Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ S k o ö a n HELGIN 17.-19. MARS 1995 MPYBUBU9IB 20890. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Lækkun matarverðs Alþýðuflokkurinn vill sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta á það reyna hvaða kjör íslendingum bjóðast við aðild. Meirihluti þjóðarinnar er sammála Alþýðuflokknum um þetta samkvæmt skoðanakönnun Gallups. Meirihluti stjómmála- manna daufheyrist því við þessum óskum meirihluta kjósenda. Hræðslubandalagið gegn Evrópusambandinu reynir að túlka Evrópustefnu Alþýðuflokksins sem hverja aðra sérvisku. Þessi sérviska er þó í meira samhljómi við óskir þjóðarinnar en þrúg- andi þögn þeirra sem segja málið ekki á dagskrá og hinna sem segja NEI áður en málið er skoðað. Almenningur í landinu er óhræddur við Evrópusambandið. Fólk veit sem er að við aðild að Evrópusambandinu myndu lífs- kjör þess batna og tækifæri bama þeirra aukast í framtíðinni. Mörgum finnst umræðan öll svífa í lausu lofti án tengsla við hversdagslegt líf þess, - þangað til matarreikningur Evrópu- sambandsins sýnir þeim svart á hvítu ávinninginn við aðild. Strax frá fyrsta degi aðildar myndi verð á landbúnaðarafurðum lækka um 35 til 45%, sem þýðir ávinning fyrir hvem einstak- ling í landinu um 22 þúsund krónur, eða um 88 þúsund krónur á fjögurra manna fjölskyldu á ári. Hefur íslenskt launafólk efni á að sleppa slíkum ávinningi? Svari nú hver fyrir sig. Norðmenn, sem búa við mun betri lífs- kjör en íslendingar, telja sig ekki hafa efni á þvf og flykkjast nú í ESB-verðlagið í Svíþjóð. Landamæri Noregs og S víþjóðar em nú að breytast í stærsta búðarborð í heimi. Þeir íslensku stjóm- málamenn sem reyna að standa í vegi fyrir umræðu um aðildar- umsókn að Evrópusambandinu em því að vinna gegn betri lífs- kjömm á íslandi. Stöðugleikinn - besta kjarabótin Stöðugleiki er margnotaður orðaleppur í stjómmálaumræðu samtímans. Að baki liggur þó vemleiki sem snertir kjör hvers einasta manns og rekstur fyrirtækjanna í landinu. Aratugum saman var ísland vel þekkt sem helsta verðbólguríki Evrópu. íslendingar virtust taka það sem gefinn hlut að ekki tækist að koma böndum á verðbólguna. Verðbólgan væri náttúrulögmál. Þetta var sérstaklega áberandi á ffamsóknaráratugunum, þegar hvert metið á fætur öðm var slegið í hárri verðbólgu. Nú er öld- in önnur. I fyrra var verðbólgan 1,5% og í ár er áætlað að hún verði 2,5%. Verðbólgan á íslandi er nú með því lægsta sem þekkist á byggðu bóli. Lág verðbólga er forsenda lágra vaxta. Lágir vextir em eitt mesta hagsmunamál heimila og atvinnulífs. Þetta.er ljóst af dæmi. Hver íjögurra manna fjölskylda skuldar að meðaltali 4,3 milljónir króna. Fyrir slíka fjölskyldu leiðir 2% varanleg vaxta- lækkun til 86 þúsund króna minni vaxtagreiðslna á ári. Þær fjölskyldur sem hafa keypt húsnæði á undanfömum ámm skulda að jafnaði mest. Vaxtalækkun er því einhver mesta kjarabót sem slíkar íjölskyldur geta fengið. Málefni fatlaðra Alþýðuflokkurinn hefur 'jafnan sett málefni fatlaðra í önd- vegi. Þrátt fyrir samdrátt í þjóðfélaginu síðustu árin og minni tekjur ríkisins hefur stórauknu fé verið veitt til málefna fatlaðra. Framlögin hafa í ríkisstjómartíð Alþýðuflokksins aukist um 500 milljónir króna á föstu verðlagi, eða um 37 af hundraði. Sú áhersla sem Alþýðuflokkurinn Ieggur á málefni fatlaðra endurspeglast glöggt á framboðslistanum í Reykjavík. í þriðja sæti, baráttusætinu, er Ásta B. Þorsteinsdóttir sem um margra ára skeið hefur verið formaður Þroskahjálpar. Sennilega þekkir enginn íslendingur jafn vel til aðstæðna fatlaðra og hún. Þess- vegna er nauðsynlegt að Reykvíkingar tryggi henni kjör á Al- þingi fslendinga. Og... menningarmál „Síðustu tvær mínúturnar var rætt um menningarmál, og ef þið vilduð vera fljót að því. Maður horfði á það hvernig þeir drógu þar sem stjómmálaforingjar sátu fyr- ir svömm um mennta- og menning- armál. Þetta var einkennilegur þátt- ur. Eiginlega var hann fráleitur. I hátt á aðra öld var fimbulfambað, þvargað 'og þráttað um menntamál, skólamál, lánamál, uppeldismál, kjaramál, byggða- mál, byggingamál, menntamál, skóla- mál, lánamál, sér- kennslu, fjar- kennslu, nær- kennslu og síkennslu, rannsóknir, vísindi, menntamál, skólamál, lána- mál, sveitastjómarmál, einkavæð- ingu og... menningarmál. Stjómmálaforingjamir lýstu því hver um annan þveran hversu gífur- legt forgangsmál uppbygging menntamála væri - sem óneitanlega var svolítið kyndugt að heyra í ljósi þess að þau mál virðast greinilega í kaldakoli hvar sem á er litið og hafa verið afrækt svo lengi að kennarar em orðnir kolvitlausir. Það var greinilegt að pólitíkusar hafa hrokk- ið upp með andfælum þegar neyðar- ástand er komið. Islenskir stjórn- málamenn fúnkera nefnilega best í náttúmhamfömm - „Vestmannaeyj- ar skulu rísa“ - þeir em sífellt að bregðast við ástandi, maður sér þá sjaldnast skapa nokkuð. Og... menningarmál. Síðustu tvær mínútumar var rætt um menningarmál, og ef þið vilduð vera fljót að því. Maður horfði á það Vikupiltar | I Guðmundur m" . , ■ i Andri Thorsson < ysL j skrifar eitt allsherjar „úff ‘ fór um alla stóla- röðina. Þegar röðin var loks komin að vesalings Þráni Bertelssyni gat hann fátt annað gert en að froðufella en pólitíkusamir hölluðu sér aftur í sætunum, búnir að ræða alvörumálin, sögðu skrýtlur og flissuðu og biðu þess að röðin kæmi að sér að bmna í gegnum rútfnuna. Svanfríður Jón- asdóttir ræddi ferðamennsku og byggðamál, Svav- ar Gestsson og Guðný Guðbjöms- dóttir deildu um hvort skíra ætti ráðuneytið Mennta- og Menningar- málaráðuneytið eða Menningar- og Menntamálaráðuneytið; Jón Baldvin vildi engin afskipti ríkisins af menn- ingunni (nema auðvitað að skatt- leggja hana í topp) og Ólafur G. Ein- arsson reyndi ekki einu sinni að ljúga því að sér væri skattlagningin leið. Óll var framganga þáttarstjómenda og stjómmálamannanna heldur til þess fallin að misbjóða þeim hundr- að og eitthvað þúsund Islendingum sem láta sig menningarmál einhveiju varða. Þáttarstjómendum var að vísu vorkunn. Þegar svo fáránlegt kraðak framboða er á boðstólum og allir þurfa að fá að romsa upp úr sér því sama og næsti ræðumaður á undan sagði þá hlýtur að teygjast óþægilega mikið á umræðum, sem verða reynd- ar óbærilegar á að hlýða. Eins og ég er reimleikar og draugunum fjölgar sífellt. Nýrri kynslóð íslenskra stjómmálamanna virðist ætla að mis- takast að knýja fram nýja flokka- skipan; þama koma þau glöð og kát úr Röskvu þar sem enginn sér mun- inn á sér og næsta manni en fara engu að síður að starfa gersamlega athugasemdalaust eftir forsendum hinnar eldri kynslóðar í öllum þessu absúrd flokkum sem maður nennir ekki einu sinni að muna hvað heita; þau láta eldri kynslóðina enn um að setja leikreglumar, og enn um sinn munum við langþreyttir kjósendur sem ekki viljum kjósa hinn sovéska Sjálfstæðisflokk búa við flokkakerfí Gúttóslagsins, flokkakerfi sem snýst um afstöðuna til Ráðstjómarríkj- anna, hersins, sambandsins, vöku- laganna, flokkakerfi sem snýst um löngu útrædd mál sem engum koma lengur við. ‘Við emm í herleiðingu. Við emm í einhverri Keflavíkur- göngu sem dregist hefur svo mjög fram á vetur að við þurftum að grafa okkur í fonn - ef við urðum ekki hreinlega úti. Þetta em réttir og dug- miklir fjallkóngar á þönum við að stugga okkur hveiju í sína rétt. Fyrir síðustu borgarstjómarkosningar vom ráðin tekin af þessari Fjallskila- nefnd íslenskra stjómmála og þá var rokkað í réttunum - en nú hafa þess- ir boðberar gærdagsins öll ráð okkar í hendi sér. Og... menningarmál. Menningarmál já - ég ætlaði að skrifa um menninguna. Eða þarf kannski ekkert að skrifa um hana? Kannski er það satt hjá Jóni Baldvini stefnuferlíki í þeim málum, heldur bara að greiða fyrir og láta í ffiði. Mig minnir að hann hafi þessa línu frá Vilmundi landlækni og þetta hljómar ósköp vel. Frasinn er að vísu betri eins og Halldór Guðmundsson meitlaði hann einhvem tímann; „Hið opinbera á að greiða götur en ekki að leggja vegi.“ Jón Baldvin slapp vel frá þessu, losnaði við að svara spum- ingu um virðisaukaskatt á bækur, eftirlét menntamálaráðherranum að verja þá gjörð. Greiða fyrir og láta í friði: mikil ósköp - fyrir alla muni! Viðurkennt er að bóklestri fer hnign- andi, enda ekki að furða á þessari miklu myndaöld. Viðurkennt er að fátt er vænlegra þroska bama og unglinga en bóklestur því hann ven- ur þau við annars konar hugsun en myndir örva. Viðurkennt er að bóka- útgáfa á íslandi er í kaldakoli. Viður- kennt er að íslensk menning snerist um sögur og Ijóð um aldir. Viður- kennt er að fátt er verra rekstri fýrir- tækja en skyndilegar geðþótta- ákvarðanir stjómvalda um fyrirvara- lausa skattlagningu sem kippir stoð- unum undan öllum reksu-aráætlun- um - viðurkennt er að fslensk bóka- útgáfa þarfnast stuðnings sem aldrei fyrr. Allt er þetta almennt viðurkennt utan ríkisstjómarinnar. Samt... Við getum huggað okkur við það að þegar síðasta bókaútgáfan verður gjaldþrota munu málsvarar gærdags- ins sem stjóma íslenskum stjómmál- um vakna upp með andfælum og fara - að greiða fyrir og láta í friði. Líka... í menningarmálum. Dagatal 17. mars Atburðir dagsins 1610 Tugir manna urðu úti í stórhríð, einkum í Borgarfirði og Miðfirði. „Ekki mundu menn slíkan skaða orðið hafa í eins dags veðri á landi,“ segir í Skarðsannál. 1757 Þrjú skip frá Vestmannaeyjum fórust undan Eyjafjöllum með 42 mönnum. 1969 Golda Meir, sjötug amma, tekur við stjómartaumum í Israel. 1983 Liðs- menn IRA reyna að granda Margréti Thatcher, forsætisráðherra Breta, með bréfsprengju. 1988 Fyrsta ís- lenska glasabamið fæðist á Land- spítalanum, 12 marka drengur. Afmælisbörn dagsins Gottlieb Daimler þýskur bifreiða- hönnuður og verkfræðingur, 1834. Nat „King“ Coie bandarískur söngvari og píanóleikari, 1917. Rudolf Nureyev rússneskur ballett- dansari, 1938. Bindindi dagsins Ég minnist þess nú, sem hann eitt sinn sagði við mig: „Ég var um tíma á unga aldri fallinn í þá freistni að veija óhóflegum tíma í tafl - var far- inn að tefla klukkutímum saman á hverjum degi. En svo ákvað ég að reyna heldur að verða að manni og gekk í ævilangt bindindi. Kristján Albertsson um Ragnar Jónsson í Smára. Annálsbrot dagsins Höggvinn maður á alþingi úr Aust- fjörðum fyrir bamsleynd og laun- gröft. Setbergsannáll, 1686. Lokaorð dagsins Það er furðulegt í ljósi þess að ég hef verið að æfa mig í alla nótt. Hinstu orð írska skáldsins John Phil- pot Curran, 1750- 1817, við lækni sem hafði sagt að skáldið ætti í sí meiri örðugleikum með að hósta. Málsháttur dagsins Svo verður hver að fljúga sem hann er fjaðraður. Orð dagsins Hertu þrek í harðviðri hopaðu ei í mótblæstri. Trúðu fast á tálleysi, treystu guði í réttlæti. Skák dagsins Tafllok dagsins em fengin úr bréf- skák Schachters og Pantaleonis. Hvftu mennimir era einkar uppi- vöðslusamir á hinni hættulegu 7. línu: svarta drottningin virðist þann- ig bundin í báða skó við að valda h7. En Schachtererbýsna lunkinn og nú snýr hann Pantaleoni niður með ein- um leik. Hvað gerir hvítur? sjá meira og gafst upp. Samanber: 2. hxg4 Hhl mát eða 2. Kh6 Dh3+ 3. Dh5 Dxd7. Snoturt. Faxmynd: HH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.