Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 14
14 ALÞYÐUBLAÐIÐ V i ð t a I HELGIN 17.-19. MARS 1995 Eiríkur Bergmann Einarsson, 26 ára stjórnmálafræðinemi, skipar 15. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Óhjákvæmilegt að ísland verði aðili að Evrópusambandinu." n Eiríkur Bergmann Einarsson er 26 ára Breiðhyltingur. Hann skipar 15. sætið á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík við alþingiskosningamar í vor. Eiríkur gekk í Hólabrekku- _skóla í æsku og fór þaðan í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti hvaðan hann útskrifaðist með stúdentspróf. Eiríkur er nú að ijúka námi í stjóm- málafræði við Háskóla íslands. Hann er í sambúð og á eitt bam. En hvað kemur til að hann er nú í fram- boði fyrir Alþýðuflokkinn? „Ég er kominn af rótgróinni íhaldsljölskyldu en mér fannst ávallt röksemdir hennar f hæsta máta vafa- samar. Því fór ég í stjómmálafræðina ákveðinn í að kynna mér málin. Eftir það sá ég að eini skynsamlegi kost- urinn var Alþýðuflokkurinn." Hvers vegna í ósköpunum? „Stefna Alþýðuflokksins er skyn- semis- og raunsæisstefna. Flokkur- inn er ekki beintengdur neinum sér- hagsmunahópum eins og hinir flokk- amir. Framsóknarflokkurinn er svo augljóslega tengdur þeim aðilum sem halda bændum f gíslingu land- búnaðarkerfisins. Það er afturhald sem hefur stuðlað að smáborgaraleg- um hugsunarhætti hérlendis. Helm- ingur Sjálfstæðismanna em einskon- ar framsóknarmenn. Einn fjórði em fijálshyggjumenn í anda Friedman og Hayeks. Ef sá hluti fengi að ráða þá væru 10 prósent þjóðarinnar rík og aðrir fátækir. Restin af Sjálfstæð- isflokknum eru einhverskonar kristi- legir demókratar, ágætir í sjálfu sér, en full hægri sinnaðir og íhaldssamir fyrir mig. Kommúnisminn er dauð- ur, þannig að ekki þýðir að tala um Alþýðubandalagið. Alþýðuflokkur- inn er alþjóðlega sinnaður jafnaðar- mannaflokkur og það á ágætlega við mig. Mér þykir leiðinlegt hvað ís- lendingar geta verið einangmnar- sinnaðir." Þú ert formaður í samtökum ungra Evrópusinna, ekki satt? „Jú, ég er formaður félags sem heitir Samband ungra Evrópusinna á Islandi. Það er lítill angi risastórra hreyfingar áhugamanna um evr- ópska samvinnu.” Nú ert þú virkur innan hreyf- ingar ungra jafnaðarmanna og þið hafið verið að kynna til sög- unnar hugtakið sjálfsvald. Hvað geturðu sagt okkur um það? „Sjálfsvaldið er í mínum huga míkróútgáfa af því sem kallað er dreifræði. Það byggist upp á því að þær ákvarðanir sem þarf að taka skuli taka á lægsta mögulega stjórn- sýslustigi. Sjálfsvaldið snertir sjálf- stæða ákvörðunartöku húsfélaga, skóla og annars sem snertir daglegt líf fólks. Þetta minnir nokkuð á þann part anarkisma sem hefur alltaf heill- að mig að einstaklingurinn fái frið lil að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig.“ Snúum okkur aftur að þér sjálf- um. hver eru þín framtíðaráform? „Enginn veit sína ævina... Ég tel nauðsynlegt fyrir mig sem eyjar- Vandaðar og nytsamar fermingargjafir cn co £ < . Z> < é* Ééi i Mwm\£k \ BAKPOKAR iTrall 451 Discovery 55 Panther óoi Fermingartilboð Verð kr. 8.880 ajungilaK SVEFNPOKAR Scout Lux 8? Fermingartilboð Fermingartilboð Verð kr. 10.880 ír. 9.792* skeggja að leggja land undir fót og öðlast örlítið víðari sjóndeildarhring. Mig langar að búa erlendis í eitt til tvö ár. Hins vegar sé ég ekkert annað land en Island fyrir mér sem mitt framtíðarheimaland. I menningu Astrala er innbyggt að um tvítugt fer unga fólkið út í heim í tvö ár og kem- ur heim með reynslu sem nýtist þjóðinni. A Islandi hefur mér fundist þessu vera þveröfugt farið. Menn leggja á það áherslu að halda fólkinu hér á landi. Þetta hefur verið sá andi sem hefur svifið yfir vötnunum, en þetta er að breytast. Það kann að vera að þetta hafi verið einhver arfleifð frá vistarbandinu." Hvcrt ætlarðu að fara? „Mig langar til Skandinavíu eða Norður-Evrópu." Heldurðu að Island eigi í framtíðinni eftir að verða aðili að ESB? ,Já, ég held að það sé óhjá- kvæmilegt að Island verði að- ili að Evrópusambandinu. Ég finn á ferðum mínum til Evr- ópu að sú er þróunin. Þjóðir heimsins eru að nálgast hver Verð kr. 9.990 | :. 8.991 Lillehammer io° verð kr. 10.480 9.390* Fermingartilboð kr. 11.412* Fermingartilboð kr. 11.470* TJÖLD lichfieldUi Falcon 150 2 manna Verð kr. 11.990 1 Fermingartilboð kr. 10.791* Falcon 180 2-3 m. Verð kr. 13.840 Fermingartilboð kr. 12.456* Hawk 180 2-3 m Verð kr. 16.990 Fermingartilboð kr. 15.291* GONGUSKOR Mirage leðurgönguskór Verð kr. 9.990 “Qkr. 8.991* Fermingartilbo Einnig skíðatöskur frá kr. 2.000, hanskar, húfur, gleraugu og margt, margt fleira. ‘Tilboösverö miðast viö staðgreiðslu. V/SA Raðgreiðslur • Póstsendum samdægurs. Umboðsmenn um iand allt. -SWWK fRAMÚK Snorrabraut 60 • Sími 561 2045 Eiríkur Bergmann Einarsson: Mér þykir leiðinlegt hvað íslendingar geta verið einangrunarsinnaðir. A-mynd: E.ÓI. aðra. Þær eru að skynja nauðsyn þess að vinna sajnan. Heimsþorpið er að verða að verulcika. Við verðum að vera með. Við eigum ekki að vera endalaust þiggjendur heldur einnig að leggja okkar af mörkum. Við eig- um að hafa tækifæri til að hafa áhrif á þá sem hafa áhrif á okkur.“ Frá yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis Framboðsfrestur vegna alþingiskosninga 8. apríl 1995, rennur út föstudaginn 24. mars 1995, kl. 12:00 á hádegi. Framboðum skal skila til formanns yfirkjörstjórn- ar, á skrifstofu hans að Borgarbraut 61, Borgar- nesi. Einnig tekur yfirkjörstjórn á móti framboð- um í Hótel Borgarnesi, milli kl. 11:00-12:00 árdeg- is, föstudaginn 24. mars 1995. Á framboðslista í Vesturlandskjördæmi skulu að lágmarki vera fimm nöfn og eigi fleiri en tíu nöfn. Fjöldi meðmælenda er að lágmerki 100 og eigi fleiri en 150. Fylgja skal tilkynning um hverjir séu umboðsmenn framboðslistanna. Framboðslistar verða úrskurðaðir á fundi yfirkjör- stjórnar sem haldinn verður í Hótel Borgarnesi, laugardaginn 25. mars 1995, kl. 13:00. Yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis, Borgarnesi 16. mars 1995. Gísli Kjartansson formaður. Guðjón Ingvi Stefánsson. Páll Guðbjartsson. Ingi Ingimundarson. Sigurður B. Guðbrandsson. Stefánsstyrkur Auglýst er eftir umsóknum um Stefánsstyrk, sem Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Fé- lags bókagerðarmanna veita til minningar um Stefán Ögmundsson, prentara og fyrsta formann MFA. Tilgangur styrkveitingarinnar er að veita einstak- lingi, einstaklingum, félagi eða samtökum stuðn- ing vegna viðfangsefnis, sem lýtur að fræðslu- starfi launafólks, menntun og menningarstarfi verkalýðshreyfingarinnar. Heimilt er að skipta styrknum milli fleiri aðila. Styrkurinn er nú 230.000,- krónur. Áformað er að veita hann 1. maí næstkomandi. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu MFA, Grens- ásvegi 16a eða skrifstofu Félags bókagerðar- manna, Hverfisgötu 21, ekki síðar en kl. 17.00, föstudaginn 14. apríl. * Umsókninni fylgi skrifleg greinargerð um viðfangsefnið, stöðu þess og áætlaðan framgang. Nánari upplýsingar veita Ásmundur Hilmarsson í síma 91-814233 og Svanur Jóhannesson í síma 91-28755. Félag bókagerðarmanna. Menningar- og fræðslusamband alþýðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.