Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 3
HELGIN 17.-19. MARS 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 ■ ■ Ofugmælasafn Alþingis „Alþingismenn íslendinga eiga að hafa manndóm í sér til að verja heiður Islands mót trylltri öld.“ Svavar Gestsson, Alþingi, 6. janúar, 1993. „Þá hafa íslendingar, ef samn- ingurinn verður að lögum, ekki lengur neinn frumburð- arrétt að landi sínu eða auð- lindum þess. Við verðum að veita flota Evrópubandalags- ins aðgang að fiskimiðum okk- ar. Útlendingum verður heim- ilt að kaupa hér lendur og jarðir, laxveiðiár og orkulind- ir til jafns við íslendinga. At- vinnuleysi hér hlýtur að auk- ast með aðild að efnahagssam- félagi, þar sem atvinnuleysi er stöðugt um og yfir 10%.“ Páll Pétursson, kjallaragrein í DV, 7. september, 1992. „Munu menn freistast til þess að ráða ódýrt erlent vinnuafl hingað og borga lægstu taxta eða tekst að standa vörð um réttindi launafólks?“ Kristín Ástgeirsdóttir, Alþingi, 3. sept- ember, 1992. „.... sá samningur, sem hér iiggur á borðum opnar erlend- um aðilum fullan aðgang til jafnréttis við íslenska aðila til að eignast hér orkufyrirtæki, vatnsból, lönd, jarðir og aðrar náttúruauðlindir...“ Ólafur Ragnar Grímsson, Alþingi, 24. ágúst, 1992. „Miðstýring, karlaveldi, hag- vaxtardýrkun og skortur á lýðræði er það sem blasir við öllum þeim sem kynna sér EB og skipulag þess.“ Kristín Ástgeirsdóttir, Alþingi, 7. janú- ar, 1993. / r Samningurinn um hið Evr- ópska efnahagssvæði (EES) hefurskilað millj- arða króna ábata fyrir þjóðarbúið og hrundið af stað miklum umbótum víða í samfélaginu. Það er staðreynd, að ekkert mál á líðandi kjörtímabili hefur vakið jafn heitar tilfinning- ar meðal þingmanna og almennings og EES- samningurinn. Um samn- inginn voru skiptar skoð- anir innan flestra stjórn- málaflokka. Þó voru tveir þingflokkar heilir í afstöðu sinni til hans: Alþýðuflokk- urinn, þarsem allirvoru með og Alþýðubandalag- ið, þar sem allir voru á móti. Gegn þessu þjóð- þrifamáli hömuðust meðal annars stjórnarandstæð- ingarnir Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson, Steingrímur J. Sigfússon, Kristín Ástgeirsdóttir, Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir og Páll Pétursson. Alþýðublaðið rifjar hér upp nokkurgullkorn úr umræðunni: „Samningurinn EES breytir Alþingi Islendinga í færi- bandastofnun fyrir Evrópu- bandalagið. Samningurinn um EES gerir EB-réttinn að for- sendu íslenskra dómstóla.“ Svavar Gestsson, Alþingi, 6. janúar, 1993. „Vinnuveitendur fagna marg- ir hverjir aðild að Evrópsku efnahagssvæði og vænta sér þá væntanlega ódýrara vinnuafls að utan.“ Páll Pétursson, Alþingi, 25. ágúst, 1992. „Evrópska efnahags- svæðið er byggt upp þannig að ef við ætlum að vera fullgildir þátt- takendur, þá þurfum við að setja nokkur hundruð embættis- manna í þessa vinnu.“ Ólafur Ragnar Grímsson, Al- þingi, 15. desember, 1992. „Ég tel mikla ástæðu til þess að þakka hæst- virtum dómsmálaráð- herra fyrir þann myndugleik að leggja það til við þessa virðu- legu stofnun að fram- vegis verði töluð ís- lenska við íslenska dómstóla þrátt fyrir það að ísland gerðist aðili að Evrópsku efna- hagssvæði.“ Svavar Gestsson, Alþingi, 1. september 1992. „Við Kvennalistakon- ur erum hingað komn- ar á Alþingi Islendinga til þess að reyna að gera allt það sem í okkar valdi stendur til þess að bæta stöðu kvenna og barna í okk- ar þjóðfélagi og ég tel að þessi samningur um EES, ef hann verður að veruleika, verði kvennabaráttu fremur til trafala en tii hins betra.“ Kristín Ástgeirsdóttir, Al- þingi, 7. janúar, 1993. „Með svipuðu lögmáli og vatnið rennur und- an brekkunni, hlýtur atvinnuleysi hér að aukast til stórra muna og innstreymi erlends vinnuafls hlýtur að taka atvinnu frá ís- lendingum og atvinnu- leysisstig hér að verða svipað og annars stað- ar á svæðinu.“ Páll Pétursson, Alþingi, 25. ágúst, 1992. Hagstæðustu bílakaup ársins!? Verðið á Renault 19 RN árgerð 1995 er aðeins kr. 1195.000,- INNIFALIÐ: Hörkuskemmtileg og sparneytin 1400 vél, vökvastýri, rafdrifnar rúðuvindur, fjarstýrðar samlæsingar, fjarstýrt útvarp/segulband, styrktarbitar í hurðum, bílbeltastrekkjarar, samlitir stuðarar, málmlitur, ryðvörn, skráning .. Fallegur fjölskyldubíll áfínu verði. Reynsluaktu Renaultl Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. ÁRMÚLA 13 • SÍMI 553 1236

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.