn séu byijaðir að sjá í samhengi að Alþýðuflokkurinn er ekki það sem hann hefur verið sagður vera, spilltur sérhagsmunaflokkur. Alþýðuflokkurinn hefur verið fmm- kvæðisaðili og hefur náð árangri. Hann hefur sérstöðu í hveiju málinu á fætur öðm og hann er ekki á klafa sérhagsmuna. Það er skammt til kosninga og ég veit ekki hvort okkur endist tími til að koma þessu til skila. En ég held að margur hugsandi maðurinn í hópi kjósenda rnuni hugsa sig vandlega um áður en hann kýs, meðal annars út frá þessari einu spumingu: Ef það er svo að ég er sammála mörgum þeim málum sent Alþýðuflokkurinn beitir sér fyrir einn flokka, get ég þá varið það fyrir samvisku minni að kjósa eins og venjulega? Get ég tekið þá áhættu að flokkurinn sem hefur fmmkvæðið og framtíðar- sýnina verði settur til hliðar á kjör- tímabili sem sýnilega verður mjög af- drifaríkt? Að þessu þurfa kjósendur að spyija sig,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.