Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 17.-19. MARS 1995 ð t a I ■ Magnús Norðdahl, lögmaður og stjórnarformaður Húsnæðisstofnunar, skipar 10. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík „Hugum að hagsmun- um morgundagsins" - og þeir liggja meðal annars í þekkingu, tækni, há- marksnýtingu auðlinda, nýtingu nýrra auðlinda og markaðsaðgangi...Það er ekki spurning um hvort við sækjum um aðild að Evrópusambandinu, held- ur hvenær, segir Magnús Magnús Norðdahl er lögmaður og skipar 10. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík til al- þingiskosninganna í vor. Magnús er fæddur í Reykjavík þann 30. septem- ber 1956, sonur hjónanna Magnúsar Brúnó Norðdahl leigubílstjóra og Guðrúnar Andrésdóttur Norðdahl. Hann varð stúdent frá MR 1976 og er giftur Elínu Jónasdóttur kennara og BA í sálfræði. Þau eiga tvö böm, Margréti og Magnús Davíð. Magnús útskrifaðist frá lagadeild Háskóla ís- lands árið 1982 og rekur eigin lög- mannsstofu ásamt Atla Gíslasyni hæstaréttarlögmanni. Hversvegna ert þú í framboði fyrir Alþýðuflokkinn? „Það er einfaldlega vegna þess að ég hef trú á hugsjónum jafnaðar- manna. í alþjóðamálum og þegar kemur að opnun þjóðfélagsins þá er Alþýðuflokkurinn eini íslenski stjómmálaflokkurinn sem hefurboð- lega stefnuskrá. I dag er mannkynið að ná hámarki í nýtingu auðlinda. Verkefnin framundan em þau að tryggja að komandi kynslóðir geti lifað á þeim auðlindum sem nú eru að ná hámarksnýtingu, án þess að þeim verði eytt að fullu. Hámarks- nýting auðlinda þýðir meðal annars að tryggja verður hámarkstækni við nýtingu þeirra og síðast en ekki síst að framleiðsla okkar eigi ótakmark- aðan og auðveldan aðgang að þeim mörkuðum sem við byggjum á en það er Evrópa. Við verðum að tryggja atvinnu og að allir hafi það sem þarf til að framfleyta sér og sín- um og síðast og ekki síst tækifæri til lífshamingju og lífsfyllingar. Til þess verðum við að taka þátt í náinni samvinnu Evrópuþjóðanna. Ná- strandaglópur? Gott frí getur farið forgörðum ef þú tekur ekki rétta ákvörðun í tæka tíð. Ákvörðun um sparnað getur haft úrslitaáhrif. #•/ Keglul )un< íinn i/# spaniaður Hafðu samband við starfsfólk okkar, það finnur með þér einfalda og þægilega leið til þess að spara fyrir fríinu eða öðru sem þú hefur löngun til. • Við millifærum reglulega af Einkareikningi þínum þá upphæð sem þér hentar og lánum þér jafnvel ef á þarf að halda. • Þú getur valið um afbragðs ávöxtunarleiðir sem auka sjóð þinn. Komdu eða hringdu, það getur gert áform þín að veruleika --- fjölbreyttur sparnaður fyrir þig Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Magnús Norðdahl: Ég er ekki í vafa um aö íslendingar eiga eftir að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það er Ijóst að viðhorf Evrópu- sambandsins til náttúruverndar, jafnréttis kynjanna, réttinda fatlaðra, barna og svo framvegis er um margt skýrara en okkar. A-mVnd:E.ói. grannar okkar í Evrópu búa við þjóð- félagsgerð sem byggir að miklu leyti á hugmyndum jafnaðarstefnunnar. Þessi þjóðfélagsgerð er hin sama og okkar og hana vil ég treysta með að- ild að ESB.“ Þú ert þá að segja að Islending- ar eigi að vera aðilar að Evrópu- sambandinu? „Eg er ekki í vafa um að íslend- ingar eiga eftir að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það er Ijóst að viðhorf Evrópusambandsins til nátt- úruverndar, jafnréttis kynjanna, rétt- inda fatlaðra, bama og svo framveg- is er um margt skýrara en okkar. Það er einnig langt á undan okkur í ýms- um réttindamálum verkafólks. Þar hefur verkafólk sterk réttindi og þess er gætt að þau séu tryggð á tímum samdráttar. Nóg er að líta lil þess aragrúa tilskipana og reglna sem við höfum orðið að hrinda í framkvæmd í kjölfar EES. Hagsmunum verka- fólks má ekki fóma til að vinna þjóð- félagið út úr efnahagslægð. ESB hef- ur mótað sér stefnu í þessu efni inn í 21. öldina sem byggir á samþættingu efnahagslegs árangurs og félagslegs öryggis. Þessi félagslegi þáttur Evr- ópusambandsaðildar er mér afar hugleikinn og mér finnst erfitt að takmarka umræðuna um Evrópu- sambandið einungis við efnahags- málin. Á íslandi byggjum við tölu- vert á fiskveiðunum og vitaskuld þurfum við að gæta þess þáttar í samningaviðræðum við Evrópusam- bandið. Það em hagsmunir dagsins í dag. Hinsvegar verðum við að leyfa okkur að huga að hagsmunum morg- undagsins og þeir liggja meðal ann- ars í þekkingu, tækni, hámarksnýt- ingu auðlinda, nýtingu nýrra auð- linda og markaðsaðgangi fyrir nú- verandi framleiðslu okkar og ört vaxandi iðnaðarframleiðslu. Það er ekki spuming um hvort við sækjuin urn aðild að Evrópusambandinu, heldur hvenær.“ En hvað um það sem forsætis- ráðherra segir, að málið sé ekki á dagskrá fyrr en eftir ríkjaráð- stefnu Evrópusambandsins, sem á að hefjast á næsta ári? „Eg skil satt best að segja ekki hvað hann og þeir sjálfstæðismenn em að fara í þessu máli. Þeir segjast vilja bíða eftir að ríkjaráðstefnan klárist og sjá hvað er í boði fyrir okk- ur þá. Ég held að þeir séu þarna að misskilja eðli Evrópusambandsins. Þetta er ekki einhver efnahagslegur afsláttarklúbbur. Þetta er samvinna vestrænna ríkja sem vilja treysta gmnn þess þjóðfélags sem við búum í, þá þjóðfélagsgerð sem byggir á frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Við verðum að gera okkur gildandi í um- ræðunni innan þessa hóps, sem við sannarlega tilheyrum og hafa áhrif á það sem þar fer fram. Fyrsta skrefið í því er að sækja um aðild. Það er ekki eftir neinu að bíða.“ LfTTt Vinn ngstölur ,------------ miðvikudaginn: 15. mars 1995 VINNINGAR 6 af 6 m 5 af 6 +bónus 5 af 6 4 af 6 . 3 af 6 5+bónus FJÖLDI VINNINGA 229 1000 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 27.715.000 2.477.171 88.310 1.840 180 jQ^Í/ffin/ngur f. .!°.r ,M Noregs °3 Finnlands Aðaltölur: 2V4V9 16Y17Y44 BONUSTÓLUR ©0® Heildarupphæð þessa vlku 58.773.461 á Isl.: 3.343.461 UPPLVSINGAR, SlMSVARI 91- 68 1S 11 LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 4S1 8IR1 MEB TVRIRVARA UM PRtNTVILLUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.